Dagur - 20.05.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 20.05.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. maí 1995 - DAGUR - 5 íris Halla Sigurðardóttir. Fyrsta námsárí í Mennta- smiðju kvenna að ljúka - framtíðin ótrygg Um síðustu helgi var opið hús í Menntasmiðju kvenna á Akur- eyri. Nú er lyrsta starfsvetri Menntasmiðjunnar að ljúka en þar hafa tveir hópar kvenna ver- ið við nám í vetur, annar fyrir áramót og hinn eftir áramót. Konurnar dvelja í Menntasmiðj- unni frá því klukkan 9-15 alla virka daga og takast á við ýmis- konar verkefhi. Námsefnið er fjölþætt og uppbyggjandi og nýt- ist konunum bæði persónulega, sem aukinn sjálfsstyrkur og sem almenn færni og þekking á ýms- um sviðum. Framtíð þess starfs sem hefur verið mótað í Mennta- smiðjunni er mjög ótrygg, þar sem ekki hefur fengist nægilegt fjármagn til áframhaldandi starf- semi. Iris Halla Sigurðardóttir er ein þeirra kvenna sem hafa verið í Menntasmiðjunni síðustu mánuð- ina, hún féllst á að segja okkur frá vistinni þar. Iris er fædd og uppalin á Akur- eyri og býr þar. Hún hætti námi að loknu einu ári í framhaldsskóla og hefur verið meira og minna heima- vinnandi í átta ár. „Eg hef verið alveg heimavinn- andi í fimm ár en í þessum hópi hér í Menntasmiðjunni eru bæði konur sem hafa verið atvinnulausar og konur sem hafa verið heimavinn- andi. Ég geri mér það ljóst núna að ég var orðin býsna einangruð heima Eitt af því scm kennt er í Mennta- smiðjunni er prjón en þessa fallegu peysu prjónaði Anna Fía eingöngu úr afgöngum. með þrjú lítil böm þó ég hafi ekki tekið sérstaklega eftir því á meðan ég var í þeirri stöðu.“ - Finnst þér þú hafa haft gott af vistinni í Menntasmiðjunni? „Já, mjög, þetta hefur verið ákaf- lega þroskandi tími sem hefur skipt sköpum fyrir mig sem persónu. Ég hef öðlast meiri sjálfsstyrk og þaó skilar sér einfaldlega í meiri lífs- gleði, hver einasti dagur er miklu skemmtilegri nú en áður. Meðal námsgreinanna hér er sjálfsstyrking og tjáning. Við höf- Það var sannarlcga tekið vel á móti gestum í Menntasmiðjunni, margt skemmtiiegt að sjá og gómsætar veitingar á boðstóium. um líka verið í bókfærslu, ensku, ís- lensku og fleiri greinum svo sem myndlist og prjóni. Þaö var stórkostlegt að fara í gegnum sjálfsstyrkinguna og tján- inguna. Ég er nú ekki nema 162 cm á hæð en eftir að hafa setið í tíma í þessum fögum þá finnst mér ég vera að minnsta kosti 190 cm! Svo hefur þetta verið mjög skemmtilegur vetur, þetta eru svo skemmtilegar konur hér í Mennta- smiðjunni. Við erum ólíkar á marg- an hátt en náum samt ótrúlega vel saman. Það hefur verið lærdómsríkt að kynnast öllum þessum konum. Við höfum speglað okkur í reynslu hvorrar annarrar og lært af því. Fyr- ir mig hefur þessi vetur verið ein- stakt ævintýri og ég vona svo sann- arlega að það fáist fjármagn til að halda þessu starfí áfram.“ - Hefur dvölin í Menntasmiðj- unni vakið áhuga þinn á að fara í frekara nám? „Já, tvímælalaust. Núna langar mig að fara í skóla en mig hefur ekki iangað til þess síðan í bama- skóla,“ sagði íris Halla. KLJ ^ Sigyn Frímann er ein þcirra ^ kvenna sem dreif sig í Mennta- smiðju kvcnna í vetur en hún hefur verið án atvinnu síðan fyrirtækið sem hún starfaði hjá lagði upp laup- ana. Sigyn sat síðast á skólabckk í Húsmæðraskólanum á Isafírði á ár- unum 1953-1954. Hún sagði að vist- in í Mcnntasmiðjunni hcfði í senn verið skemmtileg og krefjandi og að hún hefði tvímælalaust hafl mjög gott af þessum mánuðum í smiðj- unni. íbúð óskast Háskólinn á Akureyri leitar að 4 herbergja íbúð til leigu frá 1. eða 15. júlí nk. fyrir nýjan starfsmann. Nánari upplýsingar gefur Edda Kristjánsdóttir í síma 30901. Lögmannshlíðarsókn Aðalsafnaðar- fundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í Glerár- kirkju miðvikudaginn 24. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefnd. S íþróttamiðstöð Glerárskóla \ \ Sund - Sund - Sund : Sundnámskeiðin í Glerárlaug hefjast þriðjud. 6. júní! Skráning og allar upplýsingar i verða í síma: 21539. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Styrkir til framhalds- náms í dönsku Danska menntamálaráðuneytið veitir á skólaárinu 1995-96 íslenskum dönskukennurum 3 styrki til fram- haldsnáms eða rannsókna við háskóla í Danmörku. Styrkirnir verða veittir: I.Starfandi dönskukennurum í grunn- og framhalds- skólum, sem lokið hafa að minnsta kosti BA prófi í dönsku eða BEd prófi með dönsku sem valgrein. 2. Háskólastúdentum sem lokið hafa því námi sem til- greint er í lið 1. hér að framan og vilja búa sig undir dönskukennslu með frekara námi. Styrkþegar þurfa sjálfir að afla sér skólavistar í há- skólastofnunum í Danmörku, en danska menntamála- ráðuneytið mun að einhverju leyti geta haft milligöngu um að útvega styrkþegum skólavist. Fái styrkþegi ekki skólavist skólaárið 1995/96 er honum heimilt að nota styrkinn á skólaárinu 1996/1997. Hver styrkur er að upphæð 50.000 danskar krónur, og skal notaður til að greiða ferðakostnað, uppihald og annan kostnað í Danmörku. Umsóknir um styrkina fyrir skólaárið 1995/96 sendist fyrir 12. júní 1995 til: Dansk-islandsk Fond Skt. Annæplads 5 DK-1250 Köbenhavn K Umsóknunum skulu fylgja upplýsingar um fyrra nám og störf umsækjenda. Jafnframt skal gerð grein fyrir fyrirhuguðu námi eða rannsóknum. Nánari upplýsingar veitir formaður Dansk-islandsk Fond: Professor Hans Bekker-Nielsen Odense Universitet Center for Nordiske Studier Sími (0045) 6615 8600

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.