Dagur - 15.03.1995, Síða 7
Miðvikudagur 15. mars 1995 - DAGUR - 7
Yflrlitskort af skíðagönguleiðinni frá sorphaugum Akureyrarbæjar að Lamba. Hjalti Jóhannesson staðfærði eftir
korti Landmælinga Isiands.
Á slóðum Ferðafélags Akureyrar:
Glerárdalur-Lambi
Suðvestur frá botni Eyjafjarðar
gengur mikill dalur, Glerárdalur,
upp í fjöllin. Glerárdalurinn er um
16 km á lengd, umkringdur háum
og hrikalegum fjöllum sem ná
jafnvel upp fyrir 1500 m hæð yfir
sjó. Landslag við dalinn er afar
fjölbreytilegt. Hér má finna skjól-
sæla hvamma við Glerá með ríku-
legum gróðri, en efst uppi eru
hrjóstrugir tindar með hvilftar-
jöklum. Vegna hæðar fjallanna
við dalbotninn og vegna þess að
Glerárdalurinn er opinn fyrir
norðaustanáttinni, þá er hér oft
mjög mikil úrkoma og geysilegt
fannkyngi á vetrum.
Glerárdalur liggur að heita má
allur í bæjarlandi Akureyrar. Má
bærinn teljast vel settur að hafa
slíka útivistarperlu sem Glerárdal-
ur er í landareign sinni. Hér má
stunda útivist nær því árið um
kring. A sumrin má velja um
styttri eða lengri gönguferðir, í
hvömmum meðfram Glerá eóa allt
upp á hæstu tinda norólenskra
fjalla eins og Kerlingu (1536 m y.
sjó). A vetuma er Glerárdalurinn
kjörinn til lengri og styttri skíða-
feróa og þá er dalurinn einnig vin-
sæll meðal snjósleðamanna.
Feröafélag Akureyrar (FFA)
hefur unnið mikið uppbyggingar-
starf á Glerárdal undanfarna ára-
tugi. Má þar fyrst nefna uppsetn-
ingu skálans Lamba í mars 1975.
Skálinn stendur á lágri hæð í svo-
nefndum Grenishólum, um 10 km
suðvestan við sorphauga Akureyr-
arbæjar á Glerárdal. Skálastæðið
er í rúmlega 700 m hæð y. sjó og
er þaðan fagurt útsýni inn yfír
botn Glerárdals til fjalla eins og
Glerárdalshnjúks (1328 m y. sjó)
og Stórastalls (1407 m y. sjó). í
Lamba eru kojupláss fyrir sex
manns og þrír til viðbótar geta gist
á gólfí og á fleka milli efri koj-
anna.
Auk byggingar Lamba hefur
FFA staðið fyrir merkingu göngu-
leiðar upp á Súlur og inn Glerár-
dal að austan inn að Lamba. Þá
hefur FFA byggt göngubrú á
Glerá skammt norðan Lamba og
einnig hefur félagið sett göngu-
brýr á Fremri-Lambá að austan og
á Fremri-Lambá að vestan á Gler-
árdal.
Undanfarin ár hefur FFA jafn-
an efnt til skíðagöngu- og snjó-
bílsferðar seinni hluta vetrar inn
Glerárdal að Lamba. Er þá skíða-
fólkið dregið upp brekkumar á
snjóbíl og síðan renna menn sér
niður í móti á heimleiðinni. Við
hefjum ferðina hjá sorphaugum
Akureyrarbæjar og stefnum upp
brekkurnar ofan hauganna áleióis
upp á Súlumýrar. Hér er oft farið
um hlaðið á skátaskálanum Fálka-
felli og þaðan suður og upp svo-
nefnda Klauf, upp á nyrsta hluta
Súlumýra. Við höldum suðvestur
yfir Súlumýrar og förum yfir drög
Heimari- og Fremri-Hlífár uppi á
mýrunum. Eftir það hækkum við
okkur skarpt, á leiðinni upp á
Bungurnar, vestan undir Súlum.
Hér á leiðinni upp brekkurnar för-
um við skammt vestan við Staka-
klett eða Skussa og útsýnið fríkkar
óðum, einkum noröur yfir Akur-
eyri og Eyjafjörð. Norðvestan við
Ytrisúlu förum við yfir Djúpagil,
gamla jaðarrás frá lokum síðustu
ísaldar.
Á Bungunum vestan undir
Ytrisúlu erum við komin í 700-
800 m hæð y. sjó. Smám saman
opnast mikið útsýni inn Glerárdal
og blasa nú við tindar eins og
Kerling, Lambárdalsöxl og Gler-
árdalshnjúkur austan Glerárdals
en vestan dalsins gnæfa Trölla-
hyrna, Tröllafjall, Kista og Strýta.
Við höldum áfram inn í Súluhóla
sem eru berghlaup ofan úr Syðri-
súlu. Þar fyrir innan er komió á
flata sem nær alveg inn undir
sporð Lambárdalsjökuls austan
við norðurenda Lambárdalsaxlar.
Undan jökulsporóinum kemur
Fremri-Lambá sem getur orðið
mikið forað á sumrin. Nú er hún
hins vegar undir þykku snjófargi
og við förum yfir gil árinnar rétt
neðan við jökulsporðinn. Leiðin
liggur nú vestur fyrir norðurenda
Lambárdalsaxlar og síðan suður
vestan undir öxlinni. Hér efst í
Lambárdalsöxl má finna stein-
gervinga sem sýna að fyrir einuni
fimm til sjö milljónum ára uxu hér
barrskógar. Vestan undir Lambár-
dalsöxl er ntikið berghlaup, Gren-
ishólar, og sést greinilega hrun-
stálið uppi í öxlinni. Við förurn
suður Grenishólana en syðst í
þcim sveigjum við til vesturs nið-
ur í dalinn og komurn þá beint
niður að Lamba. Eftir að hafa
matast og hvílt okkur um stund í
Lamba, höldum við síðan sömu
leið til baka.
Ferðafélag Akureyrar efnir til
snjóbíls- og skíðagönguferðar inn
Glerárdal að Lamba laugardaginn
18. mars nk. Farið verður frá sorp-
haugum Akureyrar kl. 09 aó
rnorgni. Ferðin inn að Lamba tek-
ur um 2-3 klst., ferðin í heild um 6
klst. Leiðin inn að Lamba er 12-
13 km, létt skíðaferð.
Ingvar Teitsson,
form. gönguleiðanefndar FFA.
Heimildir:
1) Haukur Jóhannesson: Yfirlit um jaró-
fræði Tröllaskaga (Miðskaga). Árbók
Ferðafélags íslands 1991, bls. 39-56.
2) Helgi Hallgrímsson: Jarósaga Glerár-
dals, síóari hluti. Ferðir, blað FFA, apríl
1980, bls. 3-24.
3) Jón Dalmann Ármannsson: Lambi,
sæluhús F.F.A. á Glerárdal. Ferðir, blað
FFA.maí 1976, bls. 36-39.
4) Magnús Kristinsson: Fjallabálkurinn
umhverfis Glerárdal. Árbók Ferðafélags
íslands 1991, bls. 67-134.
[ SÓl Og snjó við Larnba í apríl 1993. Ljósmynd: Ingvar Teitsson.
Aðalfundur
Hlutabréfasjóös
Norðurlands hf.
Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Norður-
lands hf. fyrir rekstrarárið 1994, verður
haldinn á Hótel KEA, miðvikudaginn
22. mars nk. kl. 16.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 12. grein
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins
til samræmis við ákvæði hlutafélagalaga nr.
2/1995/
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félags-
ins munu liggja frammi á skrifstofu Kaupþings
Norðurlands hf., hluthöfum til sýnis, viku fyrir að-
alfund.
Stjórn Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf.
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í 4. flokki 1992
Innlausnardagur 15. mars 1995.
4. flokkur 1992:
Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
5.987.308 kr.
1.197.462 kr.
119.746 kr.
11.975 kr.
Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti
né verðbætur frá innlausnardegi.
ÚX2 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI Í9 69 00