Dagur - 14.01.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 14.01.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 14. janúar 1995 Hér eru þau hjónin á Trölla- dyngju sl. vor, í árlegri „kola- fcrð“, en þau hafa í mörg ár farið mcð kol í Bræðrafeli, skála sem Ferðafélag Akur- eyrar á við KoIIóttudyngju og er einkum ætlaður göngufólki. f heim- sókn hjá vélsleðahjón- unum Grétari og Freyju Til hvers eruð þið að þessu? ísland býður upp á ótal möguleika til ferðalaga og útiveru jafnt sumar sem vetur, Vélsleðaferðir um hálendið er einn af þessum möguleikum og nokkuð sem all stór hópur fólks stundar af krafti, en nú um helgina er einmitt haldin heljar- innar vélsleða- og útilífssýning í Iþróttaskemmunni á Akur- eyri. Það var um miðjan 8. áratuginn, sem hálendisferðir á vélsleðum byrjuðu fyrir alvöru, samfara öflugari sleðum og kannski líka þrá eftir fleiri ferðamöguleikum. Hjónin Grétar Ingvarsson og Freyja Jóhannesdóttir á Akureyri eru meðal þeirra fyrstu sem taka upp, það sem mörgum á þeim tíma fannst vera stórfurðuleg iðja, að þvælast um á hálendinu yfir vetrartímann. Auk þess að vera í hópi frumherja í vélsleða- ferðum hérlendis, eru þau Grétar og Freyja ein fárra hjóna sem stunda þetta sport af krafti í sameiningu. Þau hafa lengstum átt sitt hvorn sleðann og Freyja án efa ein fyrsta konan sem stundar fjallaferðir á vélsleðum, þó konunum hafi sem betur fer fjölgað hin síðari ár. / Freyja: „Fyrst keyrði ég lítió sjálf, en Ingvar sonur okkar fór snemma að keyra. Síðan var það einu sinni að við vorum að koma niður Kaldbaksdalinn niöur af Nýjabæjarfjallinu og ég sat aftaná. Hann var hins vegar alveg búinn að gleyma mér og keyrði alveg eins og vitlaus maður svo ég kom ekki viö sleðan nema stöku sinn- um. Þegar við síðan stoppuðum sagði ég, hingaó og ekki lengra. Nú keyri ég sjálf og hef keyrt upp frá því. - Hvenær byrja þessar fjalla- ferðir af alvöru hjá ykkur? Grétar: „Við eignuðumst fyrsta sleðann 1974, gamlan Ev- erude, og svo annan árið eftir. Fjallaferðirnar hefjast hjá okkur 1976 þegar fyrstu Polaris-sleðarnir komu. Til aö byrja með var helst farið í Sandbúðir á Sprengisandi, þar sem þá var veðurathugunar- stöð, kannski með viðkomu í Laugafelli.“ - Var þetta þá einhver ákveð- inn hópur sem byrjaði á þessu saman? Grétar: „Til aö byrja með er- um vió þrjú, við hjónin og Jóhann Ingólfsson, sem ferðast hefur með okkur alla tíð. Síðan bættust fleiri við, t.d. Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, og Sigurgeir Bernharó Þórðarson.“ Freyja: „Fyrsti hópurinn okkur hét Polarisfélagið, því við vorum öll á Polaris og höfum haldið okk- ur við það, sem sjálfsagt er bara sérviska eða vani.“ Grétar: „Það hafa auðvitað Þeir eru margir vélsleðamcnnirnir, sem komið hafa við í Berglandi, skála sem Grétar og Freyja eiga í félagi við fleiri vélslcðamcnn. A Þessi mynd var tekin 16. júlí 1978. Þá um veturinn höfðu þau orðið að skilja eftir cinn slcða efst í hlíðum Eyjafjarðardals. Slcðinn Icnti síðan í snjóflóði og varð að bíða þess að snjóa Icysti til að finna hann aftur. Slcðinn cr í baksýn og var hann ótrúlega lítið skemmdur eftir 6 mánaða dvöl á hvolfi í klcttaurð. orðið geysilegar breytingar á sleð- um frá því að við byrjuðum og vió endurnýjuóum nokkuð ört fyrstu árin, því sleóarnir voru alltaf að stækka. Freyja eignaðist t.d. fyrsta Polaris Indy sleðann 1981, sem var alger bylting varðandi fjöðrun- arbúnað og vakti mikla athygli þegar hún var að fara á honum í fyrstu feróirnar." Freyja: „Ég skil ekki núna hvernig maður sat á þessum gömlu sleðum dag eftir dag, svona níó- höstum.“ Keyrt eftir nefinu Freyja: „Ferðamátinn hefur auð- vitað gerbreyst líka. Til að byrja meó varð bara að keyra eftir nef- inu, korti og áttavitanum. Menn höfðu ekkert annað til aó fara eftir, eins og t.d. lóran og GPS-staðset- ingartæki sem nú eru til staðar. Klæðnaðurinn var heldur ekkert líkur því sem hann er í dag, bara gamla úlpan og skíðagleraugu.“ Grétar: „Það gafst ótrúlega vel aó keyra bara eftir korti og átta- vita. Éf skyggni var slæmt röðuð- um við okkur upp í einfalda röð. Fyrsti maður var með áttavitann og sá síðasti passaði stefnuna. Með þessu var hægt að halda ótrú- lega góöri stefnu, ef ekki voru færri en þrír sarnan og veðrið ekki það slæmt að ekki sæist í næsta mann fyrir framan.“ Freyja: „Annað atriði í þessu var líka hvað við vorum vön aó ferðast saman og allir vissu hvað hinir myndu gera.“ Konurnar ekki margar - Þið hafið ferðast saman allt frá upphafi? Freyja: „Já, það höfum við gert. Aó vísu höfum við líka farið sitt í hvoru lagi þegar hitt hefur ekki komist einhverra hluta vegna, eins og gengur." - Það eru ekki margar konur sem stundað hafa þessa ferða- mennsku að staðaldri? Freyja: „Þær eru nú þó nokkr- ar, aö vísu ekki margar hér fyrir norðan, en lengi vel var ég bara ein og er reyndar mikið enn. Fyrst þegar maður fór að mæta kven- fólki þá sat það oftast aftan viö. Þaö er hins vegar miklu erfiðara en að keyra sjálfur. En karlarnir hafa alltaf verið óskaplega hjálp- legir.“ Grétar: „Hún var t.d. á stofn- fundi Landssambands Islenskra vélsleðamanna í Nýjadal 1984, en þá hafði ég ekki tíma.“ Eins og frægt var brast á hið versta veður meðan á þessu fyrsta landsmóti stóð og hafði Grétar farió meó hópnum upp í Laugafell á föstu- degi, gist þar um nóttina og fór síðan einn til baka norður Nýja- bæjarfjall í kolvitlausu veðri á laugardeginum, reyndi raunar að snúa vió í Laugafell en ekki reyndist viðlit að keyra á móti veðurhamnum. Leióin hafði verið stikuð og hafði Grétar þann hátinn á aö stoppa vió hverja stiku, sópa burtu snjónum ofan af sleðaförun- um sem þar lágu og taka eftir þeim stefnuna á næstu stiku. Grétar: „Þegar ég kom niður á Öxnadalsheiði hitti ég þar Stein á Bægisá og son hans. Steinn sagði vió mig eitthvað á þá leiö ég færi nú ekki mikið inn í Laugafell í dag því múgur manns væri búinn að reyna að fara upp á Nýjabæjarfjall um daginn en þar væri svo brjálað veóur að enginn maður gæti ferð- ast. Ég svaraði þá að ég hefði eng- an áhuga á að fara inn í Laugafell, því ég væri aó koma þaðan. Þá sagói Steinn: „En hvar eru hinir?" Ég sagði honum þá að það væru engir hinir því ég hefði komið einn.“ 26 tímar í skafli - Finnst ekki þeim sem ekki þekkja til að þessa séu miklar svaðilfarir? Freyja: „Fólki fannst þetta til að byrja með alveg óskaplega skrýtið, hvaö ég væri eiginlega aö þvælast og til hvers. Ég var því ekkert að flagga þessu. Margir vita auðvitaó ekkert hvaó þetta er og spyrja allskonar spurninga sem fær mann til að veltast um af hlátri. Eins og t.d. þegar fólk spyr, hvað eruð þió að gera, til hvers eru þið að þessu? En fólk þarf auðvitað að vera gefið fyrir útiveru.“ Grétar: „Það skilja engir sem ekki hafa komið upp á öræfin hvernig það er. Þetta er heimur sem menn kynnast ekki án þess að koma þar og er alveg ólíkur vetur og sumar.“ Að þeirra sögn hefur vélsleða- ferillinn verió óhappalaus að kalla, þó vissulega haft ýmislegt komið uppá. Einu sinni voru þau ásamt Jóhanni Ingólfssyni, grafin í fönn á Nýjabæjarfjallinu í 26 tíma. Grétar: „Það var ekkert vit í að halda áfram þar sem vió vorum að fara niður brekku og vissum ekk- ert hvaó var fyrir neðan. Fyrst grófum vió 3 metra nióur, en enn var sama kófió. Þá grófum við 3 metra út og síðan annan vinkil þangað til pláss var fyrir tvær vindsængur. Þar vorum við í góðu yfirlæti, skorti ekkert og heföum getað verið í aðra 26 tíma ef því hefói verið aó skipta. Ég held aö við höfum ekki áttað okkur á því fyrr en eftirá, að við vorum með allt sem þurfti og skorti ekkert. Vera vel klæddur - Hvernig er belst að útbúa sig? Freyja: „Það sem skiptir mestu máli er að vera nógu vel klæddur. Það er betra að klæða sig frekar úr en að vera fatalaus. Líka fara ró- lega og passa sig að þreyta sig ekki og svitna um of. Eins að snúa við í tíma. Margir brenna sig á því aó halda of lengi áfram, finnst ekki nógu karlmannlegt aó snúa við.“ Grétar: „Máliö er að hafa allt með sér sem maður þarf að nota, en ekkert umfram það. Lengi vel höfðum vió alltaf tjald með okkur til aö nota í neyð. Hins vegar sáum vió að það var óþarfi, því ef veðrið er orðið svo vont að ekki er hægt að ferðast, þá er ekki hægt að reisa tjald. Þaó er nóg að hafa skófl- una.“ Freyja: „Maöur lærir af reynsl- unni hvað þarf og hvað ekki.“ Grétar: „Það var t.d. hlegið að mér þegar ég tók fyrst með mér vöðlur upp á fjöll að vetrarlagi, en þær hafa oft komið sér vel ef menn sökkva í krapa eða eitthvað slíkt. Þær geta bjargað mönnum frá því aó blotna, en þá eru menn fljótir að kólna.“ Farið víða Grétar og Freyja eru meðal eig- enda skála sem kallast Bergland og er staðsettur við Urðarvötn, vestan Eyjafjarðardals.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.