Dagur - 08.04.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 08.04.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. apríl 1995 - DAGUR - 9 Óperutónleikar á Akureyri 12. apríl nk. Harður heimur „Þctta er mjög harður heimur og fólk þarf að geta staðið undir hverju sem er, góðri gagnrýni ekki síður en slæmri,“ segir Diddú m.a. í viðtalinu. Mynd: SV „Þessa dagana snýst lífið um La Traviata í íslensku óperunni. Við höfum sýnt tvisvar í viku, dag eftir dag, og ég þarf að reyna að halda mér i formi fyrir sýningarnar. Því fylgir mikið álag að sýna svona dag eftir dag og það gerist hvergi nokkurs staðar í heiminum nema hér. Við búum við svo erfiðar aðstæður að sömu hljóðfæra- Ieikarar eru að spila í Óperunni og Sinfóníuhljómsveitinni og á fimmtudagskvöldum eru jafnan tónleikar hjá Sinfóníunni. Þess vegna er ekki tekið tillit til álagsins sem óneitanlega er á söngvur- unum. Á móti kemur að ég hef tæpa viku til þess að hvíla mig og safna kröftum og síðan dembi ég mér bara út í sýninguna. Það skrýtna er að seinni sýningin er yfirleitt alltaf betri. Þótt ég sé kannski andlega og líkamlega þreytt eftir fyrri sýninguna er eins og röddin verði ferskari seinna kvöldið; svona eins og maður þurfi fyrra kvöldið til að hita sig upp,“ sagði Sigrún Hjálmtýsdóttir, cða Diddú, þegar blaðamaður Dags hitti hana á dögunum en eins og Norðlendingar vita syngur hún með Kristjáni Jóhannssyni á tón- leikum í KA-heimilinu á Akureyri miðvikudaginn 12. apríl nk. JCristján og t)iddú íjyrsta sinni saman á tónleikum: Viðrmmum skemmta okkur vel Litlar vœrttingar Diddú segist aldrei hafa tekió sér- staka ákvöróun um þaö aó veröa söngkona. Eitt hafi leitt af öðru og fyrr en varói hafi hún verið komin á kaf í sönginn. Hún kom heim frá Italíu eftir eins árs nám í sígildum söng áriö 1988 og segist aðspuró ekki hafa gert sér miklar vænting- ar varóandi framhaldið. „Upphaflega fór ég til Lundúna í nám og lengi vel var ég stórt spurningarmerki því vafi lék á aö ég heföi burði til að syngja þenn- an sígilda söng. Það eru svo margir þættir sem spila inn í þetta og þaö er löngu orðið ljóst að ekki dugir aó hafa góða rödd. Viö horfum upp á fólk meó frábærar raddir sem vantar eitthvað til þess aö ná þeim herslumun sem nauðsynlegur er. Þetta hefur eitthvaó meó skap- gerðina að gera og söngvari sem ætlar sér að ná langt þarf að vera skapstór en búa jafnframt yfir ákveðnum sveigjanleika. Þetta er mjög harður heimur og fólk þarf að geta staðið undir hverju sem er, góóri gagnrýni ekki síóur en slæmri. Lífsmynstrið spilar örugg- lega þarna inn í líka því allt sem söngvari gerir getur haft áhrif á hljóófærið hans, röddina.“ Hlœgileg laun Diddú hefur haft sönginn sem að- alstarf síðan hún kom utan úr námi. Hún hefur ekki farið að kenna eins og svo margir aðrir en segist vera að safna í sarpinn til þess að geta miðlaó af reynslu sinni þegar fram líða stundir. Hún segir aö fjárhagslega gefi söngur- inn ekki mikið af sér og að laun söngvara fyrir óperusýningu til dæmis séu hlægilega lág. „Fjárhagslega gefur þetta lítió af sér. Mikil vinna fer í að læra og syngja hlutverk í óperusýningu og maður þarf virkilega að gefa af sér í starfið. Um leið ertu að metta markaðinn á ákveðinn hátt með hverri sýningu sem þú syngur og þarft aó vera meðvitaður um aó hann fái ekki nóg af þér. Aóstæð- urnar hér eru bara svona og ég hef reynt að passa upp á þetta með því að hvíla áhorfendur á mér. Nú eru til dæmis tvö ár frá því að ég söng síðast í Islensku óperunni. Krefst mikillar orku Ég held aó áhorfendur fyndu minna fyrir því að sama fólkió sé aó syngja ef þaö sæi mann í ólík- um hlutverkum milli uppfærslna, líkt og gerist með fastráðnu leikar- ana í leikhúsunum. Ég verð ekki vör við að fólk þreytist á þeim þótt þeir séu í öllum sýningum ár eftir ár. Reyndar er söngurinn al- veg örugglega sér á parti í þessu því röddin stjórnar því hvemig hlutverk þú færð. Mig myndi langa til þess aó syngja gaman- hlutverk til tilbreytingar. Það myndi henta mér vel og þar sæi fólk aðra Diddú en syngur t.a.m. Violettu nú.“ Til viðbótar við það sem Diddú gerir í Operunni syngur hún tölu- vert á tónleikum og við uppákom- ur af ýmsu tagi. Ef beðið er um hana sérstaklega syngur hún við útfarir en margir söngvarar hafa það fyrir sitt lifibrauö að syngja við jarðarfarir og hún sjái ekki ástæðu til Jiess að taka það af þeim, hún hafi annað. „Meðan Óperan er í fullum gangi helga ég mig algerlega vinnunni þar. Hlutverk eins Vio- letta í La Traviata krefst geysilega mikillár orku og einbeitingar og því er cins gott að vera ekki að þræla sér út á öðrum vettvangi. -segir í)iddú í viðtcM viðblaða- mann t)ags Óperan berst í bökkum Stærsti ókosturinn viö það að starfa við íslensku óperuna er lík- lega óöryggið því hún berst alltaf í bökkum fjárhagslega. Enginn er fastráóinn og enginn veit í sjálfu sér hvort hægt verði að færa upp næsta verkefni vegna þess hvernig að þcssu er staðið. Þrátt fyrir það stendur Óperan mjög vel hvaó gæði sncrtir því þarna sér maóur oft nijög fínar uppfærslur. I hvert sinn scm sýning er færð þarna upp gerist kraftaverk. Þetta er eins og þegar hcilbrigt barn fæðist, þá gcrist alltaf kraftaverk.“ Aðspurð hvað þurfi að gera til að bæta hag Islcnsku óperunnar segir Diddú aó sameina þyrfti á einhvern hátt óperuuppfærslur Þjóðleikhússins og starf Óperunn- ar. Þjóðlcikhúsið sé aó fá gríðar- legt fjármagn frá ríkinu til að fjár- magna sína starfsemi um leið og nágrannarnir í Islensku óperunni skrimti af því sem þeir fái. „Það er ekki skynsamlegt að bæði húsin séu að fást við það sama og þar eó þetta listform er mjög dýrt væri skynsamlegt að huga að sameiningu eða samvinnu af einhverju tagi. Islenska óperan hefur fyrir löngu sannað tilveru- rétt sinn og vonandi sjáum við betur aö henni hlúð á komandi ár- um.“ Draumur hverrar söngkonu Diddú hefur tekið þátt í átta óperusýningum og þegar hún var beðinn að nefna eitthvert uppá- halds hlutverk nefndi hún þrjú, Violettu í La Traviata og Luciu í Lucia di Lammermoor sem uppá- hald á sönglega sviðinu og Sús- önnu í Brúðkaupi Fígarós sem skemmtilegasta hlutverkið vegna leikrænna tilburða. En söngkonan Sigrún Hjálm- týsdóttir kemur víðar við og eins og flestir vita standa miklir tón- leikar fyrir dyrum með henni og Kristjáni Jóhannssyni í KA-heim- ilinu á Akureyri nk. miðvikudag. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun annast undirleik og þar verð- ur Guðmundur Óli Gunnarsson við stjórnvölinn. „Mér líst mjög vel á þetta og ég hlakka mikið til. Það er náttúru- lega draumur hverrar íslenskrar söngkonu að fá að syngja með Kristjáni. Við höfum aldrei sungið saman á tónleikum. Ég var ein- faldlega spurð hvort ég væri til í þetta og ég hélt það nú! Þetta verða bara einir tónleikar og ég veit að við Kristján eigum eftir aó skemmta okkur vel yfir þessu. Ég efast ekki um að prógrammið á eftir að falla fólki vel í geð og ég ætla að vona að hljómburðurinn í húsinu sé þess eðlis að áhorfendur getið notið þess til fullnustu sem fram fer,“ sagði Sigrún Hjálmtýs- dóttir, sem mun án efa ylja Norð- lendingum um hjartarætur á sögu- legum tónleikum nk. miðvikudag. SV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.