Dagur - 10.06.1995, Síða 7

Dagur - 10.06.1995, Síða 7
Laugardagur 10. júní 1995 - DAGUR - 7 Húsin á Hofsósi fá nýtt hlutverk f gömlu húsunum sem standa „á plássinu“, í Qöruborðinu og brekkunni of- an bryggjunnar á Hofsósi, ríkir ekki lengur stöðnun og niðurníðsla. Eitt af öðru öðlast þessi gömlu hús fyrri reisn og um leið nýtt hlutverk. Á Hofsósi búa um 240 manns en að öðrum ólöstuðum er það ferðaþjónustubóndinn og smiðurinn á Vatni, sem hefur „þrykkt þessu þorpi aftur á landakortið“, svo notuð séu orð hans sjálfs, hans Valgeirs Þorvaldssonar á Vatni. Margir hafa lagt hönd á plóginn og sveitarfélagið og Þjóðminjasafnið staðið við bakið á framkvæmdaaðilum. í dag setur gamla Pakkhúsið og veitingahúsið Sólvík mestan svip á þorpskjamann en auk þeirra eru þama íbúðarhúsin Brimnes, Bratta- hlíð, Sæberg, Braut, Síða og fleiri hús. Nú er ýmist verið að gera þessi hús upp, þau nýtt sem sumar- hús, leigð út eða búið í þeim allt árið um kring. Auk þess er „í plássinu" Gamla kaupfélagshúsið, sem senn mun hýsa safn um Vesturfarana. Það er sérstök tilfinning að ganga um gamla hverfið, skoóa safnið í Pakkhúsinu, horfa yfir hafið og tylla sér niður yfir heitum súkku- laðibolla í gamla hótelinu, sem nú er veitingastofan Sólvík. Um Jónsmessuna verður, ööm sinni, haldin menningarvaka á Hofsósi og hefst hún með kvöld- vöku í Pakkhúsinu föstudagskvöld- ið 23. júní. A laugardaginn verður fjölbreytt dagskrá, sem hefst með söng Karlakórsins Heimis við stuðlabergið í Staðarbjargavík, en síðan munu karlakórsmenn ríða að Pakkhúsinu og þar heldur skemmtidagskráin áfram. Fjöldi skemmtikrafta mun koma fram á Jónsmessuhátíóinni og einn þeirra verður einmitt Kristján Stefánsson sem einnig er fjallað um í Degi í dag. Hann mun leika á harmoniku og stjóma fjöldasöng eins og hon- um einum er lagiö. Pakkhúsið á Hofsósi Þetta svarta hús, sem nú hefur ver- ið endurbyggt svo glæsilega, er eitt elsta hús sinnar tcgundar á Is- landi. Það er stokkbyggt bjálkahús með háu skarsúðarþaki. Húsið kom til landsins árið 1777 á veg- um konungsverslunarinnar, sem hafði síöust leyfi til einokunar á Islandi. Tíu árum síðar var einok- un aflétt og fríhöndlun tók við. Arið 1991 var gert við Pakk- húsið og viðir þess endumýjaðir að nokkur leyti. I dag er sýning á neðri hæó hússins, þar eru sýndar myndir og munir sem tengjast Drangeyjarút- vegi en Drangey tilheyrir Hofs- hreppi og var nýtt á marga vegu, til eggjatöku, fuglaveiða og beitar og þaðan var stundað útræöi. I Pakkhúsinu má meðal annars sjá uppstoppaða fugla í bjargi, sýnishom af fuglalífi Drangeyjar, unna af Kristjáni Stefánssyni frá Gilhaga. A Pakkhúsloftinu eru haldnar kvöldvökur og framreidd- ar veitingar sem hæfa anda húss- ins, til dæmis kæstur hákarl, en mikil hákarlaútgerð var áður fyrr frá austanveróum Skagafirði. Þetta nýja hlutverk Pakkhúsins er sannarlega annað en áður var því húsið var alla tíð notað sem vörugeymsla, fyrst fyrir verslanir danskra kaupamanna og svo Is- lendinga. Allt fram á þess öld hýsti þaö ull, hey, veiðarfæri og kjöt. . Gamli íbúðahúsakjarninn á Hofsósi. Myndir: KU Veitingastofan Sólvík Skammt frá Pakkhúsinu er glæsi- legt gamalt hús, fallega blátt, skreytt hvítum gluggakörmum, palli og svölum. Þetta er veitinga- stofan Sólvík, sem nýlega var gerð upp og hefur verið rekin í nokkur sumur af Dagmar Þorvaldsdóttur, systur Valgeirs á Vatni. Þegar ráðist var í framkvæmd- imar hafði gömlu skreið dagað uppi í húsinu og var þar heldur óhrjálegt um að litast. Af mikilli bjartsýni var ráðist í að endur- byggja húsið en eigandi þess er Sigmundur Kristjánsson. Sólvík er fyrrverandi hótel staðarins og hefur því sannarlega fengið uppreisn æru. I veitingastofunni er boðið upp á heimabakað brauð að gömlum ís- lenskum sveitasið, pönnukökur og kleinur, kaffi og súkkulaði. Mynd- in til hægri er tekin í veitingasal Sólvíkur. Brimnes Þetta gamla hús sem stendur á sjávarbakkanum heitir Brimnes. Það hefur nú verið gert upp og er leigt út til lengri eða skemmri tíma. Það er Valgeir á Vatni sem hef- ur gert húsið upp og leigir það út og hann hefur kappkostað að láta húsið halda sinni upprunalegu mynd, gömlu eldhúsinnrétting- unni, ísskápnum og eldavélinni. Húsið hefur fengið það hlutverk að hýsa heiðursgest á Jónsmessu- hátíó á Hofsósi í ár, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Innfellda myndin er tekin innan dyra í Brimnesi. Gamla kaupfélagíð - Vesturfarasafnið Þetta gamla, reisulega hús gengur undir nafninu „Gamla kaupfélag- ið“. Það hefur fengið það framtíð- ar hlutverk að hýsa einstætt safn um íslensku Vesturfarana. Áform- að er aó opna safnið vorið 1996 og er endurbygging hússins hafin. Stofnað hefur verið hlutafélag um endurbygginguna, félagið ber nafn Snorra Þorfinnssonar, sem bjó í Glaumbæ á 11. öld og er talinn fyrsti Evrópumaðurinn, sem fædd- ur er á meginlandi Ameríku. Safniö verður einn hlekkur í samstarfsverkefni 11 Evrópu- þjóða, sem ber heitið „Routes to Roots“, og þýða mætti „Leiðir til upprunans, eða Rætumar raktar“. Markmið verkefnisins er að koma á tengslum við Norður-Am- eríkumenn, sem eiga rætur sínar að rekja til Evrópu. í flestum löndum Evrópu eru til söfn og fræðisetur sem sérhæfa sig í sögu Vesturfaranna. A Islandi hefur ekkert slíkt safn eða stofnun verið að finna hingað til en nú mun sem sagt verða ráðin bót á því. Hofsós þótti ákjósanlegur stað- ur fyrir safnið en Ferðaþjónusta bænda er íslenski þátttakandinn í þessari alþjóðasamvinnu. Af Norðurlandi fluttust margir til Norður-Ameríku og við höfnina á Hofsósi er kjörið að rifja upp væntingar þeirra sem eitt sinn biðu skips sem flytja mundi þá í ný heimkynni. Byggðasafn Skagfirðinga mun sjá um uppsetningu safnsins undir handleiðslu Sigríðar Sigurðardótt- ur safnstjóra. KLJ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.