Dagur - 07.06.1995, Page 3

Dagur - 07.06.1995, Page 3
FRETTIR Miðvikudagur 7. júlí 1995 - DAGUR - 3 Átta stúdentar brautskráöust að þessu sinni. Á innfelldu myndinni eru Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari á Laug- um. Framhaldsskólinn á Laugum: Átta stúdentar brautskráðir Framhaldsskólanum að Laugum var slitið sl. föstudag við hátíð- lega athöfn í íþróttahúsinu. Átta stúdentar brautskráðust að þessu sinni og óskaði Hjalti Jón Sveins- son, skólameistari, þeim velfarn- aðar. Þetta er í þriðja sinn sem stúdentar ljúka prófum frá Laug- um, en þeir þurfa að útskrifast í nafni annars skóla. Sagðist skólameistari vona að næsta haust gæti skólinn hafið sitt sjöt- ugasta og fyrsta starfsár sem full- gildur framhaldsskóli. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, flutti erindi við athöfnina og fjallaði um skóla- mál, breytingar á námsframboði síðustu árin og gildi bóknáms og verknáms. „Það er von mín að skólahald á Laugum muni vaxa og dafna, og verða sem fyrr ómiss- andi þáttur í að bæta mannlíf og auka lífsgæði fólks á Norðaustur- landi,“ sagði Þorsteinn m.a. en hann er fyrrverandi nemandi Laugaskóla. Skólameistari kom víða við í ræðu sinni. Hann sagði að þó vet- urinn hefði verið erfiður veðurfars- lega séð, hefði kennaraverkfallið þó sett stærra strik í reikninginn fyrir nemendur. Þeir hefðu þó aldrei möglað, þrátt fyrir aukatíma og kennslu á laugardögum, en það hefði komið í ljós að margir nem- endanna væru nær ómissandi frá foreldrahúsum yfir sauðburðinn. Tveir tíundubekkingar hlutu verðlaun við skólaslitin: Teitur Arason og Snæbjörn Kristjánsson. Dögg Matthíasdóttir, nýstúdent, fékk verðlaun fyrir námsárangur í íslensku og á ferðamálabraut. Anna Þorsteinsdóttir, nýstúdent, hlaut verðlaun fyrir frábæran námsárangur og Rúnar B. Gíslason fyrir prúðmennsku og samvisku- semi. Elmar Viðarsson, Guðmund- ur Sigmarsson, Sverrir Lange Frið- riksson, Jóhanna Björg Guð- mundsdóttir og Ragnhildur Stef- ánsdóttir luku einnig stúdentsprófi. IM Sumaráætlun Flugleiða: Ferðum til Akureyrar fjölgar úr fimm í sjö virka daga Sumaráætlun Flugleiða tók gildi 29. maí sl. og gildir til 3. septem- ber nk. Helstu breytingar frá áætlun fyrri sumra, eru þær að ferðum til Akureyrar fjölgar úr Blanda: Fýrsti laxinn á mánudag Fyrsti lax sumarsins veiddist í Blöndu á mánudag þegar stjórn Stangaveiðifélagsins Flugunnar á Akureyri hóf veiðitímabilið. Félagið hefúr ána á leigu og er þetta fyrsta sumarið af þremur sem samningur Flugumanna hljóðar uppá. Það var Sveinbjörn Jónsson, varaformaður félagsins, er veiddi fyrsta laxinn, fallega 13 punda hrygnu. Hún veiddist á Breiðunni sem er niður undir Blönduósi og sagði Sveinbjöm í samtali við blaðið í gær að um 4 metra þykkt snjóstál sé enn í bakka gljúfursins sem sé mjög óvenjulegt á þessum árstíma. Blanda er hins vegar með fallegasta móti og verður væntan- lega vatnslítil í sumar meðan safn- að er vatni í uppistöðulón Blöndu- virkjunar. JÓH fimm í sjö alla virka daga og hefur því sætaframboð á þeirri leið aukist til muna. „Ástæðan fyrir þessari fjölgun eru sú að nú tökum við Akureyri- Húsavík og Akureyri- Sauðárkrók saman í ferð. Vél sem fer kl. 8 að morgni frá Reykjavík til Akureyr- ar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, heldur áfram til Húsavíkur og fer þaðan suður aft- ur. Vél sem fer kl. 19 frá Reykja- vík til Húsavíkur, heldur áfram til Akureyrar og fer héðan suður aft- ur. Á þriðjudögum og fimmtudög- um förum við eins að, nema þá í gegnum Sauðárkrók," sagði Berg- þór Erlingsson, umdæmisstjóri Flugleiða á Norðurlandi. Um helgar eru farnar fimm ferðir á dag á milli Reykjavíkur Rauði kross íslands hefúr aug- lýst eftir starfsmanni á Norður- landi, til að annast stuðning við RKÍ deildirnar á svæðinu, sem eru 13 frá Hólmavík til Þórs- hafnar. Um heilsdagsstarf er að ræða og er áætlað að helmingur tímans og Akureyrar eins og áður. Einnig er áfram flogið í sömu ferð til Sauðárkróks og Húsavíkur á sunnudögum. Þá daga sem Flug- leiðir fljúgja ekki til Húsavíkur, flýgur Flugfélag Norðurlands á þeirri leið, þ.e. þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga. Loks er flogið frá Reykjavík til Sauðárkróks kl. 15 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Sumar„traffíkin“ hefur farið ró- lega af stað og sætanýtingin verið frekar léleg eftir að HM í hand- bolta lauk og eins hafði Sleipnis- verkfallið einhver áhrif í fluginu að mati Bergþórs. Hann á hins vegar von á bjartari tímum fram- undan. KK sé viðvera á skrifstofu en hinn hlutinn fer í fundi, námskeiðahald og fræðslu utan fasts viðverutíma. Æskilegt er að starfsmaðurinn sé staðsettur miðsvæðis á svæðinu og er gert ráð fyrir að hann hefji störf 1. september nk. KK Rauðí krossinn á Norðurlandi: Starfsmaður ráðinn Húsavík: Á112 km ferð um íbúðagötu - sviptur ökuleyfi á staðnum Tveir ökumenn á Húsavík voru sviptir ökuleyfi á staðnum sl. laugardag er lögreglan stóð þá að of hröðum akstri í bænum. Sá er hraðar ók var á 112 km liraða á Mararbraut-Stangarbakka. Síðdegis á laugardag virtust of margir Húsvíkingar fá fiðring í bensínfótinn og höfðu tveir lög- reglumenn í eftirlitsferð ekki við að stöðva menn fyrir hraðakstur, en 10-15 ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á 1-2 tímum. í hópnum mátti jafnvel finna ríg- fullorðna, ráðsetta menn að sögn lögreglu. Talsverð ölvun var í bænum um helgina en skemmtanir fóru vel fram og allt gekk slysalaust. Lögreglan er afar óhress nreð bílbeltaleysi húsvískra ökumanna og farþega þeirra og mun fylgjast grannt með að reglum þar um verði hlýtt á næstunni. Auga verð- ur einnig haft með ökuhraðanum áfram, að sögn lögreglu. IM Mundu, sjö stafa símanúmer! Ný símanúmer voru tekin í notkun um land allt á laugar- daginn og gengu skiptin að mestu áfallalaust fyrir sig á Norðurlandi. Skiptin urðu á miðnætti aðfara- nætur laugardagsins, en þau eiga ekki að hafa komið neinum á óvart. Bilunar varð vart strax um nóttina í NMT-farsímakerfinu en hún var fljótlega einangruð. Fólk virðist almennt hafa verið tilbúið en sumir lentu samt í vandræðum. Að sögn Sigurjóns Jóhannessonar, umdæmisverkfræðings hjá Pósti og síma, kom upp vandamál í elstu símstöðinni á Akureyri, en ekki var hægt að hringja í númer sem byrja á 4621, 4624, 4625 og 4626 og fengu þeir sem hringdu í þessi númer framan af laugardeg- inum að heyra að þeir ættu að muna sjö stafa númerin, þrátt fyrir að rétt væri valið. Starfsmenn Pósts og síma komust þó fljótt fyrir þessa bilun. Hún stafaði af því að núnrerin eru ekki stafræn og illa gekk að tengja á milli óstafrænna númera og stafrænna. Þessi númer verða stafræn á næst- unni, númer sem byrja á 4621 og 4626 verða tengd aðfaranótt 8. júní en önnur síðar í sumar. Búast má við smávægilegum truflunum á þessum tíma. shv Ferjan Norræna 20 ára Þann 14. júní verða tuttugu ár liðin frá því að Smyrill, forveri ferjunnar Norrænu, kom til Seyðisfjarðar í sinni fyrstu ferð. Árið 1983 tók Norræna við af Smyrli og saman hafa þessi skip flutt til landsins á annað hundr- að þúsund farþega. Norræna kemur til landsins á morgun, fimmtudag, og verður móttaka um borð í tilefni afmælis- ins. Meklenborg, aldraður skip- stjóri sem sigldi með Smyrli árið 1975, kemur með skipinu og verð- ur heiðursgestur. Einnig verða um borð um 50 boðsgestir frá fær- eysku landsstjórninni og þinginu en Færeyingar eiga 95% hlut í skipinu. I sumar er áætlað að Nor- ræna sigli 14 ferðir og skiptir ferj- an töluverðu máli fyrir atvinnulíf Seyðfirðinga yfir sumartímann. AI Oflug starfsemi áhugaleikfélaga - ný íslensk leikrit sífellt vinsælli Starfsemi áhugaleikfélaga í landinu er býsna öflug að mati Kristjáns E. Hjartarsonar, fyrr- verandi formanns Bandalags ís- lenskra leikfélaga. Þetta á ekki síst við á Norðurlandi eystra þar sem áhugaleikfélög hafa verið mjög virk undanfarin ár. Kristján, sem var formaður síð- ustu tvö árin, segir að það sé orðið algengara að áhugaleikfélögin setji upp ný íslensk leikrit sem þau semji sjálf eða láti semja fyrir sig. „Þetta er þróun sem mér finnst mjög jákvæð og góð. Með því að semja staðbundin leikrit skapa leikfélögin sér sérstöðu og fara svolítið á annan vettvar.g en atvinnuleikhúsin en eru engu að síður að sýna fullgild leikverk." 50-60 áhugaleikfélög eru starfandi á landinu og til samans setja þessi félög upp um 70 leik- sýningar á ári hverju. Því er ekki hægt að segja annað en um blóm- lega starfsemi sé að ræða. Kristján telur að Norðurland eystra standi einna best að vígi og þar sé virkni leikfélaganna mest. „Bara á Eyja- fjarðarsvæðinu eru fjögur félög sem eru að sýna á hverjum vetri og Húsavík er líka með öflugt fé- lag. Á þessu svæði njótum við líka góðs af nærveru Leikfélags Akur- eyrar, sem hefur lagt til leikstjóra á margar sýningar og einnig að- stoðað við ýmsa tæknilega vinnu.“ Þess má að lokum geta að á að- alfundi Bandalags íslenskra leik- félaga, sem haldinn var á dögun- um, var sýning sem jafnframt var samkeppni um bestu plaköt og leikskrár. Það var heimafélag Kristjáns, leikfélagið á Dalvík, sem hreppti bæði verðlaunin fyrir plakat og leikskrá sem voru gerð fyrir sýningu á Land míns föður og var Kristján að vonum ánægð- ur með þann árangur. AI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.