Dagur - 15.03.1995, Síða 5
Miðvikudagur 15. mars 1995 - DAGUR - 5
Ráðning Þórhildar Líndal í embætti umboðsmanns barna:
Benedikt og Páll leita til
umboðsmanns Alþingis
Þeir Benedikt Sigurðarson, skóla-
stjóri á Akureyri, og Páll
Tryggvason, læknir á Akureyri,
hafa lagt fram kvörtun til umboðs-
manns Alþingis vegna ráðningar
Þórhildar Líndal í embætti um-
boðsmanns bama, en þeir voru
báðir meðal umsækjenda um stöð-
una.
I ítarlegri greinargerð til um-
boösmanns Alþingis segja þeir
Benedikt og Páll að þeir óttist að
forsætisráðherra, meðal annarra,
hafi viö undirbúning, úrvinnslu og
veitingu embættis umboðsmanns
barna „brotió ýmis ákvæði stjóm-
sýslulaga auk þess sem hann hafi
ekki haft í heiðri viðurkennda
góða og gilda stjórnsýsluhætti, -
þó svo þeir séu ekki bundnir í lög-
um.“ Þá telja þeir einnig að Þór-
hildur Líndal hafi gerst brotleg
við stjórnsýslulög.
Benedikt og Páll telja að Davíð
Oddsson hafi verió vanhæfur aó
ganga frá ráðningu Þórhildar.
Þessu til staðfestingar er eftirfar-
andi nefnt í greinargerðinni:
1. „Almannarómur“ segir að
forsætisráðherra eigi vinskap við
Eirík Tómasson eiginmann Þór-
hildar og nær þessi vinskapur og
tengsl a.m.k. til baka til þess tíma
er þeir voru virkir í hagsmunabar-
áttu fyrir menntaskólanema fyrir
meir en 25 árum síðan.
Miðstöð fólks í
atvinnuleit:
Fulltrúar Kvenna-
listans og Þjóð-
vakaí dag
Miðstöð fólks í atvinnuleit veróur
meö „opið hús“ í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju í dag kl. 15 til 18.
Frambjóðendur stjórnmála-
flokkanna eru nú að kynna stefnu-
mál flokka sinna vegna væntan-
legra þingkosninga. Að þessu
sinni mæta í miðstöóina þau Elín
Antonsdóttir frá Kvennalista og
Vilhjálmur Ingi Árnason frá Þjóð-
vaka. Munu þau ræða við þátttak-
cndur, m.a. um atvinnumálin og
svara fyrirspurnum þeirrra. Ollum
er opió að koma í miðstöðina á
fyrrgreindum tíma.
Ekkert Siglu-
fjarðarframboð
Ekkert verður úr því að sérstakt
Siglufjarðarframboð komi fram
fyrir næstu Alþingiskosningar.
Nokkrir aðilar í bænum höfðu
unnið aó undi/búningi þess í
nokkurn tíma. Ástæðan er sú að
Siglfirðingum finnst þingmenn
kjördæmisins ekki beita sér nóg í
bæjarins þágu og eingöngu hugsa
umþá sern vestar eru.
Urslitatilraun var gerð um
helgina til að koma saman lista
sem vera átti þverpólitískur. í
efstu sætunum var ætlunin að hafa
þungarvigtarmenn í bæjarmálun-
um og höfðu nöfn Bjöms
Valdimarssonar bæjarstjóra og
Kristjáns Möller m.a. verið nefnd
í þessu sambandi. Haft er eftir
Frey Siguróssyni, einum af þeim
sem unnið hefur að undirbúningi
listans, að ekki hafi verið grund-
völlur fyrir honum þegar til átti að
taka þar sem menn sem hugsaðir
voru sem lykilmenn vildu ekki
taka þátt í framboðinu. HA
Bcnedikt Sigurðarson.
2. Þórhildur, Davíð og Eiríkur
voru öll samtímis nemendur í
Lagadeild Háskóla Islands og þó
svo að það eitt í sjálfu sér skapi
ekki vanhæfnisástæóur þá hafa
þau ár sennilega verið sá frjói
jarðvegur sem nánari kynni síðari
ára byggja á - þ. á m. vinátta.
3. Fjölmargir viðmælendur
okkar fullyrða, aö það sé náin vin-
átta á milli Þórhildar og Eiríks
annars vegar og Davíðs og eigin-
konu hans hins vegar. Þetta mun
eiga við þau sem einstaklinga og
fjölskyldur.
4. Margir viðmælenda okkar
halda fram að Davíð Oddsson og
Eiríkur Tómasson hafi veriö og
séu e.t.v. enn meðlimir í einka-
spilaklúbbi sem hittist meira og
minna reglulega á heimilum þeirra
er klúbbinn fylla. Þar eru einnig
tilnefndir aðrir málsmetandi menn
í þjóófélaginu og innan stjómsýsl-
unnar.
5. Náió samstarf hefur verið
með þeim Davíð og Eiríki vegna
þeirra verkefna sem Eiríkur hefur
Páll Tryggvason.
unnió fyrir forsætisráðuneytið í
opinberri þágu og ber þar hátt
starf hans við samningu stjóm-
sýslulaga fyrir ráðuneyti Davíðs
Oddssonar.
6. Það mun vera staðreynd að
Þórhildur Líndal var ráðin til for-
sætisráðuneytisins án auglýsingar
í október 1993. Slíkt telst ekki til
vandaðrar stjómsýslu þó svo aó
það hafi viðgengist í okkar litla
þjóófélagi og þá sennilega oftar en
ekki vegna einhverskonar tengsla.
Þeir Benedikt og Páll telja að
tengsl Þórhildar við starfsmenn
forsætisráðuneytisins og nærvera
hennar við undirbúning málsins
og aðild að umsóknarferlinu hafi
gefið „henni forskot sem aðrir
umsækjendur áttu ekki kost á að
jafna. Forsætisráðuneytið hefur
ekki getað, eða viljað, sýna fram á
að óvilhallir fagmenn utan ráðu-
neytisins - með sérþekkingu á
málefnum barna - hafi átt aðild að
neinskonar hæfnismati á umsækj-
endum.“
Farið er fram á í greinargeró
Benedikts og Páls að málið verði
tekið upp á nýjan leik. Um þetta
segir orörétt: „I fyrsta lagi þá fá-
um við ekki betur séð en að for-
sætisráðherra túlki lögin um um-
boðsmann barna beinlínis á rang-
an hátt og nánast eins og honum
sýnist og þá í miklu þrengri merk-
ingu en kemur frarn í vilja Alþing-
is (sbr. og umfjöllun Alþingis) og
með því hefur hann vilja Alþingis
að engu. I öðru lagi þá teljum við
að allt of mikið hafi verið gert úr
starfsreynslu Þórhildar Líndal.
Fullyrðingar um reynslu hennar af
málefnum bama og ungmenna
vega svo þungt í svokölluðum
rökum ráðuneytisins fyrir veitingu
embættisins að það jaðrar við
ósannindi.“ Þetta síðastnefnda at-
riói er rökstutt í löngu máli í
greinargerðinni.
Kallað er eftir rökstuóningi fyr-
ir embættisveitingunni sern þeir
Benedikt og Páll telja að aldrei
hafi fengist af hendi forsætisráðu-
neytisins. „Við fullyrðum að það
hefur ekki verið geró minnsta til-
raun til að meta hæfni annarra
umsækjenda. Allur rökstuðningur
ber það með sér. Því getur ráðu-
neytið ekki fullyrt að Þórhildur
Líndal sé hæfust og það mun ekki
duga í þessu máli að segja að hér
sé um niðurstöður úr samanburði
á umsóknum því að í fyrsta lagi þá
haföi Þórhildur aðgang að öllum
umsóknum annarra auk þess að
hún var innanbúðar. Jafnræði var
því ekki til. Viö teljum augljóst að
þaö sé ráðuneytisins að færa rök
fyrir að það hafi valið hæfasta
umsækjandann í stað þess að snúa
röksemdinni á hvolf ðg fullyrða
að „ekkert bendi til að aðrir um-
sækjendur hafi verið hæfari en
Þórhildur. Rökstuðningur þeirra er
ófullnægjandi og um sumt rang-
ur,“ scgja þeir Benedikt Sigurðar-
son og Páll Tryggvason í kvörtun
sinni til umboðsmanns Alþingis.
óþh
FERÐAÞJÓNUSTAN!
FIMMTUDAGUR 16. MARS
MORGUNFUNDUR
A morgunfundi í Glerhúsinu 16. mars
kl. 10.00 ræða Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður
og Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismaður um
ferðaþjónustu, framtíð hennar og möguleika.
SIÐDEGISFUNDUR
Kl. 17.30 verður opinn fundur þar sem fjallað verður
um hagsmuni ferðaþjónustunnar og möguleika hennar
til eflingar atvinnulífs í landinu. Á fundinn mæta
frambjóðendur Framsóknarflokksins, Hallgrímur
Guðmundsson, forstöðumaður atvinnuskrifstofu
Akureyrar, Katrín Björg Ríkarðsdóttir, sagnfræðingur
og starfsmaður Minjasafns Akureyrar, og Páll Arason
brautryðjandi í ferðamálum.
Valgerður Sverrisdóttir
alþingismaður
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
alþingismaður
Framsóknarflokkurinn í Noröurlandskjördæmi eystra.
Kosningaskrifstofan, Glerhúsinu Akureyri. Símar: 21180,23150. Fax: 23617
441KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
FÉSÝSLA
Vikuna 5.-11. mars voru viðskipti með hluta-
bréf 54,3 milljónir króna. Mest voru vióskipti
með hlutabréf í eftirtöldum félögum: Vinnslu-
stöðinni hf. fyrir 20,0 milljónir króna á genginu
1,0, Haraldi Böðvarssyni hf. fyrir 5,4 milljónir
króna á genginu 1,75-1,80, Flugleiðum hf.
fyrir 4,1 milljón króna á genginu 1,70-1,77 og
íslandsbanka hf. fyrir 3,8 milljónir króna á
genginu 1,26-1,30.
Viðskipti með Húsbréf voru 2,8 milljónir króna,
Spariskírteini ríkissjóðs 19,4 milljónir, Ríkis-
víxla 592 milljónir og Ríkisbréf 142 milljónir.
Ávöxtunarkrafa Húsbréfa var í vikunni 5,82-
5,85%.
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS
Tegund K gengi K áv.kr.
92/1D5 1,3055 4,89%
93/1D5 1,2129 5,01%
93/2D5 1,1443 5,04%
94/1D5 1,0375 5,30%
95/1D5 0,9690 5,30%
HÚSBRÉF
Flokkur K gengi Káv.kr.
94/2 0,9517 5,85%
94/3 0,9319 5,85%
94/4 0,9266 5,85%
95/1 0,9077 5,85%
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Ávírtun 1. mars umfr. verðóólgu siðustu: (%)
Kaupg. Sðlug. 6mán. 12mán.
Fjárfestingarfélagið Skandia hf.
Kjarabréf 5,552 5,608 6,8 72
Tekjubrél 1,577 1,593 6,6 7,5
Markbréf 3,009 3,039 52 7,8
Skyndibréf 2,189 2,189 3,9 42
Fjölþjóðasjóður Kaupþing hf. 1,162 1,198 -30,1 -21,5
Einingabréf 1 7,379 7,514 3,1 2,9
Einingabréf 2 4,195 4,216 -0,7 12
Einingabréf 3 4,723 4,810 •1,3 0,3
Skammtímabréf 2,604 2,604 1,9 2,5
Einingabréf 6 1,074 1,107 -13,1 •10,6
Verðbréfam. islandsbanka hf.
Sj. 1 Vaxtarsj. 3,675 3,693 3,4 4,6
Sj. 2 Tekjusj. 2,030 2,050 5,9 6,1
Sj. 3 Skammt. 2,532 3,4 4,6
Sj. 4 Langt.sj. 1,741 3,4 4,6
Sj. 5 Eignask.frj. 1,654 1,662 0,1 2,7
S|. 6 island Sj. 7 Þýsk hbr. 1,066 1,098 12,5 28,6
Sj. 10 Evr.htor. Vaxtarbr. 2,5898 3,4 4,6
Vabr. Landsbréf hf. 2,4275 3,4 4,6
islandsbréf 1,637 1,667 3,3 52
Fjórðungsbréf 1,198 1215 4,7 8,0
Þingbrél 1,905 1,929 3,9 3,8
Öndvegisbréf 1,724 1,746 0,6 3,5
Sýslubrél 1,655 1,677 12,1 22,9
Reiðubréf 1,568 1,568 2,6 3,4
Launabréf 1,064 1,080 2,1 3,6
Heimsbréf 1,363 0,0 0,0
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi á Veröbréfaþingi íslands:
Hagst. tilbod
lokaverð Kaup Saia
Auðlindarbréf 1,22 1,21 1,26
Eimskip 5,16 4,25 4,40
Flugleiðir 1,77 1,72 1.77
Grandi hl. 2,05 2,10 222
Hampiðjan 2,20 2,15 2,30
Haraldur Bððv. 1,80 1,73 1,79
Hlutabréfasjóðurmn 1,49 1,51 1,65
Hlutabréfasj. Norðurl. 1,26 1,24 128
Hlutabréfasj. VÍB 1,17 1,19 125
jslandsbanki hf. 1,26 1,26 1,31
l'sl. hlutabréfasj. 1,30 1,25 1,30
Jarðboranir hi. 1,78 1,70 1,78
Kaupfélag Eyf. 2,20 2,20 2,40
Lyfjaverslun Islands 1,42 1,55
Marel hl. 2,90 2,86 3,50
Olís 2,55 2,42 2,54
Olíufélagið hf. 5,89 5,58 6,89
Sildarvinnslan hf. 2,90 2,82 2,95
Skagstrendingur hl. 2,53 2,54 3,00
Skeljungur hf. 4,13 3,00 4,34
Seeplast 3,25 2,63 3,50
Útgerðarfélag Ak. 2,95 2,91 320
Vinnslustöðin 1,00 1,00 1,05
Þoraióðurrammi hl. 2,40 2,37 2,40
Sölu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkadinum:
Alm. hlutabr.sj. hf. 1,00
Ármannslell hf. 0,97 0,70 1,10
Ámes hl. 1,85 0,90
Bifreiðaskoðun isl. 2,15 1,05
Eignfél. Alþýðub. 1.10 1,10
Hraðfrystihús Eskifjarðar 1,70 1,80 225
jsl. sjávarafurðir 1,15 1,08 1,50
isl. útvarpsfél. 3,00 3,05
Pharmaco 8,20 6,20 8,90
Samem. verktakar hl. 7,30 6,20 7,30
Samskip hf. 0,60
Sjóvá-Almennar hf. 6,50 6,50 825
Softis hl. 6,00
Sölusamb. Isl. fiskframl. 1,25 1,21 1,40
Tollvörug. hf. 1,15 1,07 125
Tryggingarmiðst. hl. 4,80
Tæknivalhf. 1,30 1,20 1,50
Tölvusamskipti h(. 4,00 4,05 4,40
Þróunarfélag íslands hl. 1,10 0,50 1,00
DRÁTTARVEXTIR
Febrúar 14,00%
Mars 14,00%
MEÐALVEXTIR
Alm. skuldabr. lán lebrúar 10,90%
Alm. skuldabr. lán mars 10,90%
Verðtryggð lán febrúar 8,30%
Verðtryggð lán mars 8,30%
ssssjMsmm
Febrúar 3396
Mars 3402