Dagur - 07.06.1995, Side 6

Dagur - 07.06.1995, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 7. júní 1995 Frá starfsfólld Gagn- íræðaskólans Olafsfírði STÓRSVEITIN SALSA PICANTE ÁSAMT SÖNCKONUNNI BERGLINDI BJÖRK Blaðinu hefur borist eftirfarandi yfírlýsing frá starfsfólki Gagn- fræðaskólans í Ólafsfirði vegna umfjöllunar í skólanefnd um mál- efni skólastjóra GÓ: Við undirrituð, starfsmenn við Gagnfræðaskólann Ólafsfirði, lýs- um vanþóknun okkar á bókun skólanefndar, sem birtist í bæjar- málapunktum Dags hinn 25. maí síðastliðinn, þar sem gerð er at- hugasemd við „ítrekaða fjarveru" Helga Jónssonar, skólastjóra. Við þessa „ítrekuðu fjarveru“ skólastjóra könnumst við ekki. Helgi var fjarverandi alls sex daga á skólaárinu, fjóra á haustönn, þar af einn dag á fundi hjá Mennta- málaráðuneyti, og tvo á vorönn. Kennsla sem niður féll vegna fjarvistar skólastjóra nam alls átta kennslustundum, sem hann hefur að fullu bætt og hafði raunar Helgi Jónsson, skólastjóri Gagn- fræðaskóla Ólafsfjarðar. kennt helminginn af þeim fyrir of- angreinda bókun skólanefndar. Munid söfnun Lions fyrir endurhœfingarlaug í Kristnesi Söfnunarreikningur í Sparisjóði Glœsibœjarhrepps á Akureyri nr. 1170-05-40 18 98 Hljómtœkjaskápur í verðlaun A Byggingardögum sem Samtök iðnaðarins stóðu l'yrir um miðjan maí sl„ efndi Trésmiðjan Ölur hf. á Akureyri til getraunar meðan á sýningu stóð og var hljómtækjaskápur í verðlaun. Á myndinni er vinningshafinn, Elmar Dan Sigþórsson, 12 ára, en t.h. stendur Hrafn Þórðarson, eigandi Alar hf. Mynd: Robyn H/F HYRNA BYGGINGARVERKTAKI / TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • Akureyri • Sími 96-12603 • Fax 96-12604 Smíðum fataskápa, baðirmréttingar, eldhúsinnréttingar og innihurðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu Greiðsluskilmálar við allra hæfi I Auglýsendur! Skilafrestur auglýsinga í helgarblaðið okkar er til kl. 14.00 á fimmtudögum. - já 14.00 á fimmtudögum $ I 1 D auglýsingadeild Opiðfrá kl. 8.00-17.00. I SUÐRÆNNI SVEIFLU LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 10. JÚNÍ Sími 462 2200 Við undirrituð vottum Helga Jónssyni fyllsta traust sem áreið- anlegs og samviskusams yfir- manns og hörmum það vantraust sem fram kom í bókun skóla- nefndar. Ari Eðvaldsson, húsvörður Björn Þór Ólafsson, kennari Herdís Pála Pálsdóttir, kennari Margrét Steingrímsdóttir, leið- beinandi Sigrún Jónsdóttir, kennari Sigrún Hjartardóttir, kennari Valgerður Sigurðardóttir, kennari Vilhelmína Héðinsdóttir, kennari Þórir Jónsson, kennari Þuríður Astvaldsdóttir, kennari Gagnfræðaskóli Ólafsfjarðar. Ný ritröð Barnaheilla: Erindi og greinar um mannrétt- indi barna HÓTEL KEA Mannréttindi barna er yfirskrift fyrsta heftis í nýrri ritröð Barna- heilla, sem fjalla mun um málefni barna frá mörgum sjónarhornum. í þessu fyrsta riti eru birt erindi, sem flutt voru á ráðstefnu samtak- anna um mannréttindi barna sl. haust, þegar Barnaheill fagnaði fimm ára afmæli sfnu. Fyrirhugað er að fleiri hefti rit- raðarinnar komi út og verður greint frá þeim jafnóðum. í þessu fyrsta hefti eru fjórtán erindi og greinar um mannréttindi barna, barnavernd og viðhorf til barna. Höfundar eru Arthur Morthens, formaður Barnaheilla, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands - sem var fyrsti félagi samtakanna og er jafnframt heiðursfélagi - Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson fyrrv. utanríkisráðherra, Lars H. Gustafsson, varaformaður Barna- heilla í Svíþjóð, Loftur Guttorms- son, prófessor við Kennaraháskóla íslands, Bragi Guðbrandsson, for- stöðumaður Barnaverndarstofu, Karl Steinar Valsson afbrotafræð- ingur og lögreglumaður í Reykja- vík, Aðalsteinn Sigfússon, félags- málastjóri í Kópavogi, dr. Guðrún Jónsdóttir stjórnarmaður í Stíga- móturn, Hrefna Friðriksdóttir hér- aðsdómslögmaður, Hrólfur Kjart- ansson deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu og Ágúst Þór Árna- son, framkvæmdastjóri Mannrétt- indaskrifstofu íslands. Samtökin Barnaheill starfa í deildum um allt land og eiga náið samstarf við systursamtök sín á Norðurlöndum. Samtökin eiga að- ild að alþjóðasamtökunum Save the Children Alliance. Tilgangur Barnaheilla er að stuðla að bætt- um hag barna og fjölskyldna þeirra og hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Samtökin hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum. Félagar í samtökunum Barna- heill eru nú liðlega 10 þúsund talsins. Ritið Mannréttindi barna má fá á skrifstofu Barnaheilla, Sigtúni 7 í Reykjavík, og kostar 600 krónur. J---------------------- 0RÐ DAGSINS 462 1840 ____________________r

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.