Dagur


Dagur - 15.03.1995, Qupperneq 14

Dagur - 15.03.1995, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 15. mars 1995 MINNIN Cm Gestur Hjörleifsson LJj Fæddur 21. nóvember 1908 - Dáinn 17. febrúar 1995 Gestur Hjörleifsson var fæddur 21. nóvember 1908 að Knapps- stöðum í Fljótum en flutti ung- ur að árum að Gullbringu í Svarfaðardal en lengst af bjó hann á Dalvík. Hann lést 17. febrúar sl. að Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Foreldrar hans voru Rósa Jóhannsdóttir frá Þverá í Skíðadal og Hjör- leifur Jóhannsson frá Ingvör- um í Svarfaðardal. Gestur var einn fjórtán systkina, níu þeirra komust upp og af þeim eru tvö á lífi; Snjólaug sem býr á Akureyri og Baldvina er býr á Dalvík. Á aðfangadag árið 1933 gekk Gestur að eiga Guð- rúnu Kristinsdóttir frá Ingvör- um í Svarfaðardal, fædda 13. desember 1913 og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust sex börn; Kristinn Elfar, maki Ás- dís Gísladóttir; Lórelei, maki Stefán Steinsson; Þóra, maki Hans W. Haraldsson; Áfhildur, maki Gunnar B. Arason; Sigur- björg, maki Geir A. Guðsteins- son og Kári Bjarkar, maki Sól- veig Brynja Grétarsdóttir. Barnabörnin eru 20 og barnabarnabörnin 27. Um og fyrir tvítugsaldur var hann við tónlistarnám hjá Tryggva Kristinssyni á Siglufirði og síð- ar þrjá mánuði hjá Páli Isólfs- syni í Reykjavík. Gestur var organisti í kirkjum Svarfaðar- dals og á Dalvík í 60 ár, eða frá árinu 1926 til 1986. Stjórnaði Karlakór Dalvíkur í rúma tvo áratugi auk kirkjukóra, bland- aðra kóra, barnakóra og kvart- etta og var fyrsti skólastjóri, og eini kennari, Tónlistarskóla Dalvíkur er hann var stofnaður 1964, og starfaði þar allt til hann lét af störfum vegna ald- urs. Allt fram að stofnun Tón- listarskóla Dalvíkur vann Gest- ur við ýmiss önnur störf sam- hliða tónlistinni; m.a. fyrsti mjólkurbílstjóri Svarfdælinga og síðar starfsmaður Raf- magnsveitna ríkisins. Utför Gests fór fram frá Dal- víkurkirkju 25. febrúar sl. Margs er að minnast nú þegar afi minn, Gestur Hjörleifsson, er lát- inn. Ég minnist feróanna sem við fórum saman til veiða í Svarfaðar- dalsá. Hann var mikið náttúrubam og hafði ánægju af útiveru og veiðiskap og þar kenndi hann mér að fara með stöng og að bera sig við veióiskap og var fróðlegt að sjá af hvað mikilli virðingu og þekkingu hann gekk um veiði- staði. I huga mínum eru þetta merkilegir atburóir sem gaman er að minnast. Blessuð sé minning hans. Mig dreymir við hrunið heiðarsel; heyri ég söng gegnum opnar dyr, laufþyt á auðum lágum mel? Lífmanns steymir fram, líminn er kyrr. Allt sem var lifað og allt sem hvarf er, það sem verður dvelur fjœr ónuminn heimur, hulið starf; hús þessa dags stóð reist í gœr. Viðgöngum í dimmu við litföl log í Ijósi sem geymir um eilífð hvað sem er, og bíður. Fuglinn semflaug framhjá er enn á sama stað. Sn. Hj. Gísli Kristinsson. Genginn er tengdafaðir minn, Gestur Hjörleifsson á Dalvík, á 87. aldursári. Kynni okkar hófust ekki fyrr en hann var kominn á áttræðisaldur en fáum mönnum hef ég kynnst á lífsleiðinni sem hafa verið trúrri því sem þeim var falið eða hreinskiptari við annað fólk. Hann hafði að geyma stór- kostlegan karakter og átti það til að vefja hlutina kaldhæðnislegum glettnishjúp en hafði takmarkaða þolinmæði fyrir óþarfa mas um einföld mál. Tónlistargáfuna fékk hann í vöggugjöf og þegar fram liðu stundir átti hann eftir að setja óafmáanlega mark sitt á allt tón- listar- og sönglíf í Svarfaðardal og Dalvík, bæði sem organisti og ekki síður kórstjómandi og tón- listarkennari. Er mér til efs að aðr- ir organistar, íslenskir, hafi átt lengri starfsaldur. Á engan hygg ég að sé hallað þó fullyrt sé að Gestur hafi verió máttarstólpi alls tónlistarlífs í heimabyggð sinni í meir en hálfa öld. Sá ómetanlegi þáttur var staöfestur á áttræðisaf- mæli hans er Bæjarstjóm Dalvíkur þakkaði honum framlagið til tón- listarmála á Dalvík með táknræn- um hætti. Enginn tónlistar- eða söngviðburóur átti sér stað nema Gestur kæmi þar nærri, raunar var það talið sjálfsagt og eðlilegt, og má þar nefna bamaböll, hjónaböll, skrautsýningar og skólaböll og á tímum þöglu myndanna spilaði hann undir þegar þær voru sýndar og mun honum hafa þótt það bæði skemmtilegt og jafnframt krefj- andi verkefni. Þótt orgelið yröi fyrst og fremst það hljófæri sem Gestur spilaði á stóó hugur hans í fyrstu fremur til fiðluleiks og hann hefur sagt að fiðlan hafi alltaf verið númer eitt, nánast heilagt mál. Hann var ekki hár í loftinu þegar Hjörleifur, faóir hans, kenndi honum að nota fiðlu- bogann, og 9 ára gamall spilaði hann fyrst á dansleikjum og ann- ars staðar þar sem tónlistar var þörf, framan af í Ólafsfirði, og þá iðulega með Hjörleifi bróður sín- um. Þótt þaó hljómi undarlega stóð hugur Gests ekki til þess á unga aldri aö leggja tónlistina fyr- ir sig, heldur til sjómennsku, og var hann um tíma á sjó á bátum Páls frá Hrafnsstöðum. Árið 1926 er organistalaust í Svarfaðardal og vandræðaástand við messur og fyrir þrýsting frá sr. Stefáni Krist- inssyni á Völlum fór Gestur til orgelnáms til Siglufjarðar hjá Tryggva Kristinssyni og síðar hjá dr. Páli ísólfssyni. Haft var eftir Páli Isólfssyni að Gestur væri einn örfárra manna sem hann hefði kynnst sem hefði algjöra tón- heyrn. Árió 1977 gaf Karlakór Dal- víkur, undir stjóm Gests, út hljómplötu sem fékk nafnið Svarf- aðardalur. Sá söngur mun ætíð veróa fagurt vitni um góðan tón- listarsmekk og hæfileika hans á þessu sviði. Gestur var mikið náttúrubarn, fylgdist iðulega grannt með nátt- úrunni og ekki síður var hann mikill veiðimaður. Ofá skipti hef- ur hann staðið viö Svarfaðardalsá eða austur við Laxá, eða gengið til rjúpna, og þá helst í landi Tjamar eða Jarðbrúar í Svarfaðardal. Næmleika hans og virðingu við veiðidýrin er viðbrugðið og mættu margir „afkastaveiðimenn" taka það sér til fyrirmyndar. Ekki ræddum við tengdafaðir minn mikið um veiðiskap, því hann sá fljótlega að á því var lítið að græða, og hrein tímasóun að ræða við mig t.d. um rjúpnaveiði, því þekking mín á því sviði væri ekki margra orða virði. Hann fór ekki í neinn launkofa með hreinskilni sína í þeim efnum frekar en um afstöðu sína til annarra mála sem hann tjáði sig um. Á seinni árum hafói hann gaman af því að fylgjast með knattspymu, og mátti oft sjá gamla Willysjeppann vió malarvöllinn við bamaskólann stund og stund þegar þar fór fram leikur eða æfing. Gestur átti lengi kartöflugarð ofan við byggðina á Dalvík og hef ég ekki kynnst meiri natni við kartöflurækt á lífsleiöinni. Snemma vors var farið að koma útsæðinu út í skúr til spíringar og fékk hver einasta kartafla sína meðhöndlun. Þegar kom að niður- setningu voru þær fluttar meö nærgætni á gamla Willysjeppan- um og komið fyrir í moldinni af þeirri nákvæmni sem ég held að hafi einkennt allt hans lífshlaup, hvort heldur sem var á sviði tón- listarinnar, í veiðiskap eða við veraldlega hluti eins og að setja niður kartöflur. Ég hygg aó hafi hann átt þess kost að verða vitni að mínum aðferðum við kartöflu- rækt hafi honum þótt þaö mikil vanvirða við kartöflumar og ekki síður jörðina, enda vom kartöfl- urnar í Björk, þar sem Gestur og Guðrún áttu sitt heimili alla tíð, þær bestu í heimi meðan uppsker- unnar úr garðinum við Brimnes- ána naut við. Barnabömin og bamabarna- börnin hafa alla tíð verið auðfúsu- gestir á heimili afa síns og ömmu í Björk. Sérkennileg kímni Gests kom m.a. fram í glettnislegum skringileika og hlýju sem fólst í því að kalla bömin strax við fæð- ingu einkennilegum nöfnum og þaó oftar en ekki áður en foreldr- amir höfðu gefið baminu nafn. Dótturdóttir hans og dóttir mín hlaut t.d. nafnið Djolla og það notaði hann iðulega í stað hennar skímamafns. Gamalt nótnahefti sem hann færði henni m.a. aó gjöf, áritað þessu nafni, er því til staðfestingar. Lokið er langri ævi og gifturík- um starfsaldri. Drottinn hefur tek- ið Gest í sinn náðarfaðm og það er mín trú að þar hefur hann átt ánægjulega endurfundi við móður sína sem var honum svo hugstæó síðustu æviárin. Blessuð sé minning Gests Hjörleifssonar. Geir. HYRNAW BYGGINGARVERKTAKI / TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • Akureyri ■ Sfmi 96-12603 • Fax 96-12604 Smíðum fataskápa, baðinnréttingar, eldhúsinnréttingar og innihurðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu Greiðsluskilmálar við allra hæfi Höfundur Ijóðsins, sem dómnefnd metur best,fær að launum tvö meistaraverk íslenskrar bókmenntasögu; Ritsafn Þorsteins Erlingssonar og Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Höfundur Ijóðsins, sem dómnefnd metur næstbest, hlýtur að launum Kvæði og laust mál eftir Jónas Hallgrímsson. Þau Ijóð, sem hljóta verðlaun eða viðurkenningu, verða birt í Degi og eftil vill einnig í riti á vegum MENOR. Aðstandendur keppninnar áskilja sér rétt til að birta önnur Ijóð sem send verða. Ritvcrk Þorsteins Erlingssomr erglæsilegt safn í þrem bindum og veglegri öskju, alls um 950 blaðsíðurnð stærð. I. bindið ber lieitið Ljóðmæli I, II. bindið Ljóðmæli II og III bindið Sögur og ritgerðir. Þessi útgiífa Máls og menningar er cnduriitgáfn verksins, en ísafoldarprentsmiðja gnfþað út árið 1958 og þá sá Tómas Giiðmundsson um útgáfunn. Engin mörk eru sett um lengd Ijóðanna og pau mega vera hvort sem er hefðbundin eða óbundin. Ljóðin skal senda undir dulnefni en með skalfylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í lokuðu umslagi, auðkenndu dulnefninu. Skilafrestur Ijóða er til 10. apríl nk., sem er síðasti póstlagningardagur. Heimskringla Snorra Stiirlasonar er I þrem bindum og öskju. Um er að ræða ftjrra og síðara bindi og þriðja bókin er Lykilbók, alls tæplega 1400 blaðsíður að stærð. í ritstjórn eru Bergljót S. Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson, jón Torfason og Örnólfur Tliorsson. Útgefandi er Mál og menhing. > O u ' O •;o Utanáskriftin er: Ljóðasantkeppni Dags ogMENOR bltBoIla Gústavssonar, formantis dómnefndar Hólunt íHjaltadal 551 Sauðárkrókur ÍO Menningarsamtök Norðlendinga

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.