Dagur - 05.07.1995, Síða 3
Miðvikudagur 5. júlí 1995 - DAGUR - 3
FRETTIR
Aðalfundur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf.:
Ahersla logð a þrounar-
og markaðsstarf
Aðalfundur Iðnþróunarfélags
EyjaQarðar hf. fyrir árið 1994
var haldinn 26. júní sl. Tap varð
af rekstri félagsins árið 1994 að
upphæð 8,1 milljón króna á
móti 2,1 milljón króna hagnaði
1993. Þrír starfsmenn störfuðu
hjá félaginu á árinu; Elín
Antonsdóttir ráðgjafi, Bjarni
Kristinsson ráðgjafl og nú ný-
ráðinn framkvæmdastjóri og Ás-
geir Magnússon, sem lét af starfi
framkvæmdastjóra um sl. ára-
mót er hann tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Foldu hf. Launa-
greiðslur námu 9,1 milljón
króna.
Helstu ástæður rekstrartaps nú
er hlutafjárniðurskrift sem telja
verður eðli slíkra félaga, enda um
áhættufjármagn að ræða. Rekstrar-
tekjur ársins 1994 námu 17,9
milljónum króna á móti 21,3 millj-
ónum árið 1993 en engar tekjur
voru vegna seldrar þjónustu á móti
803 þúsundum króna árið 1993.
Afskrifuð hlutabréf námu 9,2
milljónum króna, og ber þar hæst
8,7 milljónir króna í Foldu hf. og
500 þúsund í Úrvinnslunni hf.
Hlutafé félagsins nam í árslok
35,5 milljónum króna og skiptist
það milli 28 hluthafa. í árslok
1994 áttu 3 hluthafar yfir 10%
eignarhluta í félaginu; Byggða-
stofnun með 20,0%, Fram-
kvæmdasjóður Akureyrarbæjar
með 44,1% og Kaupfélag Eyfirð-
inga með 10,9%.
í stjórn Iðnþróunarfélagsins
sitja af hálfu Akureyrarbæjar
Daníel Árnason, sem er stjórnar-
formaður, Sigurður J. Sigurðsson
og Hákon Hákonarson, Sigurður
Jóhannesson frá KEA, Árni Kr.
Bjarnason sveitarstjóri Svalbarðs-
strandarhrepps, Guðmundur Þór
Guðjónsson frá Ólafsfirði og Val-
týr Sigurbjarnarson, framkvæmda-
stjóri Byggðastofnunar. Starfsemi
Iðnþróunarfélagsins undaiifarin ár
hefur að miklu leyti farið í aðstoð
við félög sem eru fjárhagslega illa
stödd og hafa jafnvel endað í
gjaldþroti en einnig hefur verið
veitt umtalsverð aðstoð við ein-
Hilmar aðstoðar Halldór
Hilmar Þór Hilmarsson, hagfræð-
ingur, hefur verið ráðinn aðstoðar-
maður Halldórs Ásgrímssonar,
utanríkisráðherra. Hilmar hefur
síðan í júní 1990 starfað í höfuð-
stöðvum Alþjóðabankans í Wash-
ington, fyrst við rannsóknir, en
síðastliðin tvö ár sem hagfræðing-
ur og verkefnisstjóri.
oþh
Nauðasamningur
Sædísar staðfestur
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur staðfest nauðasamning Sæ-
dísar hf. í Ólafsfirði, en fyrirtæk-
inu var veitt heimild til nauða-
samningsumleitana í febrúar sl.
oþh
Listasumar 95
Danskur stúlkna-
kór í Listasafninu
í kvöld syngur danskur stúlknakór frá Hjörring í Danmörku á
tónleikum í Listasafninu á Akureyri. Kórinn á sér nokkuð langa
sögu en hann var stofnaður árið 1964 og hefur því verið
starfandi í rúm 30 ár. Á tónleikunum koma fram um 30 stúlkur
undir stjóm kórstjórnandands, Gunnars Petersen, sem auk þess
að þjálfa og stjórna kórnum, er kennari í tveim tónlistarskólum í
Danmörku og er tónlistarstjóri danska ríkisútvarpsins.
Danski stúlknakórinn hefur öðlast ýmsar viðurkenningar í gegn-
um tíðina og unnið til margra verðlauna á alþjóðlegum kóramótum.
Síðast sigraði kórinn á 129 kóra móti í Neepelt í Belgíu árið 1992.
Kórinn hefur gefið út efni á geisladiskum, plötum og kasettum, auk
þess sem hann hefur margsinnis komið fram í dönsku útvarpi og
sjónvarpi.
Tónleikar Nordjysk Pigekor verða í Listasafninu á Akureyri f
kvöld og hefjast kl. 20.30.
staklinga við nýsköpunarhug-
myndir og átaksverkefni. I aukn-
um mæli hefur starfsemin verið að
færast yfir í þróunarstarf af ýmsu
tagi og nýsköpun eða til aðstoðar
markaðssetningar fyrirtækja.
í skýrslu formanns, Daníels
Árnasonar, segir að á síðasta ári
hafi starfsemin að einhverju leyti
borið einkenni þeirrar lægðar sem
íslenskt atvinnulíf hefur átt í að
undanförnu. Efnahagur fyrirtækja
fer þó batnandi og að sama skapi
eykst svigrúm þeirra til nýsköpun-
ar. Stjórnin telur að leggja eigi
áherslu á að félagið leiti áfram
hagkvæmra og atvinnuskapandi
fjárfestingatækifæra. Það verði
gert með auknu samstarfi við
starfandi fyrirtæki í landinu. Stjórn
IFE lýsir ánægju með hvernig til
tókst með endurreisn fyrirtækja
eins og t.d. Skinnaiðnaðar hf.,
Foldu hf. og fiskverkunar á Greni-
vík. Stjórn IFE telur hins vegar að
vamarbarátta sem þessi sé ill
nauðsyn sem falli ekki að stefnu
félagsins. Samvinna félagsins við
Háskólann á Akureyri hefur verið
góð og fer vaxandi. Þekking og
yfirfærsla þekkingar er lykilatriði í
öllu nýsköpunarstarfi og því veru-
legur þáttur í atvinnuþróun. Meðal
verkefna sem unnið hefur verið að
í samstarfi við Háskólann á Akur-
eyri og fleiri aðila er að koma á fót
matvælastofnun í tengslum við
Háskólann, stofnanir og fyrirtæki.
Senn hyllir undir að matvælastofn-
unin verði sett á laggirnar.
GG
Faxtæki
Fyrir venjulegan
pappír
Tilboðsverð
frá kr. 79.900
Minni faxtæki
frá kr. 32.900
T#LVUTÆKI
Furuvöllum 5 • Akureyri
Sími 462 6100
Vegaframkvæmdir
í Keiduhverfi:
Vegurinn hækk-
aður og bundinn
Nýr vegur sem lagður var í
Kelduhverfl í fyrra reyndist
vera mjög snjóþungur og er
unnið að því þessa dagana að
hækka hann upp.
Að sögn Sigurðar Oddsson-
ar hjá Vegagerð ríkisins á Ak-
ureyri var vegargerðinni ekki
fulllokið síðastliðið ár og er nú
verið að leggja síðustu hönd á
veginn, auk þess sem verið er
að hækka hann upp, þar sem í
ljós kom að töluverð snjósöfn-
un varð á tveimur stöðum á
veginum.
Sigurður er ekki í vafa um
að nýja vegarstæðið sé betra
en hið gamla. Segir hann að
eftir helgina verði lagt bundið
slitlag á veginn og þá verði
ekki undan neinu að kvarta,
vegurinn verði eins og best
verður á kosið. shv
AKUREYRARBÆR
STARFSMANNADE1LD
Skóladagheimilið
Hamarkot
Laus er til umsóknar staða forstöðu-
manns við skóladagheimilið Hamarkot
frá 1. ágúst nk.
Uppeldisfræðimenntun er áskilin.
Nánari upplýsingar um starfið gefur umsjónarmaður
skólavistunar í síma 462 7245.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur-
eyrarbæjar eða Launanefndar sveitarfélaga og Fé-
lags íslenskra leikskólakennara.
Nánari upplýsingar um kaup og kjör gefur starfs-
mannastjóri Akureyrarbæjar í síma 462 1000.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyr-
arbæjar að Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 14.júlí 1995.
Skólaskrifstofa Akureyrarbæjar.
Stórkostleg tækninýjung!
Stórkostlegur vinningur
dreginn út á gamlársdag!
PLU8-VINNINGURINN I HHI95
ÁLBIFREIÐIN