Dagur - 10.02.1995, Page 1

Dagur - 10.02.1995, Page 1
Loðnan komin af stað suður með landinu: Skipstjórar mjög ánægðir með þá þróun Loðna fannst í fyrrinótt suður af Hvalbak en hún stóð djúpt og það kom greinilega fram í aflabrögðum skipanna. Allir bátar á svæðinu köstuðu, Skinnauppboö í Kaupmannahöfn: Heldur betra verð - innflutningur stendur tii á ref og mink til kynbóta I* dag lýkur í Kaupmannahöfn öðru uppboði yfirstandandi sölutímabils á loðdýraskinnum. íslendingar áttu raunar ekki mikið á þessu uppboði en bróð- urparturinn af íslensku skinnun- um verður boðinn upp í byijun aprfl og byijun júní. Fyrsta uppboð tímabilsins, sem var í desember sl., olli mönnum miklum vonbrigðum en þá lækkaði verð mikið bæði á minka- og refaskinnum, um 29% á mink og 27% á ref. Var jafnvel búist við enn frekari lækkun nú og því var það mönnum nokkur léttir, að sögn Arvid Kro, loðdýraræktar- ráðunauts og starfsmanns SIL, að verð á refaskinnum stóð í stað en minkaskinn hækkuðu um 5%. Öll refaskinn voru uppseld í gær og einnig var útlit fyrir 100% sölu á mink. „En þetta er bara ekki nógu hátt verð,“ sagði Arvid. Nú stendur fyrir dyrum inn- flutningur á lifandi mink og ref. Gert er ráð fyrir að refímir komi í lok næstu viku og verða þeir flutt- ir beint í sóttkví á Hvanneyri. Ref- urinn kemur frá Noregi, blárefur og hvítrefur og er þessum dýrum ætlað að kynbæta íslenska stofn- inn. Minkurinn kemur hins vegar til landsins um 20 apríl. HA en með mjög misjöfnum árangri. Loðnan er greinilega komin af stað suður með Iandinu, sem loðnuskipstjórar telja góðs vita, því þá gengur hún væntanlega upp á grunnið. Júpiter ÞH-61 frá Þórshöfn var í gær búinn að fá 1.000 tonn en ætlaði að freista þess að fylla sig, en hann ber um 1.300 tonn, og halda síðan til Þórshafnar. Lárus Grímsson, skipstjóri, segir að sú loðna sé sú fyrsta sem sést hafi að einhverju marki á þessu ári. Það verði ekki fyrr en loðnan sé geng- in suður fyrir Reykjanes og upp í fjörumar að hægt verði að átta sig á því um hversu stóra göngu sé að ræða. Flestir bátamir sem fengu afla aðfaranótt fimmtudagsins ætluðu að freista þess að fylla sig í nótt sem leið, en aflinn í fyrrinótt er talinn vera á fimmta þúsund tonn. Enn hefur aðeins verið landað á Seyðisfirði, Eskifirði og Reyðar- firói. Loðnukvótinn er 636.500 tonn og er búið að veiða 214 þús- und tonn af íslenskum skipum og 33 þúsund tonn af erlendum skip- um sem landað hafa hérlendis. Það magn er aðeins þriðjungur heildarloðnukvótans. GG Keppa um titilinn Fegurðar- drottning Norðurlands Atta stúlkur frá Akureyri eru nú byrjaðar í stífum undir- búningi vegna þátttöku í keppn- inni um titilinn „Fegurðardrottn- ing Norðurlands“. Keppnin verð- ur haldin í Sjallanum á Akureyri fóstudagskvöldið 3. mars næst- komandi en auk Sjallans stendur Vaxtarræktin á Akureyri fyrir keppninni. Næstu vikurnar þurfa stúlkurnar að huga að mörgum atriðum, bæði hvað varðar lík- amsrækt og mataræði og auðvitað verður svo líka að æfa framkomu og annað sem tengist úrslita- kvöldinu sjálfu. Þær koma fram í fyrsta skipti opinberlega fram í tískusýningu í Sjallanum á laug- ardagskvöld. Robyn Redman leit inn í Sjall- ann í gærkvöld og smellti mynd af stúlkunum átta. Þær eru: (efri röð frá vinstri) Laufey Björg Sigurðar- dóttir, Guðný Sif Jakobsdóttir, Antonía María Gestsdóttir, Jóhanna Erla Jóhannesdóttir, (neðri röð frá vinstri) Ingibjörg Dagný Jóhanns- dóttir, Anna Guðný Guðmundsdótt- ir, Sigríður Ósk Kristinsdóttir og Unnur Valgeirsdóttir. JÓH Hrossabændur í Húnaþingi funda: Dauft yfir markaði á lífhrossum - erfitt að halda hrossum frá vegum vegna mikilla snjóalaga Amiðvikudagskvöldið fund- uðu hrossabændur í Aust- ur- og Vestur-Húnavatnssýslu á Hótel Blönduósi. Að sögn Hreins Magnússonar á Leysingjastöð- um var fundurinn afar gagnleg- ur og málin rædd af hreinskilni. Kjaramál kennara: Hugmyndum samninga- nefndar ríkisins hafnað Hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband íslands sendu út yfirlýsingu í gær þar sem hafnað er þeim hugmynd- um sem samninganefnd ríkisins lagði fram á samningafundi að- ila í fyrradag. Kennarar vilja skilyrðislaust ræða um breyting- ar á grunnlaunum og fá skýrari afmörkun hugmynda SNR um fjölgun kennsludaga á grunn- og framhaldsskólastigi. Kennarar hafna þeirri hugmynd samninganefndar ríkisins að vísa samningum um grunnlaunahækk- anir til félagsmanna kennarafélag- anna í hugsanlegar niðurstöður af samningum annarra. Abyrgð sé lýst á hendur ráðherrum í ríkis- stjóminni sem þráfaldlega hafi lýst yfir að launakjör kennara séu of lág og standi umbótastarfi í skólum fyrir þrifum. Gengið sé til viðræðna með það að markmiði að grundvallarbreyting verði á af- stöðu ríkisvaldsins um þessi mál. Um hugmyndir um breytingu á vinnutíma kennara segja félögin tvö að í þeim felist enginn hvati til samninga og ýmislegt í þeim geti hæglega leitt til þess að félags- menn kennarafélaganna sætu uppi með verulega kjaraskerðingu eftir breytingamar. Astæðan sé sú að tillögur samninganefndar ríkisins gangi allar út á fjölgun kennslu- daga án þess að nokkrar skuld- bindingar liggi fyrir frá hendi rík- isvaldsins um kjarabreytingar. JÓH „Það var farið ofan í félagsmál- in holt og bolt, eins og þau eru. Eins var mikið rætt um sölu á hrossum, bæði lifandi og á hrossa- kjöti. Menn eru svolítið svartsýnir út af kjötmálunum. Folaldakjöt er í lágu verði en það lítur betur út með kjöt af fullorðnu, t.d. það sem selt er til Japans. Eins verður það aó segjast eins og er að lífhrossamarkaðurinn er ekki nógu glaðlegur og veróið allt of lágt. Þetta er allt of lítið sem kemur í vasa bóndans og það er hreint vandræðamál. Það er svo dýrt að ala þetta upp og temja eða láta temja. En maður reynir bara að horfa fram á veginn og vona að ástandið lagist," sagði Hreinn. Aó hans sögn er óvenju mikill snjór í Húnavatnssýslum um þess- ar mundir og algerlega haglaust. Eins eru allar girðingar á kafi og því ekki um þaó að ræða að hægt sé að halda hrossum innan þeirra. „Það er helst að reyna að gefa þeim sem mest, en sérstaklega er þetta vandamál hjá þeim sem búa við þjóðvegi og missa þau út á vegina. Þar eru bændur orðnir al- veg réttlausir og því líkast sem þessar skepnur séu réttdræpar. Það var afleitt að lögin um þetta efni skyldu fara í gegn eins og varð. Auðvitað eru allir sammála um það að halda fénaði frá vegum en það gengur misjafnlega í þessu ár- ferói og ég held aó þessir blessað- ir menn sem setja lögin ættu að- eins aó kynna sér málin áður en þeir setja nöfnin sín vió þau,“ sagði Hreinn. HA Sigurbjorg 0F með 80 tonn af heilfrystum karfa eftir 13 daga Frystitogarinn Sigurbjörg ÓF- 1 er á karfaveiðum djúpt út í Skerjadýpi, suð-suðvestur af Reykjanesi og hefur fiskast þoitkalega, um 80 tonn af heil- frystum, hausskornum karfa eft- ir 13 daga en veðrið hefur verið fremur risjótt þar til síðustu þrjá sólarhringa. Um 25 togarar eru á þessu svæði eða á Reykjanes- hrygg- Þrír norólenskir togarar eru á Reykjaneshrygg; Harðbakur EA, Sólberg ÓF og Siglfirðingur SI; Hegranes SK var vestur af Garð- skaga og Súlnafell EA norðvestur af Garðskaga; Rauðinúpur ÞH í Grindavíkurdýpi og Frosti ÞH í Skerjadýpi. Sigurgeir Svavarsson hjá Magnúsi Gamalíelssyni hf., útgerð Sigurbjargar ÓF, segir verð á karfa á Japansmarkaði hafa verið gott að undanfömu en fréttir hafi borist af því að markaðurinn væri að þyngjast og verð eitthvað farið lækkandi. Aóalmarkaðstíminn er haustið og vorið, sérstaklega apríl og maí- mánuður, en þessi árstími er yfir- leitt lélegasti tíminn til karfasölu á Japansmarkað. Sigurgeir segir enga ákvömn hafa verið tekna um það hvort Sigurbjörg ÓF heldur áfram á karfaveiðum eftir að þess- um túr lýkur, því ráði markaður- inn og hvar helst sé veióivon á öðrum fisktegundum en þorski sem flestir reyna að forðast að veiða á jjessum árstíma til að spara þorskkvótann. GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.