Dagur - 14.01.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 14.01.1995, Blaðsíða 20
Ágætur afli á innfjarðarrækju í upphafi ársins: „Alit að ekki komi til aukningar a núverandi rækjukvóta á Öxarfirði" - segir Kristján Þ. Halldórsson, framkvæmdastjóri Gefiu hf. Innfjarðarrækjuveiði er hafln á öllum innfjörðum norðan- lands eftir uppihald síðan fyrir jól og hefur aflinn víðast verið ágætur. Húni HU fór á veiðar á Húnaflóa í byrjun vikunnar og aflaði sæmilega í upphafi en síð- an hafa aflabrögð verið fremur dræm. Vinnsla hófst í gær hjá rækjuverksmiðjunni Særúnu hf. á Blönduósi, og er jafnframt ver- ið að vinna frosna úthafsrækju. Fjórir úthafsrækjubátar landa hjá Særúnu hf., Nökkvi, Gissur hvíti, Ingimundur gamli og Dag- fari, og eru þeir allir komnir á veiðar að Gissuri hvíta undan- skildum. Veiði hefur verið fremur treg, en flest skipin halda sig í Eyjafjarðarálnum eða austur með Norðurlandi. Vinnsla er byrjuð hjá Meleyri hf. á Hvammstanga og hjá Hólma- drangi hf. á Hólmavík og á Drangsnesi, en um sl. áramót var rekstur útgerðarfyrirtækisins Hólmadrangs hf. og hraðfrysti- húss Kaupfélags Steingrímsfjarðar sameinaður undir nafni Hólma- drangs hf. Nk. þriðjudag hefst rækjuvinnsla hjá Hólanesi hf. á Skagaströnd eftir uppihald um jól og áramót, en tíminn hefur verið notaður til aó framkvæma nokkrar endurbætur og viðhaldsaögerðir í verksmiðjunni. Aðeins var unnið í einn dag Þróunarsjóður sjávarútvegsins: milli jóla og nýárs hjá rækjuverk- smiöjunni Geflu hf. á Kópaskeri og síðan var byrjað aftur 5. janúar sl. Mikil ótíð á Öxarfirði hefur heft sókn rækjubátanna en veiðst ágætlega þegar gefið hefur. A rækjuvertíðinni er búió að veiða um 400 tonn af 1.450 tonna kvóta sem gefinn var út á Öxarfirði. Þeir bátar sem stunda rækjuveióar á Öxarfirði eru Kristey frá Húsavík, Þingey frá Kópaskeri og Þorsteinn og Öxarnúpur frá Raufarhöfn. Vinnsla hófst hjá Rækjuvinnslu Dögunar hf. á Sauóárkróki sl. mánudag og var bæói byrjað aö vinna innfjarðarrækju og eins af Haferninum sem er á úthafsrækju. Aflabrögð hafa verið ágæt á Skagafirðinum nú í byrjun árs, en rækjan hefur verið fremur smá, hefur farið allt upp í 300 stk/kg, en var 230 til 250 stk/kg. Búið er að veiða rétt um 200 tonn af 540 tonna rækjukvóta á Skagfirði af þeim bátum sem leggja upp hjá Dögun hf„ en Berghildur á Hofs- ósi hefur aflað um 90 tonn, sem landað er til vinnslu hjá rækju- verksmiðju Þormóðs ramma hf. á Siglufirði. Vinnsla hófst í lok síðustu viku hjá rækjuverksmiðju Fiskiðjusam- lags Húsavíkur og var byrjað að vinna frosna rækju. Fyrsta úthafs- rækjulöndunin eftir áramót var svo um sl. helgi en fyrsti innfjarð- arrækjubáturinn, Aron, hóf svo veiðar sl. sunnudag og kom að landi með 6 tonn. Aðrir bátar hófu svo veiðar í þessari viku og hafa aflað þokkalega, allt upp í 4 tonn á bát eftir daginn. Hafrannsóknastofnun mun væntanlega fara í nýjan rannsókn- arleiðangur á næstu vikum og að honum loknum verður ástand rækjustofnanna á Öxarfirði, Skjálfandaflóa, Skagfirði og Húnaflóa endurskoðað og hugsan- lega verður þá aukið við kvótann einhvers staðar en látið óhreyft á öðrum veiðisvæóum. Kristján Þ. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Geflu hf, segir það vera sitt mat að ekki komi til aukningar rækjukvóta á Öxarfirði, kannski snúist spurningin meira um það hvort raunhæft sé aó halda sig við útgefinn rækjukvóta að fengnum nióurstöðum úr rann- sóknunum. GG Þrír styrkir til norð- lenskra skipaeigenda - að upphæð 40 róunarsjóður sjávarútvegs- ins samþykkti á fundi sfnum 12. janúar sl. 18 umsóknir um styrk vegna úreldingar, alls að upphæð kr. 466.726.000. Af- greiðslu nokkurra umsókna var frestað þar sem vantaði form- lega staðfestingu á vátryggingar- mati viðkomandi skipa. I þeim hópi eru nokkrir togarar eða togskip, m.a. Hópsnes GK-77 í Grindavík, sem byggt er 1990, Kofri ÍS-41 frá Súðavík, sem er byggður 1984, Skúmur ÍS-322 frá 2 milljónir króna Hafnarfírði, byggöur 1987 og Kristbjörg ÞH-44, eign Korra hf. á Húsavík, en útgerðin fær 39,2 milljónir króna í úreldingarstyrk. Önnur norólensk skip eða bátar sem samþykktir voru eru Torfi ÓF-39, 3 tonna bátur í eigu H. Kristjánsson hf. í Ólafsfirði, sem fær 188 þúsund og Glæsir ÞH- 266, 4 tonna bátuf í eigu Hlyns Þ. Ingólfssonar á Raufarhöfn, sem fær 795 þúsund krónur í úrelding- arstyrk. GG Arni Steinar í 2. sætið? Eg get staðfest að ég hef verið í viðræðum við Alþýðubanda- Iagið,“ sagði Árni Steinar Jó- hannsson, umhverfisstjóri Akur- eyrarbæjar, um þann þráláta orð- róm að hann skipi annað sæti Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi eystra fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Ámi vildi ekki staðfesta að hann næstu viku með Ögmundi Jónas- syni í Reykjavík en eins og fram hefur komið hefur hann verið orð- aður við lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík og myndi hann þá taka sæti á honum sem óháður einstak- lingur. Ami Steinar Jóhannsson skipaði efsta sæti á lista Þjóðarflokksins á N. e. fyrir síðustu kosningar. óþh verði í öðm sæti en hins vegar taldi hann miklar líkur á að af þessu samstarfi yrði og þá yrði það undir þeim formerkjum að hann tæki sæti á listanum sem óháður einstakling- ur. Ámi Steinar sagðist eiga fund í O HELGARVEÐRIÐ Veðurfræðingar Veðurstof- unnar spá kólnandi veóri, norólægri átt og éljum á Norðurlandi í dag. Á morg- un er spáð áframhaldandi norðan- og norðaustanátt og éljagangi, frostið getur farið upp í 16 stig. Á mánu- daginn er spáð hvassri norðaustanátt og snjókomu eða éljagangi. Þá verður frostiö 1-10 stig. r—n C-634 XT þvottavél 18 þvottakerfi 5 kg þvottur Hitabreytirofi 600 snúninga Rústfrír pottur Frábærtverð 39.900,-stgi CKAUPLAND Kaupangi ■ Sími 23565 T lUýr umboðsaðili á Akureyri: *M STRAUMRÁS Furuvöllum 3 • Sími 12288 • Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.