Dagur - 14.07.1995, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 14. júlí 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÓLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÓRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285)
SÆVAR HREIÐARSSON (íþrðttir).
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÓRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
LE5ENDAHORNIÐ
LEIPARI-----------------------
Homreka fræðigrein
Það hefur ítrekað komið fram í könnunum á
landafræðikunnáttu íslenskra ungmenna að hún
er engan veginn nógu góö, nokkuö sem hlýtur að
vera áhyggjuefni. Niðurstöður samanburðarrann-
sóknar, svokallaðrar Inter Geo H, á þekkingu ís-
lendinga og annarra þjóða á landafræði, leiddu í
ljós að þekking íslendinga var langt undir meðal-
tali. íslendingar lentu í 17. sæti af 25 þjóðum.
Sumum kann að finnast að heimurinn hrynji
ekki þótt íslendingar séu ekki betur aö sér um
landafræði. Þeir sem þetta telja eru á villigötum.
Það skiptir vitaskuld miklu máli að íslendingar
séu vel upplýstir um hagi og hætti annarra
þjóða, ekki síst í því umróti sem nú á sér stað á
sviöí fjarskipta og viðskipta. Landfræðilega erum
við eyland í Atlantshafinu, en að öðru leyti erum
við ekki ein á báti. Okkur er nauðsyn á því að
vita miklu meira um umheiminn en við gerum.
En þá er eðilegt að spurt sé; hvað er að, af
hverju er þekking okkar í þessum efnum eins
slæleg og áðurnefnd könnun gefur til kynna?
Þessu er erfitt að svara, en þó má ljóst vera að
skólakerfið hefur brugðist að verulegu leyti. Yfir-
völd skólaraála í landinu hafa ekki hafið landa-
fræði til þeirrar virðingar sem greininni ber, hún
hefur verið hornreka í skólakerfinu. Landafræði
er ekki staðreyndaupptalning, eins og gömlu
landafræðikennslúbækurnar lögðu mest upp úr,
hún er fræðigrein sem ekki síst fjallar um tengsl
manns og náttúru, Hún tekur til stjórnmála, um-
hverfismála og i raun allra þátta mannlífsins.
Það er einmitt brýn nauðsyn á því að auka
þekkingu íslenskrar alþýðu, ekki síst ungu kyn-
slóðarinnar, á flóknu samspili athafna mannsins
og náttúrunnnar. Þetta er nauðsynlegur grunnur
til þess að byggja á. Því miður hefur þennan
grunn skort að verulegu leyti vegna þess að
landafræðinni hefur verið ýtt að verulegu leytí til
hliðar í íslenska skólakerfinu. Margar þjóðir hafa
á sama tíma skynjað mikilvægi þess að efla
landafræðikennslu.
Um þetta mál verður að tala tæpitungulaust.
Við sitjum eftir vegna þess að kennslubækur í
landafræði og framsetning námsefnis er fyrir
löngu orðin úrelt og fyrir vikið hafa margir nem-
endur andúð á þessari fræðigrein. Þar við bætist
að það er mikíll skortur á kennurum sem eru fær-
ir um að kenna þessa fræðigrein.
Norðmenn - hingað
og ekki lengra!
Sjómaður hringdi og sagði að nú
væri hann búinn að fá yfir sig nóg
af yfirgangi Norðmanna. Málið
með togarann Má frá Ólafsvík
fyllti mælinn gjörsamlega. „Ég vil
segja við frændur okkar Norð-
menn; hingað og ekki lengra! Þeir
hafa sýnt okkur sjómönnunum
yfirgang norður í Smugu, þeir
tuðuðu yfir síldveiðunum í Síldar-
smugunni og nú sýna þeir ótrúleg-
an ruddaskap með því að vísa Má
út úr landhelgi Noregs, skipi sem
varð að fá viðgerð í Noregi. Þetta
er f raun ótrúleg framkoma og
ekki Norðmönnum til sóma. Ég
legg til að íslensk stjórnvöld svari
fullum hálsi og fari að gera eitt-
hvað verulega róttækt varðandi
gegndarlausar veiðar Norðmanna
á úthafskarfanum á Reykjanes-
hrygg. Norðmenn verða að fara
skilja að þeir eru ekki alheims-
löggur á úthafinu!“
Hefur Jóhannes ekki
efni á að auglýsa?
Björn hringdi.
„Það er orðið árvisst að Jó-
hannes kaupmaður í Bónus verður
vitlaus út af kalkúnalöppum. Hann
hringir í fjölmiðlana, gjarnan þeg-
ar gúrkutíðin er sem mest, og seg-
ir þeim að hann sé nú að fá fulla
gáma af eðalvarningi frá útlönd-
um. Fjölmiðlarnir mæta á staðinn
og gefa Bónus-kaupmanninum
ókeypis auglýsingu, sem hægt er
að meta á fleiri hundruð þúsund ef
ekki milljónir. Og alltaf skal
Bónus-kaupmanninum takast,
með dyggri aðstoð fjölmiðlanna,
að koma því inn í hausinn á al-
menningi að hann sé Hrói höttur
litla mannsins.
Það er kominn tími til að fjöl-
miðlar þessa lands sjái í gegnum
þennan árvissa leik Jóhannesar
kaupmanns í Bónus og hætti að
auglýsa hann ókeypis dag eftir
dag. Hann getur keypt sínar aug-
lýsingar í fjölmiðlum eins og aðrir
í viðskiptalífinu.“
Orðsóðarnír
sitji heima
Vallargestur hringdi.
„Ég sá í lesendadálki Dags sl.
miðvikudag að íþróttaáhugamaður
hafði kvartað yfir orðbragði vall-
argesta á Akureyrarvelli. Þessu er
ég hjartanlega sammála. Ég var að
vísu ekki vitni af þessum nefnda
leik Þórs og Stjörnunnar en ég hef
margoft áður heyrt þvílíkar sví-
virðingar um dómara og leikmenn
að ekki tekur tali.
Ég hélt að fólk færi á völlinn til
þess að hvetja sitt lið, en ekki til
þess að ausa úr skálum reiði sinn-
ar yfir leikmenn og dómara. Þeir
sem geta ekki hagað sér eins og
menn á knattspyrnuleikjum ættu
að sjá sóma sinn í því að sitja
heima og leyfa okkur hinum sem
förum á völlinn til þess að horfa á
knattspyrnu, að njóta leiksins.“
Góð tónlist hjá
Gesti Einarí
Útvarpshlustandi á Eyrinni
hringdi.
„Eg ætlaði nú bara að koma því
á framfæri að hann Gestur Einar
væri alveg skfnandi útvarpsmaður.
Ég er nú komin af léttasta skeiði
og hef því ekki mjög gaman af
þessu poppgargi sem ætlar mann
lifandi að drepa daginn út og inn.
En tónlistin sem hann Gestur Ein-
ar spilar í þættinum sínum eftir
hádegið er alveg ljómandi og
manni getur ekki annað en liðið
vel eftir hádegismatinn. Ég ætla
bara að vona að þeir þarna á rás 2
leyfi okkur að njóta tónlistarinnar
hans Gests áfram á þessum tíma.
Þetta er gott mótvægi við allt
poppgargið."
Gúrkubragur
á sjónvarps-
stöðvunum
Sigurður hringdi.
„Það er ekki hægt að segja ann-
að en að fréttatímar sjónvarps-
stöðvanna séu gúrkukenndir þessa
dagana. Dag eftir dag eru langar
fréttir af því sem venjulega myndi
vart fá inni í fréttatímum sjón-
varpsstöðvanna. Hins vegar verð
ég að segja alveg eins og er að
þessar svokölluðu gúrkufréttir eru
miklu skemmtilegri heldur en
þessar venjulegu leiðinlegu stofn-
anafréttir úr stjórnsýslunni og af
Alþingi. Mín vegna mætti því
þingið fá lengra sumarfrí. Það er
svo annað mál hvort fréttamenn-
irnir á ljósvakamiðlunum myndu
Iifa það af.
En fyrst ég er farinn að tala um
sjónvarpsstöðvarnar, þá vil ég
taka fram að í sumar finnst mér
ýmsir þættir sem þær bjóða upp á
vera að mörgu leyti bitastæðari en
ég hef séð undanfarin sumur.“
Mynd: BG.
Tímabær framkvæmd
Listunnandi hringdi.
„Oftast er það nú svo að kvart-
að er yfir því sem miður fer en
sjaldnar er þakkað fyrir það sem
vel er gert. Ég vil leyfa mér að
þakka hér fyrir það sem vel er gert
á Akureyri.
Að undanförnu hefur verið
unnið að því að gera nýjar gang-
stéttir í Listagilinu og var það
sannarlega tímabært verk. Nýju
stéttarnar gefa Gilinu nýjan og
skemmtilegan blæ og fyrir það ber
að þakka.
Fyrst ég er á annað borð farinn
að tala um umhverfismál á Akur-
eyri er vert að geta um að fyrir
sunnan Blómahúsið sáluga er
gjarnan „parkerað" hinum ýmsu
vélum og oft er þarna ýmiskonar
drasl. Þetta er óþrifalegt og mætti
kippa í liðinn, enda hér um að
ræða svæði sem blasir við öllum
sem til Akureyrar koma.“
Einstök þjónusta í
Akureyrar apóteki
Rósa hringdi.
„Ég vil endilega vekja athygli á
einstakri þjónustu sem ég fékk í
Akureyrar apóteki.
Þannig var að ég þurfti að fá lyf
í Akureyrar apóteki í gær (mið
vikudaginn 12. júlí). Þetta var box
með 56 töflum. Þegar ég síðan kom
heim kom í ljós að töflurnar voru
ekki nema 42. Ég hringdi í morgun
(fímmtudag) og spurði um ástæður
fyrir þessu. Lyfsalinn bað mig
margfaldlega afsökunar á þessum
mistökum og sagði að þessu yrði
kippt í liðinn eins og skot. Það Iiðu
ekki nema tíu mínútur, þá var lyf-
salinn sjálfur kominn hingað heim
til mín með nýtt lyfjabox.
Þetta finnst mér alveg einstök
þjónusta og full ástæða til að vekja
athygli á henni.“