Dagur - 28.01.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 28.01.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. janúar - DAGUR - 7 4 í sunnudagaskólanum Sunnudagaskólinn í Akureyrarkirkju hefst klukk- an ellefu á sunnudagsmorgnum yfir vetrartímann og stendur í um það bil 45 mínútur hverju sinni. A hverjum sunnudegi er ákveðið efni eða þema sem farið er í gegnum. Þegar allir hafa komið sér vel fyrir er tendrað kertaljós, beðin miskunnar- bæn og sunginn upphafssálmur. Byggt er á nýju fræðsluefni frá Skálholtsútgáf- unni eftir Elínu Jóhannsdóttur, sem heitir Litlu lærisveinamir. Það fjallar um krakka sem eru, ásamt foreldrum sínum, upp í svcit að gera upp Það cru sagðar margar skemmtilcgar sögur í Sunnu- dagaskólanum. gamla kirkju. Hverjum sunnudegi tilheyrir ákveðinn texti úr Biblíunni og saga til nánari útskýringar svo skipa söngvar og vers stóran sess í dagskránni. Barna- hópurinn sem kemur í Sunnudagaskólann situr ýmist á kirkjubekkjunum hjá foreldrum sínum eða á gólfinu fremst í kirkjunni. I Sunnudagaskólanum fá bömin mynd með texta sem tengist efninu sem fjallað er um. A blaðinu sem bömin fá er einnig verkefni sem upplagt er að leysa við eldhúsborðið heima. Þetta blað getur orðið grundvöllur frekari umræðu og umfjöllunar á heimilinu um texta dagsins í Sunnudagaskólanum. Sunnudagaskólinn er ýmist til húsa í kirkjunni sjálfri eða í Safnaðarheimili kirkjunnar. Nokkmm sinnum á vetri föndra gestir Sunnudagaskólans saman og hafa þá unnið meó táknrænar trúarhug- myndir. Til dæmis var búin til stór mynd af Jesú Kristi og öll bömin teiknuðu mynd eftir hendinni sinni og festu á Kristsmyndina, gáfu Jesú hendina sína. Tvisvar á vetri heimsækja gestir Sunnudaga- skóla Akureyrarkirkju einhverja aðra kirkju í ná- grenninu. Síðla vetrar er Kirkjuhátíó bamanna í prófastdæminu haldin og var hún í Akureyrar- kirkju á síðasta ári. I vetur verður Kirkjuhátíðin í Ólafsfirði. KLJ gullið tækifæri fyrir foreldra til að fá innsýn í það á hvaða nótum er hægt að fjalla um trú við böm. Við sem störfum í Sunnudaga- skólanum erum engin endastöð og án efa skiljum við oft eftir fleiri spumingar en svör. Þess vegna er gott fyrir foreldra að koma með bömum sínum og fylgjast með. Þá vita þau um hvaó er verið að fjalla og geta nýtt sér okkar innlegg á heimavelli.“ Astrid: „Við erum líka sífellt að velta upp spumingum sem tengjast siðfræði. Hvað má og hvaö má ekki. Hvemig á að koma fram vió náungann, mömmu, pabba eða systkini? Það er líka mikilvægt að við áttum okkur á því að Jesús Kristur Hcr er Jóhannes að tala við gesti Sunnudagaskóians og kirkjubckk- A irnir eru þéttskipaðir börnum á ^ öilum aldri og foreldrum þeirra. * Ymsar gáttir opnast Sr. Karl Sigurbjömsson, sóknar- prestur í Hallgrímskirkju, segir að í helgisiðum og táknmáli kirkj- unnar sé reynt að útskýra ýmiss tákn kirkjunnar eins og krossinn, sem blasir við í kirkjunni, kirkju- list og búnað kirkjunnar og eins táknrænt atferli allskonar, m.a. það sem presturinn aðhefst í kirkj- unni. „Ég fjallaði um það á nám- skeiðinu í haust hvaða tákn eru al- menn í lífi okkar og menningu og ekki síður í helgihaldi, trúarlífi og myndlist. Síðan hef ég farið út í útskýringar á ýmsum kirkjubygg- ingum og helgihaldi kirkjunnar,“ sagöi sr. Karl Sigurbjömsson. Var að þínu mati ekki orðið löngu tímabœrt að stofna leik- mannaskóla og uppfrœða hinn al- menna leikmann um ýmsa þœtti kirkjulegs starfs? „Jú, mjög tímabært, enda hefur það sýnt sig aó þátttaka hefur ver- ið afskaplega góð og mikill áhugi. I upphafi var þetta ætlað þeim sem eru tengdir starfi kirkjunnar en er að mestum hluta fólk af göt- unni, fólk sem er að leita sér fræðslu. Það kemur skemmtilega á óvart.“ Er hœgt á einum degi að leiða fákunnandi leikmann í allan sann- leika um þessi mál? „Auðvitað cr þetta hröö yfir- ferð sem gefur ekki tæmandi svör við öllu því þetta er stór og mikil Hver var Jesús frá Nasaret? Svars við þcssari spurningu er m.a. reynt að lcita í Lcikmannaskóla Þjóð- A kirkjunnar. Þetta kristslíkncski ^ er í Hóladómkirkju. Þau syngja um Jesús Krist og Guð föður á himnum. getur komið okkur til hjálpar í daglegu lífi og að við bendunt bömunum okkar á það. Hann er til staðar, ekki aðeins á himnum ein- hversstaðar langt í fjarska heldur í hversdagslegu lífi og starfi. Við bendum á að það sé raunhæfur möguleiki sem standi öllum til boða að vera í persónulegu sam- bandi við Jesú, sambandi sem styrkir og hjálpar í daglegu lífi. Að Jesús geti virkilega verið „besti vinur minn.“ Ég man til dæmis sérstaklega eftir einu efni í Sunnudagskólan- um sem fjallaði um vatnshrætt bam sem var að læra sund. Fjallað var um það hvemig bamið gat leitað til Jesú eftir styrk og kjarki til að takast á við vandann, þær aðstæður sem bamið stóð frammi fyrir á þeirri stundu. Þannig getur Jesús hjálpað okkur að takast á við vandann hvort sem hann er lít- ill eða stór.“ Þegar neyðin er stór Jóhannes: „Við stöndum öll frammi fyrir því fyrr eða síðar að þcir atburöir gerast sem við ekki skiljum og enginn mannlegur máttur getur tekist á við. í þeirri aðstöðu er gott að þekkja Guð og geta leitað til hans því hann einn getur hjálpað í slíkum aðstæðum. Það er okkar að gefa bömunum okkar þá þekkingu sem þarf í veganesti. Hugsið ykkur líka hvílíkur styrkur það hlýtur að vera fyrir þá sem eiga trúarvissu að vita aö lát- inn ástvinur er í örmum Guðs. Við verðum að átta okkur á því aö Jesús Kristur vill taka á móti börnunum okkar ef við gefum þeim tækifæri til þess að komast til hans en hvað erum við að gera ef við höldum bömunum frá Kristi? Jesús býður okkur að koma en hann neyðir engan.“ Astrid: „Við höfum þetta val. í raun gefum við Jesú Kristi bömin okkar í skíminni en svo þurfum við að fylgja skíminni eftir með uppfræðslu til aö bömin okkar læri að þekkja Jesú.“ Jóhannes: „Mér finnst aö við foreldrar eigum að koma með börnunum okkar fram fyrir Guð í hans húsi, kirkjunni. Við eigum að gefa Kristi og bömunum tækifæri til aó kynnast hvort öóru í húsi hans. Foreldramir sem koma sunnu- dag eftir sunnudag þau vilja fá að koma með bömin sín í kirkjuna fram fyrir Guð þannig að hann fái að blessa þau, kenna þeim og taka þau í faðm sinn. Þessir foreldrar vilja ekki að bömin þeirra missi af dýrmætustu gjöfinni, trúnni á Jesú Krist.“ KLJ heimur, og ef vel er að verki stað- ið þá vekur það stööugt fleiri spumingar en opnar ýmsar gáttir og menn sjá nýtt samhengi í ýms- um hlutum sem var þeim áður lokuð bók,“ sagði sr. Karl Sigur- bjömsson. Ymiss hegðun er trúarleg „Ég ætla í upphafi námskeiðsins á laugardag (í dag, innsk. blm.) að líta aóeins á það hvemig kirkju- sagan vinnur, þ.e. hvemig þessi grein er hugsuó, hvaða viðfangs- efni fæst hún við, hvaða aðferóum beitir hún o.s.frv. Síðan mun ég fjalla töluvert um nútímasögu, þ.e. tengsl trúar og menningar í nútíma samfélagi og sýna fram á hvemig ýmislegt í hegðun okkar er u-úar- legt þó við gerum okkur ekki allt- af grein fyrir því,“ sagói dr. Hjalti Hugason, sem er með námskeið í Glerárkirkju í dag um kirkjusögu. „Ég ætla að sýna fram á að gamlar trúarlegar venjur og trúar- leg hugsun skiptir kannski miklu meira máli í samtímanum en okk- ur dettur í hug fljótt á litið. Síðan ætla ég að fjalla um mennninguna, samfélagið og trúna í nútímasam- félagi, og taka einhver dæmi þar um. Síðan mun ég fjalla um krisnitökuna, og þau umskipti sem veróa þegar kristni kemst til landsins og síðan verður staldrað viö siðbótina, þ.e. þegar lútherska kirkjan verður hér allsráðandi. Fyrir hádegi verður fjallað um samfélög, trú og menningu, en síðdegis nánar í einstök dæmi ef vilji er fyrir hendi, annars í kristnitökuna og siðbreytinguna.“ - Taka nemendur leikmanna- skólans virkan þátt, eða sitja þeir eingöngu og hlusta á fyrirlestur- inn? „Ég vona að það komi til um- ræðna um efnið, en það verða ekki lögð nein sérstök verkefni fyrir þátttakendur. Ég mun ekki flytja mjög formlegan fyrirlestur heldur byggja þetta spjall á ákveðnum grunni og ég vona aó það kveiki umræður. Ekki síst þegar tekió er upp efni í nútímanum sem fólk kannast við. Ég nota talsvert dagblöð og fjölmiðla í minni umfjöllun og sem dæmi get ég nefnt aö ég er með mynd af Clinton Bandaríkja- forseta, þar sem hann krjúpandi er aö undirbúa sig undir embættis- tökuna með því að vitja leiðis for- vera síns, Kennedys. Það vitja margir t.d. leiða ástvina viö ýmiss tækifæri og á miðöldum vitjuðu menn grafa píslarvottanna í stór- um stíl, en Kennedy var á vissan hátt píslarvottur síns samfélags en hann var myrtur þar sem hann var í embættiserindum og kannski baráttumaður hugsjóna sem Clin- ton samsvarar sig við. Ymsar hegðanir í nútímanum tengjast því miðalda hegðum í kristinni kirkju. Ef við lítum okkur hins vegar nær má benda á flutning beina Jónasar Hallgrímssonar í þjóóar- grafreitinn á Þingvöllum. Þaó er dæmi um það hvemig menn flytja listaskáldið góða á helgasta stað þjóóarinnar. Það er ekki venjulegt að bein séu fiutt á milli landa í dag en á mióöldum var það gert í stórum stíl, bein flutt á helga staði eða í kirkjur. Þessi dæmi sýna okkur tengsl trúar og menningar í svolítið nýju ljósi,“ sagði dr. Hjalti Hugason. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.