Dagur - 29.06.1995, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 29. júní 1995
LEIPARI
Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur, getur ekki gengið endalaust. Menn verða að
ræðir tæpitungulaust 1 Degi sl. þriðjudag um setjast niður og ræða þessi mál í fullri alvöru.
þá miklu fjölgun á hrossum í landinu sem hef- í Degí í gær var síðan frá því greint að
ur átt sér stað á síðustu árum. Hann segir að heildarfjöldi hrossa í landinu væri orðirm tæp-
allt of mörg hross séu nú 1 landinu og mikil lega 79 þúsund og hafði þeim fjölgað um 2
fjölgun þeina hafí komið niður á kynbótum. þúsund milli ára. Fjölgunín á einu ári er því
Til þess að snúa þessari þróun við telur Krist- 2,6% og með sömu hlutfallslegu fjölgun verða
inn nauðsynlegt að fækka lakari hrossunum hross í landinu hátt í 100 þúsund um aldamót.
og leggja áherslu á gæðin í staðinn fyrir í Austur-Landeyjahreppi eru flest hross í ein-
magnið. Orðrétt segir Kristinn í Degi: „Til
þess að snúa þessu við hjá sér þarf hver mað
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
fyrir margan manninn í dag að slátra stóðun-
um í heild og kaupa fáeina góða gripi og
rækta út frá þeim. Síðan verður hver maður að
stemma af sinn hrossafjölda á þann veg að
hann fái við hann ráðið, hafi ekki fleiri hross
en hann ræður við. “
Örugglega eru hrossaræktendur ekki allir
sammála þessum sjónarmiðum Kristins Huga-
sonar, en víst er að hann á sér marga skoð-
anabræður. Það er hárrétt að sú fjölgun
hrossa sem hefur átt sér stað á síðustu árum
um hreppi eða ríflega 2400 og Akrahreppur í
Skagafirði kemur næstur með hátt í 2000
hross.
Það sér hver maöur að svona getur þetta
ekki gengið lengur. Hrossin í landinu eru ein-
faldlega orðin of mörg. Gróðurinn þolir ekki
ágang allra þessara hrossa og það hlýtur að
vera í meira lagi hæpinn ágóði af því fyrir þá
sem hafa hestamennsku að lífsviðurværi að
hafa öll þessi hross á fóðrum.
Hvort sem menn eru sammála sjónarmiðum
Kristins Hugasonar eða ekki er ljóst að þau
hafa vakið mikla umræðu um þessi mál og það
er af hinu góða.
ur að taka tíl hjá sér. Það væri skynsamlegast
Uppboð í kvöld á verkum Illuga Eysteinssonar
í Ketilhúsinu á Akureyri:
Ágóði af málverkauppboói
rennur til fatlaðra
Fjöllistamaðurinn illur, Illugi
Eysteinsson, hefur síðustu daga
ásamt vegfarendum og hópi
unglinga úr Gagnfræðaskóla
Akureyrar unnið að sköpun
listaverks í glugga Vöruhúss
KEA. Sköpun verksins, sem gef-
ið var nafnið „Minning“, hefur
fylgt eftirfarandi ferli:
Verkið samanstendur af 40
plötum 60x60 cm að stærð og er
þeim stillt upp á bakvegg sýning-
argluggans. Þar hefur listamaður-
inn unnið síðustu daga þar sem
hann hefur málað þekktar bygg-
ingar á Akureyri og önnur mann-
virki í bænum eða hvaðeina sem
fyrir augu hefur borið. Síðla dags
hafa plöturnar verið teknar niður
og færðar út fyrir gluggann þar
sem vegfarendur hafa fengið tæki-
færi til að halda sköpun verksins
áfram með því að bæta við og
mála sínar eigin myndir. Hópur
unglinga hefur svo tekið við og
lokið sköpun dagsins með því að
sprauta á verkið eigin nöfnum,
eða öðrum þeim nöfnum sem í
hug hafa komið eða skoðunum
Þcssi mynd var tekin af listamann-
inum um síðustu helgi þegar hann
var að störfum í miðbæ Akureyrar.
Mynd: B.G.
sínum á lífinu og tilverunni.
í dag, fimmtudag, lýkur þessu
ferli með sýningu á afrakstrinum í
Ketilhúsinu í Listagili frá kl. 18 til
20. Klukkan 20 hefst uppboð á
myndum sem til hafa orðið og
stendur það yfir svo lengi sem
einhverjar myndir eru óseldar, en
þó ekki lengur en til kl. 22.
Listamaðurinn hefur ákveðið
að stór hluti af söluverðinu renni
til hóps fatlaðra, sem hyggur á
ferðalag til Noregs um miðjan
ágúst nk. Um er að ræða nokkra
íbúa sambýla. Ferðin verður m.a.
farin í tilefni af sextugsafmæli
eins þátttakenda og til að gefa
öðrum kost á tilbreytingu og nýrri
lífsreynslu. Urh leið eru endur-
goldnar heimsóknir Norðmanna til
Akureyrar, en af og til mörg und-
anfarin ár hefur hópur þroska-
heftra frá Tönsberg komið til Ak-
ureyrar þar sem Svæðisskrifstofan
ásamt fleiri aðilum hefur greitt
götu þeirra.
Bjarni Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra á Norðurlandi
eystra, vildi koma á framfæri
þakklæti til listamannsins fyrir
hans framlag og hvetur sem flesta
til að sjá sýningu Illuga í kvöld og
kaupa verkin til styrktar fyrr-
nefndu málefni. óþh
Tekjutryggíngarauki
til lífeyrisþega
Lífeyrisþegar sem njóta tekju-
tryggingar fá greiddan tekju-
auka í júlí, í samræmi við kjara-
samninga á almennum vinnu-
markaði. Þetta kemur fram í
frétt frá Tryggingastofnun ríkis-
ins.
Ofan á tekjutryggingu, heimil-
LESEN DAHORN lf>
Hugulsöm þjónusta
Þakklátur viðskiptavinur skrif-
ar:
Ég vil byrja á að koma þakk-
læti til starfsfólks Akurstjörnunnar
hf. hér í bæ fyrir einstaka þjón-
ustulund og þolinmæði í minn
garð. Málavextir eru þessir: Ég
keypti af þeim tölvu á dögunum
fyrir heimilið. Ég vil taka það
fram að kunnátta mín á tölvum er
afar takmörkuð og varð ég því að
treysta á að sölumaðurinn ráðlegði
mér hvað hentaði mér. Ég hef
sjaldan eða aldrei fengið jafn ljúf-
ar og elskulegar móttökur og hjá
áðurnefndu fyrirtæki og gef ég
sölumanninum hæstu einkunn fyr-
ir hans þjónustu. Það sem kom
mér síðan til að rita þessa grein
var það að nokkrum dögum eftir
að ég keypti tölvuna, hringdu þeir
frá Akurstjörnunni til þess að at-
huga hvort ekki væri allt í góðu
lagi og hvort þeir gætu aðstoðað
mig frekar. Þetta fyrirtæki leggur
augljóslega rækt við sína við-
skiptavini og vildi ég óska að
fleiri fyrirtæki hér í bæ fylgdu
þeim eftir.
isuppbót og sérstaka heimilisupp-
bót greiðist 26% uppbót vegna
launabóta í júlí. Fullan tekjutrygg-
ingarauka, kr. 9.727 fyrir ellilíf-
eyrisþega og kr. 9.900 fyrir ör-
orkulífeyrisþega, fá þeir sem hafa
óskerta tekjutryggingu, heimilis-
uppbót og sérstaka heimilisupp-
bót.
Tekjutryggingaraukinn skerðist
vegna tekna í sama hlutfalli og
þessir þrír bótaflokkar hjá lífeyris-
þegum. Á greiðsluseðli mun
tekjuaukinn ekki koma fram sér-
staklega, heldur verður hann lagð-
ur við upphæðir bótaflokka. Líf-
eyrisþegar, sem ekki njóta tekju-
tryggingar, fá engan tekjutrygg-
ingarauka.
Á sama hátt greiðist í ágúst
20% uppbót vegna orlofsuppbótar
og í desember 30% uppbót vegna
desemberuppbótar og 26% uppbót
vegna láglaunabóta. Vegna þessa
geta bætur almannatrygginga orð-
ið misháar milli mánaða.
Danski kórinn Vocalerne syngur í Glerárkirkju á Akureyri annaö kvöld.
Glerárkirkja á Akureyri
Danskur kammerkór
með tónleika
annað kvöld
Danski kammerkórinn Vocal-
erne heldur tónleika í Glerár-
kirkju á Akureyri annað kvöld,
föstudagskvöld, kl. 20.30. Vocal-
erne samanstendur af sextán
söngvurum. Stjórnandi er Mog-
ens Helmer Petersen.
Vocalerne kemur frá Árósum í
Danmörku, en þar í landi er kór-
inn þekktur fyrir að takast á við
verðug verkefni. Hann hefur kom-
ið fram víða um Danmörku og
auk þess sungið í Berlín, Bergen,
Osló og Gautaborg.
Á efnisskrá Vocalerne eru
dönsk sálmalög, ný og gömul,
gospeltónlist, klassísk kórverk,
madrigalar, Ijóðatónlist, djasslög,
suður-amerísk sveifla ásamt tal-
kórum.
Stjórnandi kórsins, Mogens
Helmer Petersen, er dósent við
jósku tónlistarmiðstöðina í Árós-
um, en þar kennir hann kórstjórn
og tónlistarsögu. Hann er organisti
við Ellevangkirkjuna í Danmörku
og kemur fram sem einleikari á
orgel.
Eins og áður segir verða tón-
leikar Vocalerne, sem er liður í
Listasumri 95 á Akureyri, annað
kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30.
Skákfélag Akureyrar:
í göngu-
götunni á morgun
ef veður leyfír
Ef veður leyfir verður haldið
útiskákmót á morgun, 30. júní
kl. 16, í göngugötunni á Akur-
eyri. Skákfélag Akureyrar er
framkvæmdaaðili mótsins en
það tengist Listasumri ’95.
Skákfélagið stóð fyrir slíku úti-
skákmóti fyrir börn og unglinga
föstudaginn 23. júní. Smári Ólafs-
son í Borgarsölunni gaf farandbik-
ar og verðlaun til keppninnar.
Stefnt er að því að keppni sem
þessi verði árviss viðburður.
Sverrir Arnarsson sigraði í
þessu útiskákmóti, næstir komu
Halldór Halldórsson og Stefán
Bergsson.
Úrslit í 7 mínútna móti 25. maí
1. Magnús Teitsson 9'A v (af 12)
2. Sigurjón Sigurbjörnsson 9 v
3. Þór Valtýsson l'A v
Úrslit í júníhraðskákmótinu
16. júní
1. Arnar Þorsteinsson 14 v (af 14)
2. Bogi Pálsson 11 v
3. Sigurjón Sigurbjörnsson 8 v