Dagur - 10.06.1995, Síða 13

Dagur - 10.06.1995, Síða 13
Laugardagur 10. júní 1995 - DAGUR -13 POPP MAÚNÚS ÚEIR ÚUÐMUNDSSON Núna eru loksins allar staðreyndir komnar á hreint varóandi þá plötu sem einna mest er beóið eftir þessa dagana, nýju plötuna með Neil Young og Pearl Jam. Hefur mörgu verið spáð um hana og spekúlerað, en nú er þaó sem sagt komið á hreint að nafn hennar verður Mirror Ball og að útgáfu- dagur verður hinn 27. þessa mán- lund að Pearl Jam verður í því hlutverki sem Crazy Horse gegndi áður, sem bakhjarl kanadíska meistarans. Mun platan því væntanlega á samsvarandi hátt birtast undir nafninu Neil Young & Pearl Jam. Nánar tiltekið spila gítarleikarinn Mike McCready, bassaleikarinn Jeff Ament og trommuleikarinn Jack Irons í öll- Neil Young... ... og Pearl Jam. Saman á sögulegri plötu og að öllum líkindum saman á Readinghátíðinni í sumar. arleikari Pearl Jam, Stone Goss- ard, og söngvarinn, Eddie Vedder, láta sér nægja að koma fram í nokkrum völdum lögum. 011 lögin á Mirror Ball eru eftir Young einan, að undanskildum tveimur, sem hann samdi í félagi við Eddie Vedder. Eru margir famir aó spá því nú fyrirfram að hér sé að koma „plata ársins“, svo spenntir eru menn fyrir gripnum. Skildi engan heldur undra þar sem það er ekki á hverjum degi sem slíkt „stjamasamkruir á sér stað. En allur er varinn góður og betra að heyra útkomuna áður en stóru orðin eru látin falla. Leióindar Iregrii Það eru alltaf leiðinlegar fregnir þegar góðar hljómsveitir hætta og því mióur er ein slík fregn nú á dagskrá. Til að bæta svo gráu ofan á svart er hér um að ræða hljóm- sveit, sem vart hefur hafið feril- inn, nema hvað að lofa mjög góðu með fyrstu plötunni sinni. Spoon sem var á síðasta ári valin sú efni- legasta í íslensku poppi er sem sagt að hætta og meðlimimir að fara hver í sína áttina. Er það sem á ensku kallast „Musical diffrenc- es“, eða ágreiningur um stefnu sveitarinnar, sem á víst að vera valdurinn af þessu ótímabæra brotthvaríi og hafa einstakir með- limir, sumir a.m.k., nú þegar ráðið sig annað. Endirinn mun þó reyndar ekki alveg vera runnin upp ennþá, nokkrir tónleikar/böll eftir, aftur verður víst ekki snúið úr þessu. Hljómsveitin kveður svo með einum tveimur lögum, sem verða á væntanlegri safnplötu. Sem fyrr sagði lætur Spoon eftir sig eins og kunnugt er eina sam- nefnda plötu frá síóasta ári. Seld- ist hún ágætlega, eða í um 3000- 4000 eintökum. Þeir eru því marg- ir sem áreiðanlega sjá eftir sveit- inni og syrgja brotthvarf hennar. Spoon því miður að hætta. iöngYari í yonduin málum Enn og aftur mega rokkunnendur nú horfa upp á hetjur sínar verða uppvísar að miður góðu athæfi og virðist það hreinlega vera óhjá- kvæmilegur fylgifiskur frægðar- innar að slíkt gerist meó vissu millibili. Allir muna raunasögu Kurts Cobain og nú er annar söngvari, sem náö hefur miklum frama með sinni hljómsveit, sem er í sviðsljósinu. Þar er um að ræða Scott Weiland, söngvara Stone Temple Pilots, en honum og félögum hans hefur tekist að koma báðum plötum sínum, Core og Purple, í efstu sætin í Bandaríkj- unum og víðar. Var Weiland í síð- asta mánuði handtekinn í Pasa- denaborg og á nú yfir höfði sér ákæru í kjölfarið, þar sem í fórum hans fundust bæði heróín og kóka- ín. Gangi dómur síðan í málinu, eins og telja verður líklegt, blasir við Weiland allt að fjögurra ára Scott Weiland í viðjum eiturlyfjavanda. fangelsi. Þaó sem hins vegar er nokkuð kaldhæðnislegt við málió er aó handtaka hans var ekki að yfirlögðu ráði hjá lögreglunni, heldur af minna tilefni. Atburðarásin var í stuttu máli sú að Weiland var að aka í bíl sín- um að kvöldlagi í Pasadena og hafói þá eftir því sem seinna kom í ljós, nýlega keypt nefnd eiturlyf. Stöðvaði lögreglan hann vegna þess að hann hafði gleymt að kveikja á háu ljósunum á bílnum, en það varðar við lög ef menn nota þau ekki í myrkri. Hefði Weiland líklega sloppið með sekt, ef lögreglumennimir hefðu ekki komið auga á glerpípu meó kóka- íninu í. Fundu þeir síðan heróínið í seðlaveski söngvarans. Fékk hann svo aó dúsa í heilan sólar- hring í steininum, en var síðan leystur út gegn tryggingu. um mánuöi, voru dagsetningar á reiki varðandi útgáfuna á nýju plðtunni hennar Bjarkar, Post. Þaó var víst vegna ein- hverra smávandræða með um- slagið sem útgáfan var ekki al- veg á hreinu, en eins og líklega flestir vita nú er platan að koma í verslanir eftir helgina. Gildir það væntanlega jafnt um erlendar sem innlendar verslanir. að er gaman að segja frá því að vart hafði umfjöllun um Hootie aand the Blowfist birst hér á síðunni fyrir hálfurn mánuði þcgar plata sveitarinnar tók nýjan kipp í sölu í Bandaríkjunum. Skal umsjónarmaður ekki full- yrða hvort það er í samhengi við grein hans að svo varð, en hitt veit hann að Crackcd Rc- arview er nú þessa vikuna söluhæsta platan þar vestra. Á hún þetta vel skilið og er bara vonandi að íslenskir plötu- kaupendur kunni líka svo gott að meta. yrst minnst cr á sölu- lista, þá má segja frá þeirri reynslu sem bresku of- látungamir vinsælu í Oasis lentu í gagnvart breska smá- skifulistanum fyrir um hálfum rnánuði eða svo. Eftir að hafa fagnað þeim merka áfanga að komast á toppinn með nýjasta lagió, Some might say, horfðu þcir upp á þann furðulega sannleik vikuna á eftir að lagið féll niður í fjórða sætið, þrátt fyrir að það væri áfram það eftirsóttasta samkvæmt sölu- tölum. Skýringin á þessu er hins vegar sú að til aó lög fáist viðurkcnnd inn á listann mega þau ckki koma út í flciri en þremur mismunandi myndum. Some niight say kom því mið- ur út í fjórum, þannig að þó lagið hafi selst meira en önnur, S sínum fjórum útgáfum, þá telst það samt ekki hafa verið það vinsælasta. Margt er greinilega skrýtið í „breskum kýrhaus“. nBriHf" annars staöar á JHLjHL síðunni er sagt l'rá nýju plötunni sem nú er að koma út með Neil Young og Pearl Jam, en það er ffekar af Pearl Jam aó scgja, aó hún ger- ir þaó ekki endasleppt í vin- sældum, þó hún reyni allt til aó halda þeim í skefjum, allavega í orði kveðnu. ÞvS er nefhilega haldiö fram nú að þessi maka- lausa hljóinsveit frá Seattle hafi sett heimsmet á dögunum hvað varðar söluhraóa á mið- um. Fyrir tónleika sem haldnir eru nú S júní í Salt Lake City og Denver, seldust miðamir víst upp á aðcins sjö mínútum, sem menn kannast vart við að hafi gcrst áður. Ekki fylgir hins vegar sögunni hve margir miðar voru S boði, en þeir hafa þó áreiðanlega skipt einhverj- um þúsundum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.