Dagur - 09.03.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 09.03.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. mars 1995 - DAGUR - 7 „Fæstir ferðast til að sofa“ - segir Þórður Höskuldsson, ferðamálafulltrúi hiá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga Þórður Höskuldsson var ráóinn ferðamálafulltrúi hjá Atvinnuþró- unarfélagi Þingeyinga og hóf hann störf fyrir fyrir nokkrum vikum. Sveitarstjómir á svæðinu, Byggðastofnun og Kísilgúrsjóður lögðu fram fjármuni þannig að unnt væri að ráða ferðamálafull- trúa, en aðilar í ferðaþjónustu töldu það brýnt verkefni og höfðu lengi beðið eftir að geta nýtt sér ráðgjöf slíks aðila. Þórður hefur m.a. starfað sem fararstjóri og haft mikil kynni af erlendum ferðamönnum, auk þess sem hann hefur dvalist í Evrópu, haft þar samskipti við ferðamenn sem farið hafa til Islands og kynnst þeirra þankagangi. Vegstikuskoðun „Ég hef reynt að kynna mér að- stæður. En hér er mikið fannfergi og þegar ég hef farið um sýsluna sé ég yfirleitt bara næstu vegstik- ur. Ég hef farið í Norðursýluna og um nágrenni Húsavíkur. A Þórs- höfn og Raufarhöfn er komin af staó grunnvinna, þar eru hópar aó skilgreina hvaða ferðaþjónustu skuli leggja aóaláherslu á, hverju eigi helst að sinna og hvaó að bjóða uppá. Ég hef einnig starfað á Laugum, tengst ferðamálabraut- inni í Framhaldsskólanum. Ég hef falið nemendunum að vinna aó raunhæfum verkefnum við aó skoða betur ýmsa þætti ferðaþjón- ustu. Þeir starfa undir minni stjórn en vonandi skilar þessi vinna ein- hverri reynslu til þeirra, auk upp- iýsinga til okkar um hugsanlega afþreyingarmöguleika eða mögu- leika á uppbyggingu. Þetta eru dæmi um það sem ég hef verið að fást við; en ég hef verið að fást við fleira: Ég hef aðstoðað aðila sem eru aó byrja í ferðaþjónustu og að- ila sem eru lengra komnir, meó mál sem tengjast því að koma þjónustunni á framfæri og byggja upp þannig að þjónustan verði að- laðandi og eftirsóknarverð. Hvað Húsavík varðar hef ég verið að velta fyrir mér ímynd bæjarins og hvað hugsanlega væri hægt að gera hér. Þetta eru langtímaáætl- anir sem væntanlega verða unnar í litlum skömmtum,“ sagði Þórður, aðspuróur um hvemig honum lit- ist á starfssvæóið og aó hverju hann hefði verið aó vinna fyrstu vikumar. Afþreyingu vantar á svæðið „Mitt hlutverk er að fá fleiri inn í sýsluna, fá þá til að dvelja lengur og skilja meira eftir sig. Að því gefnu að eitthvað sé að marka gistitölur Ferðamálaráðs, þá held- ur þetta svæði ekki í við fjölgun gistinátta á Suðurlandi og Vestur- landi. Aukinn ferðamannastraum- ur til landsins skilar sér ekki nægi- lega hingað. Hér þarf að vinna sérstaklega að uppbyggingu af- þreyingar," segir Þóróur. - Getur orsakanna fyrir þessu ekki verið að leita í því að á þess- um landsvæðum hafi einfaldlega verið unnið betur og markvissar að því að laða ferðamenn á svæð- ið heldur en hér hefur verió gert? „Að hluta til. Landfræðilega stöndum við ekki eins vel að vígi og þessi svæói, en það þýðir ekki að láta slíka hluti stoppa sig af. Hér þurfa gulrætumar fyrir ferða- mennina einfaldlega aö vera stærri, þannig að þeir komi. Eitt sem þyrfti að athuga hér er að töluvert hefur verið fjárfest í feröaþjónustu, en t.d. stendur hótelið autt megnið af árinu. Finna þarf möguleika til að auka nýtingu hótelsins og ferðaþjónust- unnar almennt. Það þarf aó byrja á því að finna Ieiðir til að laða ferðamenn að og finna hverja á að laða að. Nú er verið að skoða auknar komur ferðamanna utan háannatíma. Erlendir aóilar koma hingað í mánuðinum til að kynna sér aðstæður og það er meiningin aó taka vel á móti þeim og sýna þeim hvað svæðið hefur upp á að bjóða. Það þarf að kynna betur og gera betra aðgengi að náttúruperl- um sýslunnar, t.d. Dettifossi. Enn koma fleiri íslendingar en útlend- ingar sem ferðamenn í sýsluna. ís- lendingar kaupa ekki sólarlagið, þeir vilja afþreyingu. Nýlega var haldinn fyrsti fundur Ferðamálafé- lags Húsavíkur í langann tíma og þar var nokkur hópur af jákvæðu fólki sem vill gera eitthvað í mál- unum. Fólk í sýslunni er tiltölulega já- kvætt og baráttuglatt, en það er grundvallarforsenda fyrir því að eitthvað gerist,“ segir Þórður. Skipulagðar fundaferðir um sýsluna Stefán Jónson, atvinnuráðgjafi, segir að óhemju mikið hafi verið að gera hjá Þórði eftir að hann tók til starfa. Það sé t.d. ótrúlegur fjöldi aðila að reyna að selja ferðaþjónustuaðilunum auglýsing- ar, rými í bæklingum og ýmiskon- ar þjónustu. Þórður segist telja sig hæfan til að takast á vió þessa refi úr Reykjavík, þar sem hann komi úr þeirra flokki. Atvinnuráðgjafi og ferðamála- fulltrúi hafa útbúið fundaáætlun MINNINC Það væri ekki rétt, ef ég segói að mér hafi verið það harmafrétt að vinur minn Grímur ráðunautur væri látinn. Nei, þó frétt um mannslát sé ávallt sorgarfrétt þá var hér um sérstakar aðstæður að ræða. Grímur var að vísu ekki nema tæplega sjötugur maður, en um langa hríö, allt aó tveimur ára- tugum, baróist hann við ólækn- andi sjúkdóm og oft kvalafullan. Þetta lífsglaða hraustmenni var enn í fullu starfi fyrir heimili sitt og ótal framfaramál hér í sýslunni þegar heilsan fór að bila. Hann gekk aldrei hálfur að verki, enda maðurinn vel búinn að allri erfð. Ættir hans verða þó ekki raktar hér, en þó má geta þess að hann var af hinni kunnu Dalsætt eldri. Sátu Laxárdal í meirihluta nítj- ándu aldarinnar þeir Bjöm, Jón og Siguróur sem eiga í þessari sýslu marga afkomendur sem enn minna á gömlu búforkana í Laxár- dal, þar í hópi tel ég þennan ný- fallna vin minn, Grím Jónsson í Ærlækjarseli. Leiðir okkar Gríms lágu ekkert saman fyrr en hann kemur heim, búfræðikandidat frá Hvanneyri 1950. Aóalfundur B.S.N.Þ. það ár er mér enn í fersku minni, hann var haldinn á Efra-Lóni. Þar mætti þessi hraustlegi ungi maður, þá var hann ráðinn ráðunautur hjá sambandinu, en þó aðeins í hluta starfs. Upp úr því fór hann að stunda búskapinn í Ærlækjarseli í félagi við Stefán bróður sinn og Amþrúði Grímsdóttur móður þeirra og síðar með Karolínu syst- ur þeirra. Þetta myndarlega fjárbú er rekið enn og mun Erla ekkja Gríms þar vera meðeigandi. Grím- ur og Érla áttu sex sonu sem nú eru allir með sín heimili í grennd við sínar æskuslóðir, nema einn sem býr á Akureyri. Allt eru þetta vaskir menn og vel látnir í sínum ýmsu störfum, en aðeins einn þeirra hefur haslað sér völl sem gildur bóndi í Oxarfirði. Þess var ekki langt að bíða að Grími bær- ust næg verkefni utan búskapar- ins, þau voru fleiri en það sem heyrði til B.S.N.Þ. og Ræktunar- sambandinu vestan heiðar. Vitan- lega fengum við að ráða hann í fullt starf. Ég vil hér geta þess, sem mér virðist héraðsráðunautur okkar hafa átt stóran hlut að og hafa verió okkur happadrýgst á starfstímabili hans. Fyrst vil ég nefna viðbrögð sambandsins vorið 1968, þegar flest öll túnin í sýslunni, austan Jökulsár, reyndust stórskemmd af kali og sumsstaðar hér í Þistilfirði og Langanesi næstum aldauð. Grímur kynnti sér þetta má segja jafnóðum og túnin áttu að fara að grænka, strax komst skriður á málið, þá voru ekki komnar höml- ur á framleiðslumagnió og hann brýndi bændur lögeggjan að skerða ekki bústofninn. Ég minnist oróa hans á fundum um þetta alvörumál. „Við verðum að fmna leióir til að kaupa hey, allavega verður eitthvaó að gera, það versta er að gera ekki neitt.“ Um framvindu málsins er að finna umsögn í bókinni okkar „Land og fólk“. Ég vil fara nokkrum orðum um fjárræktina, þar álít ég að Grímur hafi notið sín best, enda greinilega fæddur fjármaður. Störf hans í þessari sérgrein búskapar vöktu það mikla athygli að ég ótt- aðist það að við fengjum ekki að sitja einir að þeim. Ég á góðar minningar um sam- starf við hann og aðra í stjóm B.S.N.Þ. á meóan ég tók þátt í þeirra störfum, stjómarfundir voru allflestir haldnir hér í Laxárdal og þá var engin sút í drengjunum, þó allerfið væm oft viðfangsefnin. Það var gaman að opna bæinn fyr- ir þessum glæsilega bændahópi, sem skipaður var Grími Jónssyni, Jóhanni í Leirhöfn, Bimi í Sand- fellshaga og Þórami í Holti. Nú eru tveir af þessum merku mönn- um fluttir yfir landamærin sem bíða okkar allra. Maður kemur í manns stað og finnur sinn vitjun- artíma á þessum byltingartímum. Grímur var heppinn að fá að starfa á framfaraskeiði atvinnuvega þjóðarinnar og áður en tæknin komst í algleyming og fór að þoka hugsun og hönd mannsins til hlið- ar. Grímur var líka heppinn að hljóta sem lífsförunaut merka og glæsilega eiginkonu, Erlu Bem- harðsdóttur, f. 25. ágúst 1931, ætt- aða frá Búlandi í Amameshreppi, hennar hlutur í lífi Gríms hefur óefað verið stór og brást ekki allt til loka ævi hans. Ég ætla ekki að hafa þessi orð öllu fleiri en sendi Erlu og öllum ættingjum samúðarkveðjur frá mér og B.S.N.Þ. við fráfall góðs félaga. Eggert Ólafsson, Laxárdal. Stefán Jónsson, atvinnurádgjafi, og Þórður Höskuldsson, ferðamálafulltrúi, við fjallabíl Þórðar, sem kemur sér vel í snjónum. Mynd: IM utan Húsavíkur, þar sem þeir verða til viðtals á nokkmm stöð- um í sýslunni. Reiknað er með að slíkir fundir verði um 50 á ári. „Ef við ætlum að kynna svæðið verðum vió að hafa upp á eitthvað að bjóóa. Það þýðir ekki bara að auglýsa heldur verður eitthvað að standa á bak við það sem auglýst er. Ég held að sá þáttur sé almennt veikastur á Islandi. Sú stefna hef- ur ríkt að afþreyingaruppbygging sé bara ævintýramennska og bankarnir lána fyrst og fremst út á steinsteypu. Því hefur verið best að fjárfesta í steinsteypu og það er til tiltölulega mikið af gistirými sem stendur ónotað. En þaó er al- veg ljóst að fæstir feróast um landið, bara til að sofa. Afþreying- arþátturinn verður því í brenni- depli og ég reikna með að mest af mínum tíma tengist uppbyggingu afþreyingar," segir Þórður, ferða- málafulltrúi hjá Atvinnuþróunar- félagi Þingeyinga. IM KOSNINGASKRIFSTOFAN I GLERHÚSINU HAGSMUNIR ÞINIR ! FIMMTUDAGUR 9.MARS MORGUNFUNDUR Morgunfundur í Glerhúsinu. 9. mars kl. 10 ræðlr Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismaður um nýsett lög um olíugjald, breytingu vörugjalds á díselbíla og um leigu- og langferðabílstjóra. SÍÐDEGISFUNDUR Kl. 17.30 verður fjallað um hagsmuni bifreiðaeigenda og þeirra sem hafa atvinnu af akstri eða þjónustu við bifreiðar. Á fundinn mæta auk frambjóðenda Framsóknarflokksins, Sigurgeir Aðalgeirsson og Guðmundur Arnaldsson frá landvara, Sigurkarl Aðalsteinsson frá 4X4 klúbbnum og Bjarni jónsson frá Flökkurum, félagi húsbílaeigenda. Framsóknarflokkurinn í Noröurlandskjördæmi eystra -------------------------------------^ AKUREYRARBÆR Starf tækniteiknara á tæknideild Laust er til umsóknar starf tækniteiknara á tæknideild Akureyrarbæjar. í starfinu felst m.a. gerð og viðhald grunnkorta, mæliblaða, vinnuteikninga af götum og holræsum og vinna við gerð útboðsgagna. Nær öll þessi vinna er unnin með aðstoð tölvu. Einnig tilheyrir starfinu varðveisla og uppröðun teikninga, almenn afgreiðsla og skrifstofustörf. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af tölvu- notkun við teiknistörf, ritvinnslu og skýrslugeró. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Launa- nefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfió veita Gunnar H. Jóhannes- son á tæknideild og starfsmannastjóri I síma 21000. Umsóknarfrestur er til 17. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar Geislagötu 9. Starfsmannastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.