Dagur - 08.04.1995, Síða 16

Dagur - 08.04.1995, Síða 16
16- DAGUR - Laugardagur 8. apríl 1995 POPP Rokkhljómsveitin Mötley Crue, sem seldi plötur á boró vió Girls girls girls og Dr. Feelgood í millj- ónum eintaka, hefur ekki sem fram hefur komiö átt sjö dagana sæla upp á síðkastið og jafnvel talió aó dagar hennar væru senn taldir. Seldist síóasta platan, sem bar nafn sveitarinnar og kom út á síóasta ári, illa og í kjölfarið fóru tónleikaáform útum þúfur vegna dræmrar mióasölu. En svo undar- lega sem þaó nú hljómar virðist óvænt og margumtalaó hjónaband trommuleikarans Tommy Lee með leikkonunni limafögru úr Strandvörðum, Pamelu Anderson, ætla aö veróa til þess aó hleypa nýju lífi og vekja athygli á sveit- inni. Hefur þaó sem kunnugt er vakió mikla athygli og fengið drjúga umfjöllun í slúóurdálkun- um. Lá þeim skötuhjúunum Tommy og Pamelu reyndar svo mikið á aö komast í hnappheld- una, aö þeim láóist aö bjóða hin- um Cruestrákunum í brúðkaupið, sem fram fór í Mexikó. Það mun hins vegar hafa verið í góóu lagi og eru félagar Tommys bara að sögn hinir ánægóustu fyrir hans hönd. Ætla þeir nú í sumar í kjöl- far þessarar betri tíðar og m.a. nýs samnings og umboðsaöila, að taka upp nýja plötu og halda svo í tón- leikaferðalag. Segir bassaleikarinn Nikki Sixx aö platan veröi þaó besta og ferskasta sem þeir hafi sent frá sér lengi. I anda þess sem þeir voru að gera í upphafi þegar þeir voru ungir og frískir. Þaö lifi því ennþá glóð í þeim og þeir ætl- uðu ekki aó gefast upp fyrr cn í fulla hnefana. MAGNÚS ÚEIR CUÐMUNPSSON Tommy Lee ásamt sinni heittelskuðu, Pamciu Anderson. Gifting þeirra hef- ur meðal annars vakið athygii á Mötley Crue að nýju. Látinn í framhaldi af grein um rapp- ara í Poppi fyrir viku, er nú frá því að segja að Eazy E, sem sagt var frá að hyggðist endur- reisa sveitina frægu NWA ásamt fyrrum félögum sínum, fce Cube og Dr. Dre, en væri nú alvarlcga veikur sökum HIV smits, lést nokkrum dög- um fyrr. Hafði prentsvertan vart þomað á síöasta Helgar- blaði þegar dánarfrcgnin barst til eyrna umsjónarmanns. Rík- ir aó vonum sorg hjá rappað- dáendum og hefur fxáfall Eazy E aftur vakið bandarískan al- menning til vitundar um hví- líkur vágestur eyðniveiran er. Def Leppard vinnur nú að sinni nýjustu piötu á Spáni. Leppard Iwlur í sér heyra Joe Eliott og félagar í stórrokk- sveitinni Def Leppard frá Sheffi- eld á Englandi, hafa ekki sent frá sér nýja hljóðversplötu síðan Adr- enalize kom út fyrir rúmum tveimur árum. A því veröur hins vegar gerð bragarbót í sumar eða haust þegar ráðgert er að ný plata komi út. Gengur hún undir nafn- inu Slang og hefur hljómsveitin verið að vinna hana í sérstöku hljóðveri, sem sett hefur verið upp á Spáni. Eru nú þegar komin heil 16 lög sem til greina koma á plötuna og eiga einhver fleiri eftir að bætast í hópinn. Hljómsveitar- meðlimirnir sjá sjálfir um upptök- urnar í samvinnu við Peter Wood- roffe. Tupac Shakur hefur ásamt Snoop Doggy Dogg m.a. verið í framvarðarsveit yngri „Gangsterrappara“ og staðið svo sannarlega undir nafni. Síóan 1993 hefur hann einum sex sinnum verið handtekinn fyrir ýmis afbrot, en það var ckki fyrr en í fcbrúar síðast- liðnum að hann hlaut refsingu. Var Tupac þá dæmdur í allt aó fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisafbrot, sem hann framdi undir lok síðasta árs. En rétt eins og með Snoop Doggy þá fellur Tupac ekki I áliti hjá bandarískum plötu- kaupendum vegna þessa, held- ur þveröfugt, því í síðustu viku fór nýja platan hans, Me aga- inst the world, sem cr hans önnur nefnilega beinustu leió á toppinn. Láta öfgamar í Amer- íku þama ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Vaf'asaimir en vel liöinn rappar inn Tupac. „Obbolítið“ aprílgabb Siðurinn glettni að reyna aó láta menn hlaupa 1. apríl var óspart stundaður fyrir réttri viku eins og venjulega og féllu víst einhverjir í þá gryfju að láta blekkjast. Popp- síðan gat ekki látið sitt eftir liggja og birtist hér „stórfregn“ um að rokkrisamir í Rolling Stones væru á leið til landsins fyrir tilstilli góðra manna. Auðvitað létu menn ekki plata sig svo glatt með svona nokkru, en samt hefur umsjónar- maóur fengið þessa skemmtilegu spumingu frá fleiri en einum. „Var þetta ekki ömgglega apríl- gabb hjá þér!!?“ Vonin um að svo væri ekki var sem sagt fyrir hendi innst inni. EN, eins og í góðu aprílgabbi leynist sannleikskorn innan um. Þaó er nefnilega engin lygi að leikstjórinn baldni, Hrafn Gunnlaugsson, hefur stuðlað aö komu nefndra tónlistarmanna hingað til lands og það sem meira er. Hann hefur látið það í ljósi á opinberum vettvangi, að hann vilji gera sitt til að koma Rolling Stones hingað til lands. Sagði Hrafn reyndar frá því að hann hefði nefnt það við Donovan þeg- ar hann var staddur hér í fyrra, aó þegar hann hitti vini sína í Stones næst mætti hann alveg færa það í tal vió þá að koma til íslands. Þaó er því aldrei að vita nema að þetta lilla aprílgabb verði að veruleika fyrr eða síðar og þó ekki yrði það nema í smækkuðu formi, t.d. „ótengt“, þá yrði það samt sem áður sannkallaður stórviðburöur. Svo er bara að bíða, sjá og vona. Dave Pirner og féiagar í Soul Asylum freista þess að fylgja eftir vinsæidum plötunnar Great Dancer union með nýrri plötu. Pkta námer áttu í hartnær tíu ár barðist rokksveitin bandaríska Soul Asylum harðri baráttu við að koma sér á fram- færi, en gekk ekki alltof vel. Árið 1993 urðu hins vegar þáttaskil þegar lagið Runaway Train sló rækilega í gegn um allan heim og seldist platan Grave dancers Uni- on í kjölfarið í milljónum eintaka. Nú í næsta mánuði er svo von á nýrri plötu frá Soul Asylum, sem verður sú áttunda í röðinni. Hefur platan ekki enn hlotið nafn eftir því sem komist verður næst, en það er haft eftir gítarleikaranum og söngvaranum Dave Piner, að um heldur rokkaðari plötu verði aó ræða en Grave dancers Union. Það er hinn þekkti Butch Vig sem sér um upptökustjómina á plötunni, en hann hefur sem kunn- ugt er unnið með helstu rokkjöfr- unum frá Seattle. Þekktasta platan sem hann hefur komið nálægt er ugglaust sjálf Nevermind með Nirvana. mhorf A rás Ríkisútvarpsins númer tvö eru eins og menn vita ágætis tón- listarþættir auk annars góðs efnis. Einn þeirra er blúsþátturinn hans Péturs Tyrfingssonar, sem nú er sendur út á mánudagskvöldum milli hálf níu og tíu, en var áður á miðvikudagskvöldum á sama tíma. Var þátturinn fluttur m.a. vegna þess aó hann féll oftar en ekki niður vegna íþróttalýsinga, sem oft voru og eru á þessum tíma. I vetur hefur því sjaldnar þurft að fresta þættinum vegna íþróttaefnis eða annars, en samt það oft að mörgum blúsáhuga- manninum þykir nóg um. Það var kannski skiljanlegt og sanngjarnt að fella þáttinn nióur þegar hand- boltinn var á dagskrá (og e.t.v. vegna ræðukeppna framhaldsskól- anna líka, sem einhvern tímann geróist) en þegar körfubolti er líka kominn á dagskrá hjá Rás tvö í beinni útsendingu, sem í allan vet- ur hefur verið á könnu Bylgjunnar og Stöðvar tvö samkvæmt sér- stökum samningi við körfuknatt- leikssambandið, er nú helst til of langt gengið. Er þarna illa farið með góðan þátt og veit ég að margt tónlistarfólk er miður glatt með þessa meðferð. Þá er það líka alveg á hreinu að stjómandinn er lítt hrifmn af þessu hringli með þáttinn og hugsar áreiðanlega sitt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.