Dagur - 07.06.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 07.06.1995, Blaðsíða 10
14 - DAGUR - Miðvikudagur 7. júní 1995 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Knattspyrna - 2. deild karla: Fýrstu stig Þorsara - HK lagt að velli í döprum leik „Baráttan var góð en leikurinn var ekkert sérstakur. Við feng- um færin í fyrri hálfleik en sá seinni var frekar daufur. Það býr miklu meira í liðinu heldur en þetta og það vantar bara að- eins meiri kraft. Þetta eru fyrstu stigin og ekki þau síðustu því við ætlum upp,“ sagði Árni Þór Árnason, sem skoraði fyrsta mark Þórsara í 2. deildinni í sumar og tryggði liðinu fyrstu stigin í deildinni. Þór sigraði HK sl. föstudagskvöld, 1:0, á Akur- eyrarvelli. Þórsarar byrjuðu betur en gekk illa aó skapa sér færi. Þaó fyrsta kom um miðjan hálfleikinn þegar Radovan átti skot framhjá af löngu færi og stuttu síðar átti landi Ince til Inter? Miklar líkur eru taldar á því að enski tengiliðurinn Paul Ince leiki með Intemazionale á Ital- íu næsta vetur. United er sagt vilja fá 7 milljónir punda og er Intcr tilbúið að greióa þá upp- hæð. Samkvæmt umboósmanni kappans er bara beðið eftir að Alex Ferguson, stjóri United, komi heim úr sumarleyfi frá Bandaríkjunum. Eigandi Inter var spuróur í sjónvarpsviðtali hver yrði fyrirliði liðsins næsta vetur og svaraði hann um hæl „Paul lnce.“ Draper í staöinn? Ef Ince fer er talið líklegt að United muni kaupa Mark Draper frá Leicester, fyrir allt að 4 milljónir punda til að leysa hann af. Tll Englands Inter mun selja hollcnska fram- herjann Dennis Bergkamp í sumar og ensku félögin New- castle, Tottenham og Chelsea berjast um að fá hann í sínar raðir. Þá er talið líklcgt að Inter kaupi í staðinn ítalska goðið Roberto Baggio, sem ekki mun leika áfram meó Juventus. Þrír sterkir ein rúta og Juventus hefur samið vió Sampdoria um kaup á þremur sterkum leikmönnum. Vamar- jaxlinn Pietro Vierchowod, kantmaðurinn Attilio Lom- bardo og serbneski tengiliður- inn Vlaidmir Jugovic leika með meisturum Juve næsta vetur, sem borgar 19 billjónir líra fyrir þá eða um 900 millj- ónir króna. Auk þcss fær Sampdoria glæsilega Fiat rútu í kaupbæti. Til sölu Enska félagið QPR hefur boðið skærustu stjömu sína, fram- herjann Les Ferdinand, til sölu. Hann er 29 ára og metinn á um 5 milljónir punda. Arsenal, Everton og Aston Villa berjast um kappann auk þess sem Newcastle og Tottenham eru að leita sér að framherja og blanda sér eflaust í baráttuna. hans Vitorovic snöggt skot úr góðu færi sem markvörður gest- anna varði. Leikmenn HK fengu eitt færi fyrir hlé sem ekki tókst aö nýta og það stefndi í markalausan fyrri hálfleik. En þegar eðlilegur leiktími var liðinn og og flestir vom famir að bíða eftir flauti dómarans slapp Ámi Þór skyndi- lega einn í gcgn eftir sendingu frá Sveinbimi Hákonarsyni, lék á markvörðinn og renndi í netió. Orfáum sekúndum síðar var blásið til leikhlés. I síðari hálflcik fengu Þórsarar þrjú færi til viðbótar sem hefðu gctað gefið mark gegn slakri vöm gestanna. Sveinbjörn skaut rétt framhjá úr góðu færi og Orn Við- ar skaut yfir úr besta færi leikins, einn gegn markverói. Þá átti Vi- torovic skot rétt framhjá stönginni en leikur Þórsliðsins var ekki sannfærandi. HK hefði getaó stol- iö stigi undir lokin þegar Valdi- mar Hilmarsson átti gott skot aö Þórsmarkinu sem Olafur Péturs- son sló í slána og yfir. Greinilegt er aö enn á eftir að slípa leik Þórsara, sérstaklega sóknarleikinn. Þrátt fyrir að vera augljóslega með sterkara lió en HK náóu Þórsarar ekki aó nýta sér það og vantaði broddinn í sókn- ina. Radovan spilaói einn frammi en fékk aðstoð frá Vitorovic á miðjunni og Áma Þór á hægri kanti en þeir höfðu einnig vamar- hlutverki að gegna. Þórir Áskels- son var kominn aftur í vömina og er traustur. Vitorovic gerði góða hluti framar á vellinum var yfir- burðamaður í liði Þórs. Lið Þórs: Ólafur Pétursson - Sveinn Pálsson, Birgir Þór Karls- son, Þórir Áskelsson, Páll Pálsson Dragan Vitorovic var yflrburðamaður í Þórsliðinu gegn HK en félagar hans verða að taka sér tak fyrir næsta leik, gegn Skallagrími. Mynd: sh - Páll Gíslason, Dragan Vitorovic, Sveinbjörn Hákonarson, Árni Þór Ámason, Örn Viðar Amarson - Radovan Cvijanovic. Knattspyrna - 2. deild karla: KA nýtti ekki færin „Þetta var ekki mjög góður leik- ur af okkar hálfu þó svo að við höfum fengið færin til að vinna. Við höfum leikið mun betur en þetta og í heildina voru þetta kannski sanngjöm úrslit,“ sagði Pétur Ormslev, þjálfari KA, eftir að liðið gerði markalaust jafn- tefli við Víði í Garði sl. föstu- dagskvöld. Heimamenn byrjuðu lcikinn af krafti og áttu stangarskot snemma leiks en það var þó ekki fyrirboði um það sem koma skyldi því þetta var eina markveróa færi heima- manna í leiknum. KA-menn tóku völdin og spiluðu vel undir ör- uggri stjóm Bjama Jónssonar á miójunni. Þorvaldur Makan Sig- - markalaust jafntefli í Garðinum bjömsson fékk tvö góð færi sem ekki nýttust. Hann slapp einn inn- fyrir vörn heimamanna en skaut yfir markið og síðar átti hann skot í stöng og skalla í þverslá í sömu sókninni. Gísli Guðmundsson átti einnig ágætt skot að marki sem var varið. Besta færi leiksins fékk þó varnarmaðurinn Halldór Krist- insson, sem skallaði yfir af mark- teig eftir að Dean Martin hafði leikió vamarmenn Víöis grátt á hægri kanti og átt nákvæma fyrir- gjöf á kollinn á Halldóri. Bjarni Jónsson var driffjöðurin á miðjunni hjá KA. Leikurinn róaðist nokkuð í síð- ari hálfleik en KA hafði enn völd- in og sótti meira án þess að skapa sér mörg teljandi marktækifæri. Víóismenn spiluðu agaóan varnar- leik og hættu sér aldrei of framar- lega meó lið sitt. Bjarni Jónsson var bestur í KA- liðinu að þessu sinni og stjómaöi sem kóngur á miðjunni. Þá var Dean Martin sprækur í fyrri hálf- leik og Höskuldur Þórhallsson barðist vel á miðjunni. Lið KA: Eggert Sigmundsson - Steingrímur Birgisson, Halldór Kristinsson, Bjarki Bragason - Bjarni Jónsson, Höskuldur Þór- hallsson, Helgi Aðalsteinsson (Jó- hann Amarsson), Dean Martin, Stefán Þórðarson - Gísli Guó- mundsson (Hermann Karlsson), Þorvaldur Makan Sigbjömsson. Knattspyrna - 3. deild karla: Völsungur burstaöi Selfoss Það var markasúpa sem áhorf- endur á Húsavíkurvelli fengu að sjá þegar Selfyssingar komu til Húsavíkur sl. föstudagskvöld í 3. deildinni. Það var Ijóst strax í upphafi að heimamenn ætluðu sér sigur og ekkert annað. Þeir náðu strax undirtökunum og léku oft ágæta knattspyrnu og Selfyssingar voru strax í hálf- gerðum vandræðum, bæði í vörn og sókn. Spurningin var því bara hvernær Völsungar skor- uðu fyrsta markið og það kom á 10. mínútu þegar Viðar Sigur- jónsson skoraði eftir skemmti- lega hælspyrnu frá Arngrími Arnarsyni. Völsungar héldu sókn sinni áfram og hún bar ár- angur á 15. mínútu þegar Jónas Grani skoraði með þrumufleyg af 25 metra færi. Sama baráttan hélt áfram hjá Völsungum og Selfyssingar vörðust. Selfyssingar reyndu skyndi- sóknir sem ekki báru árangur vegna góðrar vamar heimamanna meó Baldvin Viðarsson sem besta mann. Á 25. mínútu náði Jónas Grani að skalla snyrtilega að marki og vamarmaður gestanna stýrói boltanum í eigið mark. Selfyssingar réttu nokkuð úr kútnum síðari hluta fyrri hálfleiks en Björgvin Björgvinsson í marki Völsungs sá ætíð viö þeim. Það Knattspyrna - 3. deild karla: Steindautt jafntefli - í viðureign Hattar og Dalvíkur Dalvíkingar gerðu markalaust jafntefli víð Hött á blautum og erfiðum malarvellinum á Seyðis- firði um helgina. Leikurinn var ekki upp á marga fiska og fá færi litu dagsins Ijós. Dalvíkingar Icntu í hrakningum við að komast austur á laugar- dagsmorgun í stórhríð og byl og þurftu að ýta einurn bílnum yfir Fjarðarheiðina. Það gaf forsmekk- inn af því sem beið liðsins á Seyð- isfirði. Spilað var við erfiðar að- stæður, rok og rigningu og völlur- inn mjög slærnur. Liðunum gekk mjög illa að spila knattspymu við þessar aðstæður og réó vindurinn miklu urn gang leiksins. Hattarmenn sóttu meira í fyrri hálfleik þcgar þeir voru undan vindi og í síðari hálfleik snérist það við. Ekki var mikið unt opin marktækifæri en Dalvíkingar komust næst því að skora undir lok leiksins þegar boltinn skopp- aði í stöngina eftir baming í víta- teig heimamanna. Þar var Jón Þór- ir Jónsson á ferð og munaði minnstu að hann næði að tryggja gestunum öll stigin. Erfitt er að hrósa einstökum leikmönnum fyrir leikinn cn Atli Már Rúnarsson spilaði af öryggi í marki Dalvíkinga, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann greip vel inn í leikinn þegar á þurfti að halda. var svo á síðustu mínútu hálfleiks- ins að Arngrímur skoraði með lúmsku skoti út við stöng. Staðan í hálfleik 4:0 og heimamenn kátir mjög. I seinni hálfleik byrjuðu Sel- fyssingar með miklum látum en sóknir þeirra báru eigi að síóur ekki árangur þrátt fyrir nokkur góð færi því Björgvin var ætíð á réttum stað í markinu. Völsungur náöi aftur betri tökum á leiknum og þar kom að því að Viðar skor- aði með skalla eftir frábæra send- ingu frá Hallgrími Jónassyni. Við- ar fullkomnaói þrennu sína skömmu síðar eftir sendingu frá Jónasi Grana. Ásmundur Arnar- son skoraði gott mark á 85. mín- útu en mínútu síðar voru gestirnir búnir að minnka muninn þegar Sævar Gíslason nýtti sér mistök í vörn heimamanna. Hann var aftur á ferðinni á lokamínútunni en verðskuldaður sigur Völsunga var í höfn. Bestu menn liðanna voru Ing- ólfur Jónsson í liði Selfyssinga og Baldvin Viðarsson hjá Völsungi. Góður dómari leiksins var Rúnar Steingrímsson frá Akureyri. HJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.