Dagur - 07.06.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 07.06.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 7. júní 1995 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Frjálsar íþróttir - Smáþjóðaleikar: Sunna og Ómar bættu sig - Sunna Gestsdóttir með nýtt íslandsmet unglinga Sunna Gestdóttir, USAH, setti nýtt fslandsmet unglinga í 200 metra hlaupi á Smáþjóðaleikun- um sem lauk í Lúxemborg um helgina. Sunna hljóp á 24,26 sekúndum og er það um leið mótsmet og undir lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga, sem haldið verður í Ungverja- landi í lok júlí. Ómar Kristins- son, UMSE, bætti einnig árang- ur sinn í 400 metra hlaupi. Arangur Sunnu er glæsilegur en besti tími hennar í 200 metrun- um áður en haldið var á leikana var 24,54 sekúndur. Hún er fyrst íslendinga til að ná lágmarkinu fyrir Evrópumeistarmótið enda mjög ströng lágmörk. Sunna var einnig í sigursveit Islands í 4x100 metra boðhlaupi, tók síðasta sprettinn og tryggöi sveitinni gull- ið á 46,53 sekúndum. Þá varð Sunna fjórða í 100 metra hlaupi á 11,96 sekúndum og er það bæting á hennar besta tíma en áður átti hún best 12,18 sekúndur. Ómar Kristinsson átti upphaf- lega einungis að keppa í 4x400 metra boðhlaupi en vegna forfalla keppti hann einnig í 400 metra hlaupi. Þar hljóp hann á tímanum 49,52 sekúndur og varð fjórði en besti árangur hans fyrir mótið var 49,76 sekúndur. Þá var hann í boðhlaupssveitinni sem hafnaði í öðru sæti í 4x400 metra hlaupi. Þorvaldur til Norwich? Ljóst er að Þorvaldur Örlygs- son mun ekki leika með Stoke næsta tímabil. Samningur hans er útrunninn og hefur hann hug á að leita á önnur mið. Enskir fjölmiðlar hafa greint l'rá því að Norwich hafi mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. NýrtilStoke? Stoke hefur áhuga á að kaupa Simon Davies, ungan varaliós- mann frá Manchester United, fyrir næsta tímabil. Lárus Orri bestur Nýlega voru tilkynnt úrslit í kjöri leikmanns ársins hjá Stoke að mati dómnefndar frá dagblaðinu Sentinel, sem kem- ur út í Stoke. John Butler heitir sá sem hlaut nafnbótina en það var sérstaklega tekið fram að Lárus Orri Sigurðsson ætti í raun að hljóta viðurkenninguna en dómurunum fannst það ekki sanngjamt, þar sem hann lék aðeins hálft tímabil með félag- inu. Knattspyrna: Æfingar yngri flokka KA Knattspyrnukappar eru komnir á fullt skrið og æfingar yngri flokka félaganna hafnar. Eftirfar- andi er æfingatafla yngri flokka KA og er athygli vakin á því að í 7. flokki geta krakkarnir valið um að æfa fyrir eða eftir hádegi. Æfingatími hjá 3. flokki karla og 3. flokki kvenna er breytilegur en Einvarður Jóhannsson er með kvennaflokkinn og Árni Stefáns- son með karlaflokkinn. 7. flokkur: Alla virka daga kl. 11.00-12.00 eða kl. 13.00-14.00 Þjálfarar: Stefán Þórðarson og Bjarki Bragason. 6. flokkur: Alla virka daga kl. 9.30-11.00 Þjálfari: Erlingur Kristjánsson 5. flokkur karla: Alla virka daga kl. 9.30-11.00 Þjálfari: Ámi Stefánsson 4. flokkur karla: Alla virka daga kl. 10.30-12.00 Þjálfari: Einvarður Jóhannsson 4. og 5. fl. kvenna: Alla virkadagakl. 16.00-17.00 Þjálfarar: Lillý Viðarsdóttir og Sara Haraldsdóttir. Sunna Gestsdóttir setti íslandsmet unglinga í 200 metra hiaupi á Smáþjóða- leikunum í Lúxemborg og bætti árangur sinn í 100 metra hlaupi. Knattspyrna - 4. deild karla: Markamet á Blönduósi - Magni og KS með góða sigra Um helgina fóru fram þrír leikir í c-riðli 4. deildar karla í knatt- spyrnu. Á Blönduósi settu heimamenn nýtt markamet þeg- ar Þrymur var lagður að velli með glæsibrag. Á Sauðárkróki hirtu Siglfirðingar öll stigin í slökum leik og Ingólfúr Áskels- son tryggði Magna sigur á SM með góðum mörkum. Hvöt-Þrymur 14:1 „Þetta var mjög sætt en býsna auðveldur leikur fyrir okkur enda fór saman glimrandi leikur af okk- ar hálfu og aö þeir áttu mjög slak- an dag,“ sagði Helgi Amarson, þjálfari Hvatar, eftir að lið hans sló markamet félagsins sl. föstu- dagskvöld með 14:1 sigri á Þrym. Auk þess er þetta vallarmet á nýj- Úr leik a-liðanna á mölinni á Húsavík. Þórsarinn Gunnar Mar Konráðsson skýtur hór að marki heimamanna en Gunnar skoraði tvö mörk í lciknum. Mynd: KK Knattspyrna - 5 flokkur karla: Þórsarar sterkír á Húsavík Þá eru hafnir fyrstu leikirnir í íslandsmóti yngri flokka í knatt- spyrnu og um helgina var leikið í 5. flokki á Húsavík. Þar voru Þórsarar í heimsókn og fóru þeir með sigur í flokki a-, b- og c- liða. Hjá a-liðunum sigraöi Þór 4:0 með mörkum frá Gunnari Mar Konráðssyni, sem skoraði tvö mörk, Sigurði Frey Sigurðssyni og Daða Kristjánssyni. I leik b-lið- anna sigraði Þór 3:0 með mörkum frá Birgi Þrastarsyni, Ármanni Ævarssyni og Jóhannesi Svan Ól- afssyni. I leik c-liðanna var sigur Þórsara einnig nokkuð öruggur, 6:1. Gunnar Birgisson skoraði 3 mörk og Sölmundur Pálsson, Bernharð Sveinsson og Baldur A. Sigmundsson eitt hver. Mark Völsungs skoraði Óttar Ingi Odds- son. um grasvelli á Blönduósi. Helgi breytti um uppstillingu á liði sínu og hafði nú Gísla Torfa Gunnarsson og Hörð Guðbjöms- son saman í fremstu víglínu og gaf það góða raun. I sameiningu skoruðu þeir átta mörk, Gísli Torfi 5 og Höróur 3. Samvinna þeirra var mjög skemmitleg og skilaði fallegum mörkum. Sjálfur skoraði Helgi þjálfari tvö mörk, Sigurður Davíðsson, fyrirliði, setti eitt eins og Ásgeir Valgarðsson, Kristján Blöndal og Benedikt Sigurðsson. Markið hans Benedikts var einkar skemmtilegt, beint úr homspymu setti hann knöttinn efst í mark- homið. Staðan var 7:1 í hálfleik og þrátt fyrir að Hvatarmenn skiptu öllum varamönnum sínum inná í síðari hálfleik hafði það engin áhrif á leikinn. Mörkin komu með jöfnu millibili og mörg falleg mörk litu dagsins ljós. Mark Þryms skoraði Gísli Einarsson. Tindastóll-KS 1:2 „Við unnum og ætli það sé ekki það eina sem ég er ánægður með eftir leikinn. Þetta er sennilega lé- legasti leikur sem ég hef spilað á ævinni, þetta var svo lélegt. Ég hef ekki trú á aó það verói hægt að spila svona dapran leik aftur,“ sagði Mark Duffield, þjálfari KS, eftir leikinn. Leikið var á illa leiknum gras- velli Sauðkrækinga og erfitt að spila almennilega knattspyrnu. I fyrri hálfleik voru heimamenn í Tindastóli öllu sterkari þó svo að þeir hafi ekki spilað mjög vel. Dæmið snérist þó við í þeim síðari og Siglfirðingar höfðu öll völd. Fyrsta markið kom strax á fyrstu mínútu leiksins og þar var Hafþór Kolbeinsson á ferðinni eft- ir langt innkast gestanna. Tinda- stóll jafnaði um miðjan háfleikinn og þar var Sigurjón Sigurðsson á feró eftir hornspymu. Siglfirðingar sóttu allan síðari hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi en sigurmarkió kom þegar stundarfjórðungur var eftir. Þeir fengu aukaspymu fyrir utan teig og varnarmaóur Stólanna setti út hönd og varði boltann. Gestim- ir heimtuðu vítaspymu en hættu því skyndilega þegar Ragnar Hauksson fékk boltann og skoraði með góðu skoti. Magni - SM 2:0 Jafn leikur á Grenivík þar sem heimamenn tryggðu sér sigur með góðum kafla snemma í síóari hálf- leik. Þá skoraði Ingólfur Áskels- son tvö mörk og gerði út um leik- inn. Bæði komu þau eftir gegnum- brot upp að endalínu og góðar fyr- irgjafir þar sem Ingólfur afgreiddi knöttinn í markið. SM sótti meira framan af en náði ekki að skapa sér veruleg færi þó svo þeir ættu ágætis skot að marki Magna. Þeir áttu sláar- skot í leiknum en tókst ekki að koma boltanum í netið. I upphafi síðari hálfleiks átti Ingólfur stang- arskot og bætti síðan um betur með tveimur mörkum. Eftir mörk- in drógu Magnamenn sig í vöm og pressa SM var stíf það sem eft- ir var leiks. Siguróli Kristjánsson, þjálfari og leikmaður SM, var í strangri gæslu Hauks Eiríkssonar, sem er betur þekktur fyrir afrek sín í skíðagöngunni, og gat lítið aðhafst. Besti maöur vallarins var Stefán Gunnarsson, sem fór á kostum á vinstri kantinum hjá Magna og mjög leikinn piltur þar á ferð. Þetta var fyrsti leikur Magna og Sigurbjörn Viöarsson, þjálfari liðsins, sagói ánægjulegt að byrja með sigri. Stórt skarð er þó í lið- inu þar sem Olafur Þorbergsson er meiddur í baki og hefur ekkert getað leikið í vor.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.