Dagur - 28.01.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 28.01.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 28. janúar 1995 ! ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Greiðslukorta- menningin Reikningar upp á milljarða króna hafa borist inn á heimili landsmanna vegna jólaverslunar út á greiðslukort. Enn einu sinni hafa landsmenn sannað að þeir eru öðrum þjóðum heimsins dug- legri í notkun greiðslukorta en misjafnar skoðanir geta verið uppi á því hvort þessi mikla kortanotk- un er af hinu góða eða ekki. Notkun kreditkorta hefur á undanförnum árum verið hvað mest 1 jólamánuðinum, enda viðskipti almennings hvað mest þá. Vaxandi notkun þeirra á sér margar skýringar, jafnvel þá einföldu skýr- ingu að samfara minnkandi atvinnu hafa æ fleiri leitað „á náðir" greiðslukortanna til að fresta þunganum af útgjöldum hátíðanna. Þjónustu- gjald bankanna fyrir ávísanir hefur líka ýtt undir aukna notkun á greiðslukortum og þá debetkort- um ekkert síður en kreditkortum. Mynstrið hjá bönkunum er því sem óðast að breytast úr ávís- unum yfir til greiðslukortanna. Þróunin hér á landi er skammt á veg komin miðað það sem erlendis þekkist. Greiðslukort t.d. í Bandaríkjunum eru mun grónari gjaldmiðill og kort nánast tekin fram yfir beinharða peninga. í þá átt mun þróunin færast hér á landi og það væntanlega tiltölulega hratt ef miða skal við nýj- ungagirni íslendinga. Fátt er nema gott um hana að segja en ljóst hlýtur þó að vera að neytend- urnir munu krefjast þess að af þeim verði tekið hóflegt gjald vegna kortanotkunar. Þessi rafrænu kort og önnur tækni sem er og verður sjáanleg á þessu sviði sem öðrum hlýtur að spara peninga fyrir bankakerfið og krafa neytendanna verður því að fá að njóta þess sparnaðar í hógværri inn- heimtu á notendagjöldum. Það hefur sýnt sig nægilega oft hér á landi að fólk er fljótt að taka við sér í nýjungum, sem oft spara peninga, ef far- ið er af skynsemi í gjaldtökuna. í UPPÁHALDI Hann er einn Pottorm- anm sem láta fara vel um sig í heita pottinum í Glerár- laug á Akureyri hvern einasta morgun en um þessar mundir eru fimm ár síöan Glerárlaug var tekin í notkun. Laugin var form- lega vígð þann 20. janúar árið 1990 og fljótlega upp úr því sá- ust Pottormar í lauginni hvern einasta morgun. Þeir hefja dag- inn á því að skokka einn hring í Þorpinu, synda því nœst tuttugu ferðir yfir Glerárlaugina koma sér svo fyrir ( heita pottinum og keppast við það í sameiningu að fá útrás fyrir alla skapvonsku og neikvœðni. Þegar þeir yfirgefa laugarsvœðið er búið að taka út geðvonsku dagsins og segjast Pottormar því vera hinir Ijúfustu bœði á vinnustað og heimavelli enda nœgilegt að fá cerlega útrás einu sinni á sólarhring. Akureyringurinn Guðmundur Jóhannsson rafvirki er ( stjórn Pottorma. Hann er t uppáhaldi ( dag. Guðmundur er giftur Evu Ingólfsdóttur og eiga þau hjónin fjögur börn. Guðmundur og Eva eiga og reka Straumrás á Akur- eyri en auk þess er Guðmundur stjórnarformaður Sandblásturs og málmhúðunar og einn hlut- hafa. H vaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Mér finnst allur matur góður en tveir réttir standa þó upp úr, nýr fiskur með kartöflum og smjöri og mjög sterk lítið steikt pipar- steik.“ Uppáhaldsdrykkur? „Frissi fríski.“ Guðmundur Jóhannsson. Hvaða heimilisstörffinnst þér skemmtilegustlleiðinlegust? „Það er tvímælalaust leiðinlegast að ryksuga en ég hef nú ekki enn Stundarþú einhverja markvissa hreyftngu eða Ukamsrœkt? „Það er Pottormatrimmió, hlaup- in (þegar ég vakna) og sundið. Hvaða hlöð og tímarit kaupir þú? „Dag, Moggann, íþróttablaðið og Heilsu og sport.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Engin, þar er Dagur og fundar- geróir bæjarstjómar.“ í hvaða stjörnumerki ert þú? „Ég er ljón.“ Hvaða hljómsveit eða tónlistarmað- ur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er Bubbi Mortcns." Starfar þú með einhverjum félaga- samtökum? „Round table og Pottormum og svo er ég fyrrverandi gjaldkeri Knattspymudeildar Þórs, ég er nýbúin að afsala mér því emb- ætti.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Það cr dóttir mín, Hulda Sigríó- ur, hún er í fimleikum.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Fréttir.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? „Halldóri Blöndal.“ Hyer er að þínu matifegursti staður á íslandi? „Ég hef farið nokkmm sinnum á Strandir með fjölskyldu minni og þar eru margir fallegir staðir.“ „Eg hef búió í Keflavík og el' ég þyrfti að fara frá Akureyri þá gæti ég hugsaó mér að fara þang- að aftur." Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Ætli það sé ekki Volkswagen Caravelia, hann er nógu stór fyrir mig og mína.“ Hvernig vilt þú helst verja frístund- um þínum? „Heima.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Eg verð aó vinna alla helgina á Sandblæstri og málmhúðun. Við ætlum að flytja skrifstofuna.“ KLJ fundió sérstaklega skemmtileg heimilisstörf.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir aðflytja búferlum nú? AAE€> MOROUNKAFFINU OLAFUR ÞORÐARSON F í dögun Odysseifur og kappar hans komust oft í hann krappan, cins og heyra má í útvarp- inu, á rás 1 þessa dagana. Þar er hinn víðfrægi flækingur þeirra félaga um himinblátt Miðjarðarhafið, vafinn eilífum ævintýraljóma í snilldar- legri frásögn hins ágæta höfundar Hóm- ers. Þrátt fyrir hverskonar harðræði og daglegan háska, jafnvel vonlausa aðstöðu eins og í almyrkum helli eineygða jötun- mennisins, þar sem þeirra beió það eitt að bráðna við bragðlauka kýklópans, brást þaó ekki að hin árrisula rósfingraða morgungyðja í allri sinni dýrð, vekti þá og blési þeim nýjum ráðum og hugrekki í brjóst. Hin rósfingraða morgungyðja. Dagrenning ævintýranna. En hvað skyldi það vera, sem vekur okkur dauólega menn til annríkis fá- breyttra daga, þar sem ekkert er eftir skil- ið okkur til handa af rekstrarfjármagni samfélagsins, heldur falið í útlöndum t.d. í formi þýskra ríkisskuldabréfa. Sá einn er frjáls, sem fús til starfa fer, en það á því miður ekki við um alla. Alltof margir hengslast ófúsir á fætur af óskiljanlegri skyldurækni vitandi það að launin fyrir erfiði þeirra duga ekki fyr- ir brýnustu þörfum fjölskyldunnar. Þar er það skapanomin skuld, sem grúfir yfir, í grárri morgunskímunni. Og þolgæði flestra er teygt til hins ýtr- asta í ævilangri baráttu fyrir fjárhagslegu öryggi, sem er þó margsannað mál að hvergi er að finna í raun. Og margir eru þeir, sem vonin vekur. Sú fánýta von að atkvæði þeirra skipti máli í frjálshyggjuheimi fárra útvalinna. Þeir hraða sér með fjálgu fasi á kjör- stað til að gera upp á milli siðblindra 0- En til eru þeir hins vegar, sem seilast svefnhöfgir eftir buxunum sínum og stjórnmálamanna, þrátt fyrir að þeir hinir sömu hafi opinberlega lýst sjálfa sig og alla sína kollega vanhæfa til flestra verka. Svo eru hinir, sem hendast á fætur við fyrsta gal hins gullna hana mammons og setjast við fætur kallara hans, sem kynnir nýjustu tilboð dagsins þar sem fánýti bíðst fyrir glópalán, án minnstu fómar eða fyrirhafnar. Og suma vekur sorgin með helkaldri þögn eftir þrumandi gný. Og meðan napur vindur næðir um brotnar sperrur og rifið jám breytist höggdofa undrun í neyðaróp. Og sumir vakna aldrei meir. meðan þeir troða löppunum í skálmamar, hlusta þeir á værðarlegan andardrátt sof- andi konu og bama og hjarta þeirra hitnar af þakklátri ást. Og þeir renna upp klaufinni og hneppa skyrtunni meðan þeir ganga hljóðir fram í eldhús til móts við hinn nýja dag. Þar fara þeir mildum höndum um kaffikönnuna og grautarpottinn og meðan kaffið hitnar og grauturinn kraumar, kvikna ljósin í gluggum húsanna í kring og fyrstu bílamir fara um götuna framan við eldhúsgluggann. Og hljóðlát samkennd með öllu því fólki, sem þar er á ferð, vermir huga þeirra og kvíðalausir ganga þeir til verka sinna í auðmýkt og hógværð hins lífs- reynda manns, umvafðir verðskulduðum æfintýraljóma hinnar árrisulu rósfingr- uðu morgungyðju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.