Dagur - 09.03.1995, Side 3
FRETTIR
Fimmtudagur 9. mars 1995 - DAGUR - 3
Leki olli dauða alls hlýsjávarfisksins barra á Sauðárkróki:
Von er á um 200 þúsund barra-
hrognum til nýrrar klakstöðvar
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Á fundi iþrótta- og tóm-
stundaráðs 22. fcbrúar sl. var
lagt fram brcf þar sem fram
kemur ósk um geró ramma-
samnings um byggingu íþrótta-
húss við Hamar.
■ Félagsmálaráð hefur sam-
þykkt eftirtalda styrki: For-
eldrafélag bama mcð sérþarílr
og Styrktarfélag vangefinna á
Norðurlandi til sameigmlegs
verkefnis kr. 600 þús., SÁÁ-N
vegna göngudeildarþjónustu
kr. 1 milljón, Útlendingafélag
Eyjafjaróar kr. 100 þús., Geð-
vemdarfélag Akureyrar 150
þús., Lauf á Akureyri - samtök
flogaveikra kr. 50 þús., Kirkju-
miðstöðin v/Vestmannsvatns
kr. 130 þús., KFUM og K
v/Hólavatns kr; 130 þús., Sum-
arheimilið að Ástjöm 300 þús.,
Hvítasunnukirkjan á Akureyri
50 þús., Hjálpræóisherinn á
Akureyri 50 þús., Neytendafé-
lag Akureyrar og nágrcnnis 50
þús., Náttúrulækningafélag
Akureyrar 50 þús., Krabba-
meinsfélag Akureyrar kr. 125
þús., Bamaheill á Akureyri 25
þús., Heimili og skóli v/starfs á
Akureyri 40 þús., Kvcnnasam-
band Ákurcyrar 25 þús., AA-
samtökin 80 þús., Kvennaráð-
gjöfin í Reykjavík 60 þús.,
Kvennaathvarfið í Reykjavík
60 þús., Stígamót v/starfsemi á
Akureyri 20 þús., Stöðvum
unglingadrykkju 50 þús.,
Mæðrastyrksnefnd á Akureyri
150 þús. og Félag aldraðra á
Akureyri 75 þús.
■ Fram kemur í bókun leik-
skólanefndar frá 22. febrúar að
vegna upplýsinga um aðsókn á
gæsluvöllum fyrir hádegi á
sumrin frá Sesselju Siguróar-
dóttur leikskólaráðgjafa, hefur
leikskólanefnd ákveðió að
bjóða ckki gæslu á Bugðuvelli
og Lundarvelli fyrir hádegi
næsta sumar. Hins vegar veröi
vellimir opnir dagmæðrum,
foreldrum og öðrum sem vilji
nýta sér þá fyrir hádegi, eftir
scm áður.
■ Umhverfisnefnd hefúr sam-
þykkt tillögu að skiptingu fjár
til nýrra framkvæmda fyrir
yllrstandandi ár. Til ráðstöfun-
ar eru 16.3 milljónir króna.
Skipting fjárins er eftirfarandi:
Útivistarsvæói kr. 2.35 millj-
ónir, Lystigarður 1.45 milljón,
Fegrun og hirðing 6.95 millj-
ónir, opin leiksvæði 750 þús.,
jarðeignir og dýraeftirlit 500
þús. og tjaldsvæðin 4.3 millj-
ónir króna.
■ Hestamannafélagið Léttir
hefur sent erindi til umhverfis-
nefndar þar sem kemur fram að
vegna mjög slæmrar fjárhags-
stöðu félagsins fari stjómin
þess á leit við umhverfisnefnd
ið skuld sú sem félagið skuldi
Akureyrarbæ vegna leigu á
beitarhólfum þeim sem félagið
hafi haft á leigu hjá bænum
fyrir 1994 verði fclld niður.
Umhverfisnefnd vtsaði crind-
inu til bæjarráós en leggur
jafnframt til að orðið verði við
erindinu enda ekki urn
áframhaldandi afnot að ræóa.
Bæjarráó samþykkti aó það
gæti ekki fallist á að leigu-
skuldin yrði felld niður.
Alvarlegur leki kom að eldis-
kerfl hlýsjávarflsksins barra á
Sauðárkróki, sem olli dauða alls
fisksins í stöðinni, um 300 kg,
vegna súrefnisskorts þegar dæl-
ing stöðvaðist og safnker tæmd-
ist. Ekki er hægt að nýta barr-
ann í neitt nema í mjölfram-
leiðslu. Þegar starfsmenn fóru
heim á mánudagskvöldið virtist
engin hætta vera á ferðinni, en
um nóttina hætti streymi sjávar
til fisksins í körunum og það olli
dauða hans.
Guðmundur Om Ingólfsson,
sjávarlíffræðingur og fram-
kvæmdastjóri hlýsjávareldisfyrir-
tækisins Máka hf. á Sauðárkróki,
segir að engin aðvömn hafi borist
frá viðvörunarkerfí í húsinu sem á
að gefa þetta til kynna en hann tel-
ur þrátt fyrir það framleiðenduma
ekki bótaskylda.
„Hér er um lítið fjárhagslegt
tjón að ræða, eða allt að 200 þús-
und krónur, en sálfræðilega tjónið
er miklu meira. Eg á von á því að
leitað verði orsaka bilunarinnar og
sameiginlega muni menn vinna
sig út úr vandanum. Tilraunaeld-
inu er lokið og hefur það gengið
mjög vel en þetta tefur fram-
leiðsluverkefnió um tæpt ár. Klak-
stöðin er tilbúin og auk þess höf-
um við útvegað okkur tæki og afl-
aó þekkingar, en fyrir dyrum
stendur aö flytja inn hrogn,“ segir
Guðmundur Orn Ingólfsson.
Von er á allt að 200 þúsund
hrognum til Sauðárkróks í lok
mánaðarins og má búast við því
aö það skili um 30 til 50 þúsund
fiskum til slátrunar í fyllingu tím-
ans. Hver fiskur er þá um hálft kg
svo framleióslan af hrognasend-
ingunni gæti numið um 25 tonn-
Heildarhagnaður af rekstri
Flugleiða á árinu 1994 var 624
milljónir króna og hefur afkom-
an ekki verið betri síðan árið
1988. Undanfarin tvö ár hefur
verið tap af starfseminni og var
heildartap Flugleiða 188 millj-
ónir króna á árinu 1993.
Hagnaður af reglulegri starf-
þykkti á mánudag að ábyrgjast
sölu á 5 milljóna króna hlutafé en
fyrir liggur vilyrði um 15 milljóna
króna hlutafé frá ýmsum öðrum
aðilum. GG
semi án fjármagnsliða og skatta
var 1.203 millj. kr. og rekstrar-
hagnaður því 8% af veltu. Rekstr-
artekjur voru rúmlega 14,7 millj-
aróar kr. og hækkuðu um 10% frá
árinu 1993. Rekstrargjöld félags-
ins voru um 13,5 milljarðar kr. og
hækkuðu um 7% milli ára í sam-
ræmi við aukin umsvif.
Hrein fjármagnsgjöld námu
944 milljónum 1994 en 1.007
milljónum árið 1993 og hafa því
lækkað um 6% milli ára. Félagið
seldi eina Boeing 737-400 flugvél
á árinu og nam hagnaður af sölu
vélarinnar 304 milljónum kr.
Hlutdeild Flugleiða í hagnaði á
rekstri dótturfélaga nam 67 millj-
ónum árið 1994 en var 3,5 millj-
ónir árið 1993.
Veltufé frá rekstri á árinu 1994
nam 2,0 milljörðum en var 1,1
milljarður árið áður. Heildarskuld-
ir félagsins í árslok námu 17,5
milljörðum en voru 20,5 milljarð-
ar í árslok 1993.
Lausafjárstaða Flugleiða var
mjög góð í árslok en handbært fé
nam 1.854 milljónum kr. en var
647 milljónir í árslok 1993 og
hækkaði því um 1.207 milljónir á
árinu. Eiginfjárhlutfall er 21% í
árslok en var 16% í árslok árslok
1993.
Aðalfundur Flugleiða verður
haldinn fimmtudaginn 16. mars og
leggur stjórnin til að greiddur
verði 7% arður, segir í fréttatil-
kynningu frá félaginu. KK
Hólastelpur á góðrí stundu.
Mynd: Benni
KOSNINGASKRIFSTOFAN HÚSAVÍK
OPNUÐ
F0STUDAGINN
10. MARS
KL. 20.00
FOSTUDAGINN 10. MARS. KL. 20.00 0PNAR
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
KOSNINGASKRIFSTOFU
í GARÐARI Á HÚSAVÍK.
DAGSKRÁ:
Ávörp frambjóðenda
Natalía Chow og Jóhanna Gunnarsdóttir syngja
Hafliði og Elísabet flytja gamanmál
Harmonikuleikur
Fylgst verður með fundi formanna stjórnmálaflokkanna
í sjónvarpi sem verður á staðnum
AUía oelko*H*ú±
Framsóknarflokkurinn í Norðurlandskjördæmi eystra
Kosningaskrifstofan í Garðari, sími: 41225
um.
Bæjarstjóm Sauðárkróks sam-
Heildarhagnaður Flug-
leiða 624 milljónir kr.