Dagur - 10.06.1995, Page 2
2 - DAGUR - Laugardagur 10. júní 1995
FRÉTTIR
Skýrsla um sorphirðumál á Norðurlandi eystra:
Hagkvæmasti kosturinn að
urða sorp á fjórum stöðum
- reiknað með að kostnaður við meðferð úrgangs hækki verulega
í skýrslu um sorphreinsun og
Sorpeyðingu á Norðurlandi
eystra sem Verkfræðistofa Sig-
urðar Thoroddsen hf. vann,
kemur fram að Eyjafjarðarsvæð-
ið er að sumu leyti í fararbroddi
hér á landi hvað ýmsa þætti
sorphirðumála varðar, svo sem á
sviði endurnýtingar ýmissa efna.
Þar og annarsstaðar á Norður-
landi má þó gera enn betur á
ýmsum sviðum, svo sem hvað
flokkun málma varðar, meðferð
spilliefna og jarðgerð úr garðaúr-
gangi. Skýrslan var unnin fyrir
Eyþing - Samband sveitarfélaga
í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum,
Samband ísl. sveitarfélaga og
Umhverflsráðuneytið. Verður
skýrslan kynnt á fundum nk.
mánudag 12. júm', kl. 10.00 á
Hótel Húsavík og kl. 16.30 á
Hótel KEA.
Gerð er úttekt í skýrslunni á
stöðu sorphiðumála og bent á þá
valkosti sem sveitarfélög eiga í
sambandi við úrbætur á næstu ár-
um. Arlegur kostnaður við með-
ferð úrgangs reyndist vera að með-
altali 2.900 kr. á íbúa en í áætlun-
um sem settar eru fram í skýrsl-
unni er gert ráð fyrir að hann
hækki verulega og veröi frá 4.000
Garðmarkaður
í Perlunni við Kaupland
Sumarblóm • Garðáhöld • Sláttuvélar
Þú færð vélina saman setta og með olíu hjá okkur.
Tilboð á garðslöngum 25 m 999,- kr.
Garðúðarar frá 350,- kr.
Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00-16.00.
KAUPLAND
Kaupangi • Sími 462 3565
Utboð
Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri
Útibú Siglufirði
Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri óskar eftir tilboðum
í viðbyggingu við matvöruverslun sína að Suður-
götu 4 á Siglufirði.
Viðbyggingin er ein hæð 10,5x13,6 eða um 143 fm.
Veggir eru steyptir og úr timbri, þak er bárujárnsklætt
og borið uppi af límtrésbitum og límtréskraftsperrum.
Timburveggir eru einangraðir með steinull, klæddir
með Steniplötum að utan en fibergrifsplötum að innan.
Loft er klætt með hljóðeinangrandi plötum.
Tilboðið nær til uppsteypu og frágangs aö utan og inn-
an.
Verkáfangar eru tveir. Frágangi utanhúss skal lokið
eigi síöar en 15. september 1995 og verkinu skal að
fullu og öllu lokið eigi síðar en 15. október 1995.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen hf., Glerárgötu 30, Akureyri, og hjá útibús-
stjóra matvöruverslunar KEA Suðurgötu 4, Siglufirði
gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð skulu hafa borist útibússtjóra KEA Suðurgötu 4,
Siglufirði, eigi síðar en þriðjudaginn 20. júní 1995 kl.
14.00 og veróa þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóð-
enda sem þess óska.
til 8.000 kr. á íbúa eftir því hvaða
leið er valin. Kostnaðurinn hækkar
vegna þess að kröfur um mengun-
arvamir eru uppfylltar.
Meóal tillagna um nýskipan
sorphiróu sem finna má í skýrsl-
unni eru að starfræktir verði gáma-
staðir í einhverri mynd í öllu þétt-
býli á svæóinu, að dreifbýlisstaðir
gámavæðist og að hætt verði að
urða úrgang á fjölda smárra ösku-
hauga og opinna brennslustaða, en
úrgangur fluttur á færri og betur
hannaða urðunarstaði.
I niðurstöðum skýrslunar kem-
ur fram að mikið hefur verið gert í
sorphirðumálum á undanfömum
árum í landshlutanum, sérstaklega
á það við um Eyjafjarðarsvæðið.
Við mat á kostnaði við lausnir á
sorphirðumálum kemur í ljós að
ódýrara er að urða úrgang en
brenna. Einnig er hagnkvæmara að
hafa urðunarstaðina fáa og stóra ef
flutningsleiðir verða ekki mjög
langar. í skýrslunni kemur fram að
hagkvæmast er aö hafa fjóra urð-
unarstaði, þ.e. í nágrenni við Akur-
eyri, Húsavík, Kópasker og Þórs-
höfn. Þetta er þó háð því að heppi-
legir uróunarstaðir finnist. HA
Vegurinn við Leifsstaði er sundurgrafinn vegna leysinga
myndinni. Víðar á Norðausturlandi hafa orðið skemmdir á
eins og sjá má á
vegum.
Mynd: Robyn
Flæðir yfir vegi:
Getur gerst hvar sem er
Það er annað hvort of eða van;
fyrir nokkrum dögum var kuld-
inn til ama á Norðurlandi, en nú
horfir til vandræða vegna hlý-
inda. Leysingar hafa aukist gríð-
arlega undanfarna þrjá daga
með þeim afleiðingum að flætt
hefur yfir vegi.
A fimmtudag flæddi yfir vegi
við Sökku í Svarfaðardal, við
Leifsstaði í Eyjafjarðarsveit,
naumlega tókst að koma í veg fyr-
ir flóó rétt norðan við Svalbarðs-
eyri og í gær flæddi yfir hjá
Brúnagerði í Fnjóskadal.
Skemmdir urðu við Sökku og
Leifsstaði en ekki höfðu borist
fregnir af skemmdum í Fnjóskadal
þegar Dagur fór í prentun.
„Oþægindin af flóðinu eru mest
hjá þeim sem búa innan við okkur,
þeir þurfa að leggja töluverðan
krók á leið sína til að komast á að-
alveg,“ sagði Dagbjört Jónsdóttir,
húsfreyja á Sökku, en vegurinn
þar er lokaður vegna flóðsins.
Þær upplýsingar fengust hjá
Vegageróinni að flóð væru mögu-
leg nánast hvar sem væri, þar sem
víða væri mikill snjór í hlíðum og
fjöllum. Að sögn starfsmanns
Vegagerðarinnar er mjög erfitt að
spá fyrir um flóð, en líkumar á
þeim aukast í réttu hlutfalli við
snjómagn í hlíðum ofan vega. shv
Skagafjörður:
Vegirnir enn á sínum stað
Gísli Gunnarsson hjá Vegagerð-
inni á Sauðárkróki segir að
vegagerðarmenn á þessu svæði
fylgist vel með ástandi vega ef
hlýindin haldi áfram, búast megi
við miklum leysingum, en eins
og er séu engir vegir í hættu.
Gísli segir að á svæði Vega-
gerðarinnar á Sauðárkróki beinist
augu manna frekast að vegum í
austanverðum Skagafirói, kannski
fyrst og fremst í Blönduhlíðinni,
en til þessa hafi þar allt verið með
kyrrum kjörum.
Gísli sagði að snjór til fjalla í
Skagafírði væri ekki neitt í líkingu
við það sem hann væri austan
Öxnadalsheiöar, nema þegar kom-
ið væri norður í Fljót, en þar væri
svo mikill snjór að ekki þyrfti að
óttast strax flóð. Gísli sagðist ekki
búast við því að farið yrði að huga
að mokstri Lágheiðar í bráð, þar
væri enn allt á kafi. Hann sagði að
þumalputtareglan væri sú að eftir
að Lágheiðarvegurinn væri rudd-
ur, þyrfti í það minnsta viku til
þess að vegurinn yrði þurr og öku-
fær. Því væri ljóst að umferð yrði
ekki hleypt á þennan snjóþunga
kafla fyrr en í fyrsta lagi síðari
hluta þessa mánaóar. óþh
Sjómannaverkfall hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar
á markaöi fyrir íslenskan fisk:
Tekjutap ÚA 71 milljón á viku
Yfírstandandi sjómannaverkfall
hefur í för með sér mikið tekjutap
fyrir útgerðarfyrirtæki í landinu.
Að sögn Gunnars Ragnars, fram-
kvæmdastjóra Útgerðafélags Ak-
ureyringa hf., var framleiðslu-
verðmætið í fyrra 3,7 milljarðar.
Af því má sjá að gróflega reiknað
er tekjutap ÚA á viku um 71
milljón. Nánast engin starfsemi
er hjá fyrirtækinu og flestir
starfsmenn heima.
Gunnar er einnig vel kunnugur
markaðsmálum erlendis og hann
segir þetta verkfall hafa afar slæm-
ar og ófyrirsjánlegar afleiðingar á
markaói fyrir íslenskan fisk. „Vió
erum með mikið af sérsamningum
sem erfitt getur verið að uppfylla.
Fólk út í heimi tekur það ekki gilt
þó sagt sé að hér sé verkfall. Þau
íögmál sem þar gilda taka ekki við
svoleiðis. Þetta fer því ekki vel
með okkar samkeppnisstöðu,“
sagði Gunnar.
Hann segist allt frá upphafi
verkfalls hafa gert sér vonir um að
lausn sé á næsta leiti. „Ég hef sjálf-
ur verið í talsverðu návígi við þess-
ar viðræður og mér finnst með ólík-
indum hvemig þetta hefur gengió
fyrir sig. Það er hart að sitja undir
því að þetta sé allt útgerðarmönn-
um og kannski einum títtnefndum
manni að kenna. Málið er ekki svo
einfalt," sagði Gunnar. HA