Dagur - 15.03.1995, Síða 16

Dagur - 15.03.1995, Síða 16
Liðlega 52% af heildarþorskkvótanum veiddur fyrstu sex mánuði fiskveiðiársins: Fýrstu tvo mánuði ársins var 6% afl- ans seldur erlendis Þorskaflinn er að liðnu hálfu fiskveiðiárinu orðinn 81,2 þúsund tonn og hafa því verið veidd 52% af heildarkvótanum, sem er 155 þúsund tonn. Á sama tíma árið 1994 var þorskaflinn Siglufjörður: Skíðasvæðið lokað vegna fannfergis Iþessum leik er staðan einfald- lega 1:0 fyrir náttúruna," segir Sverrir Júlíusson, umsjónarmað- ur skfðasvæðis Siglfirðinga. Vegna snjóþyngsla á skíðasvæð- inu eru innan við tveir metrar í háspennulínu sem liggur í gegn- um skíðasvæðið og meðan svo er verður svæðið lokað. Skíðasvæóinu var lokað upp úr miðjum febrúar af þessum ástæð- um og hefur ástandió ekki batnað síðan þó fönnin hafi sigið nokkuð. Snjótroðari Siglfíröinga hefur ver- iö notaður síðustu vikur til að jafna út ruðningum í bænum og troða skíðabrekku á túni í bænum fyrir yngstu kynslóðina. Ovíst er hvenær skíðasvæðió veróur opn- að, þó svo snjókomunni linni. JÓH orðinn 107,2 þúsund tonn eða 32% meiri. Ysuaflinn er 22,6 þúsund tonn, 22,4 þúsund tonn hafa veiðst af ufsa, 47,5 þúsund tonn af karfa sem er 59% heildarkarfakvótans, 2.498 tonn af steinbít, 6.855 tonn af grálúðu, 3.376 tonn af skarkola og 788 tonn af úthafskarfa. Afli annarra físktegunda en þorsks fyrstu sex mánuði fiskveiðiársins 1994/1995 er mjög svipaóur sam- anborið vió fyrstu sex mánuði fiskveiðiársins 1993/1994 að und- anskilinni ýsunni, en af henni hef- ur veiðst 3 þúsund tonnum meira, en heildarkvóti ýsu er 65 þúsund tonn og því eru enn óveidd 42 þúsund tonn, eóa 65% ýsukvót- ans. Af 30 þúsund tonna þorskafla fyrstu tvo mánuói þessa árs hefur 24 þúsund tonnum verió landað heima til vinnslu, 6.454 tonn hafa verið unnin um borð í frystiskip- um, 127 tonn farið í gáma til út- flutnings og siglt hefur verið með 137 tonn af þorski, alls hefur því verið siglt með 1.745 tonn. Af 66 þúsund tonna botnfiskafla fyrstu tvo mánuði ársins 1995 hefur 72% heildaraflans verið landað hér til vinnslu í fiskverkunarhúsum, vinnsluskipin (frystiskipin) hafa unnið 23%, 3% farið í gáma og siglt hefur verið með 3% heildar- aflans í ianúar og febrúarmánuði 1995. GG Frá opnun tilboða í orlofshúsin við Kjarnaskóg. Mynd: Robyn Nítján tilboð í byggingu orlofshúsanna við Kjarnaskóg: Sauðkrækingar lægstir Igær voru opnuð tilboð í bygg- ingu fyrstu orlofshúsanna við Kjarnaskóg, sem Úrbótamenn hf. á Akureyri beita sér fyrir. Boðin var út smíði 10-12 húsa sem hvert um sig eru 55 fermetrar auk sólpalls. Alls bárust nítján tilboð frá átján aðilum og þar er lægst sameiginlegt tilboð frá þremur aðilum á Sauðárkróki, Trésmiðjunni Borg/Friðriki Jóns- syni/Trésmiðjunni Eik sf., í alls 10 hús. Tilboðið er 83.83% af kostnaðaráætlun ráðgjafa, sem var 5,2 milljónir kr. á hús. Misjafnt er hversu mörg hús hver aðili er tilbúinn að byggja en tilboðin sem bárust voru eftirfar- andi: 1. Trésmiðjan Borg/Friðrik Jóns- son/Trésmiðjan Eik sf., 4.359.230 kr., lOhús, 83.83% 2. Stefán Jónsson, 4.397.852 kr., 3 hús, 84,57% 3. SG Einingahús, 4.476.351 kr„ 6-12 hús 86,08% 4. Trésm. Hilmars, 4.848.586 kr., 3 hús, 93,24% 5. Katla hf., 4.964.015 kr., 2 hús, 95,46% 6. Tréverk hf„ 5.032. 441 kr„ 2 hús, 96,78% 7. Trénaust, 5.060.417 kr„ 3 hús, 97,32% 8. Hyma hf„ 5.100.976 kr„ 5 hús, 98,10% 9. Ossi hf. (fráv.tilb.), 5.115.847 kr„ 2 hús, 98,38% Breytingar á rekstri Flugleiða hf. á Húsavík 1. apríl nk.: Segja upp verktaka og taka af- greiðsluna í eigin hendur a 1. aprfl nk. á er svo lítill að mikið af virðis- muni þjónusta við farþega Flug- leiða á Sauðárl iiBleiða hf. á aukaskattinum fer ..forgörðum“. leiða ankast talsvert irhnoaOar fle Breytingar verða 1. aprfl nk. á afgreiðslu Flugleiða hf. á Húsavíkurflugvelli en þar hefur annast afgreiðsluna umboðs- maður Flugleiða hf. og hefur hann einnig selt farseðla og ann- ast afgreiðslu flugvéla Flugleiða hf. sem verktaki. í staó umboðsmanns hafa Flug- leiðir hf. ráðið starfsmenn á Húsa- vík og er aðalástæða þess sú aó ódýrara er fyrir félagið að vera með starfsmenn heldur en gera samning við verktaka og borga af því virðisaukaskatt. Innskatturinn VEÐRIÐ I dag ætti að bæta í snjóinn á Norðurlandi, ef marka má spá Veðurstofu íslands. Þó er ekki spáð verulegri úr- komu en veðurfræóingar reikna með að á öllu Norö- urlandi verði norðaustanátt í dag og él mestan hluta dagsins. Miðað við þetta gæti veður orðið heldur í mildara lagi miðað við und- anfarnar vikur. er svo lítill að mikið af virðis- aukaskattinum fer „forgörðum“. Með þessu næst fram verulegur spamaður í rekstri. Ráðnir hafa verið tveir fastir starfsmenn á Húsavík með aðsetur á flugvellin- um, annars vegar maður sem var áður starfsmaður verktakans og hins vegar nýr aðili, Hrafnhildur Sigurðardóttir, sem áður hefur starfað hjá Flugleiðum og verður hún afgreióslustjóri Fluglciða á Húsavík. Hins vegar standa nú yf- ir viðræður við aóila um frakt- þjónustu, þ.e. afgreiðslu á frakt, en viðkomandi mundi jafnframt starfa við lestun og losun flugvéla í samstarfi við starfsmenn Flug- leiða á Húsavíkurflugvelli en fraktin yrði afgreidd á Húsavík. Umboðsmaður Flugleiða, Björn Hólmgeirsson, hefur jafnframt rekið feróaskrifstofu á Húsavík, Ferðaskrifstofu Húsavíkur, og hefur hann annast alla fraktþjón- ustuna, en því lýkur um næstu mánaðamót. Eftir sem áður mun Ferðaskrifstofa Húsavíkur annast bókanir í flug og sjá um útgáfu farmiða verói eftir því leitaó. Bergþór Erlingsson, umdæmis- stjóri Flugleiða á Norðurlandi, segir að með þessari breytingu muni þjónusta við farþega Flug- leiða aukast talsvert. Sams konar breytingar áttu sér staö 1. mars sl. á Sauðárkróksflug- velli (Alexandersflugvelli), en þar tóku við afgreiðslu Flugleiða hjónin Kristján Blöndal og Hafdís Sveinsdóttir en þau voru áður starfsmenn umboðsmanns Flug- leiða á Sauðárkróki. Ekki eru fyr- irhugaðar fleiri breytingar á rekstri Flugleiða á Norðurlandi að sinni, en Bergþór Erlingsson, um- dæmisstjóri, segir umboðsmanna- kerfi Flugleiða vera í sífelldri at- hugun, til hagsbóta og þjónustu- auka fyrir viðskiptavini félagsins. GG IS byggir í Reykjavík - sambærilegt hús hefði þurft á Akureyri Engin ákvörðun liggur fyrir af hálfu stjórnar íslenskra sjáv- arafurða hf. hvort starfsemi fyr- irtækisins verður efld úti á landi. Ákveðið hefur verið að byggja hús undir höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík, en eins og flestum er eflaust í fersku minni kom til greina að höfuðstöðvarnar yrðu á Akur- eyri. Hermann Hansson, stjómarfor- maður IS, segir að vinnuhópur hafi verió settur í að skoða með frekari starfsemi út á landi. Sá vinnuhópur hefur þegar tekið til starfa og hafa engin tímamörk verió sett varðandi það hvenær hann skilar áliti. Húsið sem höfuðstöðvar ÍS verða í er 1950 fermetrar að gólf- fleti á tveimur hæðum. Þar af nýtir IS um 1450 fermetra en afgangn- um verður ráðstafað til annarra. Til viðmiðunar má geta þess að Iþrótaskemman á Oddeyri á Akur- eyri er um 1000 fermetrar. Her- mann segir ljóst að sambærilegt hús hefði þurft undir höfuðstöðvar IS á Akureyri. „Því miður varð ekki af því en vissulega hefði ver- ið gaman að vera núna að búa sig undir að koma í snjóinn til ykkar,“ sagói Hermann. HA 10. Trésm. Ösp, 5.228.083 kr„ 4 hús, 100.54% 11. Trésm. Akur hf„ 5.261.383 kr„ 3 hús, 101,18% 12. SS Byggir hf„ 5.269.931, kr. 6-12 hús, 101,34% 13. Fjölnir, 5.277.295 kr„ 4 hús, 101,49% 14. SJS verktakar, 5.445.504 kr. lOhús, 104.72% 15. Trésm. Rein, 5.459.116 kr„ 5 hús, 104.98% 16. Trésm. Sigurðar/Fagverk, 5.491.482 kr„ 4 hús, 105,61% 17. Trésm. Fljótsdalshéraðs, 5.555.727 kr„ 6 hús, 106.84% 18. Ossi hf„ 6.149.425 kr„ 1 hús, 118,26% 19. Timburtak, 7.207.935 kr„ 5 hús, 138,58% Sveinn Heiðar Jónsson, einn Úrbótamanna, sagðist afar ánægó- ur með hversu margir hefðu boðið í verkið. Nú liggur næst fyrir að fara yfir tilboðin og síðan tala við þá aðila sem til greina koma. Má búast vió að strax í næstu viku liggi sú ákvöröun fyrir. Að sögn Sveins liggur þegar fyrir staðfest- ing frá félagasamtökum sem kaupa vilja hús í Kjamaskógi og viðbrögð væru afar góð um allt land. Þá sagði hann marga bæjar- búa hafa haft samband við þá fé- laga til að lýsa yfir ánægju með framtakió. Um næstu mánaóamót má búast við að gatnagerð, lagnir og smíði grunna undir húsin verði boðin út. f Innaníiúss-1 málning i “ i i i i i i i i 10 lítrar kr. 4.640.- KAUPLAND I Kaupangi • Sími23565 !

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.