Dagur - 11.07.1995, Blaðsíða 1
Akureyri, þriðjudagur 11. júlí 1995
130. tölublað
HERRADEILD
Cránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 462 3599
J
Dýpkuní
Sauöárkrókshöfn:
Hafnarstjórn Sauðarkróks
samþykkti að taka tilboði
Björgunar hf. í dýpkun Sauðár-
krókshafnar. Fjögur tilboð bár-
ust í verkið og var tilboð Björg-
unar lægst, hljóðaði upp á
5.840.195 krónur, sem er 51.9%
af kostnaðaráætlun.
Að sögn Snorra Bjöms Sig-
urðssonar, bæjarstjóra, mun hafn-
arstjóm ganga frá samningum við
Björgun hf. og í framhaldi af því
munu framkvæmdir væntanlega
hefjast og reiknað með að verkinu
ljúki í september. „Þetta er ekki
mjög mikið, kannski 20.000 rúm-
metrar sem þarf að fjarlægja. Það
hefur borist sandur inn og með
þessu veróur umferð um höfnina
greiðari,“ segir Snorri um ástæður
þess að ráðist er í þessar fram-
kvæmdir. AI
Vigdís í Ólafsfírði
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, óskar ungum Óiafsflrðingum til ham- Ólafsflrði sem munu standa í eina viku. Fleiri myndir frá forsetaheimsókn-
ingju með bæinn þeirra, en á laugardaginn hófúst afmælishátíðarhöld í inni eru á síðu flmm. Mynd: BG
Framleiðendafélag Islenskra sjávarafurða:
Hefur verulegar áhyggjur
af landvinnslunni
Aðilar að Framleiðendafélagi
íslenskra sjávarafurða hafa
af því verulegar áhyggjur að
landvinnslan muni á næstum ár-
um leggjast af eða flytjast í
auknum mæli út á sjó.
Á almennum fundi í Framleið-
endafélaginu sl. föstudag á Akur-
eyri var eftirfarandi bókað: „Eins
og fram hefur komið er staða
landfrystingar og ísfískútgerðar
mjög slæm og fer versnandi m.a.
vegna þróunar gengis og verðlags.
Á síðustu árum hefur afkoma
frystingar flust út á sjó. Ef þessi
þróun heldur áfram mun land-
vinnslan leggjast af eða flytjast í
auknum mæli yfir í sjófrystingu.
Rækjuvinnslan hefur verið með
viðunandi rekstur en þaó breytir
því ekki að stærstur hluti bolfisk-
vinnslunnar er rekinn með veru-
legu tapi eins og staðan er í dag.“
Einnig kemur fram í samþykkt
fundarins að hann telji „ástæðu til
að vekja athygli almennings og
ráðamanna á þessu vegna þeirra
alvarlegu áhrifa sem þetta kann aö
hafa á atvinnustigið í landinu og
byggðaröskun. Landvinnslan hef-
ur á síðustu árum aukið verðmæti
íslenskra sjávarafurða með mikilli
áherslu á þróunarstarf og hækk-
andi framleiðslustigi. Þessum ár-
angri er nú stefnt í voða ef þetta
ástand varir lengi.“ óþh
Tilboö
Björg-
unar hf.
samþykkt
Rafmagnsleysi á Akureyri:
Biluní há-
spennustreng
Eins kom fram í Degj fyrir
helgi var rafmagnið tekið
af á Akureyri aðfaranótt föstu-
dagsins 7. júlí vegna vinnu í
aðveitustöð Landsvirkjunar.
Það kom fólki hinsvegar meira
á óvart þegar rafmagnið fór af
í bænum í miðjum fréttatíma á
laugardagskvöldið.
Samkvæmt upplýsingum frá
Jóhannesi Ófeigssyni hjá Raf-
veitu Akureyrar var um bilun í
háspennustreng að ræða. „Það
var verið að cndumýja rofabún-
að í aðveitustöð 1 vió Þingvalla-
snæti. Þess vegna fékk allur
bærinn rafmagn frá aðveitustöð
2, sem er í þorpinu. Strengurinn
bilaói síðan tíu mínútur yfir átta
á laugardagskvöldið og þá fór
rafmagnið af í öllum bænum.
Meirihluti bæjarbúa var búinn
að fá rafmagn aftur eftir hálf-
tíma en nokkrir þurftu að bíða í
einn og hálfan tíma,“ segir Jó-
hannes. AI
Loðnan eins og rauð-
Islandsmótið í hestaíþróttum:
Baldvin Ari
grautur vegna mikillar átu
- Siglufjörður hæsta löndunarhöfnin með 13 þúsund tonn
Á gætis loðnuveiði var um
helgina og voru um 30
loðnubátar á svæðinu og að-
faranótt mánudags voru
nokkrir bátar að fylla sig og á
landleið. Aflinn var að fást allt
frá Melrakkasléttu og vestur að
Horni þótt flestir væru við Kol-
beinsey. Áfram er spáð sæmi-
legu veðri á miðunum þótt eitt-
hvað kólni í veðri og rigni.
Hákon ÞH og ísleifúr VE
lönduóu á Siglufiröi í gærdag og
Bergur VE í gærkvöldi og var
heildarloðnuaflinn á Siglufirði
þar með kominn I 13 þúsund
tonn og er Siglufjörður langafla-
hæsta höfnin en meðalafkasta-
geta verksmiðjunnar er um 1.500
tonn á sólarhring. Þórður Ander-
sen, verksmiöjustjóri SR-mjöls á
Siglufirði, segir loðnuna horaða
og eins og rauógraut vegna mik-
illar rauðátu í henni og hún henti
ekki mjög vel til bræðslu.
Til Ólafsfjarðar höfðu í gær
borist 560 tonn; 1.875 tonn til
Krossanesverksmiðjunnar á Ak-
ureyri; 5.179 tonn til Raufarhafn-
ar og 6.381 tonn til Þórshafnar.
Heildaraflinn var í gær orðinn 44
þúsund tonn, sem cr álíka magn
og á sama tíma í fyrra. GG
með tvö gull
Islandsmótið í
hestaíþróttum
1995 var haldið
nú um helgina á
félagssvæði
Skugga í Borgar-
nesi. Veitt voru
38 gullverðlaun
sem skiptust nið-
ur á 14 knapa.
Árangur norðanmanna var góð-
ur en bestan árangur þeirra átti
Baldvin Ari Guðlaugsson, íþrótta-
deild Léttis, Akureyri.
Baldvin Ari keppti á stóðhest-
inum Prúð, frá Neðra-Ási, og sigr-
aði í gæðingaskeiði og skeiðtví-
keppni. Höskuldur Jónsson,
íþróttadeild Léttis, náði einnig
ágætis árangri en hann varð annar
í fjórgangi og þriðji í tölti.
Þann 23. júlí nk. heldur Bald-
vin Ari svo til Sviss, þar sem hann
mun keppa fyrir Islands hönd í
kynbótahrossakepninni. Baldvin
mun fara með Prúð til Sviss og
lofar árangur síðustu helgi góðu
fyrir heimsmeistarakeppnina.
GH