Dagur - 28.01.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 28.01.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. janúar 1995 - DAGUR - 11 Snjórinn notaður til „listsköpunar“ Nemendur Myndlistaskólans á Akureyri, kunna vel að meta snjóinn til „Iistsköpunar“ og óhætt er að segja að nóg sé af honum þcssa dagana. Nemendurnir á myndinni höfðu mótað þetta risasalerni, þegar ljósmyndari Dags rakst á þá nýlega og höfðu tveir þeirra komið sér vel fyrir á því. Mynd: Robyn Strýta hf. á Akureyri, hefur nú fengið sitt eigið fyrírtækjamerki (lógó) og er það hannað af Hallgrími Ingólfssyni, á auglýsingastofunni Stíl. Merkinu var komið utan á húsnæði fyrirtækisins nýlega og hér geta lesendur Dags séð hvernig tii tókst hjá Hallgrími. Mynd: Robyn Myndagáta Dags: Aðalverðlaunin til Húsavíkur Dregið hefur verið í áramóta- myndagátu Dags og fékk Alda Þórarinsdóttir, Skólagarði 8 á Húsavík, aðalverðlaunin. Þau eru Audiosonic, útvarps- og kassettu- tæki, frá versluninni Radíónausti á Akureyri. Oldu verður fært tækið á næstu dögum. Margar lausnir bárust blaðinu í þessari skemmtilegu áramótagátu sem Níels Halldórsson á Akureyri er höfundur að. Lausnin í gátunni var eftirfar- andi: „Fjölmiðlafólk var ekki iðju- laust á þessu ári. Hver uppákoman eftir aðra rak á fjörur þeirra. Eld- aði svo hver og einn sem best gat fréttir af atburðum af störfum al- þingis og einstakra ráðherra. Ax- arsköftin voru mörg og stór.“ Fjórir geisladiskar frá verslun- inni Radíónausti voru í boói í aukaverðlaun og gjafabréf fyrir þeim verða send eftirtöldum: Gunnar H. Jóhannesson, Mána- hlíð 8 á Akureyri, Ingiríður Kr. Reynisdóttir, Smáragrund 7 á Laugarbakka, Eyrún Eyþórsdóttir, Heiðarlundi 5c á Akureyri og Inga Skarphéðinsdóttir, Grænumýri 10 á Akureyri. JÓH Bæjarstjórn Húsavíkur: ¥/• •• *X / Kiorið i nýjar nefiidir Bæjarstjórn Húsavíkur hefur kjör- ið fulltrúa í tvær nýjar nefndir og auk þess tvo fulltrúa í bamavemd- amefnd í sýslunni. I bamavemdar- nefnd voru kjömar: Regína Sig- uróardóttir, tilnefnd af meirihluta og Sigríður Birna Ólafsdóttir, til- nefnd af minnihluta. í menningarmálanefnd voru til- nefnd af meirihluta: Valgerður Gunnarsdóttir, Anna Ragnarsdótt- ir og Gunnar Rafn Jónsson, sem er formaður nefndarinnar. Af minni- hluta voru tilnefnd Svala Her- mannsdóttir og Friðfinnur Her- mannsson. I leikskólanefnd voru tilnefnd af meirihluta: Friórika Guðjóns- dóttir, formaður, Björg Jónsdóttir og Sveinn Aðalgeirsson. Af minnihluta voru tilnefndar: Berg- lind Svavarsdóttir og Stefanía Gylfadóttir. Tillögumar voru sjálfkjömar og hafa nefndimar tekið til starfa. IM Árni Steinar, Ögmundur, KY\NIi\GARFUiVD IR á Hótel KEA sunnudaginn 29. janúar kl. 15. Aðalræðumenn: Ögmundur Jónasson og Árni Steinar Jóhannsson Óháðir stuðningsmenn G-listans, Jóhann Ó. Halidórsson, ritstjóri, með umsiag Öidu Þórarinsdóttur, sem gaf henni aðalverðlaunin í myndagátu Dags. Mynd: Robyn Útsalan hefst þriðjudaginn 31. janúar Kuldaskór + barnaskór + dömuskór + herraskór og margt, margt fleira. Cóðar vörur - Mikill afslóttur Skómarkaður M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103 - Sími 23399

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.