Dagur - 11.07.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 11.07.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 11. júlí 1995 FRÉTTIR Hákon Hákonarson nýr formaður Húsnæðisstofnunar ríkisins Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri, hefur verið skipaður formaður Húsnæðisstofnunar ríkisins, en hann hefur setið í stjórn Húsnæðisstofnunar í sex ár. Þetta er í fyrsta skipti sem Akureyringur er skipaður í þessa stöðu. Hákon sagði að sér þætti þetta mjög spennandi og án efa krefj- andi starf sem hann hlakkaði til að takast á við. „Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu Xerox og Toshiba Ijósritunarválar Margar gerðir Leigusamningar Traust t>jónu5ta Eigum notaðar vélar til núna T#LVUTÆKI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 k________________A HIJfl'IttláaffffÐ'BI Q& 0C0 000* aQDDBQll Þriðjudagur 11. júlí Söngvaka. Rósa Kristín Baldursdóttir og Pórorinn Hjartarson flytja íslensk sönglög í kirkju Minjasafnsins ó Akureyri kl. 21. Aðgangur kr. 600,- Miðvikudagur 12. júti Dagskró um Davíð Stelónsson. Flytjend- ur eru Hólmfriður Benediktsdóttir söng- kona og Helga Bryndís Magnúsdóttir pi- anóleikari. Daviðshús kl. 21. Aðgangur kr. 600,- Fimmtudagur 13. júlí Söngvaka i kirkju Minjasafnsins kl. 21. Aðgangur kr. 600,- Klúbbur Listasumars og Karólínu í Deigl- unni. Trióið Skipað þeim ósamt Gunnari Ringsted gítarleikara og Ragnheiði Ól- afsdóttur sóngkonu. Kl. 22. Aðgangur ókeypis. Sýningar Listasafnið ó Akureyri Jóns Gunnar Árnason Jan Knap Myndlistaskólinn ó Akureyri Sumar '95. Deiglan og Glugginn Birgir Andrésson Café Karólína Dröfn Friðfinnsdóttir. Já... en ág nota nú yfirleitt beltiö! mikilvæg húsnæðismál eru fyrir fjölskylduna og slæmt til þess að hugsa hve höllum fæti þau mál standa fyrir marga. Eitt fyrsta verkefnið verður að kanna með hvaða hætti á að bregðast við til að reyna að greiða úr vanda þess fólks sem þegar á í erfíðleikum. Annars vegar með því hugsanlega að lengja greiðslutímann af núver- andi húsbréfum og hins vegar með því að kanna hvort mögulegt sé að gefa út ný húsbréf til lengri eða skemmri tíma. Sumir vilja lán í 15 ár í stað 25, og aðrir þurfa minni greiðslubyrði og í því sambandi hefur verið nefnt að lengja láns- tímann í allt að 40 ár. Ég vil ekki fullyrða neitt um hvað út úr þessu kemur, en hins vegar er það alveg ljóst að það væri mjög gott ef Hákon Hákonarson, nýskipaður formaður Húsnæðisstofnunar ríkis- Sixties á útimark- aði á Dalvík Það var Iíf og fjör við Víkurröst á Dalvík sl. laugardag þegar ljós- myndari Dags átti þar leið um. Búið var að setja upp markaðsborð á planinu við „Röstina" og viðskiptin voru blómleg. Ekki dró heldur úr stemmningunni að bítlahljómsveitin Sixties spilaði öll gömlu, gÓÖU bítlalögin. Myndir: B.G. hægt væri að finna einhverja leið til þess að fækka þeim tilfellum þar sem fólk þarf að yfirgefa hús- næði sitt, nauðugt eða viljugt vegna greiðsluerfiðleika.“ Skammt er síðan félagsmála- ráðherra ákvað að hækka lánshlut- fall til fyrstu íbúðarkaupa úr 65% í 70% og er í framkvæmdaáætlun Húsnæðisstofnunar fyrir árið 1996 gert ráð fyrir aukningu útlána. „Fjárútstreymið eykst miðað við sama fjölda lána og einnig gerum við ráð fyrir að kaupum fjölgi. Vonandi verður þetta til þess að auðvelda ungu fólki að eignast sitt fyrsta húsnæði." Aðspurður sagðist Hákon ekki hafa neinar áhyggjur af því að stofnunin stæði ekki undir aukn- um lánveitingum, miðað við ný- gerða framkvæmdaáætlun ætti hún að gera það, reksturinn væri í föstum skorðum og sjaldgæft væri að stofnunin stæðist ekki áætlanir. shv Maður léstá Melgerðis- melum Banaslys varð á Melgerðis- melum, á svæði Svifflugfé- lags Akureyrar, síðdegis á laugardaginn. Slysið varð með þeim hætti að sviffluga sem verið var að draga á loft hrapaði í flugtaki, féll til jarðar og flugmaður er tal- inn hafa látist samstundis. Menn frá loftferðaeftirliti og rannsóknanefnd flugslysa komu norður strax á laugar- dagskvöld til að rannsaka vél- ina og reyna að finna hugsan- iegar orsakir en niðurstöður liggja ekki fyrir. Maðurinn sem lést hét Friðjón Eyþórsson og var til heimilis að Smárahlíð 1C. Hann var 63 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. AI Sauðárkrókur: Tvo storafmæli á næstu tveimur árum Bæjarstjórn Sauðárkróks skip- aði nýlega undirbúningsnefnd vegna væntanlegra tímamóta en á næsta ári verður 125 ára af- mæli búsetu á staðnum og árið 1997 verður bærinn hálfrar ald- ar gamall. Nefndina skipa fimm menn: Árni Ragnarsson, Brynjar Pálsson, Elsa Jónsdóttir, Gumundur Guð- mundsson og Ómar Bragi Stefáns- son. Nefndin mun taka afstöðu til hvort æskilegra sé að halda upp á afmælin sitt í hvoru Iagi eða tengja þetta einhvern veginn sam- an og er reiknað með að hún komi með tillögur til bæjarstjórnar um hvernig að hátíðarhöldum verði staðið. AI Vopnafjörður: Innbrotin í síðustu viku nær upplýst Eins og greint var frá í Degi sl. föstudag voru framin fjögur inn- brot á Vopnafirði aðfaranótt fímmtudagsins. Að sögn Rúnars Valssonar, varðstjóra, er málið nær upplýst en par sem leið átti um Vopna- fjörð var handtekið í Grímsnesi nú á sunnudag, þar sem það var önn- um kafið við að grafa ránsfeng. Rúnar sagði játningu ekki liggja fyrir, þegar haft var sam- band við hann seinnipartinn í gær, en ljóst sé að um væri að ræða hluti sem saknað var úr ránunum á Vopnafirði. Einnig var talið að parið hefði framið innbrot í heilsugæslustöðina á Kirkjubæjar- klaustri aðfaranótt sunnudagsins. GH Sögusýning á Sauðárkróki: Leiðin til lýðveldis I sýningarsal Safnahúss Skag- fírðinga stendur yfir sögusýning- in „Leiðin til lýðveldis“. Þetta er hluti af sýningunni sem var í Morgunblaðshöllinni í Reykja- vík á lýðveldisafmælinu og þeir sem misstu af henni þar hafa nú tækifæri að sjá hana á Sauðár- króki. Á sýningunni er fjallað í mynd- um, munum og máli um sjálfstæð- isbaráttu og lífshætti íslendinga á árunum 1830-1944. Sigríður Sig- urðardóttir, safnstjóri í Glaumbæ, var ein þeirra sem sá um að setja sýninguna upp hér norðan heiða. Hún segir að í Reykjavík hafi sorglega fáir gestir komið að sjá sýninguna og telur skýringuna vera að fólk hafi ekki vitað um hana. Hún vonar að sama verði ekki upp á teningnum á Sauðár- króki því sýningin sé mjög skemmtileg og vel heppnuð. „Þetta er glæsilegt samspil skjala og mynda og sýningin er óvenju- leg að því ieyti að þessu samspili hefur ekki verið gefinn mikill gaumur fyrr á sýningum hér hjá okkur á íslandi.“ Sýningin verður opin sídegis alla daga til 20. ágúst. Á sýning- unni er hægt að kaupa ritið „Leið- in til lýðveldis" á nokkrum mis- munandi tungumálum og þar eru einnig til sölu póstkort, sem voru gefin út sérstaklega í tilefni sýn- ingarinnar. AI Bílbruni í V-Húna- vatnssýslu Á föstudaginn kviknaði í fólksbíl nálægt Fitjaá við Víðidal. Bíllinn var kyrrstæð- ur og mannlaus og er ekki vitað um orsök brunans. Bílinn og allt sem í honum var, þar með talinn farsími, eyðilagðist. Talið er að öku- maður hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hann yfirgaf bíl- inn. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.