Dagur - 10.02.1995, Page 4

Dagur - 10.02.1995, Page 4
4 - DAGUR - Föstudagur 10. febrúar 1995 LEIPARI-:---------------- Atvmnugrem i vðitd & ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 9642285), KRISTlN LINDA JÓNSDÓHIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). UÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SlMFAX: 9627639 Nýleg skýrsla landbúnaðarráðherra um fram- kvæmd búvörusamningsins sýnir svo ekki verður um villst þá hrikalegu þróun sem sauð- fjárbændur í landinu hafa gengið í gegnum á undanförnum árum. Útlitið fyrir nánustu fram- tíð er ekki bjart og má flestura ljóst vera að harkalega er nú vegið að þeim fjölskyldum sem lífsviðurværi sitt hafa af framleiðslu sauðfjáraf- urða. Afleiðingar þessara breytinga verða vafa- lítiö að margir framleiðendur gefast upp sem mun bæði verða sársaukafullt fyrir fjölskyldur og hafa í för með sór miklar breytingar í sveit- um. í skýrslu landbúnaðarráðherra kemur fram að á tímabilinu frá 1991 fram á síðasta ár varð raunverðslækkun á dilkakjöti til bænda sem nam rúmum 8%. Á sama tíma lækkaði slátur- og heildsöiukostnaður þó ekkí nema sem svar- ar 3,3%. lækkaði jafnvel. Þetta gerðist á meðan aðrar innlendar vörur og drykkir hækkuðu um 3%, þrátt fyrir lækkun virðísaukaskatts. Afkomumöguleikar sauðfjárbænda hafa fyrst og fremst þrengst vegna lækkaðra framleiðslu- heimilda. Sú staðreynd segir meira en mörg orð að sauðfjárbú sem áður var vísitölubú framfleytir ekki einu ársverki í dag. Launa- greiðslugetan hefur hrapað á fárra ára tímabili þannig að engan þarf að undra að staða grein- arinnar sé erfið. Sú staða er í raun jnerkileg að á sama tíma og talað er fjálglega um að íslendingar eigi mikla möguleika í framtíöinni á að selja útlend- ingum hollt og gott íslenskt iambakjöt á grein- in í tilvistarkreppu. Forsenda fyrir sölumögu- leikum framtíðarinnar á lambakjöti hlýtur að vera að framleiðslan verði traust og til þess þurfa menn að opna augu fyrir þeirri stöðu sem sauðfjárbændur eiga í dag. Það er ekki nóg að afgreiða málið alltaf á einfaldan hátt í þjóðfélagsumræðunni með því að segja að ís- Krafa um hagræöingu var sett á bændur og miðað við verðlagsþróunina virðist sem við hana hafi verið staðið. Á fyrrgreindu tímabili stóð smásöluverð búvara í stað í krónutölu eða lenskt lambakjöt sé alltof dýrt. Um orð og efiidir - og afsögn mína Síðastlióió vor tók ég að mér það ábyrgóarstarf fyrir Framsóknarflokkinn á Akureyri að gegna formennsku í Iþrótta- og tómstundaráði. Það verkefni tók ég að mér af heilum huga og fullur bjartsýni. Ég stóó nefnilega í þeirri trú aó framund- an væri „betri tíð með blóm í haga“ fyrir áhugafólk um íþrótta- og tómstundamál. Þá trú mína byggði ég á stefnuskrá og málefnasamningi flokkanna tveggja, sem mynda núverandi meirihluta í bæjar- stjóm Akureyrar. En ég hnaut fljótlega um þá stað- reynd aó oró eru eitt og efndir annað. Þegar mér fannst svo rosalega að mála- flokknum þrengt af bæjarstjómarinnar hálfu að ekki yrði við unað, freistaði ég þess að ná fram lagfæringu. Þegar mér tókst þaó ekki, sagði ég af mér sem for- maður Iþrótta- og tómstundaráðs og sagði mig jafnframt úr ráóinu og HM- nefndinni á Akureyri. Hér var vissulega um róttæka aðgeró að ræða en ég satt að segja sá engan annan kost. Afsögn Ég tilkynnti Jakobi Bjömssyni bæjar- stjóra afsögn mína bréflega fímmtudag- inn 26. janúar síðastliðinn. Honum varó ekki meira um en svo að hann sýndi sín fyrstu viðbrögð við henni fimm dögum síðar! I forsíðufrétt Dags þriðjudaginn 31. janúar er haft eftir bæjarstjóra að hann líti á afsögn mína sem „ákveðna uppgjöf'. Það þarf varla að taka það fram að ég er bæjarstjóra innilega OSAMMALA. Mér finnst hann líka komast ósmekklega að orði, svo ekki sé meira sagt. En af því að hann sagðist jafnframt sjá eftir mér sem formanni, ætla ég ekki aó erfa það vió hann að hann skuli væna mig um dáðleysi! Hins vegar finnst mér sjálfsagt að „leggja spil- in á boróið" svo þú, lesandi góóur, getir sjálfur séð í hverju „uppgjöf1 mín var fólgin. Breyttar áherslur Á þeim tíma sem liðinn er frá kosning- um, hefur margt breyst til hins verra, aó mínu mati. Bæjarstjómarmeirihlutinn hefúr kosið að skipta um áherslur í veigamiklum þáttum og gerbreyta for- gangsröð framkvæmda. 1. Sundlaug Akureyrar - Ósk ÍTA: 60.000.000 - Afgreiðsla bæjarstjórnar: 7.500.000 I kosningabaráttunni voru allir flokk- ar einhuga um að ljúka endurbyggingu Sundlaugar Akureyrar á sem allra skemmstum tíma Þrátt fyrir það ákvaó bæjarstjómin, einungis þremur mánuð- um eftir kosningarnar, aó fresta fyrir- huguðum framkvæmdum við Sundlaug Akureyrar um eitt ár! „Hvers vegna?“ spurói ég? „Hvers vegna?“ spurðu bæjarbúar. Jú, vegna þess aó bæjarstjóm ákvað aó nota pen- ingana í annað. Þar vó þyngst aó hún ákvað að ráðast í það án tafar aó einsetja gmnnskóla bæjarins, þótt það væri langt í frá efst á stefnuskrá meirihlutaflokk- anna. Það sem aó mér snéri, sem for- manni ÍTA, var sú staðreynd að einsetn- ing gmnnskólanna kostar mikla peninga. Þegar bæjarstjóm ákvað að ráðast í það verkefni, var ljóst að hún þurfti um leið að draga úr umsvifum á flestum öðmm sviðum. Iþrótta- og tómstundamálin hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þeim niðurskurði. Kannski hefói ég ekki átt að sætta mig vió frestun sundlaugar- framkvæmdanna. Kannski hefói ég þá strax átt aó mótmæla kröftuglega - og segja af mér, ef ég hefói talaó fyrir dauf- um eyrum bæjarfulltrúanna. En ég gerði það ekki. Ég sætti mig við frestunina, þar sem hún var tímabundin. 2. Skíðastaðir - Ósk ÍTA: 5.000.000 - Afgreiðsla bæjarstjórnar: 3.500.000 Allir flokkamir, sem fulltrúa eiga í bæjarstjóm, hafa rómað Hlíðarfjall sem paradís skíóafólks og talað fjálglega um nauðsyn þess aó hraða endurbótum á mannvirkjum Akureyraibæjar þar. I fjár- hagsáætlun sinni óskaði íþrótta- og tóm- stundaráð eftir 5 milljónum króna til að ráóast í einn nauðsynlegasta áfanga end- umppbyggingar skíðahótelsins; eldhúsið. Bæjarstjóm lækkaði þann lið um 1,5 milljónir króna með einu pennastriki. Ég sætti mig við það meó semingi... 3. Urbætur í málefnum knattspyrnu- fólks - Ósk ÍTA: 10.000.000 - Afgrei&la bæjarstjórnar: 0.0 Beiðni ÍTA um 10 milljóna króna fjárveitingu til að hefjast handa vió aó bæta úr bagalegu aðstöóuleysi knatt- spymufólks til æftnga að vetrarlagi var gersamlega þurrkuð út af bæjarstjóm. Þó var það stefnumál mjög áberandi í kosn- ingabaráttunni - en kosningamar eru jú afstaðnar! Ég sætti mig einnig við þá nióurstöóu því ég hugðist „safna liði og hefna“, minnugur þess að „koma tímar ogkomaráó"! 4. Almennt viðhald mannvirkja ÍTA -ÓskÍTA: 14.200.000 - Afgreiðsla bæjarstjórnar: ÍUOO.OOO íþróttamannvirki í eigu Akureyrar- bæjar hafa nær öll verið svelt í mörg herrans ár þegar vióhaldsfé er annars vegar. Þrált fyrir það vom viðhaldsliðir á fjárhagsáætlun ÍTA lækkaðir um tæpar 3 milljónir króna í meóföram bæjarstjóm- ar. En með hliðsjón af því sem að ofan er talið hefði ég sjálfsagt átt að fagna því hve „létt“ skurðarhnífnum var beitt á þennan lið! 5. Gjaldfærð fjárfesting -OskÍTA: 10.000.000 - Afgreiðsla bæjarstjórnar: 10.000.000 ÍTA óskaði eftir 10 milljónum króna „Ef bæjarstjóri telur það merki um uppgjöf þegar maður vill standa við orð sín og vera sjálfum sér sam- kvæmur, vona ég að hann eigi sem oftast eftir að „gefast upp“ á kjörtímabilinu!“ til ráðstöfunar undir liðnum „Gjaldfærð fjárfesting". Sú ósk er í raun afleiðing af ástandinu sem lýst er í liðnum hér á und- an. íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar hefur áram saman vakið athygli bæjar- fulltrúa á því að viðhald íþróttamann- virkja í eigu bæjarins er í ógurlegum ólestri. Fyrir nokkrum áram samdi ráðið, í nánu samráði vió forstöðumenn íþrótta- mannvirkjanna og félagsmiðstöðvanna, ítarlega skýrslu, sem síðan hefur gengið undir nafninu „Óskalistinn". Hún hefur að geyma langan lista viðhalds- og end- urbótaverka sem þarf að hrinda í fram- kvæmd; sumum fljótt og öðram fremur fljótt! Þau era flest af stærri geróinni en hafa ávallt mætt afgangi af þeinri ein- földu ástæðu að óskir ITA um ,jiefð- bundið“ viðhaldsfé hafa verið skomar niður af bæjarstjóm ár hvert, áram sam- an. Hins vegar hefur ITA jafnan fengið „óskiptan pott“ til ráðstöfunar, undir liðnum „Gjaldfærð fjárfesting", til að stytta fytjnefndan „Óskalista". Á liðnu ári hafói ÍTA 8 milljónir til þessara þarfa og óskaói, sem fyir segir, eftir 10 millj- ónum nú. Ráðið fékk þessar 10 milljónir - eóa svo hélt ég þangað til nakinn sann- leikurinnkomíljós... 6. Endurbætur á íþróttahöll v/HM í handbolta 1995 - Ósk ÍTA: 10.000.000 - Afgreiðsla bæjarstjórnar: 0.0 Á sínum tíma skrifaði bæjarstjórn undir samning þess efnis að einn riðill HM í handknattleik 1995 yrði leikinn í Iþróttahöllinni á Akureyri. Með undir- skrift sinni skuldbatt bæjarstjóm sig til að sjá svo um aó Höllin fiillnægði öllum þeim kröfum sem Alþjóða handknatt- leikssambandió gerði til hennar sem keppnisstaðar. Um mitt síóasta ár var Ijóst aó þær endurbætur sem gera þyrfti á Höllinni myndu kosta rámlega 16 millj- ónir króna. Bæjarstjóm samþykkti 6,2 milljóna króna aukafjárveitingu til verks- ins á liðnu ári. Bæjarfulltráar vissu að Bragi V. Bergmann. a.m.k. 10 milljónir króna þyrfti til að ljúka verkinu í ár. Samt sem áóur strik- uðu þeir þennan lió út úr fjárhagsáætlun- inni! I einfeldni minni taldi ég víst að bæj- arstjóm hygðist leysa „HM-dæmið“ í Iþróttahöl 1 inni með sérstakri fjárveitingu (aukafjárveitingu) eins og hún gerói á liðnu ári. Félagar mínir í ITA stóðu í sömu trá. „Þú færð ekki krónu í viðbót!“ Þann 18. janúar sl. tilkynnti hagsýslu- stjóri bæjarins mér hins vegar, aðspurð- ur, að milljónimar tíu sem ITA fékk til gjaldfærðrar fjárfestingar (töluliður 5 hér að ofan) væra allt og sumt sem ráð- ið fengi til umráða til að mæta út- gjöldum vegna framkvæmda í íþrótta- höll fyrir HM og „gjaidfærðrar fjár- festingar“ i öllum samanlögðum mannvirkjum ÍTA. Ekkert okkar, full- tráa í ÍTA, hafði hugmyndaflug til að ætla að raunin gæti orðið þessi, og því mótmælti ekkert okkar þessari „með- ferð“ við bæjarfulltráa milli umræóna um fjárhagsáætlunina. Eg stóð sem sé allt í einu frammi fyr- ir því að hafa ekki krónu til ráðstöfunar undir liðnum „gjaldfærð fjárfesting", þ.e. til annars en framkvæmdanna í Iþrótta- höllinni. Á sama tíma var Iþróttaráð t.d. óformlega búið að heimila forstöðu- manni Skíðastaða að kaupa snjósleða til nota í fjallinu í staó annars sem var ónýt- ur og hugðist staðfesta þá heimild meó bókun á næsta fundi. I annan stað var ráðið búió að leggja mikla vinnu í að finna bráðabirgðalausn á vanda knattspymufólks. Hún var í því fólgin að hlutast til um að Sanavellinum yrði haldið auöum meó mokstri þegar á þyrfti að halda; hann saltborinn í frosti og nokkurs konar flóðlýsing sett upp á staurana umhverfis völlinn. Ennfremur stóð til að lagfæra mörkin og síðast en ekki síst endumýja malarlagið á vellin- um þegar til þess vióraói. Þegar hafði verið leitaó tilboða í þær framkvæmdir og kostnaóaráætlun upp á u.þ.b. milljón lá fyrir. Fjármagn til snjósleóakaupamra og framkvæmdanna á Sanavelli hugðist ITA taka af liðnum „gjaldfæró fjárfesting". Fleiri brýn verkefni mætti tíunda en ég læt hér staðar numið. Að mínu mati var og er algerlega óásættanlegt að bæjar- stjóm skyldi leyfa sér að ráðstafa þessum lið að eigin geðþótta og skilja ITÁ eftir á fjárhagslegu flæðiskeri. „Kyngdu þessu, góði minn“ Ég gerði bæjarstjóra grein fyrir ofan- greindri skoðun minni, fyrst bréflega og síóan munnlega á fundi sem ég átti með honum og hagsýslustjóra. Viðbrögó bæj- arstjóra vora þau ein að ítreka að ekki væri um annað fjármagn að ræóa, ITA til handa. Þeir félagar bentu mér að vísu á þann afarkost að ITA gæti tekið hluta af „eymamerktu" vióhaldsfé einstakra mannvirkja til sín aftur og enduráthlutaó honum til brýnustu vióhaldsverkefna! Ég hef sannast sagna hvorki samvisku né heldur löngun til að leika slíkan skolla- leik, enda tel ég öll „eymamerktu" við- haldsverkefnin brýn og fjármagnið ekki til skiptanna. Ég sendi bæjarráði ennfremur ítar- lega greinargerð um málið. I henni kom fram að þessi staða væri algerlega óá- sættanleg og ég fór fram á aó fá 10 millj- ónimar „mínar“ aftur. Bæjarráð einfald- lega hafnaði erindinu - og þar með sagði ég af mér. Lái mér hver sem vill! 77 milljóna króna niðurskurður! ITA óskaði eftir alls 109 milljónum króna í liðina hér að ofan. Það fékk hins vegar 32 milljónir króna! Sú fullyrðing bæjarstjóra í Degi 31. janúar sl„ að að- stæðumar séu ekkert erfiðari hjá íþróttaráði en öðrum nefndum er því alröng. Eða getur einhver bent mér á nefnd, sem sætt hefur viðlíka niðurskurði og ÍTA? Uppgjöf? Að lokum þetta: Bæjarstjóri viróist telja það uppgjöf af minni hálfu, þegar ég neita að láta „valta“ alveg yfir mig. Hann virðist telja það uppgjöf af minni hálfu þegar ég tek þveit nei bæjarráós við beiðni um aukna fjárveitingu alvarlega! Ég sagði í greinargerð minni að staðan væri óásættanleg - og sýndi það í verki með afsögn minni. Hvað annað gat ég gert? Ef bæjarstjóri telur þaó merki um uppgjöf þegar maóur vill standa við orð sín og vera sjálfum sér samkvæmur, vona ég að hann eigi sem oftast eftir að „gefast upp“ á kjörtímabilinu! Með þeim orðum óska ég bæjarstjóra og öðram bæjarfulltráum, svo og ágæt- um en fyrram samverkamönnum mínum í íþrótta- og tómstundaráði og HM- nefndinni, alls velfamaðar. Bragi V. Bergmann. Höfundur er fyrrverandi formaður íþrólta- og tóm- stundaráðs Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.