Dagur - 28.01.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 28.01.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. janúar 1995 - DAGUR - 9 fþróttadeild Léttis Akureyri: Afreksmenn ársins 1994 heiðraðir Segja má aó þetta ár hafi verió ár Höskuldar Jónssonar því hann var deildarmeistari Iþróttadeildar, fékk afreksbikar Léttis og var Ak- ureyrarmeistari í hestaíþróttum og hlaut bikar íþróttamanns ársins hjá Létti. Höskuldur er tamningamaö- ur að atvinnu og ríður því sannar- lega fleiri hestum en einum en á engan gæðinginn mun þó hallað þó garpurinn Þytur frá Krossum sé nefndur. Þytur mun vera hesturinn á bak við ííesta bikarana. Hindrunarstökksbikar Léttis hlaut Birgir Amason. Efnilegasti unglingurinn og jafnfram stiga- hæsti unglingur ársins var Þorbjöm Matthíasson en hann er sonur hins kunna hestamanns Matthíasar Á aðalfundi íþróttadeildar Léttis, sem haldinn var 15. janúar síóast- liðinn, voru þeim Léttismönnum sem sköruðu fram úr í hestaíþrótt- um á síðasta ári veittar viðurkenn- ingar. Eiðssonar á Brún við Akureyri. Efnilegasta bamið var Dagný Björg Gunnarsdóttir en hún er dóttir hestahjónanna Gunnars Frí- mannssonar og Áslaugar Krist- jánsdóttur. Stjórn Iþróttadeildar Léttis skipa Áslaug Kristjánsdóttir, sem er formaður deildarinnar, Guðlaug Hermannsdóttir og Guðjón R. Guðjónsson. Keppnissveit Iþróttadeildar Léttis og einstakir knapar náðu víöa góöum árangri á síðastliðnu ári en þess má geta aó sveitin sigr- aði á Bikarmóti Noröurlands. Bik- armótið fór fram á Einarsstöðum í Reykjadal og fékk íþróttadeildin Dagsbikarinn til varðveislu þegar sigur var í höfn. Síðastliðið sumar skemmtu fé- lagar í Iþróttadeild Léttis bæjarbú- urn og gestum þeirra með vikuleg- um sýningum á flötinni fyrir fram- an Samkomuhúsið á Akureyri og er óhætt að segja að sýningamar hafi vakið eftirtekt og ánægju. Næsta verkefni Iþróttadeildar Léttist eru árlegir Vetrarleikar, sem ávallt setja svip sinn á bæjar- lífið, en áætlað er að halda þá dag- ana fjórða og fimmta mars. KLJ Höskuldur Jónsson situr gæðinginn Þyt frá Krossum. Þytur er undan Flugu á Krossum og Glað 1032. Á innfelldu myndinni er Höskuidur með þær viðurkenningar sem hann hlaut fyrir glæsilegan árangur á síð- asta ári, cins og sjá má þurfti hann ◄ bakka til að geta haldið sóma- samlega á þeim öllum. Nú er úti frost og fönn og kulda- boli bítur í kinn, því dugar ekkert annað en að klæða sig vel, frnna hlýjustu flíkumar í skápnum og halda svo sínu striki. Föðurlandið og lopapeysan standa alltaf fyrir sínu en nú til dags eru ýmis önnur efni á boðstólnum. Eitt þeirra er svokallað flísefni og það er úr því sem saumakonumar í Saumastof- unni HAB á Árskógssandi sauma hverskyns flíkur og senda hvert á land sem er. Þær heita Hildur Marinósdóttir, Bryndís Friðriksdóttir og Lilja Stefánsdóttir þessar kjamakonur, sem hafa komið á fót saumastofu á fiskhúslofti á Árskógssandi. „Við saumum ótal gerðir af Mjúk föt á káta krakka. Þau eru sportlega klædd í flís frá HAB frá toppi til táar. peysum og jökkum, buxum, trefl- um, höfuðfötum, vettlinga, kraga og ýmislegt fleira bæði fyrir böm og fu!lorðna,“ sagði Hildur Mar- inósdóttir þegar hún var innt eftir framleiðsluvörum saumastofunn- ar. Að sögn Hildar er þessi fatnað- ur mjög vinsæll af útivistarfólki bæði sumar og vetur en hentar sérstaklega vel fyrir skíðafólk, snjósleðamenn, jeppagarpa eða einfaldlega til að klæðast til úti- vistar hvort sem er fyrir börn eða fullorðna. „Þessar flíkur eru mjúkar, hlýj- ar og léttar og fljótar að þoma ef þær blotna. Þeir sem eignast góð- ar, vel sniðnar flíkur úr þessu efni halda tryggð við þær og reynslan sýnir að þær hanga ekki ónotaðar inni í skáp. Okkar sérstaða hér á Árskógssandi liggur í því aó hjá okkur getur fólk pantað flíkur að eigin vali hvað liti og snið varð- ar.“ - Þannig að þið sérsaumið flík- ur fyrir fólk? „Já í rauninni gerum við það. Fólk hefur samband við okkur og við reynum að koma til móts við óskir hvers og eins. I fyrra saum- uðum við til dæmis einkennisbún- inga fyrir hóp af skíðakrökkum fyrir Andrésar andar leikana á Ak- ureyri og þeir sem hafa áhuga á slíku í ár þyrftu að fara aö huga að því. Raunar henta þessar flíkur líka vel einfaldlega til að vera í þeim bæði úti og inni en ekki eingöngu sem útivistarílíkur. Það er óskap- lega notalegt að fara í léttar og mjúkar flísbuxur og peysu þegar heim kemur að kvöldi eftir anna- saman dag,“ sagði Hildur. KLJ Bryndís setur hlýlega hcttu á þessa litlu „dömu“. Hettu sem hentar jafnt dömum og herrum og stórum og smáum og er sérlega hentug und- a ir rcið-, snjóslcða-, skauta-, eða “ skíðahjálminn. Mynd: Robyn. Hvert cinasta miðvikudagskvöld í allt sumar sýndu akurcyrskir hestamem gæðinga sína á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið. Sýningarnar vori kynntar á fjórum tungumálum, sýningaratriði voru fjölbreytt og rciðmcnn irnir á öilum aldri. Dagný Björg cr ung og cfnilcg hestakona scm sannarlcga á framtíðina fyrir scr. Birgir Árnason með hindrunarstökksbikarinn og hestamaðurinn Þorbjörn Matthíasson liampar bikarnum sem efnilcgasti unglingur- inn hjá íþróttadeild Léttis fær í hendur. KIDASTAClfi VERÐLISTI1995 - lyftur Fullorönir börn 1 dagur í allar lyftur 900 400 % dagur í allar lyftur 700 300 Dagkort í Hólabraut 300 100 (Hólabrautarkort gilda aðeins í Hólabrautarlyf tuna) Vetrarkort 11.000 5.S00 2 dagar allar lyftur 1.500 700 3 dagar allar lyftur 2.250 950 4 dagar allar lyf tur 2.730 1.200 í boði eru ýmis afsláttarkjör fyrir hópa og fjölskyldur. Veittur er allt að 30% afsláttur af vetrarkortum. Fullorðnir teljast þeir sem verða 16 ára á árinu 1995. Lyftur eru opnar mánudaga til föstudaga frákl. 13.00-18.45. Um helgar frá kl. 10.00-17.00. % dags kort gilda frá kl. 10.00 til 14.00 eða 13.00 til 17.00. Frítt er í lyftur fýrir 5 ára og yngri. Nánari upplýsingar veittar að Skíðastöðum. Símar 22280 og 23379. Fax 12030.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.