Dagur - 29.06.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 29.06.1995, Blaðsíða 12
FjÖlskylduvernd er ný þjónusta Tryggíngar hf. Hún felur í sér mikinn sveigjanleika fyrir hvem og einn til að sníða tryggingarpakkann að sínum þörfúm. ...eíns og þu vílt hafa hana TRYGGING HF Hofsbót 4 • Símí 462 1844 Lóðir við Hörpulund og Hindarlund: Lóðaúthlutun á borði bæjar- ráðsídag Mikill áhugi er ríkjandi á byggingarlóðum á svæði sunnan Hjarðarslóðar á Akur- eyri, við götur sem koma til með að heita Hörpulundur og Hind- arlundur, en byggingarlóðum hefur ekki verið úthlutað í Lund- arhverfi í nokkur ár að undan- skildri einni og einni lóð, sem skilin hefur verið eftir af einhverjum orsökum. Þegar umsóknarfrestur rann út föstudaginn 9. júní sl. höfðu borist tæplega 80 umsóknir um 29 lóðir á þessu svæði, fyrir 23 einbýlishús og þrjú parhús. Flest húsin verða á einni hæð, en boðið er upp á að sex af einbýlishúsunum og tvö parhúsana verði með hæð og risi. Stærð húsanna verður um 170 fer- metrar að bílgeymslu meðtalinni. Byggingarnefnd fundaði um lóða- umsóknirnar á fundi sínum í gær, og mun nefndin síðan senda bæj- arráði tillögur sínar um það hverjir fái þar úthlutað lóðum. Bæjarráð fjallar síðan um ákvörðun bygg- inganefndar á fundi sínum á morg- un, 29. júní, en endanleg ákvörðun er í höndum bæjarstjórnar. Bæjar- yfirvöld munu afhenda lóðirnar byggingarhæfar fyrir 1. ágúst nk„ þ.e. ganga frá götum og lögnum sem þeim tilheyrir en gert er síðan ráð fyrir eins árs byggingarfresti, þ.e. að húsin séu komin upp í ágústmánuði 1996. Þessi mikli áhugi á byggingar- lóðum á þessu svæði þarf ekki að koma á óvart. í næsta nágrenni er Verkmenntaskólinn, Menntaskól- inn og Háskólinn þar til hann flyt- ur á Sólborgarsvæðið, Sundlaugin og íþróttahöllinn eru á svæðinu og miðbærinn er í hæfilegri göngu- fjarlægð. Veðurfar er oft mildara á þessu svæði en t.d. í Gilja- eða Síðuhverfi, sérstaklega nær suð- vestanáttin sér ekki eins á strik á þessu svæði. Sumir umsækjenda hafa beðið nokkuð lengi eftir að þessar lóðir yrðu auglýstar lausar til umsóknar, og sumir hafa jafn- vel gefist upp á biðinni og hafið byggingarframkvæmdir á öðrum stöðum í bænum en hafa engu að síður lagt inn umsóknir. Vegna þessa mikla áhuga á byggingarlóðum hafa vaknað upp spurningar um að gera annað byggingarsvæði, sunnan Greni- lundar og Reynilundar, byggingar- hæft í sumar og auglýsa þá eftir umsóknum um lóðir á því svæði. Ákvörðun um það liggur þó ekki fyrir. GG Fljótin: Veiði ekki enn hafin í Fljótaá Mikil snjóþyngsli voru í Fljótunum í vetur eins og á flestum öðrum stöðum norðan- lands og af þeim sökum hefur vinna við tún farið nokkuð seinna af stað en venjulega. Trausti Sveinsson, bóndi að Bjarnargili, sagði þó ástand gróð- urs gott. „Túnin eru öll óskemmd sýnist mér, og þetta lítur mjög vel út, allt að grænka og þessa dagana þýtur gróðurinn upp.“ Bændur hafa verið að bera á tún undanfar- ið og ekki taldi Trausti að langt væri að bíða þess að hægt yrði að slá miðað við vöxtinn á grasinu hingað til. Trausti hefur leigt Fljótaá ann- að árið í röð en vegna flóða hefur Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu íslands verður heldur þungbúið í dag og ekki kemur til með að sjást mikið til sólar. Það er þó varla ástæða til að kvarta eftir mjög gott veður í gær. Það verður hæg norð- vestan átt og þokuloft í dag og hitinn verður á bilinu 8 til 18 stig en kaldast verður á annesjum. ekki reynst unnt að hefja þar veiði enn sem komið er. Aðspurður um sölu veiðileyfa sagði Trausti hana hafa gengið vel nema núna fyrstu vikuna en útlit væri fyrir að hann þyrfti að endurgreiða mönnum eitthvað. Flóðunum undanfarið hefur fylgt mikill framburður og hefur áin breyst mikið við það, ekki er þó Ijóst hvort nauðsynlegt verði að moka uppúr ánni áður en veiði getur hafist. GH Bóhald íþróttafélaganna: Enn til skoðunar Eins og fram kom í fréttum fyrir nokkru tóku skattayfir- völd bókhald ýmissa íþróttafé- laga á landinu til sérstakrar skoðunar. í þeim hópi voru t.d. Akureyrarfélögin KA og Þór. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra, sagði að bókhald íþróttafé- laganna væri enn til meðferðar og skoðunar en sagist lítið geta tjáð sig um framgang þess. Þá væri erfitt að segja hversu langur tími mun líða þar til skoðuninni lýkur og niðurstaða liggur fyrir. HA VEÐRIÐ Þessa dagana er unnið af kappi við gatnagerO á hinu fyrirhugaöa byggingasvæði vestan Verkmenntaskólans. Mynd: BG. Útflutningur á hrossakjöti: Trúverðugleiki okkar að veði - segir Aron Reynisson markaðsstjóri Töluvert hefur verið flutt út af hrossakjöti undanfarin ár á Japansmarkað og hafa ýmis sláturhús séð um slátrun á Norðurlandi, en Nýja Bautabúr- ið unnið allt kjöt. Utflutningur- inn hefur gengið vel, en nú sjá útflytjendur fram á skort á kjöti. Að sögn Arons Reynissonar, markaðsstjóra hjá SH, rýra sveiflur í framboði verulega trú- verðugleika íslands sem birgja. „Það hefur alltaf verið vanda- mál á þessum árstíma að fá hross. Bændur hafa verið tregir til að láta þau; bæði vegna þess að þetta er sá tími sem hrossin eru lélegust, en bændur fá greitt eftir fallþunga og bera því minna úr býtum held- Framkvæmdir við flot- bryggju á Húsavík og dýpkun vegna bryggjunnar eru í biðstöðu vegna óvissu um hvort styrkur fáist úr ríkissjóði. Kostnaður við flotbryggjuna með uppsetningu og dýpkun er áætlaður fimm milljónir króna, þar af um þrjár milljónir fyrir dýpkunina, en reiknað er með að höfnin verði dýpkuð um hálfan til einn metra. Sótt hefur verið um 3,3 milljóna styrk úr ríkis- sjóði en gert er ráð fyrir að ur en síðla sumars, og svo er það hefð í landbúnaðinum á íslandi að slátra ekki fyrr en að hausti.“ Að sögn er markaðurinn mjög góður núna og mikil eftirspurn er eftir kjöti. „Það er mjög bagalegt að geta ekki skaffað kjöt jafnt og þétt, það rýrir verulega trúverðug- leika okkar sem birgja, sérstaklega þegar aðrar þjóðir halda uppi framboðinu allan ársins hring.“ Aron segir að með jöfnu fram- boði gæti íslenskt hrossakjöt aflað stærri markaðshlutdeildar og af- setningu. „Bændur vilja slátra frá ágústlokum og fram að áramótum en þá komast ekki allir að því við getum ekki komið öllu því magni á markað í einu.“ Markmið íslenskra kjötútflytj- Húsavíkurkaupstaður leggi til fé á móti. Svör frá Hafnamálastofn- un um styrkhæfni þessara fram- kvæmda munu hinsvegar ekki liggja fyrir fyrr en seint á haust- mánuðum þegar næsta hafna- áætlunar verður gerð og því óvíst um hvenær hægt verður að hefja framkvæmdir. „Ég er nú frekar svartsýnn á að við fáum leyfi til jiess að halda áfram í surnar," segir Einar Njálsson, bæjarstjóri, „en ég tel fullvfst á að við fáum heimild til að gera þetta næsta vor.“ AI enda er að vinna markað fyrir sér- vöru, þ.e. að pakka kjötinu í neyt- endapakkningar. „Til þess að hægt sé að ná svo langt þurfum við að byggja upp traust sem áreiðanleg- ur birgir og til að ná virðisaukan- um heim til íslands, og það getum við ekki nema að við framleiðum allan ársins hring.“ ísland hefur um það bil 5-7% markaðshlutdeild í Japan, en Bandaríkin og Kanada eru stærstu útflytjendur hrossakjöts og sveifl- ast ástand hrossa þar á sama hátt á sama tíma og hérlendis. Að sögn Arons höfum við þó haft sóknar- færi á þessum árstíma þar sem það hefur sýnt sig að íslenskt kjöt er betra að gæðum heldur en kjöt frá keppinautunum á lökustu tímabil- unum og því sé mjög mikilvægt að nýta þau til að auka markaðs- hlutdeild íslenska hrossakjötsins f Japan. shv Allt fyrir garðinn í Perlunni við 3KAUPLAND Kaupangi v/Myrarveg, simi 23565 Flotbryggja á Húsavík: Framkvæmdir í biöstööu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.