Dagur - 29.06.1995, Qupperneq 7
MINNINÚ
Fimmtudagur 29. júní 1995 - DAGUR - 7
íþ Þröstur Antonsson
J Fæddur 3. júlí 1938 - Dáinn 21. júní 1995
Alla föstudaga í sumar
bjóðum við uppá léttan jass fyrir
matar- og bargesti.
Þröstur Antonsson fæddist
þann 3. júlí 1938 að Árbakka
við Dalvík. Þar ólst hann upp í
stórum systkinahópi.
Eftirlifandi foreldrar hans
eru Anton Gunnlaugsson og
Jóna Kristjánsdóttir. Þröstur
kvæntist þann 28. desember
1968 Áslaugu Sigurjónsdóttur
og eignuðust þau tvö börn; Sig-
ríði Dagnýju og Birgi Þór. Auk
þess gekk Þröstur í föðurstað
Davíð syni Áslaugar.
Útför Þrastar Antonssonar
verður gerð í dag, fimmtudag-
inn 29. júní, kl. 13.30 frá Gler-
árkirkju á Akureyri.
Enginn veit fyrr en allt í einu.
Þessi heimatilbúni málsháttur,
sem af vissum ástæðum var meira
notaður en aðrir um borð í Snæ-
fellinu EA-740, kemur nú upp í
hugann. Þröstur Antonsson skips-
félagi minn til margra ára er fall-
inn frá, langt fyrir aldur fram.
Þröstur, eða fuglinn eins og við
kölluðum hann, bjó yfir þeim eig-
inleika umfram aðra menn að
Iífga upp á allt og alla sem hann
umgekkst. Á sinn rólynda hátt
gerði hann mér og öðrum sam-
starfsmönnum lífið og starfið á
sjónum litríkara, skemmtilegra og
eftirminnilegra. Því mun enginn
trúa sem ekki reyndi af eigin raun,
hversu hugmyndaríkur hann gat
verið í þessari eðlislægu tilhneig-
ingu til að hressa upp á hversdags-
leikann.
Tilsvörin og viðbrögðin við
öllu því sem á daga okkar dreif
munu ylja okkur skipsfélögum
hans alla tíð. Þröstur var drjúgur
verkmaður og oft var með ólíkind-
um hvað undan honum gekk í
lestinni þar sem hann réði ríkjum.
Oft kom fyrir að ég spúrði hann
hvort ekki vantaði aðstoð í lest-
inni, en yfirleitt var svarið á þá
leið að hann væri búinn að bæta
við snúning þannig að þess væri
ekki þörf. Aldrei mun ég heldur
gleyma þegar við fengum á okkur
Kjalvegur opnaður
Nú opnast fjallvegirnir hver af
öðrum og verður Kjalvegur form-
Iega opnaður á laugardag, en um-
ferð verður leyfð um veginn í dag.
Kjölur er opnaður á svipuðum
tíma í ár og síðustu ár. Einhver
bleyta er á veginum en ekki meiri
en svo að engar takmarkanir eru
um þunga.
Vegurinn um Hólssand til
Dettifoss er fær og vegurinn aust-
an frá í Kverkfjöll, í Hvannalindir,
Herðubreiðarlindir og Öskju.
Kaldidalur verður einnig opnaður
í dag og fært er í Landmannalaug-
ar. shv
Fimmtudagur 29. júní
20% afsláttur
af náttfatnaði
Föstudagur 30. júní
NO NAME snyrtikynning - Nýir litir
15% kynningarafsláttur
Öll tilboð í gangi
Ath. lokað á laugardögum í júlí
brotið. Brúarglugginn mélaðist og
sjórinn pressaðist inn með ógnar-
krafti í mesta lagi feti fyrir aftan
þig. Án þess að æðrast brást þú
við á þann eina hátt sem réttur
var. Þannig er því farið með góða
menn.
Nú þegar þú ert farinn að róa
frá annarri verstöð og í öðru
plássi, vona ég að þér farnist sem
best. Guð geymi þig.
Áslaugu, börnunum og fjöl-
skyldunni vottum við okkar inni-
legustu samúð.
Árni Bjarnason og fjölskylda.
Hinsta kveðja frá skips-
félögum á Árbak EA-308
Við söknum Þrastar sárt og okkur
langar í örfáum orðum að minnast
góðs skipsfélaga, sem nú er látinn
langt um aldur fram.
Oteljandi minningar sækja á
hugann og væri allt of iangt mál
að telja þær upp hér. Þröstur var
léttur í lund og skipti sjaldan
skapi. Hann átti til stríðni en
aldrei svo að neinum yrði meint
af, en hann gat verið fastur fyrir ef
að skoðanir hans voru réttar en
fengu ekki nægan hljómgrunn.
Vinur vina sinna var hann.
Alltaf fengu menn kaffi í Grænu-
götunni og alltaf stóðu dyrnar
opnar fyrir vini og kunningja
þeirra hjóna.
Kæri vinur. Nú ert þú kominn
yfir móðuna miklu og á annað til-
verustig, sínu meira og stærra og
vonum við að lygnara verði nú hjá
þér.
Þröstur var kvæntur Áslaugu
Sigurjónsdóttur og áttu þau saman
börnin Sigríði Dagnýju og Birgi
Þór. Fyrir átti Áslaug soninn
Davíð Ómar. Viljum við votta
þeim og öllum öðrum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð.
Tríóið „SKIPAÐ ÞEIM"
hefur syrpuna.
Enginn aðgangseyrir.
La uga rdagsk \/öld
STÓRSVEITIIM
SALSA PICAIMTE
ÁSAMT SÖIUGKOIMUIMIMI
MARGRÉTI EIR
í SUÐRÆNU SWINGI
FRAM EFTIR NÓTTU.
HÓTEL
SÍMI 462 2200
RAUTT LjÓS!
V IJUMFEFÍÐAR
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. júlí 1995 er 21. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 21 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 558,00
» » 10.000 kr. skírteini = kr. 1.116,00
» » 100.000 kr. skírteini = kr. 11,160,00
Hinn 10. júlí 1995 er 19. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 19 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.988,30
Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. janúar 1995 til 10. júlí 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, oghefst hinn 10. júlí 1995.
Reykjavík, 29. júní 1995.
SEÐLABANKIÍSLANDS