Dagur - 28.01.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 28.01.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 28. janúar 1995 DÝRARÍKI ÍSLANDS SICURÐUR ÆCISSON Hvalir 4. þáttur NORÐHVALUR (Balaena mysticetus) Norðhvalur, sem áður fyrr, og kannski enn, í sumum bókum, var kallaður Grænlandssléttbakur, eóa Grænlandshvalur, er af undirætt- bálki skíðishvala, og þaðan af ætt sléttbaka, ásamt tveimur öórum hvalategundum. Þær eru: sléttbak- ur (Eubalaena glacialis), sem til aðgreiningar frá þessum umrædda hvali er oft nefndur Islandsslétt- bakur, og mjög líkur honum, bæði í útliti og hegðun, við fyrstu kynni a.m.k, og svo dvergsléttbakur (Caperea marginata), sem á heima á suðurhveli jaröar og er minnstur allra skíðishvala, ekki nema um 6 m langur og afar sjald- séður (um miðja 20. öldina höfóu ekki nema örfá dýr, 5-10, verið rannsökuó af náttúrufræðingum). Noróhvalurinn er í flestum tungumálum kenndur vió Græn- land, vegna þess, að um svipað leyti og menn fóru að átta sig á því, að hann væri önnur tegund en hinn eiginlegi sléttbakur, stóðu veióar á honum helst yfir við vesturströnd Grænlands Hefðu menn upp- götvað þennan mismun slétt baks- undanna tveggja dálítið fyrr, hefði norðhvalur eflaust ver- ið kenndur við Svalbaróa, en ekki Grænland, enda mest veiddur þar fyrrum. En þaó hefði samt ekki verió réttlætanlegt heldur, því, eins og menn komust að raun um löngu síóar, útbreiðsla hans náði mun víðar en til Grænlands og Svalbaróa, eða m.ö.o. um allt Norðurheimskautssvæðið, alla leið vestur í Beringssund. En nóg um það. Fullvaxinn norðhvalur er að jafnaði 15-18,5 m að lengd, og 60-80 tonn að þyngd. Kýmar eru stærri en tarfamir. Gamlar heim- ildir eru þó til um enn stærri dýr en þetta, eóa um 20 m löng, og um 120 tonn að þyngd. Norðhvalurinn er mestan part- inn svartur eóa dökkbrúnn á búk- inn, eins og sléttbakurinn, en fremri hluti neðri skolts er þó hvítur, og eins er stirtlan ljós á hliðum og undir. Bakhyma er engin, en bægslin mikil, þ.e.a.s. ekki svo löng, en þeim mun breið- ari og ávöl. Og sporðblaðkan er líka geysimikil. Og það er fleira við norðhval- inn, sem er óhemju stórt. Hausinn er t.d. meira en þriðjungur af heildarlengd dýrsins, og kjafturinn ennþá stærri en á sléttbak. Og tungan er engin smásmíði heldur, vegur um 2 tonn, eða þá skíðin, 230-360 talsins, dökkgrá eða svört að lit, sitt hvoru megin í efri skolt- helmingi, þau lengstu sem þekkj- ast með hvölum, eða allt að 4,3 m. Blásturssúlan getur náð 6 m hæð. Norðhvalurinn er hánorrænn og mun kuldasæknari en frændi hans, sléttbakurinn. Utbreiðslusvæðið er heimskautasjór norðursins. Til vamar sjávarkuldanum er norð- hvalur búinn tvenns lags vopnum: annars vegar óvenju þykkri húð (um 2,5 sm) og hins vegar geysi- miklu fitulagi. Eru dæmi um, að veiðst hafi dýr, þar sem umrætt fítulag var um og yfír 60 sm þykkt. Aðalfæða noróhvalsins er dýra- svif, einkum ljósáta, þótt einnig taki hann rauðátu. Veiðaðferðin er sú, ólíkt því sem reyðarhvalir gera, aö synt er með opið ginið of- arlega í sjónum, uns nóg áta hefur safnast í það til að kyngja. Slétt- bakurinn notar sömu aóferð. En reyðarhvalimir, að sandreyðinni undanskilinni, taka hins vegar upp í sig eina gúlfylli af sjó og kyngja því sem úr henni safnast. Einnig gerir norðhvalurinn eitthvað af því að nærast miðsjávar og eins hefur sést til dýra vera aó róta upp botn- leðju allt niður að 30 m dýpi og fæla þannig upp og éta þau smá- dýr, er þar leynast. Noröhvalurinn er mjög hæg- syndur, fer um með 2-7 km hraða á klukkustund á langferðum. Annars er mjög lít- ið vitað um þessa hvalategund, einkum vegna þess aó landfræðilega er erfitt að komast að henni til rannsókna. Þó er hald manna, að tarfamir verði kynþroska, er þeir hafa náð 11,5 m lengd, en kýrnar 13-14 m, að tilhugalífið sé í há- marki í mars, meðgangan taki á a.g. 12-16 mánuði og að kálfurinn fæóist á miójurn vetri á suður- mörkum útbreiðslusvæðisins (um heimskautsbaug nyrðri) og sé þá um 4 m langur og á spena í u.þ.b. ár. Vera má, að um tvíburafæðing- ar sé að ræða af og til. Fullvaxta kýrnar eru taldar fæða á 2-7 ára fresti. Vísindamenn telja um 5 að- skilda stofna að ræða. Einn heldur sig í Beringshafi, Chuckihafí og Buforthafi; annar í Okhotskhafr, sá þriðji í Davisssundi og Baffins- flóa; sá fjórði í Hudsonflóa og sá fimmti í Grænlandshafi og Bar- entshafi. Norðhvalurinn var aðalveiði- hvalur Hollendinga á 17. öld. Hann var tekinn austur af Græn- landi og við Svalbarða og er talið að í allt hafi um 100.000 dýr verið felld þar. Sóttust menn einkunr eftir spikinu (er var brætt í lýsi) og skíðunum (er voru notuð í líf- stykki og krínólínur hefðarkven- fólks). Síðar, þegar ekki var meira að fá á ofannefndu svæði, leituðu menn dýranna annars staóar og fundu vestur af Grænlandi og allt fór á sömu leió. Einkum voru Skotar og Bandaríkjamenn þar aó verki. Árið 1946 var norðhvalurinn alfriðaður, nema hvað Eskimóum var heimilað að veiða örfá dýr sér til lífsviðurværis. Mun þessi hval- ur í dag vera - ásamt sléttbak - í mestri útrýmingarhættu allra hvalategunda. Alheimsstofninn er áætlaður 3.000-5.000 dýr. Um hámarksaldur norðhvals er fátt vitað. H EILABROT Umsjón: GT 18. þáttur Uausnir á bls. 16 Hvaða ár lauU hersetu Bandamanna i Þýskalandi eftir sein ni hcimstyrjöldir ia? ' D 1950 E3 1989 B 1994 Hver er eini bærinn á Norðurlandi vestra seni greiðir húsaleigubaetur á þessu árl? | Blönduós Q Sauðárkrókur WM Siglufjörður Hvaða stofnun á 75 ára afhnæli hinn 16. febrúar næstkomandi? I Hagstofa íslands W Háskóli ísiands Hæstiréttur Hver cr minnsti jarðskjálfti, miðað við Richter-mælikvarðann, sem fólk tekur eftir? n 2.5 E9 3,5 B 4,5 Hver er stærst að ummáli; Venus, Jörðin eða Mars? Venus Q Jörðin Mars 6 Hvaða fylki Bandarfkjanna er stundum kallað Sólskinsfylkið? Flórida KM Havaí Kalífornia Hve margar af sex eiglnkonum Hinriks VIII voru hálshöggnar? I Tvaer Fjórar Allar 8 Að hverju beinist áhugi þess sem á ensltu er kallaður Orthographist? D Grafík Wi Réttritun Réttum framburði Hvenær þarf launamaður i siðasta lagi að skila skattframtali til skattyfirvalda? I l.febrúar CT 10. febrúar 15.febrúar Hvað er Ammoniumbikarbonat 503? Hjartarsalt Höfuðverkjarlyf Matarsalt n Hver er aðalástæða þess að lykt er nú gjarnan ræktuð úr rósum? I Ofnæmi karlmanna Ofnæmi kvenfólks Meiri ending Hvaða titll hfaut Magnús Scheving ekki i fyrra? íþróttamaður ársins KjS Kynþokkafyllsti karlmaðurinn Skapbesti íþróttamaðurinn Hve stóran hluta atkvæða hlaut Vigdfs Fínnbogadóttir er hún var kjörin forseti áriö 1980? D 33.8% B 43.8% B 53,8% OAMLA MYNDIN M3-1508 Ljósmynd: Hailgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri Hver kannast víð fólkið? Ef lesendur Dags þekkja einhvern á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minjasafnsins, annað hvort með því aó senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 24162 eða 12562 (símsvari).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.