Dagur - 14.01.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 14.01.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 14. janúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Samnmgurmn víð Royal Greenland í því mikla atvinnuleysi sem hefur verið á Akureyri á undanförnum árum er sannarlega ástæða til þess að fagna því þegar tugir nýrra starfa skapast. Samn- ingur Samherja hf., Strýtu hf., Söltunarfélags Dalvík- ur hf. og Royal Greenland A/S sem undirritaður var sl. fimmtudag felur í sér aukna úrvinnslu rækju hér á landi og gert er ráð fyrir að hann muni skapa 30- 50 ný störf í þessum fyrirtækjum. Þetta eru einkar gleðileg tíðindi. Samningurinn tekur til markaðsmála og vöruþró- unar og verður rækjunni í framtíðinni í auknum mæli pakkað í neytendaumbúðir hér á landi. Um þetta sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., í Degi í gær: „Við erum með þessu að færa störf erlendis frá og til íslands, því rækju sem íslendingar selja erlendis, hefur nánast eingöngu verið pakkað erlendis í neytendapakkningar. “ Hér er verið að stíga mikilsvert skref. Aukið verð- mæti er skapað úr hráefninu og það þýðir aukna vinnu og aukna veltu fyrirtækjanna sem aftur skilar sér í beinhörðum peningum í þjóðarbúskassann. Aukin fullvinnsla er ekki raunhæf nema því aðeins að markaðs- og sölumálin séu í lagi. Þess vegna er mikilvægt að Royal Greenland, eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu, sé aðili að þessum samn- ingi. Það styrkir málið ótvírætt. Velta Royal Green- land var á síðasta ári 28 milljarðar íslenskra króna, sem er ekki af ósvipaðri stærðargráðu og velta stærstu hérlendra sölusamtaka, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Umræddur samningur vekur upp spurningar. Er það ekki einmitt á sviði fullvinnslu sjávarafurða sem möguleikar okkar liggja? Vissulega bendir margt til þess að svo sé. í því atvinnuleysi sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir á undanförnum misserum og ár- um er það skylda forsvarsmanna sjávarútvegsfyrir- tækja og sölusamtaka að leita allra leiða til þess að vinna eins mikið hér heima úr sjávarfanginu og kostur er. Samningur Samherja, Strýtu, Söltunarfé- lags Dalvíkur og Royal Greenland er athyglisvert innlegg inn í þá umræðu. I UPPAHALDI Teikningar finnskra unglinga á veggjum Síðuskóla Nú stendur yfir í Síðuskóla á Akureyri athyglisverð sýning á teikningum unglinga frá Finn- landi sem nefnist „Til íslands á vængjum hugarflugsins“. Nor- ræna upplýsingaskrifstofan stendur fyrir sýningunni. Á haustdögum 1993 voru haldnir Islandsdagar í Mið- og Austur-Finnlandi, farið var í ýmsa skóla og ísland kynnt rneð fyrir- lestrum, ljósmyndum, myndbönd- unt o.fl. Eftir þessa kynningu fór hugar- flug 14-16 ára nemenda grunn- skólans í Kotka í Finnlandi af stað og myndirnar á sýningunni í Síðu- skóla er hluti afrakstursins. At- hyglisvert er að unglingarnir sem teiknuðu og máluðu þessar mynd- ir hafa ekki komið til Islands. Það var myndmenntakennarinn Leea ilkka-Salonen í Karhuvuori skólanum sem hafði veg og vanda aó undirbúningi sýningarinnar. Hún er einnig formaður Norræna fclagsins í Kotka. Sýningin var opnuð 10. janúar sl. og hún stendur til 21. janúar. óþh Iiörnin í Síðuskóla ásamt Snorra Guðvarðssyni, kennara, skoða af niiklum áhuga myndlist finnskra unglinga. „Þetta er áhugaverð út- færsla,“ gæti þessi ungi myndlist- arunnandi verið að segja. Glaðbeittur hópur 9 og 10 ára krakka í Síðuskóla á Akureyri ásamt kennara sínum, Snorra Guðvarðssyni. Á veggnum fyrir aftan þau er sú mynd sem krakk- arnir hafa mcstar mætur á. Robyn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.