Dagur - 15.03.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 15. mars 1995
LEIÐARI
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, lax 96-42285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Við kosningar koma oft fram grundvallar-
spurningar um stóru málin í þjóðfélagi okkar,
spurningar sem alltof sjaldan fást ræddar ofan
í kjölinn. Ein þeirra er spurningin um launa-
stefnu í landinu til framtíðar. Svarið við henni
er yfirieitt fundið með hinu margumtalaða
„svigrúmi" sem oftar en ekki virðist þröngt og
ekki gefa tilefni til launabóta. Umræðunni um
launin má líka snúa við og segja sem svo að
láglaunastefna í landi eins og okkar geti aldrei
leitt annað af sér en lítið „svigrúm" og hæga
framþróun.
í nýju tölublaði Vinnunnar, tímarits Alþýðu-
sambands íslands, gerir Gylfi Arnbjörnsson,
hagfræðingur ASÍ, þetta mál að umtalsefni og
spyr hvort íslendingar hafi með tímanum sér-
hæft sig í láglaunagreinum. Þar bendir hann á
þá alvarlegu niðurstöðu að í viðskiptalöndum
okkar innan OECD er verðmætasköpun í fyrir-
tækjum 36.-40 dalir á hverja klukkustund sam-
anborið við 12-14 bandaríkjadali hér á landi.
En helstu ástæðuna sem hann telur sýnilega
fyrir lágum launum sé að helstu stoðir at-
vinnulífsins séu hefbundnar láglaunagreinar,
vinnsla hráefna til matvælaframleiðslu. Hér sé
lítið um sértækan málmiðnað, plastiðnað og
rafeindaframleiðslu. Hér horfi menn lítið til
framleiðslu á dýrum neysluvörum og sérhæfð-
um iðnvarningi. íslenska hagkerfið standi
m.ö.o. nær hráefninu en neytandanum og beri
þess vegna merki þróunarlands. Á meðan svo
er getum við ekki vænst þess að breyting á
launaþróun verði í landinu.
Undir það skal tekið að framtíðin þarf að
snúast meira um möguleikana í menntun og
þekkingu fólks og að þessir þættir verði nýttir
til nýsköpunar. Þá munu fylgja í kjölfarið há-
launastörf sem þjóðfélagið þarfnast. Þetta
þýðir ekki að menn gleymi grunnatvinnuveg-
unum heldur er þeim styrkur af því að traust-
ar stoðir komi úr sem flestum áttum undir at-
vinnulífið.
Smuguveiðarnar og Jón Baldvin
Smuguveiöamar gerðu fjölmörgum
útgerðarfyrirtækjum, ekki síst á
Noróur- og Austurlandi, kleift að
sigla gegnum brimskaflana sem risu
í kjölfar ófyrirsjáanlegs þorskbrests.
Smugan hefur fært Islendingum fast
að 50 þúsund tonnum af góóum
þorski, og skilað milljöröum inn í
þjóðarbúið. Arsverkin, sem Smugan
hefur skapað jafngilda 500-600 árs-
verkum, og á tímum þrenginga skipt-
irþað miklu máli.
Ef til vill skiptir þó meiru, að á
tímum mikilla erfiðleika í sjávarút-
vegi styrktu veiðamar í Smugunni
stoðir mikilvægra fyrirtækja á lands-
byggðinni. Norðlensk fyrirtæki eins
og UA sóttu þangað mikinn hagnað,
og einn þekktasti aðdáandi Alþýðu-
flokksins á Norðurlandi, Þorsteinn
Baldvinsson, nýtti tækifærin í Smug-
unni af frábærri útsjónarsemi fyrir
Samherja. Fyrir Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar, burðarás í atvinnulífi staðar-
ins, skiptu veiðamar í Smugunni
sköpum.
/ /
LIU lyppaðist niður
En það var alls ekki sjálfgefið, að Is-
lendingar hæfu' veiðar í Smugunni.
Þegar áform norðanmanna urðu Ijós,
mótmæltu Nprðmenn þeim mjög
kröftuglega. LÍÚ, sem hefði auðvitaó
átt að standa upp og taka harkalega
undir afstöðu norðlenskra útgerða,
lyppaóist niður á augabragði, og allir
muna yfirlýsingar lögfræðings sam-
bandsins í fjölmiðlum, - sem hefðu
allt eins getað verið á norsku!
Itök Kristjáns Ragnarssonar em
sterk. I ríkisstjóm voru kynnt þau
áform sjávarútvegsráðherra að banna
Smuguveiðamar, með sérstakri
reglugerð. Sú reglugerð lá fyrir í
drögum, samin af mannvitsbrekkum
sem voru bersýnilega þeirrar
skoðunar, að það væri mesta óráð aó
norðlenskir togarar nýttu sér alþjóð-
legt hafsvæði til að draga björg í bú
fyrir Islendinga.
Hnefínn í borðið
Hverjir komu norðlenskum út-
gerðarmönnum þá til bjargar?
Það var ekki síst Jón Baldvin
Hannibalsson sem hafnaði því alfar-
ið að veióamar yröu bannaðar.
Vissulega naut hann atbeina fleiri
ráðherra; m.a. Davíðs Oddssonar,
Það var vissulega
frumkvæði Norðlend-
inga, sem skipti sköp-
um. En veiðarnar í
Smugunni hefðu
aldrei orðið að veru-
leika, ef harðfylgis
Jóns Baldvins hefði
ekki notið við.
sem var sammála Jóni Baldvin um
réttmæti Smuguveiðanna.
Reglugerðin var fyrir vikið aldrei
sett. Veiðamar í Smugunni urðu að
veruleika. Búbótin fyrir þjóðarbúið
skipti milljörðum, og ávinningur út-
gerða á Norðurlandi var - og er - um-
talsverður.
Það var vissulega frumkvæði
Norðlendinga, sem skipti sköpum.
En veiðamar í Smugunni hefðu
aldrei orðið að veruleika, ef harð-
fylgis Jóns Baldvins hefði ekki notið
vió.
Össur Skarphcöinsson.
Hundskastu heim - Jón
Baldvin!
Þetta skilja Norðmenn mæta vel.
Þegar Jón Baldvin kom þangað sem
gestur mættu honum fyrirsagnir og
borðar, sem á stóð: „Hundskastu
heim, - Jón Baldvin!“
Norðmenn skildu einfaldlega, að
Jón Baldvin hafði ráðió úrslitum um
Smuguveiðamar.
Nú gera Norðmenn séryonir um,
að tekið verði fyrir veiðar Islendinga
í SmugunnL A hverju byggjast þær
væntingar? Úr norskum blöóum, eins
og Fiskeribladet, má lesa, að Norð-
menn telja líkur á því að Jón Baldvin
og Alþýðuflokkurinn nái ekki þeim
styrk í kosningunum 8. apríl, að
verða aftur í ríkisstjóm. Það yrði, að
dómi Norömanna, nægilegt til að ís-
lendingar hefðu ekki lengur kjark til
að halda veiðunum áfram.
Vilja Norðlendingar stuðla að
því?
Getur verið, að þeir telji að Fram-
sóknarflokkurinn verói þá kominn til
valda? Getur verið að þeir hafi tekið
eftir, einsog íslenska þjóóin, að for-
maður Framsóknarflokksins hefur
aldrei lýst stuðningi við veiðarnar í
Smuguni?
Össur Skarphéðinsson.
Höfundur er umhverfisráöherra.
Tannhirðirinn
listin að ljúga í beinni - nokkur orð til 2. manns á lista Þjóðvaka,
Vilhjálms Inga Amasonar
Ágæti Vilhjálmur Ingi!
Staðan er verri en mig grunaði.
Þú viröist ekki átta þig á því, að það
er ekki í samræmi við skárri siðferó-
isvitund að draga sér fé úr ríkiskass-
anum.
Stefnuskrá flokks þíns kveður
skýrt á um, aó nú skuli „endurreisa
trúnaó milli fólksins í landinu (þ.e.
m.a. ég og allflestir aðrir lesendur
Dags (innskot mitt)) og stjómmála-
manna. Þetta eru ný (Iesandinn at-
hugi það (innskot mitt)), hciðarleg
og trúverðug vinnubrögó gagnvart
fólkinu í landinu" (Jóhanna Sigurð-
ardóttir, Mbl. 11.03.95, bls. 31).
Hvemig ætlar þú sem 2. maður á
lista Þjóðvaka hér í Norðurlandsum-
dæmi eystra að standa sem talsmaóur
bæði heiðarlegra og trúverðugra
vinnubragða til að treysta þau
brostnu trúnaðarbönd, sem formaður
Þjóðvaka nefnir hér, þegar þú sjálfur
ert uppvís^ að því að ljúga að hlust-
endurn RÚVAK í beinni útsendingu
að morgni þ. 16. febr. s.l.?
Leyfóu mér að einfalda málið
ögn, þér og öörum til frekari glöggv-
unar. Mér virðist þú hafa vissa um-
fjöllunarþörf varðandi tannlækning-
ar. Dæmi úr j)eim heimi ætti því að
ná til þín. Eg kýs að nefna þetta
DÆMIÐ UM TANNHIRÐINN, þ.e.
dæmið um þig í heimi tannlækn-
inganna. Gefum okkur, að þú setjir á
fót tannlæknastofu. Þú veist að það
gildir Tryggingastofnun ríkisins
einu, hvort þú átt tannlæknastofu eða
endurhæfingarstöó; - tannlæknar og
sjúkraþjálfarar falla undir sama skil-
greiningarhatt stofnunarinnar. I
þessu tilviki er hlutverk tannhiróis
ekki aö þrífa tennur og snyrta heldur
að losa sjúkling vió þær eftir atvik-
um. Þú sem sé hirðir tennur úr skjól-
stæðingnum og heldur jafnvel til
haga. Og til aó einfalda málið enn,
þá eru skjólstæðingamir böm, sem
eiga í vandræðum með sínar lausu
bamatennur. Tannlæknirinn, þessi
sem vinnur á stofunni þinni, þarf því
hvergi aó koma nærri þótt þú sinnir
blessuóum bömunum. Hlutverk hans
gagnvart þér er að senda Trygginga-
stofnuninni reikning fyrir unnið
verk, þ.e. þitt verk. Bamið laust við
tönnina og Tryggingastofnunin
greiðir (þér) fyrir þjónustuna með
bros á vör. Allir vel ánægðir, eða
hvað? Stofnunin greiddi reyndar
tannlækninum fyrir þetta viðvik, því
ekki þýddi fyrir þig að senda inn
reikning fyrir verkió. Hér ætla ég
ekki að fjalla um þann þátt siðfræð-
innar, að foreldrar almennt semji viö
tannlækna hér og þar úti í bæ um
uppáskrift gagnvart Tryggingastofn-
uninni í hvert skipti sem bamatönn
fær að fjúka, þótt vel megi koma
þeirri hugmynd á framfæri.
Skoðum heldur nánar hvar skóinn
kreppir hjá þér.
I svarbréfi til mín dags. 10. okt.
1989 staðhæfir Sjúkrasamlag Akur-
eyrar svo: „I bréfi þínu segir, að ljóst
sé, að Sjúkrasamlag Akureyrar hafi
innt af hendi greiðslu vegna þjónustu
sjúkranuddara (eða tannhirðis (inn-
skot mitt)). Þessu mótmælir Sjúkra-
samlag Akureyrar gersamlega. Viö
höfum ALDREI (áh. mín) greitt
reikning frá Vilhjálmi Inga Amasyni
eða öömm sjúkranuddara." í beinni
útsendingu hjá RÚVAK þann 16/2
s.l. segist þér svo: „Sko, í fyrsta lagi,
ég hef ÁLDREI sent reikning á
Tryggingastofnun, ALDREI"
(áherslan þín). Þetta em engin ný
sannindi fremur en ég segði þér að
snjórinn væri hvítur og kaldur.
Hvorki þú sem tannhirðir né foreldr-
ar almennt fáið inni hjá Trygginga-
stofnuninni. Þið emð ekki á skrá.
Þannig er borin von fyrir þig að
senda Tryggingastofnuninni reikning
fyrir þín eigin verk unnin á Endur-
hæfingarstöðinni.
Hvar liggur þá lygin í beinni út-
sendingu? Hún liggur í þessu „í öðm
Ómar Torfason.
Hvernig víkur því
við, að greiðsla geng-
ur til þín frá Trygg-
ingastofnuninni fyrir
verk sem að hennar
eigin sögn er ekki
greiðsluheimild fyrir?
Svar:
Þú falsaðir skjöl.
lagi“ í sama viðtali. Þú segir: „Og ég
hef ALDREI (áh. þín) falsað nein
bréf...“ Lítum á fyrirspum til þín frá
Tryggingastofnun dags. 27.04. 92: I
bréfinu (þ.e. frá undirrituðum (inn-
skot mitt)) segir jafnframt að þar
sem sjúkraþjálfari hafi undirritað
reikningana vegna þessara aðila hafi
tryggingaumboðið á Akureyri greitt
hluta af reikningunum. Þar sem
Tryggingastofnun ríkisins hefur
EINGÖNGU (áh. rnín) heimild fyrir
að greiða fyrir meöferö veitta af
sjúkraþjálfurum en ekki fyrir sjúkra-
nudd þótti rétt að kanna hvort slík
MISTOK (áh. mín) gætu hafa átt sér
stað. Því viljum viö nú spyrja yður
hvort það geti hugsanlega verið rétt
að reikningamir hafi verið innheimt-
ir á þennan hátt.“ Tryggingastofnun-
in er ekki með tannhirðinn á skrá hjá
sér, en samt fær hann greitt hjá
stofnuninni. Spjaldskrámar ljúga
ekki. í Degi 24/1 s.l. bls. 4 (H.H.)
kemur fram, að innheimtar vom
greiðslur frá viðkomandi sjúkrasam-
lögum fyrir verk (sjúkranudd innifal-
ið (innskot mitt)) unnin á Endurhæf-
ingarstöðinni sf. árin 1982- 1987.“
Hvemig víkur því við, aó greiðsla
gengur til þín frá Tryggingastofnun-
inni fyrir vcrk sem að hennar eigin
sögn er ekki greiðsluheimild fyrir?
Svar: Þú falsaðir skjöl. Þú tókst þér
af almannafé gegnum Heilbrigóis-
ráðuneytið. Þú notfærðir þér sof-
andahátt í íslenska stjómkerfinu
sjálfum þér til fjárhagslegs ábata.
Þetta er það sem ég skilgreini sem
spillingu. Það er að mínu mati mið-
ur, að 2. sæti Þjóðvaka hér í Norður-
landsumdæmi eystra skipi einstakl-
ingur með kerfissvik að baki, sem
jafnframt skirrist ekki við að ljúga að
áheyrendum RÚVAK í beinni út-
sendingu.
Virðingarfyllst,
Ómar Torfason.
Höfundur er sjúkraþjálfari á Akureyri.