Dagur - 14.07.1995, Síða 1

Dagur - 14.07.1995, Síða 1
Sigurhæöir, hús séra Matthíasar Jochumssonar, skálds, verður opnaöaö í dag. Mynd: BG Sigurhæðir opnaðar á ný Laxeldsistöð Nordic Seafarm hf: „Ætlum að halda rekstrinum áfram“ - segir Jim Roger Nordby, einn eigenda NFO Gruppen Hús Matthíasar Jochumsson- ar, Sigurhæðir, verður opn- að í dag, föstudag, eftir að hafa verið lokað undanfarin ár vegna viðgerða. í Sigurhæðum er minningar- safn um séra Matthías, en hann lét reisa húsið árið 1903 og bjó þar til dauðadags árið 1920. Fjölskylda hans bjó þar nokkuð lengur en síðan var húsið selt og gekk það kaupum og sölum um skeið. Nokkrar breytingar voru gerðar á Adögunum kom Reykjafoss, skip Eimskipafélags íslands, til Siglufjarðar með sjötta bátinn sem Síldarminjasafnið á Siglu- firði eignast. Að sögn Sveins Björnssonar á Siglufirði bíður manna talsvert mikið verk við að koma bátnum í stand, en um er að ræða 12 tonna eikarbát, sem smíðaður var á Hauganesi árið 1954. Var báturinn lengst af gerður út frá Eyjafirði undir nafninu Draupnir og það nafn mun hann nú fá að nýju. „Við hjá Síldarminjasafninu höfum verið að svipast um eftir bátum sem líkst gætu þessum gömlu síldarbátum og við gætum haft hér við bryggju. Eftir að hafa skoðað úreldingarlista hringdi ég í menn víða um land og allir voru dauðfegnir ef einhver vildi taka af þeim ómakið að eyðileggja bátinn. Hins vegar voru flestir þessir bátar orðnir það breyttir að það hefði kostað mikla fjármuni að gera þá gamla aftur, þangað til ég rakst á þennan,“ sagði Sveinn um tildrög þess að Síldarminjasafnið eignað- ist bátinn. Báturinn sem um ræðir var síð- ast gerður út frá Vestamnnaeyjum undir nafninu Kristín VE-40 og því á þessum tíma, aðallega á efri hæðinni, en neðri hæðin er svo til óbreytt. Árið 1958 var Matthíasarfélag- ið stofnað í þeim tilgangi að eign- ast Sigurhæðir og koma þar upp minjasafni um skáldið. Safnið var opnað árið 1962 og rekið af félag- inu til ársins 1981 er það var af- hent Akureyrarbæ. Nú er safnið í umsjá Minjasafnsins á Akureyri. Viðgerðum á húsinu var hagað þannig að hægt væri að varðveita var í eigu Eiðs Marinóssonar. Bát- urinn var lengi gerður út frá Eyja- firði, síðan seldur til Þórshafnar og þaðan til Vestmannaeyja. Að sögn Sveins hefur mjög verið vandað til allrar smíði bátsins á sínum tíma og hafa tiltölulega litlar breytingar verið gerðar á honum. Síldarminjasfninu var gefinn báturinn og síðan tók sinn tíma að afla tilskilinna leyfa, t.d. hjá Sjáv- arútvegsráðuneyti, Þjóðminjasafn- inu, Þróunarsjóði sjávarútvegsins og fleiri aðilum. Það hafðist þó allt á endanum. „Fyrst ætluðum við að sigla bátnum norður en hann var ekki í það góðu ásigkomulagi að við þyrðum að sigla honum alla leið. Við leituðum því ásjár Eim- skips og þeir fluttu hann ókeypis fyrir okkur með Reykjafossi." Nú stendur fyrir dyrum mikil vinna við að koma bátnum í sem upprunalegast horf og að því loknu verður hann hafður við bryggju fólki til sýnis. Jafnvel er hugmyndinn að útbúa hann sem reknetabát, en sá veiðiskapur var að sögn Sveins mikið stundaður seinni part sumars úti fyrir Norð- urlandi þegar síldin fór að verða erfiðari að ná henni. Þá björguðu litlu reknetabátamir oft söltuninni. Draupnir er sjötti báturinn sem gerð hússins, en það ber einkenni þess byggingastíls sem nefndur hefur verið „sveitser“, sökum þess að það ber keim af svissneskum húsum. Leitast hefur verið við að búa stofur hússins sem líkast því sem var á tímum séra Matthíasar og er skrifstofa skáldsins að kalla óbreytt frá því sem var. Sigurhæðir verða opnar dag- lega í sumar frá klukkan 14 til 16. Aðgangseyrir er kr. 100, en ókeypis fyrir 15 ára og yngri. shv Síldarminjasafnið eignast. „Draumurinn er að eignast einn stóran, 50-60 tonna bát, eins og aðal síldarbátarnir voru héma í gamla daga. Við vitum af einum vestur á ísafirði sem heitir Grunn- víkingur, en við eigum bara enga peninga til að gera þetta. Hann verður því að bíða, ef það verður þá ekki búið að eyðileggja hann. Eins og greint var frá á for- síðu blaðsins á miðvikudag auglýsti norska fyrirtækið NFO- Gruppen í Lofoten í Noregi laxeldisstöðina Nordic Seafarm hf. við Miklavatn til sölu. Jim Roger Nordby, einn af eig- endum fyrirtækisins, er staddur hérlendis um þessar mundir og er blaðamaður Dags innti hann svara á því hvers vegna stæði til að selja fyrirtækið sagði Jim að þetta væri á misskilningi byggt, ekki stæði til að selja fyrirtækið. „Ég er ekki að selja, mér þykir leitt að hafa ekki getað hjálpað ykkur með fréttina áður en hún var birt, við erum ekki að selja við erum að reyna að meta fyrirtækið vegna tjóns sem við höfum orðið fyrir í stöðinni og nú er því iokið og við ætlum að reka það áfram og enginn kemur til með að kaupa það. Svo það er ekkert að gerast." Eins og kom fram í fréttinni á miðvikudag var kaupverð stöðvar- innar 25 milljónir og samkvæmt samkomulagi áttu 20 miljónir að greiðast með skuldabréfi en 5 milljónir innan ákveðins tíma. Tvær milljónir af þeirri upphæð hafa verið greiddar en ávísun upp Þeir eru auðvitað stórmerkilegir þessi gömlu trébátar. Norðlenskir bátasmiðir voru alveg sérstakir, þeir smíðuðu svo fallega báta. Handbragðið og smíðin er einstök í sinni röð og þessir hlutir mega ekki tínast. Það væri alveg synd ef allir þessir gömlu bátar enda á haugunum og eru eyðilagðir," sagði Sveinn. HA á 3 milljónir hefur ekki fengist innleyst. Aðspurður um þessa hlið máls- ins svaraði Jim: „Það er rétt að við höfum aðeins greitt hluta upphæð- arinnar en þetta er sá hluti fréttar- innar sem ég er ekki tilbúinn að ræða við þig um en ég get hins- vegar sagt að það er allt undir „kontról" og við ætlum einfald- lega að halda rekstrinum áfram.“ Reynir Pálsson, framkvæmda- stjóri stöðvarinnar, sagði þetta um málið þegar blaðamaður hafði samband við hann: „Þessi auglýs- ing var birt áður en þetta vanda- mál með vatnið kom upp en það stendur ekki til að selja þetta í dag.“ Aðspurður um afborganir af stöðinni svaraði Reynir: „Eg svara því ekki, ég hef ekkert með það að gera „no comment“.“ Þess má svo geta að það vanda- mál sem hlutaðeigandi tala um er atvik sem átti sér stað fyrr í vor þegar botnlokur Skeiðsfossvirkj- unarinnar voru opnaðar og stíflu- vatnið tæmt. Gömul setlög og grugg bárust niður í gegnum Fljótaána og niður í Miklavatn. Úr Miklavatni er það vatn sem notað er til eldisins tekið. Langur tími leið áður en yfirborð vatnsins hreinsaðist. Afleiðingar þessarar mengunar, fyrir stöðina, eru taldar vera þær að nýrnaveiki blossaði upp og nauðsynlegt reyndist að drepa mikinn hluta þeirra seiða sem sett voru í eldi í fyrravetur, um 60-70.000 seiði. GH Rjótin: Sláttur enn ekki hafinn Ekki er útlit fyrir að slátt- ur í Fljótum hefjist fyrr en í fyrsta lagi eftir 2 vikur vegna slæmrar tíðar fyrri hluta ársins. Bjarni Traustason, Bjarnar- gili, segir menn þó ekki hafa miklar áhyggjur af að ekki ná- ist nóg hey þar sem landbún- aður hafi dregist mikið saman í Fljótum síðustu ár, menn hafa næg tún til að slá. „Þetta er svona um það bil 3 vikum til mánuði seinna en vanalega. Það lentu margir í vandræðum í vor, voru heylitl- ir en ég held að menn nái nú alveg inn öllu því heyi sem þeir þurfa.“ Aðspurður um hvort hann teldi að menn næðu fleiri en einum slætti sagðist Bjarni ekki reikna með því en ef menn sæju fram á skort á heyi myndu þeir bara slá fleiri tún en vanalega. GH Reykjafoss slakar hér Kristínu VE, sem nú fær nafnið Draupnir, í sjóinn og síðan var bátnum siglt að bryggju. Mynd: Ragnar. Síldarminjasafnið á Siglufirði eignast sinn sjötta bát: Draumurinn að eignast einn stóran - segir Sveinn Björnsson

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.