Dagur - 08.04.1995, Side 2

Dagur - 08.04.1995, Side 2
1 ■■■■■■■■■■■■■■l ■ ■ ■ ■ ■ ■rrk DAGUR - Laugardagur 8. apríl 1995 Þróunarsetriö Laugalandi Helgina 28.-30. apríl verður haldið nám- skeið í prjónatækni. Um er að ræða 16 kennslustunda námskeið þar sem farið er í ýmsar nýjungar og flókin atriði í prjóni. Kennari er Sunneva Hafsteinsdóttir. Skráning fer fram í síma Þróunarsetursins, 31316, milli kl. 10 og 14 alla virka daga. VEFSTOFA í Þróunarsetrinu höfum við nú opnað vefstofu. Þeir sem áhuga hafa geta komið og leigt sér vefstól og ofið að vild gegn mjög sanngjömu gjaldi. Vefstofan er opin alla virka daga milli kl. 10 og 14, en hægt er að komast að samkomulagi um aóra tíma ef þörf krefur. Nemendur af vefnaðarnámskeiðum Þróunarsetursins eru eindregió hvattir til þess að nýta sér vefstofuna. FRETTIR AKUREYRARBÆR Leikskólakennarar Leikskóladeild Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða leikskólastjóra við nýjan leikskóla, Kiðagil, frá 1. júlí 1995. Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við leik- skólann Kiðagil í Giljahverfi frá 1. júlí nk. Fyrirhugað er að leikskólinn taki til starfa þann 1. september. Próf frá Fósturskóla íslands eða sambærilegum skóla er áskilið. Nánari upplýsingar um starfió geíur deildarstjóri leikskóladeildar eóa leikskólaráðgjafar í síma 96- 24600. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar eða Launanefndar sveitarfélaga og Fé- lags íslenskra leikskólakennara. Nánari upplýsingar um kaup og kjör gefur starfs- mannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknareyðublöó fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar að Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 21. apríl 1995. Leikskóladeild Akureyrarbæjar. Júpíter ÞH-61 með 23 þúsund tonna loðnuafla: Norðurlandshafnir hafa fengið 10% heildaraflans Loðnuaflnn er nú orðinn 709 þúsund tonn á sumar-, haust- og vetrarvertíð og eru eftirstöðvar kvóta því 129 þúsund tonn. Júp- íter ÞH-61 er aflahæstur norð- lenskra báta með 21.696 tonn skv. samantekt Fiskistofu í gær- dag en báturinn kom í nótt til Þórshafnar með 1.200 tonn af loðnu sem fara til bræðslu. Afli hans er að því viðbættu því orð- inn tæp 23 þúsund tonn. Júpíter ÞH er með mestan loðnukvóta allra skipa, eða liðlega 37 þús- und tonn. Á vetrarvertíðinni hafa því borist 19.300 tonn af loðnu til Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar hf. og alls 73.947 tonn til norðlenskra hafna, eða 10,4% heildaraflans. Aflahæstur allra báta er Helga II RE-373 frá Siglufirði með 26.333 tonn og á aðeins eftir 89 tonn af kvótanum. Síðan kemur Hólmaborg SU-11 með 26.275 tonn en Hólmaborg SU á eftir 4.635 tonn af sínum kvóta. Afla norðlenskra loðnubáta má sjá í eftirfarandi töflu, í aftari dálk Júpíter ÞH-61, Þórshöfn 21.696 37.480 Þórður Jónasson EA-350, Akureyri 13.286 14.747 Amþór EA-16, Árskógsströnd 4.740 5.800 Björg Jónsdóttir IIÞH-320, Húsavík 6.676 6.200 Björg Jónsdóttir ÞH-321, Húsavík 13.205 13.273 Guðmundur Ólafur ÓF-91, Ólafsfirði 15.820 16.488 Súlan EA-300 17.717 18.760 Siglfirðingur SI-150, Siglufirði 64 0 Hákon ÞH-250, Grenivík 15.762 19.546 Helga II RE-373, Siglufirói 26.333 26.422 Sunna SI-67, Siglufirói 0 272 -nrV' j , -4______ l[ ijAKureyrl] lsf Á kortinu má sjá hvar Ingþór Bjarnason var staddur á flmmtudagskvöld, við Hanskafell skammt vestan Kjalvegar, en þar varð hann að dvclja allan fímmtudaginn vegna veðurs. Skíöagöngugarpurinn Ingþór Bjarnason: Veðurtepptur allan fimmtudaginn Ingþór Bjarnason, skíðagöngu- garpur frá Akureyri, sem er á leið til Isafjarðar einn á ferð, var á fimmtudagskvöldið í tjaldi sfnu vestan við Hanskafell á Auðkúlu- heiði. Hafði hann ekkert getað ■ ■■■■■ iu i i ......■■■■■■■■■■ rr NÝ VIDE0LEIGA í Glerárhverfi (áður KEA Höfðahlíð 1) Opnum stórglæsilega videoleigu með öllu laugardag kl. 13. tilefni dagsins bjóðum við ALUR SP0LIIR A100 Kl. laugardag og sunnudag Sími 23586. ......................■■■■■■■»..... gengið um daginn vegna veðurs en dvaldi í góðu yfirlæti í tjaldinu. Hanskafell er skammt vestan Kjalvegar og voru þá um 89 km að baki af þeim 350 sem Ingþór þarf að ganga til Isafjarðar. Ingþóri mið- aði all vel allt fram á miðvikudags- kvöld, en á fimmtudaginn var mjög slæmt veður, 9 vindstig og snjó- koma. Vert er að minna á að með göngunni er Ingþór að safna áheit- um til styrktar ungum skíðagöngu- krökkum. Áheitalistar liggja frammi á bensínstöðvum á Akur- eyri og einnig er tekur DAGUR á móti áheitum í síma 24222. HA O HELGARVEÐRIÐ Um helgina er spáð Ijómandi Ijúfu og góðu veðri á Noróur- landi, suðlægri eða breytilegri átt og nokkurra stiga hita, sem sagt fínasta kosninga- veðri. Á mánudaginn er spáð suðaustan átt, þurru og björtu veðri og 3-8 stiga hita. Á þriðjudag veróur allhvös sunnan átt og áfram 3-8 stiga hiti, sem sagt vor í lofti. heildarkvóta að teknu tiliiti til kvótaflutnings milli skipa eða kaupa á kvóta. Allmargir bátanna eru hættir á loðnunni og eru ýmist að gera sig klára á rækjuveióar eða hyggjast reyna fyrir sér á síld- veiðum. M.a. liggja bæði Björg Jónsdóttir ÞH og Björg Jónsdóttir IIÞH í Húsavíkurhöfn. GG Blönduós: punktar ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá Vcrkalýðsfélagi A-Hún., þar sem greint er frá framhaldi á þeirri vinnu sem í gangi var sl. ár, þ.e. vegna hugmynda um húsnæði til fullvinnsiu sjávaraf- urða. Bæjarráð fagnar því að vinnsla þcssa máls skuli hafln á ný en um leið ítrekar bæjaráð samþykkt bæjarstjómar, frá I mars á síðasta ári, þar sem und- irbúningsnefndinni er heimilað aó bjóóa út byggingu 500 ferm. húsnæðis og auglýsa samtímis eftir kaupum á samsvarandi húsnæði. ■ Bæjarráöi hefur borist erindi frá íslenskum fjallagrösum hf., þar scm greint er frá ýmsu í þróunarstarfi félagsins, mark- aðssctningu og frekari áform- um um vöruþróun. Ákveðið hefur verið að auka hlutafé í fyrirtækinu unt 4 milljónir ló-óna og hefur núverandi hlut- höfum vcrið boóið að auka sinn hlut og farið fram á að þeir svari því boói fyrir 15. aprfl. Bæjarráö mælir meó því að Blönduósbær auki sinn hlut í hlutfallslegu samræmi við nú- vcrandi hlut bæjarins, sem nú er 8,4% og því er um að ræða að hlutur bæjarins verði aukinn uni ca. kr. 320.000.-. ■ Bæjarráði Iiefur borist erindi frá Norræna féiaginu á Blöndu- ósi, þar scm óskað cr eftir fundi með bæjarstjórn um starfscmi félagsins og framtíóarsamskipti þess við vinabæina á Norður- löndum. Bæjarráð samþykkti að kalla stjóm eóa formann fc- lagsins til fundar við bæjarráð uni ofangreint. ■ Bæjarráði hefur borist crindi frá formanni Umf. Hvatar, þar sem geró er grein fyrir starfi fé- lagsins í fjölþættum æskulýðs- málum. Greint er frá einstöicum atrióum í rckstri félagsins á undanfömum árum og baráttu stjómar fyrir tryggari rekstrar- grundvelli. Jafnframt er óskað eftir frekari stuöningi bæjarfé- lagsins til handa félaginu. Bæj- arráö samþykkti að fela bæjar- stjóra aó vinna að útfærslu til- lagna varóandi erindið oj» leggja fyrir bæjarráó. ■ Bæjarráð hefur falið bæjar- stjóra að gera drög að tillögum um samning við Hótcl Blöndm ós, um yfirtöku á rekstri Fé- lagsheimilisins og kostnaöar- áætlun á nauðsynlegum breyt- ingum. ■ Áforni Gollklúbbsins Óss um framkvæmdir á golfvelli voru kynnt bæjarráði nýlega. í því skyni mun klúbburinn sækja um styrk frá atvinnuleys- istryggingasjóði til að greiða laun fyrir fimm störf í 3 mán- uði, júní, júlí og ágúst nk. sum- ar. Bæjarráó samþykkir að mæla með erindi golfldúbbsins við sjóðinn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.