Dagur - 08.04.1995, Side 17

Dagur - 08.04.1995, Side 17
Laugardagur 8. apríl 1995 - DAGUR - 17 Hvað er MENOR? - spjallað við Olaf Hallgrímsson, formann MENOR MENOR eru Menningarsamtök Norðlendinga, samtök áhuga- manna og áhugafélaga atvinnu- manna um menningu og listir á Norðurlandi. Samtökin voru stofnuð til þess að mynda mót- vægi við höfuðborgarsvæðið í menningu og listum og til að sýna fram á gildi og erindi dreif- býlismenningar og lista og nauð- syn þessara þátta fyrir þjóðlífíð í heild. Formaður samtakanna er Ólafur Hallgrímsson, prestur á Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann féllst á að fræða okkur um samtökin. Ólafur tók við prestsembættinu á Mælifelli árið 1983 en áður hafði hann þjónað á Bólstað í Húnavatnssýslu. Ólafur lætur vel af því að búa á Mælifelli og segir bæjarstæðið einstaklega fagurt og staðarlegt og umhverfið fallegt og þaö hafí sitt að segja. Eiginkona Ólafs er Steinunn Ólafsdóttir og eiga þau hjónin tvær dætur. Auk Mælifellskirkju eru í prestakalli Ólafs kirkjurnar í Goódölum, Reykjakirkja og Abæjarkirkja í Austurdal en þar er aðeins eitt sóknarbarn, Helgi Jónsson á Merkigili, þar er messað einu sinni á ári, síðsumars. Sarntök allra Norðlendinga - Ólafur hefur veriö formaður MENOR í tvö ár. En hvenær voru samtökin stofnuö? „Það var Fjórðungssamband Norðlendinga sem hafói forgöngu um stofnun Menningarsamtaka Norðlendinga en MENOR var stofnað í Stórutjarnaskóla í Suóur- Þingeyjarsýslu árið 1982. Nú hcf- ur Fjórðungssambandió verió lagt nióur og í staö þess stofnuð tvö samtök svcitarlélaganna, annars vegar á Norðurlandi eystra og hins vegar á Norðurlandi vestra, en MENOR munu áfram verða sam- tök allra Norðrlendinga og það stendur ckki til aö breyta því á ncinn hátt. Fyrsti formaður var kjörin Kristinn G. Jóhannsson myndlist- armaður. Eg hef nú gegnt for- mannsembættinu í tvö ár cn áóur sat ég í stjórn samtakanna um fímm ára skeið. Auk mín sitja í stjórn og varastjórn Rut Hansen, Akurcyri, Kári Sigurösson, Húsa- vík, Hlín Torfadóttir, Dalvík, Guðrún Hclga Bjarnadóttir, Hvammstanga, Guómundur Ar- rnann Sigurjónsson, Akureyri, Skarphéðinn Einarsson, Blöndu- ósi, Emelía Baldursdóttir, Eyja- fjaröarsveit, Margrét Jónsdóttir, Löngunrýri, og Anna Helgadóttir, Kópaskeri. Stjórnin er því drcifð um allt Norðurland. Ég hef átt ljómandi gott samstarf við þetta fólk og þaö hefur starfað af dugn- aði og áhuga að málefnum MEN- OR." Ljóðasamkeppni stendur yfir - Hver cru hclstu vcrkefni sam- takanna? „Hlutverk MENOR er fyrst og fremst að örva og styrkja hvers kyns menningarstarfsemi í fjórð- ungnurn, ella mcnningu og listir. Einn þátturinn í því stari'i er ljóða- og smásagna samkcppni, sem samtökin hafa staðið fyrir undan- farin ár í samvinnu við dagblaðið Dag. Nú er einmitt að renna út skilafrestur vegna samkcppni í ljóölist og er það í þriðja sinn sem þessir aðilar standa að ljóðasam- keppni, en síðasti skiladagur er á ntánudaginn, 10. apríl. Ég vil nota tækil'æriö og hvetja menn til aö senda Ijóð í samkeppnina en áhugi Séra Ólafur Hallgrímsson á Mæli- felli. fyrir þcssum keppnum hefur verió ntikill og þátttaka góð. Menningarsamtökin hafa lagt áherslu á að hafa yfírsýn yfir allt Noróurland og þau veita ýmiskon- ar fyrirgreiðslu og upplýsingar, leitast til dæmis við að aðstoða listafólk innan fjórðungsins sem vill ferðast um með list sína eða þá sem vilja sækja fjórðunginn heim. Sem dæmi má nefna að samtökin stóöu fyrir heimsókn Is- lenska dansflokksins í Húnavatns- sýslu áriö 1993. Samtökin hafa boöiö myndlistarmönnum aó sýna verk sín bæöi í húsakynnum Byggðastofnunar á Akureyri og Hótcl KEA. Sanrtökin gcfa út fréttabréf, MENOR-I'réttir scm korna út á vordögum og hcl'ur Stefán Sæ- mundsson á Akurcyri verið ráöinn til að ritstýra fréttabréfínu að þessu sinni. Fréttabréfíö mun korna út áöur cn aðalfundur sam- takanna verður haldinn en hann veröur á Dalvík þann 10. júní. ' Fjármögnun - Hvernig er starfsemi MENOR fjármögnuð? „Eins og ég sagöi þá voru sam- tökin stofnuð að l'rumkvæöi Fjórðungssambands Norðlendinga og styrkti það rckstur samtakanna með föstu árlegu framlagi. Eftir aö Fjóröungssambandið var lagt niður og kjördæmasamtök sveitar- félagana S.S.N.V. og Eyþing voru stolnuð þá var því lýst yiir að þau mynd ekki styrkja MENOR með l'östu framlagi. Samtökin haí'a fengið styrk frá Menntamálaráðu- neytinu og félagsmenn greiða fé- lagsgjöld en fjárhagsgrundvöllur sanrtakanna cr nokkuð í lausu lofti. A síðasta hausti var öllum sveitarstjórnum á Norðurlandi send bréf til kynningar á MENOR og óskað eftir tjárstuðningi en það verður að segjast eins og er að viðbrögðin voru lítil. I raun Iít ég svo á að svcitarstjórnimar beri nokkra ábyrgð á Menningarsam- tökum Norðlendinga enda eru þau afkvæmi þeirra og vonast ég til aó þau tryggi þessu afkvæmi sínu til- verugrundvöll enda er þeim fjár- munum sem varið er til menning- armála vel varið." * I pappakössum „Samtökin eiga því miður engan samastað og hafa ekki átt heldur flytjast gögn þeirra í pappakössunt milli formanna og því má segja að MENOR sér til húsa á Mælifelli þessi árin. Þaó er orðin veruleg þörf fyrir að samtökin hafi starfs- mann og aðgang að skrifstofu vegna ýmiskonar fyrirgreiðslu og upplýsingagjafar til að þau geti sinnt hlutverki sínu sem best í framtíðinni.“ Menning og listir liður í byggðastefnu - Telur þú að MENOR hafa mik- ilvægu hlutverki að gegna nú ekki síður en þegar það var stofnað fyr- ir rúrnum áratug? „Vissulega, það er engin spurn- ing að öflugt menningarlíf er og verður eitt besta andsvar lands- byggðarinnar við ýmsum vanda- málurn, það er liður í byggða- stefnunni. Listir og menningar- starfsemi eiga verulegan þátt í því að viðhalda blómlegu mannlífí í byggðum landsins og skapa visst mótvægi gcgn höfuóborgarsvæó- inu og MENOR hafa hlutverki að gcgna í því cfni.“ - Hvaó varð til þess að þú tókst að þér formennsku í Menningar- samtökum Norðlendinga? „Það var vinur rninn Guð- mundur L. Friðfínnsson, rithöf- undur á Egilsá, sent fékk mig til að ganga í samtökin en ég fór nú í þau með hálfum huga því ég taldi þetta sanrtök listamanna og því ætti ég ekkert erindi í þau. Svo komst ég að öðru þegar ég fór að starfa í samtökunum því að í þeim starfar fólk sem hefur áhuga á nrenningu og vill leggja menningu og listum lið. Ég tók svo sæti í stjórn samtakanna og varð for- maður í júní árið 1993, það cr því Guómundi að kenna eóa þakka aó ég fór að starfa innan vébanda MENOR. Ég hel' haft sérlega gott sam- starfsfólk í stjórn og í varastjórn situr virkt og áhugasamt fólk sem hefur veriö tilbúió til að leggja á sig mikla vinnu fyrir Menningar- samtök Norðlcndinga,“ sagði 01- afur. KLJ Vil kaupa lítið fyrirtæki á Akureyri t.d. sólbaðsstofu eöa litla verslun. Staðgreiðsla í bcði fyrir rétta eign. Tilboð sendist auglýsingadeild Dags fyrir 20. apríl nk. merkt „smáfyrirtæki." H/F HYRNA BYGGINGARVERKTAKI / TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 - Akureyri - Sími 96-12603 - Fax 96-12604 Smíðum fataskápa, baðinnréttingar, eldhúsinnréttingar og innihurðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu Greiðsluskilmálar við allra hæfi I..... | Okkar innilegustu þakkir færum viö bömum okkar, tengdabömum, bama- bömum, barnabamabömum og vinum sem glöddu okkur meö blómum og gjöf- ! ] um á gullbrúðkaupsdegi okkar, 24. mars, og geröu daginn ógleymanlegan. Guð geymi ykkur öll! GUÐRÚN HELGA KJARTANSDÓTTIR, JÓHANNES JAKOBSSON, KRISTBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, || KRISTINN KJARTANSSON. | Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AGNETE ÞORKELSSON, hjúkrunarfræðingur, Ránargötu 19, Akureyri, sem andaðist 2. apríl sl. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd eða Vinarhönd styrktarfé- lags vangefinna. Helen Þorkelsson, Björgvin Leonardsson, Sólveig Þorkelsson, Jóhann Björgvinsson, Ásthildur Sverrisdóttir, Erla Björg Björgvinsdóttir, Ólafur Ólafsson, Halla Björgvinsdóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Emma Ágneta Björgvinsdóttir, Vigfús Ó. Bjarkason, Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, Guðjón Steindórsson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR frá Borgarhóli, Eyjafjarðarsveit. Stefán Þór Jónsson, Auður Hauksdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Freyr Ófeigsson, Sigmar Kristinn Jónsson, Jón Eyþór Jónsson, Guðbjörg Ósk Harðardóttir, Þorgeröur Jónsdóttir, Atli Freyr Guðmundsson, Þóra Hildur Jónsdóttir, Þorsteinn Vilhelmsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og marghátt- aðan stuðning í veikindum og við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og systur, ELÍNRÓSAR HELGU HARÐARDÓTTUR, Móasíðu 4a, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 11E Landspítalans og lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Gunnlaugur Höskuldsson, Hörður Þór Jóhannesson, Steingrímur Jóhannesson, Hörður Þór Snorrason, Þórdís Valdimarsdóttir, Guðrún Harðardóttir, Pálmi Viðar Harðarson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.