Dagur - 20.05.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 20.05.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. maí 1995 - DAGUR - 11 Þjónustan er lyldlatríði - segir Þórarinn Ivarsson, framkvæmdastjóri Flutningamiðstöðvar Norðurlands Þau tíðindi urðu á dögunum að tilkynnt var um stofnun nýs flutningafyrirtækis á Norður- landi þegar rekstur fyrirtækj- anna Stefnis hf. á Akureyri og Óskars Jónssonar & co á Dalvík var sameinaður rekstri Flutn- ingamiðstöðvar Norðurlands (FMN) á Akureyri. Flutningamiðstöð Norðurlands var stofnuð af KEA og Samskip- um í árslok 1993 og er tilgangur fyrirtækisins að bjóða Norðlend- ingum upp á víðtæka flutninga- þjónustu. Eftir sameiningu þá sem nú hefur átt sér stað er FMN með stærri fyrirtækjum á Norður- landi og stærsta landflutningafyr- irtæki á Islandi. Þórarinn Ivarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri FMN og tekur hann við af Hólmari Svans- syni. Þórarinn hefur mikla reynslu í flutningageiranum. Hann hefur starfað hjá Samskipum frá stofnun félagsins og þar á undan starfaði hann hjá Skipadeild Sambands- ins. „Eg hef unnió við flesta þætti flutningaþjónustu og er sannfærð- ur um að það á eftir að nýtast mér vel í hinu nýja starfi. Undanfarin ár hef ég verið rekstrarstjóri land- rekstrardeildar Samskipa og síð- ustu mánuði hef ég síðan unnið aó stofnun flutningamiðstöðvar í Vestmannaeyjum. Miklar breytingar hafa oröið í innanlandsflutoingum Samskipa síóustu tvö árin og hafa landflutn- ingar aukist verulega á kostnað sjóflutninga. Stofnun flutninga- miðstöðva í eigu heimamanna og Samskipa er gmnnurinn að öflugu flutningakerfi innanlands.“ Aukin umsvif Þórarinn segir sameiningu fyrir- tækjanna þriggja ekki hafa haft langan aðdraganda. „Það er margt sem mælir með sameiningu flutningafyrirtækja. Samskip hafa haft mikla markaðs- hlutdeild á Norðurlandi en samt sem áður aóeins boðið upp á tvær ferðir í viku landleiðina frá Reykjavík til Norðurlands. Nú getur FMN boðið viðskiptavinum sínum upp á tvær til þrjár ferðir á dag á þessari flutningsleið þannig að þjónustan veröur mun betri en áður var. Við erum ekki aðeins að tala um Akureyri heldur í raun Norðurland allt því ætlunin er að bjóða upp á söfnun og dreifingu á vörum á svæðinu öllu. Sameining fyrirtækjanna þriggja hefur í för meó sér aukin umsvif. „Við höfum verið með í undirbúningi stofnun tollvöru- geymslu og vörudreifingarmið- stöðvar á Akureyri og er sú vinna Fjórar nýjar bækur frá Islenska kiljuklúbbnum íslensku kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Þorvaldur víðförli er söguleg skáldsaga eftir Ama Bergmann um umbrotatíma í sögu íslands og Evrópu. íslendingurinn Þorvaldur víðförli, sem var uppi fyrir árþús- undi, slæst ungur í lið með Frið- riki trúboðsbiskupi og lendir í mannvígum fyrir Hvítakrist á ís- landi. Síðan leitar hann guðs síns í Noregi og Garóaríki, fer með vær- ingjum um víðáttu Rússlands suð- ur til Miklagarðs, er í hemaði, kemur í konungshallir, gengur í klaustur, gerist einsetumaður. Bókin er 302 blaðsíóur og kostar 899 krónur. Englar alheimsins er skáld- saga eftir Einar Má Guðmundsson sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrr á þessu ári. Sagan fjallar um ævi og endalok manns sem lendir í hremmingum geðveikinnar. Aðalpersónan, Páll, segir sögu sína frá vöggu til graf- ar; þegar sakleysi æskuáranna lýk- ur fellur skuggi geðveikinnar á líf hans og fjölskyldu hans. Bókin er 224 blaðsíður og kostar 899 krón- ur. Ást og skuggar er skáldsaga eftir chileönsku skáldkonuna Isa- bel Allende og hefur nýlega verió gerð eftir henni kvikmynd. Blaða- konan Irene Beltrán og ljósmynd- arinn Francisco Leal takast á hendur ferðalag inn í myrkviði þjóófélags undir harðstjóm, þar sem fólk hverfur fyrirvaralaust og er pyntað, drepið og huslað. Eftir því sern innar dregur og skuggam- ir taka að lykjast um þau eflist ást þeirra. Berglind Gunnarsdóttir þýddi bókina sem er 246 blaðsíð- ur. Hún kostar 799 krónur. Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson er nú fáanlegt í kiljuút- gáfu. Bókin kom fyrst út árið 1924 og olli þá miklu fjaðrafoki, enda afar óvenjulegt verk. „Efni bréfsins var svo fjölbreytt," skrif- aði Sverrir Kristjánsson, „að það logaði og sindraði í öllum blæ- brigðum litrófsins. Það tekur yfir öll svið tilverunnar: allt frá slor- ugu „síldarplani" hins íslenska þjóðfélagsvemleika upp í þá geð- heima, sem margvísum Yogum er einum fært að skynja.“ Bókin er 158 blaðsíður og kostar 899 krón- ur. Sýningar í Heklu- salnum og Galleríi AllraHanda: Síðasta sýningarhelgi Nú um helgina lýkur athyglisverð- um myndvefnaðarsýningum Ann Rasmussen, sem er dönsk-norsk, og Ninu Gjesland, sem er sviss- nesk-norsk, í Heklusalnum á Gler- áreyrum og Galleríi AllraHanda í Grófargili á Akureyri. Sýningam- ar verða opnar í dag og á morgun kl. 14-18 báða dagana. nú í fullum gangi. Þá stendur einnig til að koma allri starfsem- inni á Akureyri undir eitt þak og hefst vinna við þær framkvæmdir vonandi í sumar.“ Hræðist ekki samkeppni Er flutningamarkaóurinn ekki tals- vert harður markaður að keppa á? ,Jú hann er það. Til þess aö standa sig í þessu er lykilatriði að þjónustan gagnvart viðskiptavin- inum sé í lagi. Menn vilja öryggi, hraða og mikla tíðni ferða. Ef þetta er fyrir hendi ásamt sann- gjamri verðlagningu þá koma við- skiptin. Við leggjum mikið upp úr heildarlausnum. Samspil flutn- inga á sjó, í lofti og á landi er nokkuð sem menn eru spenntir fyrir og þaó að hægt sé að semja við sama aðilann um flutning vöru frá Austurlöndum fjær til Akur- eyrar jafnframt því aó sá aðili sjái síðan um tollskýrslugerð, birgöa- hald og dreifmgu vörunnar um allt land.“ Eins og fram hefur komið stefnir Eimskip á að hefja beinar siglingar frá Akureyri sem stytta á flutningstímann frá Akureyri til Evrópu. Þórarinn segist ekki óttast þá samkeppni. „Við bjóðum í dag upp á styttri flutningstíma en sam- keppnisaðilinn og ég á eftir að sjá hversu betur hann gerir. Við mun- um áfram kappkosta að bjóða 'slrlrq r \/i /^cHntQmönnum nnn á Þórarinn ívarsson fyrir utan höfuðstöðvar Flutningamiðstöðvar Norður- lands á Akureyri. Mynd: Halldór. bestu þjónustu sem sem þekkist á markaðnum. Það breytist ekki hvað svo sem samkeppnisaðilinn kann að gera.“ Þórarinn hefur þegar hafið störf h\á PlntninoíímiActfvS NnrrSiirlanHc og þegar skólaárið verður búið flyst fjölskyldan til Akureyrar. „Eg er núna aó leita mér að hent- ugu húsnæði. Bömin eru fjögur þannig að við þurfum nokkuð gott pláss," segir Þórarinn ívarsson að lnhiim 14 A HÚSNÆOISNEFND AKUREYRARBAJAR ÓSKAR EFTIR W W IBUÐUM TIL KAUPS Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar auglýsir eftir notuðum eða nýjum íbúðum til kaups vegna framkvæmdaheimilda ársins 1995. Óskað er eftir þriggja til fimm herbergja íbúðum í fjölbýlishúsum. raðhúsum eða sambýlishúsum. Notaðar íbúðir skulu að jafnaði ekki vera eldri en 20 ára. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða notaðar fasteignir sínar til sölu, vinsamlegast skilið tilboðum í gegnum löggiltar fasteignasölur. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Öll gögn og nánari upplýsingar liggja framrni hjá Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, Skipagötu 12, 3. hæð. Tilboðum skal skila inn á Húsnæðisskrifstofuna fyrir kl. 12.00 þann 31. maí 1995. HUSNÆÐISSKRIFSTOFAN Á AKUREYRI Skipagötu 12 • Sími 25311 I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.