Dagur - 20.05.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 20.05.1995, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 20. maí 1995 Samtök sjómanna fordæma útvegsmenn sem leigja skip sín vegna yfirvofandi verkfalls: Telja þá þvinga sjómenn til að gangast und- ir ráðningarsamninga við erlendar útgerðir - Haraldur Kristjánsson HF leigður til Vestfjarða Farmanna- og fiskimanna- samband íslands, Sjómanna- samband íslands og Vélstjórafé- lag íslands hafa fordæmt harð- lega þá útvegsmenn fiskiskipa sem reyna að komast fram hjá Miklar líkur eru á að sam- starf takist milli Glits hf. í Ólafsfirði og dreifingaraðila er- lendis um sölu á framleiðslu Glits í Bretlandi og Svíþjóð. Þetta samstarf skiptir Glit hf. miklu máli því það myndi tryggja fyrirtækinu örugga vinnu í 7-8 mánuði á ári, að sögn Guðbjarts Ellerts Jónsson- ar, framkvæmdastjóra. Eins og fram hefur komið var Glit hf. keypt til Ólafsfjarðar á liðnum vetri og enn sem komið er er framleiðslan ekki komin í full- an gang. Guðbjartur segir að vit- anlega taki það starfsfólk ákveð- inn tíma að ná fullri færni við framleiðsluna og því fari menn sér frekar hægt í byrjun. Tólf til þrett- án stöðugildi eru hjá Gliti hf. Guðbjartur segir að unnið sé að ýmsu athyglisverðu hjá fyrirtæk- inu. Hann nefnir að fyrir Baldvin Björnsson, hönnuð hjá Stíl á Ak- ureyri, sé verið að framleiða minjagrip, frjósemisgoðið Frey, til þess að selja ferðamönnum. Þá hafi Guðbjörg Káradóttir, leirlista- kona, verið um tíma að vinna hjá fyrirtækinu og nýlega hafi Glit hf. hafið sölu á framleiðsluvörum sín- um ásamt fleiri aðilum í galleríinu hellis-kistan á Akureyri. Einnig nefndi Guðbjartur að unnið væri að vöruþróun, m.a. væri horft til samstarfs við Öm Inga Gíslason, fjöllistamann á Akureyri, og Leð- uriðjuna Tem, um hönnun á lömp- um og skálum. Fyrir næstu mánaðamót segir Guðbjartur að muni væntanlega skýrast hvort verði af samstarfi við erlendan dreifíngaraðila og telur hann miklar líkur á að samn- ingar takist, sem myndi hafa mikla þýðingu fyrir fyrirtækið. Þá er við það miðað að framleiða nokkrar vömtegundir á markað í Bretlandi og Svfþjóð og em menn Ljóst er að norðlægar vind- áttir eru nú loks á undan- haldi og því má gera ráð fyrir að snjó fari að taka um norðanvert landið. í dag verður suðaustan gola og bjartviðri á Norðurlandi og 2-6 stiga hiti. Á morgun og á mánudag er gert ráð fyrir svipuðu veðri nema hvað ekki verður eins bjart en meiri hiti og meiri vindur. boðuðu verkfalli sjómanna með því að leigja fiskiskip sín til er- lendra aðila til veiða utan físk- veiðilögsögu íslands. Samtök sjómanna telja að þetta þessa dagana að velta fyrir sér hverskonar öskjur henti best utan um vörurnar. óþh Framkvæmdir eru hafnar við breytingar á Linduhúsinu, þar sem höfúðstöðvar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna verða á Akureyri. Verið er að lyfta þaki hússins þannig að fúll loft- hæð verði á þriðju og efstu hæð- inni, en þar verða skrifstofúr SH. Eigandi hússins, Metró, annast breytingarnar og á að skila því 15. júlí. Að sögn Gylfa Þórs Magnússonar, sem veita mun starfseminni á Akureyri forstöðu, er miðað við að SH- Akureyri heQi starfsemi sfðustu dagana í ágúst. „Við sjáum ekki annað en þess- ar áætlanir geti staðist. Það er enn verið að ganga frá flutningi starfs- sé gert með því að þvinga áhafnir þessara skipa til að gangast undir nýja ráðningarsamninga við er- lend hentifyrirtæki og með slíku athæfí eru viðkomandi útvegs- menn að níðast gróflega á lög- bundnum samnings- og verkfalls- rétti sjómanna. Slíkt athæfí greiðir á engan hátt fyrir lausn yfir- standandi kjaradeilu að mati sam- taka sjómanna og með þessum hætti reyni umræddir útvegsmenn að koma sér undan því að vinna að lausn deilunnar innan eigin hagsmunasamtaka. í DEGI í gær var skýrt frá því að Samherji hf. á Akureyri hefði leigt togarann Baldvin Þorsteins- manna. Þegar er orðið Ijóst að 20 starfsmenn að sunnan eru klárir með flutning, af þeim 31 sem þama munu starfa, og nokkrir eru enn að athuga sín mál. Það eru ýmsir sem vilja koma og eru spenntir fyrir að flytjast til Akur- eyrar, en það eru ýmis persónuleg mál sem taka þaif í reikninginn. Það eru ekki bara húsnæðismál og fjárfestingar fyrir sunnan sem kannski binda menn að einhverju leyti, heldur þarf líka að athuga með atvinnu maka og aðrar fjöl- skylduaðstæður," sagði Gylfi Þór. Á neðri hæðum Linduhússins verður umbúðaframleiðsla og lag- er. Fljótlega mun skýrast hvenær sú starfsemi fer í gang, en í tilboði son EA-10 til útgerðarfyrirtækis- ins Framherja í Færeyjum og að áhöfnin hefði ráðið sig hjá fær- eysku útgerðinni. Líklegt er að fleiri togarar Samherja hf. fylgi í kjölfarið á næstu dögum, m.a. Víðir EA-910 sem er í Reykjavík- urhöfn en heldur á veiðar fyrir helgina. Frystitogarinn Haraldur Krist- jánsson HF-2 hélt í gær til veiða á Reykjaneshrygg, en skipið hefur verið leigt til Eyvarar hf. í Hnífs- dal. Vestfirskir sjómenn hafa ekki boðað verkfall 25. maí nk. og því ekki samstíga sjómönnum frá öðr- um landshlutum. Samtök sjómanna hvetja fé- lagsmenn sína til að standa gegn SH til bæjaryfirvalda á Akureyri, sem sett var fram í tengslum við afurðaviðskipti Útgerðarfélags Akureyringa, kemur fram að um- búðaframleiðslan skapi 38 ný störf á Akureyri þegar framleiðslan er komin í fullan gang, sem verður innan tveggja ára. Enn er verið að svipast um eftir 1000 fermetra lag- erhúsnæði á Akureyri til viðbótar. Gylfi Þór segir góða stemmn- ingu innan þess hóps sem flytja mun til Akureyrar. I dag er m.a. sérstakur fundur með þeim starfs- mönnum SH sem ætla að flytja. Þar á að efla samkenndina og ræða sameiginleg hagsmunamál, sem að sjálfsögðu eru flutningar og búseta á Akureyri. HA Útflutningur Glits hf. í Ólafsfirði: Samningar viö erlendan aðila í burðarliðnum Veriö er að undirbúa aö lyfta þaki Linduhússins, en á efstu hæöinni vera skrifstofur SH til húsa. Smiðir vinna nú af kappi viö breytingar á húsinu, enda aöeins tveir mánuöir til stefnu. Myndir: Robyn. Framkvæmdir hafnar við Linduhúsið á Akureyri: SH-Akureyri hefur starfsemi í lok ágúst - a.m.k. 20 starfsemnn flytja með fyrirtækinu til Akureyrar hvers konar tilraunum útgerðar- manna til að komast undan lögleg- um aðgerðum samtaka sjómanna til að knýja fram réttmætar kröfur með gerð nýrra kjarasamninga og áskilja þau sér allan lagalegan rétt í málinu. GG Sauðárkrókur: Séra Gísli í Glaumbæ leysir séra Hjálmar af Séra Gísli Gunnarsson, prest- ur í Glaurnbæ í Skagafírði, mun leysa séra Hjálmar Jóns- son, sóknarprest í Sauðárkróks- og Ketusókn af frá og með haustinu, er Hjálmar tekur sér Qögurra ára frí vegna þing- mennsku. Gísli mun jafnframt sinna Glaumbæjarprestakalli áfram. Hjálmar Jónsson, sem halda mun áfram starfí prófasts, hefur unnið að þessu máli undanfarið í samvinnu við sóknarnefnd. í sam- tali við Feyki, segir Hjálmar að sóknarnefnd sé ánægð með þessa niðurstöðu, sem og biskup og for- ráðamenn kirkjumálaráðuneytis- ins. Gísli mun áfram búa í Glaum- bæ ásamt fjölskyldu sinni, að minnsta kosti fyrst um sinn en vinnuaðstaða hans verður í safn- aðarheimilinu á Sauðárkróki. Þessi lausn á prestþjónustu á Sauðárkróki er hugsuð til eins árs í fyrstu en þá verður hún endur- skoðuð. Ef sérstakar aðstæður kalla mun Gísli fá aðstoð ífá öðr- um prestum í Skagafirði. í Feyki er jafnframt fullyrt að Gísli Gunnarsson njóti vinsælda meðal Sauðkrækinga, sem hafi átt talsverð samskipti við hann á und- anfömum árum. Auk starfa sinna fyrir kirkjuna er Gísli formaður Samtaka um sorg og sorgarvið- brögð og formaður Rauðakross- deildar Skagafjarðar. KK f Innanhúss- "| málning 10 lítrar L kr. 4.640,- KAUPLAND Kaupangi • Simi23565 J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.