Dagur - 22.02.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 22.02.1995, Blaðsíða 12
r-""....... ! Innanhúss-; ! múlning 10 lítrar kr. 4.640.- . t KAUPLAND Kaupangi • Sími 23565 _ Wm■■■■■■■■■■■■ mJ Bæjarstjórn Akureyrar: Einsetningu grunnskóla verði lokið árið 1998 sem fyrst veröi hafinn undirbún- ingur framkvæmda viö stjómunar- álmu Glerárskóla, svokallaða C- álmu, og þá er gert ráð fyrir afnot- um næstu tvö skólaár af annarri álmu leikskólahúss við Kiðagil, sem nú er í byggingu. Með þess- um ráðstöfunum telja bæjaryfir- völd að fáist sem svarar 6-8 við- bótar kennslustofur vió Glerár- skóla og 3 stofur til næstu tveggja ára í Giljahverfi. I framkvæmdaáætlun skóla- nefndar næstu þrjú ár, sem bæjar- stjóm staðfesti samhljóða í gær, er gert ráó fyrir 25 milljónum króna á næsta ári til skólabyggingar í Giljahverfi og 70 milljónum árið 1997. Það ár veröi einnig veitt 18 milljónum króna til hönnunar og byrjunarframkvæmda vió D-álmu Síðuskóla og lokið við hana árið 1998 með 54 milljóna króna fjár- veitingu. óþh Snjórinn sligar víöa trjágróöur Snjófargið sem lagst hefur yfír landið á undanförnum vikum veldur ekki aðeins bæjarstarfsmönnum amstri hcldur veldur það einnig tjóni á trjágróðri þegar trjágreinar sligast, ekki síst þegar bleyta kemst í snjóinn. Þetta tré er í garðinum milli Þórunnarstrætis og Byggðavegar, norðan Þingvaliastrætis. GG/Mynd: Robyn Fiskiðja Raufarhafnar hf. hef- ur fryst 40 tonn af loðnu samningar Hraðfrystihúss Þórshafnar hf. um loðnu til sjávardýragarða Guðmundur VE-29 landaði 800 tonnum af loðnu í gær hjá SR-mjöli á Raufarhöfn og er þá búið að landa um 6.600 tonn- um á Raufarhöfn á þessu ári en alls hafa veiðst rúm 80 þúsund tonn á vetrarvertíðinni. f fyrra dag landaði Helga II RE-373 um 1.100 tonnum og Þórður Jónas- son EA-350 landaði sama dag 700 tonnum. Um sl. helgi landaði Öm KE- 13 á Raufarhöfn 746 tonnum, Al- bert GK-31 var með 664 tonn og Grindvíkingur GK-606 með 940 tonn. Hjá Fiskiðju Raufarhafnar hf. hafa verið fryst um 40 tonn af kvenloðnu og er allt starfslið frystihússins við frystinguna þegar hún stendur yfir en botnfisk- vinnslan situr á hakanum á með- an. I byrjun vikunnar fékk Fiskiðj- an tæki frá Noregi til hrognatöku og er þegar hafist handa við að koma þeim fyrir og þegar hefur verið borað eftir sjó, en hann er nauðsynlegur til fínhreinsunar á hrognunum. Nú er aðeins tíma- spursmál, kannski 10 dagar, þar til hrognafyllingin er orðin nægjan- leg til þess að hægt verða að frysta þau og er stefnt að því að tækin verði þá tilbúin til notkunar, en þetta byggist allt á góðu samstarfi við verksmiðju SR-mjöl hf. Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. hefur verið landað um 3.500 tonnum, en þangað komu tveir bátar sl. laugardag; Júpíter ÞH-61 með 1.250 tonn og Hákon ÞH-250 meó 780 tonn. Afli bátanna fór allur til bræðslu vegna mikillar átu í loðnunni. Um 17 tíma sigling er til Þórs- hafnar frá loðnumiðunum við Al- viöruhamra og eólilega lengist siglingin eftir því sem loðnan fær- ist vestar, en að sama skapi væn- kast hagur verksmiðjanna í Vest- mannaeyjum og á Reykjanesi. Hraðfrystihús Þórsháfnar hf. gerði í haust samning um sölu á 500 tonnum af heilfrystri karl- loðnu til sjávardýragarðs í Flórída en blekið var varla þomað eftir undirskriftina þegar loðnan hvarf og hefur ekki fundist að nýju fyrr en nú nýverið. Hilmar Þór Hilmarsson, verksmiðjustjóri, seg- ist ekki gera ráð fyrir að hægt verði að frysta loðnu upp í gerðan samning fyrr en í lok vertíðarinnar þegar kvenloðnan deyr eftir hrygningu og aðeins veiðist karl- loðna. A sl. tveimur árum hefur það gerst suóur af Jökli eða á Svörtu- Ioftum vestur af Snæfellsnesi og því þarf að sigla með það hráefni kringum hálft landið til frystingar á Þórshöfn ef hegðunarmynstur loðnunnar veröur svipað nú, sem er allsendis óvíst miðað við reynslu undanfarinna vikna. GG Akureyri: Nýr veitingastaður opnaður í miðbænum innan tíðar - skyndibitastaður, ísbar og kaffihús Stefnt er að því að opna nýj- an veitingastað við Ráðhús- torg á Akureyri, undir mánaða- mótin mars/apríl nk. Það eru þeir Valdimar Grímsson, hand- boltakappi í KA og Júlíus Guð- mundsson, verslunarstjóri í KEA Nettó, sem ætla að opna þennan nýja stað í 200 fermetra húsnæði þar sem Siemens-búð- in hefúr verið til húsa. Staður- inn verður þnskiptur, þ.e. skyndibitastaður, fsbar og kaffihús með vínveitingaleyfi. „Vió verðum ekki á þessum hefðbundna skemmtanamarkaði, heldur er hér um nýjung aó ræða. Fólki hefur fundist vanta aukna afþreyingu í miöbæinn og þetta er viðleitni hjá okkur til að bæta úr því,“ sagði Valdimar Gríms- son, í samtali við Dag. Þeir félag- ar fá húsnæðið afhent þann 1. mars nk. og mánuði síðar ætla þeir að opna með pompi og prakt ,d>að verður ckkert til sparað við aó innrétta staðinn og hann á eftir að verða stórglæsilegur. Gestir munu koma fyrst inn á skyndibitastaóinn og ísbarinn en þar fyrir innan verður kaffihúsið. Við gerum ráð fyrir að hafa opið frá morgni til kvölds og um helg- ar verði nætursala á skyndibita- staðnum." - Er þetta þá ekki vísbending um að þú ætlir að búa áfram á Akureyri og leika meó KA í handboltanum? „Ætli sé ekki best að segja sem minnst um min framtíðar- áform og þau eru í raun alveg óráðin. En ég er alla vega aó fara út t þennan rekstur núna. Ég kann ágætlega við mig á Akur- eyrí og ég ætla að leggja mitt af mörkum og taka þátt í þeim upp- gangi sem mcnn eru að tala um að sé framundan í þjóðfélaginu.“ Valdimar heldur fljótlega suó- ur til Reykjavíkur til að taka þátt I undirbúningi íslenska hand- boltalandsliðsins fyrir HM og Júlíus er við störf hjá KEA. Þeir munu því ekki sjá um daglegan rekstur staðarins og reiknaði Valdimar með aó ráðinn yrði framkvæmdastjóri til þcirra starfa. KK VEÐRIÐ Veðurstofan spáir heldur kóln- andi veðri um allt land og í dag verður norðan stinningskaldi eða él á Norðurlandi. Á morgun verður áfram norðanátt, þó heldur hægari en áfram él og 2- 8 stiga frost. Á föstudaginn verður nokkuð hvöss norðanátt, minnkandi frost og úrkomulaust norðanlands, en á laugardag- inn snýst vindur aftur í norðrið með éljum og kólandi veðri. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti samhljóða í gær stefnumörkun skólanefndar frá 15. febrúar sl. sem miðar að því að allir grunnskólar Akureyrar- bæjar verði einsetnir eigi síðar en 1998. I þessari stefnumörkun felst að Skóladeilan í Mývatnsveit: Ráðuneytið skipar fulltrúa Eins og greint var frá í Degi í gær hefur Garðar Karlsson, skólastjóri í Mývatssveit, lýst því yfir að hann ætli að hætta að loknu þessu skólaári. Ástæðan er sú að ekkert hefur verið unnið í að Ieysa deiluna sem upp kom í haust þegar hópur foreldra neit- aði að senda börn sín í skólann. Eitt af atriðum þess bráða- birgðasamkomulags sem gert var í haust var að skipuð skyldi þriggja manna nefnd með tveimur fulltrú- um heimamanna og einum frá menntamálaráðuneyti til að vinna að framtíðarlausn. Álit nefndar- innar átti aó liggja fyrir 1. mars nk. en hún hefur ekki enn fundaó. Ein af ástæðunum er sú að ráðu- neytið skipaði aldrei fullUúa sinn í nefndina. Það var hins vegar gert í fyrradag og veróur Hrólfur Kjart- ansson í nefndinni af hálfu ráðu- neytisins. Vonast menn til þess að á næstunni verði farið aó funda og hreyfing komist á málið þannig að við upphaf næsta skólaárs liggi framtíðarlausn fyrir. HA Númer klippt Akureyrarlögreglan hafði í nógu að snúast í gær, eins og jafnan áður. Ekki var mikið um umferðaróhöpp en tveir smávægilegir árekstrar komu þó til hennar kasta. Númer voru klippt af fimm bif- reióum, þremur vegna vanrækslu á aðalskoðun og tveimur að beióni tryggingafélaga þar sem lögboðn- ar tryggingar höfðu ekki verið greiddar. Einnig var verið að at- huga ljósabúnaó bifreiða og voru fimm stöðvaðir vegna þess. Ör- yggisbeltanotkun var einnig at- huguð og fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggis- belti. Þá voru fimm kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.