Dagur - 15.03.1995, Síða 9

Dagur - 15.03.1995, Síða 9
Miðvikudagur 15. mars 1995 - DAGUR - 9 Skólamál Það er augljóst mál að það eru ekki neinir samningar á leiðinni milli ríkis og kennara. Hvers eiga bömin okkar eiginlega að gjalda? Er hægt að troða endalaust á rétti bama okkar til náms bara af því að stóra fólkið þrjóskast við? Hvaða skilaboð eru þetta til unga fólksins? Ef þú vilt fá þitt fram, þá skaltu keyra áfram hvaó sem þaö kostar þó að þaó bitni á einhverjum! Það eru margs konar sjónar- mið sem koma fram núna þegar kennaraverkfallið er búið aö standa þetta lengi. Fæstir hefðu trúað að verkfallið drægist svo á Ianginn. Og þegar þetta er skrif- að þá er ekki annað að sjá en að það standi enn um sinn. Ef ekki verður samið fyrir kosningar dregst það fram yfir ríkistjómar- myndun og þá er komið sumar. Og hvað þýðir þaó? Já foreldrar nú skuluð þið taka eftir! Ef ekki verður samió fyrr en í sumar þá hefst skólastarf ekki fyrr en í október-nóvember, ef marka má orð Eiríks Jónssons- ar, formanns KI, í DV um helg- ina. Foreldrar, er ekki kominn tími til aó fara að standa upp og berjast fyrir rétti bama okkar? Það erum við sem eigum að gæta hagsmuna þeirra og við ættum að vera farin að skilja að það gerir það enginn annar fyrir okkur. Þetta gengur ekki lengur. Við krefjumst þess að tekið verði á skólamálum og það núna strax. Það virðingarleysi sem nemend- um hefur verið sýnt í gegnum ár- in er alveg óþolandi. Við skulum krefjast þess að geróir verði samningar við kennara í þá átt að hagsmunir nemenda séu hafðir að leiðarljósi. Það er ekki nóg að samningsaðilar verói ánægðir þegar samningar nást ef aö börn- in lenda á milli laga eina ferðina enn. Samningamir verða að færa okkur betri skóla fyrir bömin eins og til dæmis einsetinn skóla, samfelldan skóladag og betra innra starf. Kennarastarfið er öðru vísi en önnur störf. Það þarf að meta það aó verðleikum og skapa skólunum aðstæður til þess að sinna hlutverki sínu. Ef kennslu er illa sinnt þá kemur það niður á nemendunum um aldur og ævi. Og það að svona verkföll skuli vera leyfð er hrein og bein móðgun við íslensku æskuna. Hvernig er viðhorf til mennt- unar í öðrum löndum? Við köllum okkur menningar- þjóð. Þvílík hræsni. Við lifum bara á fomri frægó Islendinga- sagnanna. Menntun er einskis metin á Islandi í dag. Stjórnvöld skera niður ef eitthvað bjátar á. Okkur er lofað öllu fögru í lög- um og reglugerðum og svo eru sett önnur lög eða reglugerðir sem fresta þessum metnaðarfullu áformum. Framlög okkar til menntamála eru svipuð og í Grikklandi! A Norðurlöndum eru skólar fyrstu mannvirkin sem býggð eru í nýjum hverfum. Þeg- ar skólinn er tilbúinn þá er farið að byggja íbúðarhúsnæðið. Hvemig er þetta hér? Hér eru teiknuó falleg íbúðarhúsahverfi með fínum skóla í miðjunni. En hvenær er skólinn byggður? Síð- astur, ef þá nokkum tímann! Hvers vegna skyldum við þessi ríka þjóð ekki hafa efni á að gera vel við bömin okkar? Og hvers vegna ættu íslensk böm að vera einu bömin í vestrænum heimi sem þurfa að stunda vaktavinnu? Þaó er ekki spurt að því hvað hlutimir kosta þegar verið er að leggja ljósleiðarakerfí, skipta um símakerfi eða grafa jarðgöng og fleira í þeim dúr. Við skulum ekki láta telja okkur endalaust trú um það að við höfum ekki efni á að búa bömin okkar undir fram- tíðina, það kemur að skuldadög- um og hvemig eiga þau að skapa sér tekjur til að standa undir skuldunum sem þau erfa frá okk- ur ef þau hafa ekki góða mennt- un? Já, kæru foreldrar, þetta eru börnin okkar sem notuð eru sem fjöregg í þessum boltaleik. Við skulum segja stopp. Við viljum samninga, og þaó áður en meiri skaói hlýst af. En við viljum enga samninga bara samning- anna vegna. Við viljum betri skóla, betri kennslu og örugga framtíð fyrir bömin okkar. Skóladagheimili - skólavistun Eins og fram hefur komið eru í gangi umræður í skólanefnd um það hvemig best sé staðið að vistun fyrir yngstu nemendur grunnskólanna á Akureyri, í sam- hengi við einsetningu skólanna. Vinnuhópur um þau mál hefur skilað skýrslu sinni og niðurstaða þeirrar skýrslu er að best sé að ráða uppeldismenntaðan starfs- mann í skólana, sem sjái um skipulag og rekstur þessarar vist- unar. Sá starfsmaður yrði jafn- framt með yfirumsjón yfir hús- verði og blönduðu starfsfólki. Til þess er tekið að starf þessa starfs- manns yrði í nánu samstarfi við skipuleggjendur námskeiða hjá Iþrótta- og tómstundaráði. Það vakna ýmsar spurningar við lestur þessarar skýrslu Er viturlegt að koma á sjálfstæóu kerfí innan veggja skólans? Er verið að kosta of miklu til og gera framkvæmdina of flókna? Hvað kemur þetta til með að kosta fyrir okkur foreldrana? Verður ekki ör- ugglega sveigjan- legur gæslutími? Er nauðsynlegt að vera með skipulögð námskeið fyrir böm í 1 .-4. bekk? Þurfa þau ekki frekar aðstöðu til að leika sér frjáls við vini sína en undir eftir- liti ábyrgðafulls starfsmanns? Getur verið að það sé verið að njörva bömin okkar niður í enn eitt skipulagið og fyrirgera mögu- leikum þeirra til að stunda frjáls- an leik? Þetta er mjög vandasamt mál og varast verður að flana að neinu. Þó svo að breyttir tímar kalli á betra kerfi varðandi gæslu bama. þá megum við ekki gleyma því að böm verða alltaf böm og þau verða að fá að vera það áfram. Við megum ekki stilla þeim inn í eitthvað kerfi og segja; svona eigið þið að vera. Okkar skylda er að sjá til þess að þau geti verið áfram böm, frjáls og ör- ugg í leik sínum undir hand- leiðslu ábyrgðarfulls fólks. Og með því frelsi getum viö þroskað sjálfstæði þeirra og fmmleika. Breyttur opnunartími skrifstofu! Skrifstofa Heimilis og skóla verður ekki opin á neinum föst- um tímum um sinn. Símaþjón- usta verður hins vegar í gangi allan sólarhringinn og símsvari þegar starfsmaður er ekki við. Síminn er sem fyrr 96-12522. Starfsmaður er Hildigunnur 01- afsdóttir. LANDSSAMTÖKIN HEIMILI OG SKÓLI Kosningafundur Stöðvar 2 send- ur út firá Akureyri annað kvöld Steingrímur. Jóna Valgcrður. að kvöld en Stefán Jón hvetur fólk að mæta eigi siðar en kl. 21. Áður en útsendingin hefst mun Jóhann- es Kristjánsson, eftirherma, koma fram og rífa upp stemmninguna. „Við ætlum að reyna að hafa fleiri fyrirspumir úr sal en á fundinum á Selfossi og þess vegna vil ég endi- lega hvetja fólk til að fjölmenna og gera fundinn líflegan," sagði Stefán Jón Hafstein, sem stýrir kosningafundinum ásamt Elínu Hirst, fréttastjóra Stöðvar 2. óþh „Við hvetjum fólk til þess að fjöl- menna í 1929. Við leggjum á það áherslu að kjósendur af þessu svæði nýti tækifærið og spyrji stjómmálamennina spjörunum úr,“ sagði Stefán Jón Hafstein, annar tveggja stjómenda kosn- ingafundar Stöðvar 2, sem verður sendur út beint frá skemmtistaðn- um 1929 á Akureyri annað kvöld, fimmtudagskvöld. Þetta er kosningafundur númer tvö sem Stöð 2 sendir út í beinni útsendingu. Fyrsti fundurinn var sendur út frá Selfossi í síðustu viku. Á fundinum annað kvöld verður umræðuefnið „Atvinnu- og byggðamál" og veróa þátttakendur Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu- bandalagi, Halldór Blöndal, Sjálf- stæðisflokki, Svanfríður Jónas- dóttir, Þjóðvaka, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Framsóknarflokki, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sighvatur. Jóhannes Geir. Halldór. Svanfríður. Kvennalista, og Sighvatur Björg- vinsson, Alþýðuflokki. Útsending hefst kl. 21.40 ann- ísbúð til sölu Uppl. í síma 26858 eða 12794. Frá menntamálaráðuneytinu Staða skólameistara Laus er til umsóknar staða skólameistara við nýjan framhaldsskóla í Borgarholtshverfi í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 1995. Menntamálaráðuneytið 13. mars 1995. Frá menntamálaráðuneytinu Staða rektors Laus er til umsóknar staða rektors við Menntaskólann í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 1995. Menntamálaráðuneytið 13. mars 1995. Munið að gefa smáfuglunum ‘... nú tökum við bítlaskóna fram, því bítlahljómsveitin verður á bítlaballi laugardagskvöld Þeir sem mæta á bítlaskóm (þessum með teygjunni á hliðinni) fá frítt inn Miðaverð á dansleik kr. 700

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.