Dagur - 15.03.1995, Page 1

Dagur - 15.03.1995, Page 1
Mikill viðsnúningur í rekstri KEA og dótturfélaga á árinu 1994: Batinn er 263 milljónir - hagnaður af regiulegri starfsemi KEA118 milljónir Umtalsverður viðsnúningur átti sér stað í afkomu Kaup- félags Eyfirðinga milli áranna 1993 og 1994. Þetta kemur fram í uppgöri KEA sem birt var í gær. Að teknu tilliti til dótturfyrir- tækja er batinn í rekstri allrar samstæðunnar 263 milljónir, 16 milljóna króna hagnaður 1994 á móti 247 milljón króna tapi árið 1993. Aðalfundur KEA hefur verið ákveðinn þann 25. mars nk. Hólmaborg SU-112 er afla- hæsti loðnubáturinn á ver- tíðinni með 19.502 tonn sam- kvæmt samantekt Fiskistofu en Júpíter ÞH-61 frá Þórshöfn er með mestan kvóta, 37.480 tonn. Af því eru 6.800 tonn úr Græn- landskvóta en auk Júpiters ÞH er Bjarni Ólafsson AK-70 með 11.500 tonn og Arnþór EA-16 með 1.800 tonn úr Grænlands- kvótanum. Annar aflahæsti loónubáturinn er Öm KE-13 með 18.949 tonn, Breyttar reglur um búfjár- leyfi og leigulönd: Skattlagning á íþróttamenn - segir formaöur Léttis Eins og skýrt hefur verið frá í Degi voru öll búfjárleyfi á Akureyri felld úr gildi svo og leigusamningar vegna landa bæj- arins en nú hafa borist 285 nýjar umsóknir um búQárleyfi sem nú kosta 800 krónur. Sigfús Helgason, formaður Hestamannafélagsins Léttis, segir að hestamenn mótmæli harðlega þeirri skattlagningu sem bæjaryfir- völd séu að leggja á hestaíþróttina þessa dagana bæði í formi nýrra búfjárleyfisgjalda og gífurlegrar hækkunar á leigu beitarlanda. „Þetta er ekkert annað en skatt- lagning á hestaíþróttamenn og vió efumst um lagalega heimild Akur- eyrarbæjar til aó skattleggja íþróttamenn og munum láta kanna lagalegan rétt okkar hjá lögfræð- ingum ISÍ. Við vitum að golfarar þurfa ekkert aó borga fyrir aó eiga golf- kylfusettió sitt en viö þurfum að greiða þessa fjárupphæð. Við ótt- umst líka aó þegar þessi gjaldtaka er komin á verði það eins og snjó- skriða sem erfitt veröi að stöðva. Við mótmælum því einnig harð- lega að breyting á búfjárleyfi og Ieigu landa hafi verið framkvæmd algjörlega án samráðs við stjóm hestamannfélagsins. Við munum senda frá okkur ályktun varðandi þetta efni á næstu dögum,“ sagði Sigfús. KLJ og gerir stjórn félagsins tillögu um að greiddur verði 10% arður af nafnverði hlutabréfa og að greiddir verði 4% vextir af stofn- sjóði félagsmanna. Tekjur KEA, að dótturfélögum slepptum, voru um 7,4 milljarðar á síóasta ári og jukust um 5% frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru 7,1 milljarður og jukust um 4% þannig að hagnaður fyrir fjármagnsliði hækkaði milli ára og var 317 millj- Börkur NK-122 með 18.801 tonn og Höfrungur AK-91 með 17.946 tonn. Aflahæstur norólenskra loðnu- báta er Júpíter ÞH-61 með 13.991 tonn, en afli annarra báta er mjög misjafn. Þórður Jónasson EA-350 er með 10.689 tonn, Amþór EA-16 með 2.684 tonn, Björg Jónsdóttir II ÞH-320 mcó 3.741 tonn, Guð- mundur Ólafur ÓF-91 meó 13.130 tonn, Björg, Jónsdóttir ÞH-321 meö 8.874 tonn, Súlan EA-300 með 13.256 tonn, Siglfirðingur SI- 150 með 64 tonn, Stakfell ÞH-360 með 50 tonn, Hákon ÞH-250 með 12.332 tonn og Helga II RE-373 frá Siglufirði með 16.438 tonn. Ágætis loðnuveiði var í fyrri- nótt vestur af Snæfellsnesi eftir kalda í fyrradag og fyrrinótt en bú- ast má við að hver dagur sé nú sá síóasti því loðnan gæti farið aö hrygna. Sunnuberg GK og Sig- hvatur Bjamason VE fengu afla við Garðskaga á Reykjanesi en þar er um eftilegukindur að ræóa frá göngunni sem er við Snæfellsnes. Helsta vonin um frekari loðnuveiöi er bundin við nýja loðnugöngu sem kæmi upp að landinu vestan- verðu og gengi eitthvað suður með. Júpíter ÞH fékk um 1.110 tonna afla og landar hann á Þórshöfn í dag. Bjarni Ólafsson AK kom í nótt með um 1.200 tonn til löndun- ar á Siglufirði. Súlan EA landaói 780 tonnum í Krossanesi í fyrradag og Amþór EA landaði þar á sunnu- dag. Þórður Jónasson EA fékk lið- lega 100 tonna afla í fyrrinótt en ætlaði að kasta aftur áður en haldió yrði til löndunar. GG Stjórn Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri frestaði á síð- asta fúndi ákvörðun um fram- hald á bónusgreiðslum til hjúk- unarfræðinga. Heilbrigðisráðu- neytið hefúr mælst til að öll sjúkrahús hætti aukagreiðslum til hjúkrunarfræðinga en taki í staðinn upp samræmdar reglur um þessi mál. Samkvæmt þeim ónir samanborðið við 269 milljónir árið 1993. Mikil lækkun varð á fjármagnskostnaði milli ára eöa um 141 milljón. Hagnaður af reglu- legri starfsemi var 118 milljónir á síóasta ári á móti 70 milljónum 1993. Aö teknu tilliti til óreglu- legra tekna og gjalda og skatta var hagnaður KEA um 95 milljónir en tapið var 51 milljón árió áður. Það veit á gott að veltufé frá rekstri jókst verulega á árinu 1994, eða um 79 milljónir og var 335 milljónir. Eigið fé í árslok var 2.365 milljónir (rúmir 2,3 milljarð- ar) og hækkaði um 50 milljónir milli áramóta. Eiginfjarhlutfall var 33% í árslok 1994. Brúttóvelta KEA var rétt rúmir 8 milljarðar á árinu 1994 og jókst um 5%. Brúttóvelta dótturfyrir- tækja var 1.424 milljónir og sam- stæðan í heild velti því 9.477 millj- ónum eða rétt tæpum 9,5 milljörð- um sem er 4% aukning. Hlutdeild KEA í tapi dótturfyrirtækja er 79 milljónir en samsvarandi tala á ár- inu 1993 var 196 milljóna króna tap. Þannig hefur rekstur dótturfé- laga batnað mjög þó enn sé mikið tap af vatnsútflutningi. Mjög ánægður með batann Magnús Gauti Gautason, kaupfé- lagssjóri, kvaðst mjög ánægður reglum verður ekki um neinar aukagreiðslur að ræða til handa hjúkrunarfræðingum á FSA. Stjórn FSA fundar væntanlega í næstu viku. Fyrirkomulag á þessum auka- greiðslum til hjúkrunarfræðinga hefur verió mjög mismunandi eftir stöðum. Á FSA hefur verið greiddur 15 þús. kr. bónus á mán- með þann bata sem varð á árinu, bæði hjá KEA og dótturfélögum. „Árið 1994 var almennt séð miklu hagstæðara atvinnurekstrinum en síðustu tvö ár þar á undan. Það sem mestu máli skiptir hjá okkur er verulega lægri fjármagnskostnaóur en reksturinn þar fyrir utan batnar einnig. Fjármunamyndun í rekstrinum eykst einnig talsvert mikið og ég er ánægður meö það. Þama eru líka þættir sem ég er miður ánægður með, eins og sumar deildir innan KEA. Hjá dótturfyrir- tækjunum hefur vatnsútflutningur- inn alls ekki gengið eins og við höfum ætlað og þetta ár verður úr- slitaár varðandi það hvort rekstur- inn stendur undir sér,“ sagði Magnús Gauti. Varðandi yfirstandandi ár sagði hann eriftt að spá í niðurstöðuna. „Horfumar eru misjafnar eftir greinum. Kjarasamningar munu hækka launakostnaó talsvert, lík- lega um u.þ.b. 50 milljónir á árinu, skerðingar á aflaheimildum hafa sitt að segja sem og væntanlegur innflutningur á smjöri og ostum. Á móti þessu kemur að það tókst að semja án verkfalls og samningamir munu ekki ógna stöðugleikanum. Aukinn kaupmáttur og hagvöxtur ætti einnig að koma öömm grein- um til góða.“ HA uði með mjög ströngum skilyrð- um. T.d. er aðeins greitt fyrir fullt starf og allar fjarvistir koma til frádráttar. Hafa þessar reglur verið óbreyttar síðan 1985. Að sögn Halldórs Jónssonar, framkvæmdastjóra FSA, hefur það áunnist með þessu kerfi að fleiri hjúkrunarfræðingar ráða sig í fullt starf og þar með minnkar Gunnólfsvíkurfjall: Útigengnum for- ystusauð bjarg- að úr klettum T T tigenginn forystusauður vJ náðist úr klettabelti í Gunnólfsvíkurfjalli á Langa- nesi í fyrradag. Björgunar- mennirnir segja vafalítið að björgunin hafi orðið honum til h'fs þar scm þarna sé eng- an gróður að hafa. Tveir forystusauðir urðu eft- ir í göngum í haust á svæóinu og höfóu ntcnn orðið þcirra varir fyrr í vctur. Annar þeirra náðist svo í lok febrúar og hinn í fyrradag í Fossdal, utan í Gunnólfsvíkurfjalli. Gunnlaugur Ólafsson á Hallgilsstöðum í Þistilfirði var einn þriggja manna sem fóm á vélsleðum til að ná sauönum. Skepnan var oróin mjög horuð af útivistinni enda segir Gunn- laugur engan gróður að sjá á svæðinu sem hann haft gctað nærst á. „Hann var því oróinn grindhoraður og léttur en það þykir tiðindum sæta aó finna lifandi skepnu á þessum árs- tíma. En hann má vera feginn því klaufimar á framfótunum voru eyddar alvcg upp í þófa eftir að hafa barið harðlennið," sagói Gunnlaugur en bætti þó við að sauðimir tveir séu ekki óvanir vetrarútiverunni því fyr- ir tvcimur árum hafi þeir gcng- ið úti allan veturinn. JÓH ekkifyrir mjög sá vinnutími sem manna þarf með yfirvinnu. Hins vegar er einnig Ijóst að sögn Halldórs, aó ef það ástand skapast að nóg framboð verður á hjúkrunarfræð- ingum, þá á svona kerfi ekki rétt á sér. Til þessa hafi menn hins veg- ar ekki séð ástæðu til að gera á þessu breytingar, segir Halldór. HA Loðnuveiði við Öndverðarnes og Garðsskaga: Hólmaborg SU aflahæst - Júpíter ÞH með mestan kvóta Á leið í slipp. Mynd: Robyn Bónusgreiðslur hjúkrunarfræðinga á FSA: Akvörðun um framhald líggur

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.