Dagur - 29.06.1995, Page 1

Dagur - 29.06.1995, Page 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI KEA að kaupa meirihluta í útgerð í Snæfelisbæ? „Ekkert fast í hendi í þessu máli" - segir framkvæmdastjóri Snæfellings hf. Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs Sjávarútvegsdeild KEA á Ak- ureyri hefur undanfarin misseri kannað möguleika á kaupum á togara til Hríseyjar í stað Súlnafells EA, sem selt var útgerðaraðila í Hrísey fyrr á ár- inu og heitir nú Svanur EA. Meðal þeirra möguleika sem ræddir hafa verið er samstarf við útgerð togarans Más SH-127 í Snjóþyngslin á Siglufirði sl. vetur: Áskorun til Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga Bæjarráð Sigluíjarðar hefur sent Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga bréf þar sem það fer fram á að sjóðurinn styrki sveitarfélög þar sem skemmdir hafa orðið vegna snjóþyngsla í vetur. Óhemju mikill snjór var á Siglufirði í vetur og gerir bæjar- stjórinn, Björn Valdimarsson, ráð fyrir að kostnaður við sr.jóruðning í vetur og viðgerðir vegna snjó- þunga verði um 15-16 milljónir, sem er um tíu milljónum hærri upphæð en í meðalári. í bréfinu segir orðrétt: „Bæjarráð Siglu- fjarðar vill með bréfí þessu fara fram á það að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga úthluti sérstöku þjónustuframlagi til þeirra sveitar- félag sem hafa orðið fyrir veruleg- um fjárhagslegum skakkafölium vegna snjóþunga á liðnum vetri.“ Að sögn Björns eru skemmdir á götum, kantsteinum, gangstétt- um, girðingum, leiktækjum og opnum svæðum áberandi og bær- inn illfær um að standa straum af kostnaði við viðgerðina. „Áætiað framkvæmdafé er um fjörutíu milljónir og ljóst er að heildar- kostnaður bæjarins umfram það sem gerist í meðalári vegna snjó- moksturs og viðgerða er ekki und- ir tíu milljónum, eða hátt í 1/4 af áætluninni í ár og það er full stór biti að kyngja.“ shv Þessa dagana er unnið hörð- um höndum að því að full- gera, Kiðagil, nýjan leikskóla í Giljahverfí á Akureyri. Að sögn Ingibjargar Eyfells, leikskóla- fulltrúa, er stefnt á að taka skól- ann í notkun 1. september nk. Fyrst um sinn verður leikskólinn í helmingi hússins en í hinum helmningum mun nýr grunn- skóli, Giljaskóli, hefja starfsemi í haust. „Fyrstu tvö árin er gert ráð fyr- ir að þarna verði bæði leikskóli og fyrstu 2-3 bekkir grunnskóla, auk skólavistunar fyrir eldri börnin. Þetta verður því dálítið sérstök og skemmtileg stofnun og mjög áhugavert verkefni," sagði Ingi- björg. Skólastjóri Gilljaskóla verður Halldóra Haraldsdóttir en leikskólstjóri Kiðagils verður Hugrún Sigmundsdóttir. I leikskólanum verða um 40 rými og því ætti að vera pláss fyrir um 60 börn ýmist hálfan eða heil- an dag. Að sögn Ingibjargar var fyrir löngu síðan orðin þörf á þessu aukna leikskólarými og án efa margir sem verða fegnir að fá þar pláss fyrir börn sín. HA Ráöning jafnréttis- og fræöslufulltrúa: Kona líklegri kostur - þrjár konur og tveir karlar sóttu um Umsóknarfrestur um stöðu jafnréttis- og fræðslufull- trúa rann út síðastliðinn föstu- dag og bárust fímm umsóknir. Um stöðuna sóttu: Halldór Ar- inbjarnarson, blaðamaður og fé- lagsfræðingur, fæddur 1965, Ingi- björg Ingadóttir, ferðamálafulltrúi á Austurlandi, fædd 1957, Jón Sigtryggson, viðskiptafræðingur og verslunarstjóri Bílaþjónustunn- ar á Akureyri, fæddur 1966, Ragnhildur Vigfúsdóttir, ritstjóri Veru, tímarits um konur og kven- frelsi, fædd 1959 og Þórey Ey- þórsdóttir, cand. ped. spes, eig- andi Gallerís Allra handa, en hún rekur einnig talmeinastofu, fædd 1943. Fjallað var um umsóknirnar á mánudag í fræðslunefnd, í jafn- réttisnefnd á þriðjudag og vísuðu nefndirnar málinu áfram til sam- starfshóps sem í sitja fulltrúar frá hverri nefnd ásamt starfsmanna- stjóra. Sá hópur fundaði í gær og fjallaði um málið. Niðurstöðu er líklega að vænta fyrir helgi. Bæjarráð tekur endanlega ákvörðun um málið, að fenginni tillögu frá jafnréttis- og fræðslu- nefnd, þar sem bæjarstjórn fundar Þjóðvaki á ferð Þessa dagana eru þingmenn Þjóðvaka á ferð um landið og í gær voru þeir á Eyjafíarðar- svæðinu, þar sem þeir heimsóttu fyrirtæki og ræddu við fólk. f gærkvöld voru Þjóðvakaþing- menn með opinn þingflokksfund að Laugum í Reykjadal. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær af Þjóðvakafólki fyrir utan tómstundamiðstöðina Punktinn á Akureyri. Á myndinni eru þing- mennirnir fjórir; Svanfríður Jónas- dóttir, Ágúst Einarsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Með þeim er Vil- hjálmur Ingi Árnason, fyrsti vara- þingmaður Þjóðvaka á Norður- landi eystra. óþh/Mynd: óþh stopult yfír sumartímann. Staðan er á deildarstjóraplani og um þær stöður hafa nefndir ekki vald til að skipa í. Aðspurð sagði núverandi jafn- réttis- og fræðslufulltrúi, Valgerð- ur Bjarnadóttir að miklar líkur væru á að kona yrði ráðin. „Það sem gerir það að verkum að yfir- völd hérna hjá bænum óska frekar eftir konu í starfið, þó karlmenn séu þar engan veginn útilokaðir, er annars vegar að konur í deildar- stjórastöðum hjá bænum eru mjög fáar. Þeim myndi fækka úr þremur í tvær ef karlmaður kæmi í þessa stöðu núna. Það breytir þó ekki því að ef karlmaður er hæfasti umsækjandi þá yrði hann valinn. Samkvæmt jafnréttislögum og jafnréttisáætlun bæjarins gildir að ef karl og kona eru jafnhæf er konan tekin framyfír. Þessi lög munu gilda þar til jafnvægi næst og miðað við það að í 23-4 deild- arstjórastöðum hjá bænum eru einungis þrjár konur má búast við að það verði eitthvað áfram. Hitt sem gerir það að verkum að það eru meiri líkur á að kona fái starf- ið, þó það sé ekki skilyrði, er að miklu fleiri konur en karlar hafa menntun á sviði jafnréttis. Sem betur fer er einn og einn karl far- inn að afla sér hennar, en enn sem komið er hafa fáir karlar menntun og reynslu af störfum sem lúta að jafnrétti." shv Snæfellsbæ, en þorksígildiskvóti togarans er 1.250 tonn. Ef af yrði kæmi til stofnunar nýs fyrirtækis sem staðsett yrði í Snæfellsbæ, sem jafnframt útgerðinni sæi um rækjuvinnslu. Svavar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Snæfellings hf., segir það verulega orðum aukið að miklir rekstrarerfiðleikar stafi að útgerðinni. „Það hefur margt verið skoðað á síðustu mánuðum og þetta er einn af þeim mörgu möguleikum sem velt hefur verið upp, en það er ekkert fast í hendi í því sam- bandi. Það er hins vegar verið að skoða ýmsa möguleika til að styrkja fiskvinnslu í Snæfellsbæ. Fréttir af þessu máli í öðrum fjöl- miðlum eru verulega orðum aukn- ar og raunar dæmi um lélega blaðamennsku því fjölmiðlar hafa ekkert haft samband við mig út af þessu heldur byggt fréttir á Gróu- sögum,“ sagði Svavar Þorsteins- son. GG Hið nýja hús leikskólans Kiðagils er afar skemmtilegt í útliti. Mynd: BG Kiðagil á Akureyri í notkun í haust Frystihús KEA í Hrísey: Erfið hráefnisöflun Framleiðsla frystihúss KEA í Hrísey er komin í fullan gang aftur eftir hálfs mánaðar stöðvun sem rekja má til sjómannaverkfalls. Hráefnisöfíun hefúr gengið skrykkjótt að undanfömu, en þó hefur tekist að halda uppi 8 stunda vinnudegi í frysti- húsinu. Vinnu var haldið uppi í frystihúsi KEA á Dalvík með- an á sjómannaverkfallinu stóð, en þar var framleitt úr „Rússa- fiski", þ.e. fiski sem keyptur er af rússneskum togurum í Bar- entshafi. Megnið af þeim fiski sem kemur til vinnslu í frystihúsinu í Hrísey er unninn í neytenda- pakkningar á Bretlandsmarkað og er nægjanlegur markaður fyrir framleiðsluna þar þrátt fyrir að Norðmenn hafi í aukn- um mæli verið að sækja inn á þennan markað. Breski mark- aðurinn er ekki eins stór yfir sumartímann og á veturna en sú sveifla veldur hins vegar ekki umtalsverðri birgðasöfn- un. Gengi breska pundsins hef- ur lækkað um nær 6% frá sl. áramótum, sem veldur á móti rýrari tekjum af framleiðslu neytendapakkninganna á Bret- landsmarkað. GG Skólastjórastaða við Oddeyrarskóla: Átta umsóknir Atta umsóknir bárust um stöðu skólastjóra við Oddeyrarskóla á Akureyri. Umsóknirnar voru kynntar skólanefnd á fundi í gær- morgun og er reiknað með að nefndin afgrciði málið eftir helgi. Þeir sem sóttu um voru Dagný Annasdóttir, Gréta ÓI- afsdóttir, Gunnar Jónsson og Úlfar Björnsson, öll frá Akur- eyri; Helena Pálsdóttir og Sverrir Þórisson frá Þelamörk; Halldór Gunnarsson, Lundi í Öxarfírði og einn umsækjandi sem óskaði nafnleyndar. AI 78. árg. Akureyri, fímmtudagur 29. júní 1995 122. tölublaö

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.