Dagur - 15.03.1995, Síða 6

Dagur - 15.03.1995, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 15. mars 1995 Freyvangsleikhúsið sýnir um þessar mundir Kvennaskólaævin- týrið eftir Böðvar Guðmundsson og má sannarlega segja að vel hafi tekist til með svo fjölmenna sýn- ingu. Leikstjórinn Helga F.. Jónsdótt- ir hefur unnið frábært starf. Hún leikstýrir þessum stóra hópi lítt þjálfaðra ungmenna af festu og skörungsskap og margar útfærslur hennar í sambandi við leikmynd eru mjög snjallar. Hljómsveitin undir stjóm Reynis Schiöth leikur undir söng af smekkvísi og öryggi og gerir það góðan söng enn betri. Tónlistin er eftir þá Garðar Karls- son, Jóhann Jóhannsson og Eirík Bóasson. Lögin eru mjög áheyri- leg, falla vel að efni verksins og gefa því mjög skemmtilegan blæ. Leikritið er sett saman úr mörgun smáþáttum sem tengjast gegnum þann ramma sem gamli Húsmæðraskólinn var. Segja má að leikarar standi sig allir með prýði, en sérstaka ánægju vekja kvennskólastúlkurn- ar. Þær eru svo léttar og leikglaðar á sviðinu og svo syngja þær eins og englar. Já, vel á minnst. Ekki eru nú englameyjamar sístar. Onnur þeirra leikur á þverflautu af miklu öryggi og báðar syngja þær blíóum englarómi. Já, stelpur mín- ar þið voruð allar saman stórfinar og eðlilegar - því svona vorum vió - akkúrat svona. Sveitastrákamir voru líka mjög trúverðugir og söngur þeirra þegar þeir horfa álengdar á 6. bekkjar ballió var einstaklega góður. I stuttri blaðagrein er tæpast kostur að gera öllum leikurum skil, en athygli vekur leikur Hjör- Ennþá gerast ævintýr dísar Pálmadóttur í hlutverki frök- en Grímu, Jónsteins Aðalsteins- sonar sem fór á kostum sem Helgi smábóndi og húsfreyjumar Jóra og Þóra, en þær Anna Helgadóttir og Emelía Sverrisdóttir léku þær af snilld. Það er mikið vandaverk að skrifa um Iiðna tíð sem þó lifir í hugum fjölmargra. Gömlu hús- mæðraskólamir heyra fortíóinni til og veróa tæpast endurvaktir í sinni gömlu mynd. Böðvari Guðmunds- syni hefur tekist mætavel að vekja þann hugblæ sem yfir þessum kvennaskólaárum ríkir. Raunar tókst þetta svo vel að við vinkon- umar köstuðum ellibelgnum og upplifðum næstum 40 ára ævintýri að sjá okkur sjálfar og æskuróm- Afgreiðslutími: Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30 laugard.kl. 10.00-18.00 flL TOJ 0 antíkina á jafn sannfærandi hátt og raun bar vitni. Ef til vill má kalla slíkt fortíð- arfíkn, en sýningin í Freyvangs- leikhúsinu er svo sannarlega trú- veröugur bautasteinn um það sem einu sinni var - og var sannkallað ævintýri. Það gengur kraftaverki næst að á þessum tímum lífsgæðakapp- hlaups og tímaleysis skuli vera hægt að setja upp svo fjölmennan söngleik með heimamönnum. Að félagar semji tónlistina, leiki og syngi með svo miklum ágætum er sannarlega gleðiefni. Óll þessi mikla vinna er unnin í sjálfboða- vinnu til viðbótar löngum vinnu- degi. Ahugi og fómfýsi þess hóps er sannarlega lofsverð. Kvennaskólaævnintýrið er vissulega þess virði að gamlar námsmeyjar, gamlir kærastar og allir velunnarar skólans flykkist í Freyvang og eigi þar ánægjulega kvöldstund við leik og söng þessa ágæta fólks. Sannarlega ber að þakka allt það sem lyftir geði og vekur gleði og það gerir Frey- vangsleikhúsið með sóma. Við erum famar að hlakka til að koma aftur ásamt gömlum skólasystrum. Þá veróur nú hlegið hátt og klappað dátt. Hafió heila þökk fyrir skemmt- unina. Edda Eiríksdóttir, Jenný Karlsdóttir. Höfundar eru fyrrum kvennaskólameyjar á Laugalandi. Andlit mánans N LEIKLIST -orski leikarinn Henning Famer flutti látbragðsleik- inn Andlit mánans (Mánefjes) í Dynheimum á Akur- eyri dagana 6. og 7. mars. Leikur- inn er unninn í samvinnu við Ieik- stjórann, skúlptúrlistamanninn og málarann Tim Dalton, sem leik- stýrði leiknum og mótaói hann í samvinnu við Henning Famer. Látbragðsleikur er sérstök grein innan leik- listarinnar. Að nokkru er hann reyndar hluti af getuforða hvers þjálfaðs leikara, en sériðkun hans er þó sviö, sem ekki er á færi annarra en þeirra, sem lagt hafa sérstaka stund á þessa túlkunaraðferð. í látbragðsleik er saga sögð án orða og líkaminn einn notaöur sem tjáningartæki. Stööur hans og hreyfingar verða því í raun einu verkfærin, sem lát- bragðsleikarinn hefur tiltæk. Mik- ið vald á líkamanum er því for- senda þessa túlkunarforms, en það krefst aftur gífurlegrar þjálfunar og einbeitingar eigi langt að kom- ast á þessu sviði. Góöir látbragðsleikarar eru jafnan fáir meö hverri kynslóð. Þaó er því verulegur fengur að því, aó fá í heimsókn mann, eins og Henning Famer, sem er vissu- lega vel fær á þessu sviði og reyndar mun betur en svo. Hann hefur notið verulegrar velgengni í list sinni og hefur hlotið góða dóma jafnt í heimalandi sínu sem utan þess. Það verk, sem Henning Farner flutti á sýningum sínum í Dyn- heimum, ber heitið Andlit mán- ans. Það heiti segir ekki ýkja mik- ið um efni verksins, en það er í raun saga mannsins eða jafnvel lífsins á jörðunni allt frá upphafi til vorra daga. Verkið hefst þar sem óreiða eða kaos ríkir. Tilurö HAUKUR A6UST5SON SKRIFAR mannsins er rakin frá því að hann er ekki meira en svo til og í gegn- um þróunarferli frummannsins, sem gengur hokinn í hnjám. Eftir aldir lærir hann aó nota frumstæð verkfæri, svo sem barefli. Enn heldur sagan áfram og maðurinn uppgötvar líkama sinn og getu hans á ýmsum sviðum. Hann lærir að tala og ritlistin kemur til sög- unnar. Hann lærir aó nota flóknari verkfæri og hann færist sífellt nær nútímanum. Hann tekur að velta fyrir sér umhverfi sínu og takmörkum þess. Hann gerir sér grein fyrir smæð sinni í heild sköpunarverksins og tekur að leita út fyrir þann örsmáa hnött, sem við byggjum. Upp fyrir honum renn- ur nauðsyn þess, að gæta um- hverfis og huga að framtíð lífs á jörðinni. Hann finnur, að hann verður að deila með öðrum jarðar- innar gæðum, en veit, að leiðin er ekki greið, heldur margt, sem verður að varast, eigi svo til að takast sem þarf. Henning Famer túlkar þessa sögu af innlifaðri kúnst í leik sínum. I uppfærslunni er notuð nokkur áherslutónlist og leikarinn beitir rödd sinni lítillega í umli og hrópum, sem í sumum tilfellum mynda orð, en að öðru leyti er flutningur allur byggður á hinum klassísku þáttum þeirrar listar, sem fram er borin: Stöðu líkamans, hreyfmgum hans og fasi. Henning Famer hefur formið vel á valdi sínu. Allar hreyfmgar hans og uppstillingar eru hnitmið- aðar og fumlausar og tjáning hans innan þess ramma, sem túlkunar- formið setur honum, er ljós og tal- andi, svo aö aldrei fer á milli mála, hvar hann er staddur í þeirri sögu, sem hann er að segja. Þeir, sem að því hafa staóið að fá Henning Famer til þess að veita Norðlendingum af list sinni, eiga þakkir skyldar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.