Dagur - 10.06.1995, Page 6

Dagur - 10.06.1995, Page 6
6-DAGUR-Laugardagur10. júní 1995 Innan skamms kemur út geisladiskur sem hefur þá sérstöðu að hann er að stærstum hluta verk eins manns. Lögin, textarnir og útsetningarnar eru úr smiðju Kristjáns Stefánssonar og hljóð- færaleikurinn að miklu leyti. Hann gefur tónlistina sína sjáifur út bæði á geisla- eða hljómdiski og hljóðsnældu. Kristján eða Kiddi í Gilhaga, eins og hann er oftast nefndur, er Skagflrðingur og hann ætlar að iáta drauminn rætast og „Mitt hjartans mál,“ verða að veruleika. Kristján Stefánsson er fæddur á lýð- veldisárinu 1944 í Gilhaga í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði. Þar ólst hann upp undir hlíðum Mæli- fellshnjúksins, sem setur svip sinn á fjallahring Skagafjarðar. í dag er hann búsettur í Varmahlíð og sér vítt yfir héraðið. Kristján er fyrrum jámiðnaðarmaður, bóndi og véla- maður en nú eru harmonikan, hljómboróið og tölvan hans vinnu- tól. Kristján á einn son, Kristján Vil- mund, með fyrrum sambýliskonu minjagripi og ritar Skagfirskar ævi- skrár. Kristján hefur umsjón meó Náttúrugripasafni Skagafjarðar, sem er til húsa í Grunnskólanum í Varmahlíð, og æviskrámar skrifar hann fyrir Sögufélag Skagfirðinga og Héraósskjalasafnið. Æviskrár og væntanleg byggðasaga „Mér finnst ákaflega skemmtilegt að vinna að söfnun og ritun ævi- skránna, það er gaman að sækja sinni, Matthildi Egilsdóttur, sem nú er búsett á Akureyri. Eiginkona Kristjáns er Eyfirðingurinn Rósa Helgadóttir, ættuð úr Hörgárdal en uppalin að mestu í Svarfaðardal. Yfir æviveg Þegar Kristján er beðinn að líta til baka og fara yfir það sem hefur á dagana drifið er af ýmsu að taka. „Þaó stóð nú aldrei neitt annað til en að verða bóndi og ég fór á sínum tíma í Bændaskólann á Hvanneyri,“ segir hann. Síðan lá leiöin til Akur- eyrar þar sem Kristján bjó um nokk- urra ára skeið og starfaði þá í Slipp- stöðinni. Frá Akureyri fór hann heim í Gilhaga og tók þar við búi af foreidrum sínum. Samdráttur í land- búnaði, niðurskuróur og kvótakerfi urðu síóan til þess að Kristján lagði niður búskap og fluttist í Varma- hlíð, þar sem hann hefur nú búið í ein fimm ár. „Eg er alinn upp við að vinna skítverk og datt í raun ekki í huga að ég myndi þrífast fyrir framan tölvuna við skriftir og tónlist. Það er svo gjörólíkt öllu því sem ég er al- inn upp við. Það var einfaldlega tal- inn amlóöaháttur að sitja inni og koma engu í verk en nú hefur mér lærst að það er ekki síður erfitt að sitja fyrir framan tölvuna og ein- beita sér en að slétta tún.“ I dag eru verkefnin sem Kristján tekur að sér fjölþætt, hann leikur á harmoniku við ýmis tilefni, semur texta og vísur, stoppar upp dýr og fugla, sagar sundur grjót og breytir í gamla fólkið heim og þá er tíminn nú fjótur aó fara. Nú er búió að gera öllum ábúendum í Skagafirði skil fram til 1910 og nú er verið að skrifa um þá sem voru búendur, bæði á lögbýlum og á Sauðárkróki, á tímabilinu frá 1910-1950. Ævi- skrámar eru fyrst og fremst ættar- tala, búseta viðkomandi aðila, upp- vöxtur, menntun, æviferill og per- sónulýsing. Nú hefur verið ákveðið að gefa út bók um lögbýli í Skagafirði í svipuðu formi og gert hefur verið í ýmsum öðrum héruðum til dæmis nú nýlega í Eyjafirði. Bókin verður Byggöasaga Skagfirðinga og hún mun byggja á þeim grunni sem ævi- skrámar eru,“ segir Kristján. Hagmæiskan liggur í Iandi Komum nú að stærsta verkefninu hans Kristjáns um þessar mundir, nýja geisladisknum og hljómsnæld- unni, sem væntalega munu hljóma víða þegar nóttin verður björtust og dagamir lengstir. Kristján hefur, eins og áður sagði, bæði samið öll lögin á diskn- um og ort alla textana. Hann útsetur tónlistina sína sjálfur og gefur hana út. Byrjum á kveðskapnum: - Kristján, hvenær byrjaðir þú aö yrkja? „Eg held að ég hafi nú gert þaó alveg frá bamæsku en aftur á móti fór ég dult með vísurnar mínar lengi vel. Þetta liggur í landi í Gilhaga, þar hafa dvalið langtímum saman þekkt skáld eins og til dæmis Jón Það hlýtur að vera meira en að segja það fyrir einstakling að gefa út eigin tónlist á geisladiski og hljómbandi og ef til vill er það einsdæmi hér á landi að einn maður eigi það allt; textana, lög- in og útsetníngamar og sé sjálfur útgefandi. Kristján segir að útgáfan á hljómdisknum og hljóðsnæld- unni sé að öllu leyti skagfirsk en auk hans annast Sauðkræking- amir Eiríkur Hilmisson, Friðrik Halldórsson, Guðbrandur Guð- brandsson og Hilmar Sverrisson undirleik. Söngvarar eru allir skagfirsk- ir, Álftageróisbræöur, þeir Síg- fús, Pétur, Gísli og Óskar Péturs- synir, Ásgeir Eiríksson frá Sauð- árkróki, Margrét Stefánsdóttir frá Víðidal og Helga Rós Indr- ióadóttir frá Hvíteyrum. Upptaka fór fram í H.S. stúdíói á Sauðárkróki en eigandi stúdíósins og upptökumaóur er Hilmar Sverrisson, tónlistarmað- ur á Sauðárkróki. Að sögn Kristjáns reyndist honum ómetanlegt að hafa að- gang að stúdíói í heimabyggó og hann efast um aó „Mitt hjartans mál,“ hefði orðið aó veruleika hefði þaó ekki verið til staðar. „Það var líka ákafleg dýrmætt fyrir mig að fá tækifæri til að starfa meó Hilmari Sverrissyni og njóta þekkingar hans og leió- sagnar,“ segir Kristján. Tvö laganna 15 era tekin upp utan stúdíósins, annað í Mið- garði en hitt í Glaumbæjarkirkju. Sigurðsson rímnaskáld, Símon Bjamason Dalaskáld og svo Gil- hagasystkinin, Þorsteinn Magnús- son, faðir Indriða G. Þorsteinssonar, Jóhann Magnússon og systkini þeirra. Þau voru mörg hver hagmælt og músíkölsk. Foreldrar mínir voru aftur á móti ekki skáldmælt aó ráói en margir forfeóur mínir voru það, til dæmis Páll Pálsson Eyjafjarðar- skáld, sem bjó á Kolgrímastöðum í Eyjafirði." Úr einnota gamanvísum í sálma og danslög „Fyrstu vísumar sem ég gerði opin- berar voru gamanvísur, það vojn þær sem fólk fékk fyrst að heyra. Ég samdi ósköpin öll af gamanvísum fyrir þorrablót, árshátíðir og aðrar skemmtanir. En þessi gamanmál eru bara einnota, duga eitt kvöld og svo búið, og ég fékk leið á þeim og fór / % Kristján Stefánsson hefur vcrið með harmonikuna í fanginu síðan hann spilaði fyrir dansi á „Framsóknar- vistarböllum“ kvenfélagsins í sinni sveit þá tíu, ellefu ára strákpatti. Auk Álftagerðisbræðra syngja þessir ungu skagfirsku söngvarar á geisla- disknum, „Mitt hjartans mál,“ þeir eru Margrét Stefánsdóttir, Ásgeir Eiríksson og Helga Rós Indriðadóttir. að snúa mér að alvarlegri kveðskap og ljóðagerð. I dag yrki ég í ýmsum formum allt frá dýrt kveðnum rím- um, sálmum og ættjarðarlögum til eldfjörugra polka og rokklaga. Ég sem fyrir fólk af ýmsum til- efnum, afmæliskveðjur, eftirmæli og svo sem ég texta, til dæmis hef ég samió fyrir Geirmund Valtýsson og á nokkra texta á síðasta geisla- disknum hans. Texta eins og, „Að vona,“ sem Ari Jónsson syngur og Geirmundur sjálfur syngur svo „Rokkum í nótt.“ Einnig hafa lög og textar eftir mig verið á efnisskrá Karlakórsins Heimis, en ég hef sungið með kómum í ein 30 ár, og Drangeyjarkórsins í Reykjavík." Kvöldró og Laufskála- réttarsamba Textamir á geisladisknum hans Kristjáns éru með ýmsu móti, sálm- ur sem varð til þegar snjóflóðin féllu í vetur, ættjarðartextar og „söngvatnstextar“ úr Laufskálarétt. „Grunnurinn að textunum kemur einfaldlega í hugann, verður til allt í Mitt hjartans mál - textabrot úr ýmsum ljóðum Þó að mörg í gleymsku grafin geti verið œvintýr, dagur hver á sína sögu sem að töfrum hann býr. Lífið það á ást og unað augnablik sem vel er munað. Skyndimyndir skarta, Ijóðadísin bjarta leiðir yl að hjarta mér. Þú vaktir það besta, sem blunaði í mér, svo bjartir mér lífsgeislar skína. Með ástríku hjarta svo auðnaðist þér að umlíða brestina mina. Nú blikar sól á Blönduhlíðarfjöllum og blómum skrýðist fell og grundin slétt. Það bylgjast gras á Hólmsins víðu völlum, á Vindheimum er fáki hleypt á sprett. í norðri Drangey dvelur hafs í beði, úr draumbláum sjávarfeldi ris. Ofagra mynd ég fyllist sannri gleði ogfœri þakkir minni heilladís. ◄ Við hljómborðið taka lögin sem óma í huganum á sig mynd og textar og tónar tengjst saman í eina heild. einu, sækir á og tekur hug manns allan svo kemur textinn í heild þeg- ar ég læt undan og sest niður og skrifa. Sumir textanna á geisla- disknum eiga rót sína í erindi eða vísur mörg ár aftur í tímann en urðu til í endanlegri mynd um leið og lögin fengu á sig lokahljóm,“ segir Kristján. Hann telur ljóðið tvímælalaust eiga vaxandi vinsældum að fagna og segir engum vafa undirorðið að hefðbundinn kveðskapur sé á ný að vinna sér sess í hjarta þjóóarinnar. „Ég held að eitt af því sem hafi kveikt áhuga á ljóðlist á ný hjá ís- lensku þjóðinni hafi verið hagyrð- ingaþættir. Það er orðið langt síðan hestamannafélögin og karlakórinn hér í Skagafirði höfðu hagyrðinga- þætti sem skemmtiatriði á sínum skemmtikvöldum og nú hefur þessi siður breiðst út og hvarvetna eru haldin hagyrðingakvöld við miklar vinsældir. Þetta er geysileg breyt- ing, fyrir svo sem eins og einum áratug þótti nú ekki merkilegt að fara með vísu. Þetta er eins og þegar „bítlaald- an“ reið yfir þá datt harmonikan gjörsamlega úr tísku og allir fóra að glamra á gítar. Nú er harmonikan hins vegar sem betur fer mjög mikið að sækja á og vinsældir harmoniku- tónlistar mjög vaxandi. Nú eru íslendingar sem sagt að læra að meta vel gerða texta, orta undir íslenskum bragarháttum, harmonikuleik, gömlu dansana, þjóðlegan klæðnað eins og lopa- peysur og þjóðbúninga, íslenskt handverk og hráefni og þessi þróun er geysilega dýrmæt." Tíu ára með harmonikuna á balli - Hvenær lærðir þú að spila á harm- oniku? „Ég fæddist bara svona en ég byrjaði að spila á orgel, sem var til heima í Gilhaga, þegar ég var sex, sjö ára. Ég var svo stuttur að ég varð að halda mér með annarri hendi, spila með hinni til að geta stigið fótstigið. Ég byrjaði svo að spila á böllum hjá kvenfélaginu þegar ég var tíu, ellefu ára og var þá með harmoniku, sem Guðmundur heitinn bróðir minn átti. Þá var algengt að fólk kom saman til að spila Framsóknar- vist og þá var alltaf dansað á eftir. Það var einmitt á Framsóknarvistar- balli, sem ég spilaði fyrst fyrir dansi. Síðan hef ég spilað á harmon- iku fyrir fólk við ýmis tilefni allt frá því að spila fyrir forsetann okkar hana Vigdísi til þess að spila undir söng gangnamanna í gangnakofum og allt er þetta jafn skemmtilegt. Ég spila oft fyrir gesti hér á hótelinu í Varmahlíð en svo hefur verið mikil eftirspum eftir tónlist á ættarmótum, í afmælum og grill- veislum. Ymst er um að ræða að leika tónlist við borðhald, að spila undir og stjóma almennum söng og að spila fyrir dansi eða þetta allt í senn.“ - Spilar þú á fleiri hljóðfæri en harmoniku? „Ég spila mikið á hljómborð og í þessum nútíma hljómboróum era ótal hljóðfæri, þau eru alveg stór- kostlegt tæki. Ég sest við hljóm- borðið þegar lögin sem hljóma í huganum leita á. Lögin verða fyrst til þar, í huganum, og þá verð ég svona eins og út á þekju og vinguls- legur þar til ég læt undan, sest við hljómborðið og spila lagið inn í tölvuna sem varðveitir það. Stund- um koma lögin fullsmíðuð þegar í upphafi, þannig var það til dæmis með titillag geisladisksins, „Mitt hjartans mál,“ en í öðram tilfellum tekur nokkum tíma aö prjóna saman textann og lagið og fínkemba það svo úr verði ein heild,“ sagði lista- maðurinn Kiddi í Gilhaga. KLJ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.