Dagur - 11.07.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 11.07.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 11. júlí 1995 LEIÐARI----------------------- Byggðapólitísk spuming ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), SÆVAR HREIÐARSSON (fþróttir). UÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 462 7639 í umræðunni um að auka hagkvæmni hjá burðarat- vinnuvegum þjóðarinnar er gjarnan talað um sam- runa fyrirtækja sem lykilorð. Það getur vissulega verið rétt að oft leiði sameining fyrirtækja til auk- innar hagkvæmni en þó er það nú svo að í bæði sjávarútvegi og landbúnaði snýst málið líka um þá byggð sem til staðar er á hverjum stað og þá koma menn að hinni stóru pólitísku spurningu, sem menn hafa ekki viljað taka hreina og klára afstöðu til, hvort eigi að „höggva" burðarfyrirtækið á ein- um stað en láta burðarfyrirtækið í næsta byggðar- lagi lifa. Reyndar er dæmið alls ekki svona einfalt. Það er ekki einhver ímyndaður stóri bróðir sem ákveður hvernig samsetning atvinnulífs í einstaka byggðar- lögum á íslandi á að vera. Það er atvinnulífið sjálft, atvinnugreinarnar sjálfar, sem verða að finna út hvernig þeirra málum er best háttað. Það hlýtur að vera keppikefli allrar atvinnustarfsemi í landinu að hagnast, öðruvísi lifir hún ekki af til lengri tíma. í þeim aflasamdrætti sem verið hefur á undan- fömum árum hefur auðvitað komið vel í ljós að mörg hinna smærri frystihúsa, sem í mörgum til- fellum eru burðarásar í atvinnuh'fi viðkomandi byggðarlaga, hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að standa af sér niðursveifluna. Þetta eru skuldsett fyrirtæki og fjárfestingin á sínum tíma var miðuð við hámarksafkastagetu. En síöan hrundi dæmið, atvinnan minnkaði og fólkið flutti í burtu. Um þetta eru nokkuð mörg dæmi víða um land, ekki síst á Vestfjörðum. Frammi fyrir sama vanda stendur úrvinnsluiðn- aður landbúnaðarins. Afkastagetan er miklu meiri en framleiðslan gefur tilefni til og því eru margar afurðastöðvar í stórkostlegum vanda. Það er ljóst að ef vel ætti að vera þyrfti að eiga sér stað veru- leg hagræðing í rekstri afurðastöðvanna, bæði hjá kjötvinnslum og einnig í mjólkuriðnaðinum. En spurningin er sú í hverju hagræðingin eigi að fel- ast. Menn virðast sammála um að þessum afurða- stöðvum þurfi að fækka, en enn og aftur staldra menn við þá spurningu hvaða stöðvar eigi að leggja niður og hverjar eigi að starfrækja áfram. Þetta er byggðapólitísk spurning, sem afar erfitt er að svara, en hjá því verður ekki komist fyrr en síð- ar. j Níunda starfsár Sumartónleika á Norðurlandi að hefjast: Ahersla lífeð á söngmn í ár verk eftir Monteverdi, Schiitz, Brahms, Hjálmar H. Ragnarsson, Mendelssohn, Silcher og Brahms. Tónleikar Madrigalakórsins verða sem hér segir: Föstud. 28. júlí kl. 21 - Húsavíkurkirkja. Laugard. 29. júlí kl. 21 - ReykjahlíOarkirkja. Sunnud. 30. júlí kl. 17 - Akureyrarkirkja. Madrigalakórinn í Heidelberg sækir NorOlendinga heim dagana 28.- 30. júlí. Tjarnarkvartettinn úr Svarfaðardal lýkur tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi að þessu sinni með tónleikum dagana 4.-6. ágúst. Níunda starfsár Sumartónleika á Norðurlandi hefst að þessu sinni 14. júlí og stendur til 6. ágúst. Haldnir verða 12 tónleikar í fimm kirkjum, þ.e. Akureyrarkirkju, Húsavíkurkirkju, Reykjahlíðar- kirkju v/Mývatn, Dalvíkurkirkju og Raufarhafnarkirkju. Níunda starfsárið má kannski kalla „ár söngsins“ því að þrjú af fjórum atriðum er söngur, en það mótast fyrst og fremst af því að í sumar fer fram umfangsmikil við- gerð á orgeli Akureyrarkirkju og flytjendurnir valdir með tiliiti til orgelleysisins. Tónleikarnir hefjast viku síðar en undanfarin ár af sömu ástæðum og tónleikaraðimar verða fjórar í stað fimm. Tónlistarmennimir í ár verða nær eitt hundrað og em heimamenn af Norðurlandi helmingur þess fjölda en hinn helmingurinn eru gestir frá Þýskalandi ásamt tveim listamönnum af höfuðborgarsvæð- inu. Kór Akureyrarkirkju ríður á vaðið Félagar í Kór Akureyrarkirkju und- ir stjóm Bjöms Steinars Sólbergs- sonar ríða á vaðið með tónleikum um næstu helgi. Á efnisskránni verða verk eftir Jón Hlöðver Ás- kelsson, Scarlatti, Hassler, Mend- elssohn, Bmckner og Hafliða Hall- grímsson. Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld á Akureyri, sem er heiðurstónskáld Kórs Akureyrarkirkju, varð fimm- tugur í júníbyrjun sl. og er fyrsta tónleikaröðin tileinkuð þeim tíma- mótum með flutningi á verkum sem hann hefur sérstaklega samið fyrir kórinn og kirkjustarfið, auk annarra Björn Steinar Sólbergsson stjórnar Kór Akureyrarkirkju á fyrstu tón- leikum Sumartónleika á Norður- landi um næstu helgi. verka. Með þessu vilja aðstandend- ur Sumartónleika á Norðurlandi, Listvinafélags Akureyrarkirkju og Kórs Akureyrarkirkju hylla Jón Hlöðver á viðeigandi hátt. Tónleikar kórsins verða eftirfar- andi: Föstud. 14. júlí kl. 21 - Dalvíkurkirkja. Laugard. 15. júlí kl. 21 - Reykjahlíðarkirkja. Sunnud. 16. júlí kl. 17 - Akureyrarkirkja. Flaututónleikar Næst í tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi era flautuleikaramir Martial Nardeau og Guðrún Birgis- dóttir. Á efnisskrá tónleika þeirra verða verk eftir Haydn, Beethoven, Bach, Migot og Mozart. Tónleikar Martial Nardeau og Guðrúnar Birgisdóttur verða: Föstud. 21. júlí kl. 21 - Húsavíkurkirkja. Laugard. 22. júlí kl. 21 - Keykjahlíðarkirkja. Sunnud. 23. júlí kl. 17 - Akureyrarkirkja. Kór Akureyrarkirkju flytur um næstu helgi m.a. verk eftir Jón Hlöðver Áskclsson, tónskáld á Ak- ureyri. Madrigalakórinn Síðustu helgina í júlí sækja góðir gestir Norðlendinga heim. Þetta er Flautuleikarnir Guðrún Birgisdóttir leikum helgina 21.-23. júlí. Madrigalakórinn í Heidelberg í Þýskalandi undir stjórn Gerald Kegelmann. Á efnisskránni verða og Martial Nardeau spila saman á tón- Tjarnarkvartettinn Tjamarkvartettinn í Svarfaðardal lýkur Sumartónleikum á Norður- landi með tónleikum um verslunar- mannahelgina. í kvartettinum em Hjörleifur og Kristján Hjartarsynir, Rósa Kristín Baldursdóttir og Kristjana Amgrímsdóttir. Á efnisskrá kvartettsins að þessu sinni verða íslensk þjóðlög og sönglög eftir Þorkel Sigurbjöms- son, Pál ísólfsson, Heimi Sindra- son, Jón Jónsson frá Hvanná, Sig- valda Kaldalóns, Þórarin Guð- mundsson, Gunnar Reyni Sveins- son, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Múla og Jónas Árnasyni og Sigfús Halldórsson. Tónleikar Tjarnarkvartettsins verða sem hér segir: Föstud. 4. ágúst kl. 21 - Raufarhafnarkirkja. Laugard. 5. ág. kl. 21 - Reykjahlíðarkirkja. Sunnud. 6. ágúst kl. 17 - Akureyrarkirkja. Margir koma við sögu Sumartónleikar á Norðurlandi em samstarf margra aðiia. Meðal þeirra em: Listvinafélag Akureyrarkirkju, sr. Jón Helgi Þórarinsson og Hlín Torfadóttir Dalvík, Guðbjörg Ing- ólfsdóttir Reykjahlíð, Robert Faulkner Húsavík og Gunnur Sig- þórsdóttir Raufarhöfn. Þar fyrir utan styrkja fjölmargir starfsemina og má þar nefna til sög- unnar sóknamefndir viðkomandi kirkna, Hótel KEA, Hótel Húsavík og Hótel Reynihlíð ásamt fjölmörg- um stærri og minni aðilum sem með áhuga sínum og fjárframlagi gera tónleikaröð sem þessa mögu- lega. Sumartónleikamir standa yfir í eina klukkustund og er aðgangur ókeypis, en tónleikagestum gefst kostur á að styrkja Sumartónleikana með frjálsum framlögum við kirkjudyr. Nánar upplýsingar urn Sumar- tónleika á Norðurlandi veita Hrefna Harðardóttir framkvæmdastjóri þeirra eða Björn Steinar Sólbergs- son listrænn stjómandi Sumartón- leikanna, í síma 4627700 í Akur- eyrarkirkju, myndsendir nr. 4612472 eða í heimasíma 4625642. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.