Dagur - 14.07.1995, Page 7
HVAÐ ER Af> CERA5T?
Föstudagur 14. júlí 1995 - DAGUR - 7
Dagsmótið á Hlíðarholtsvelli
Dagsmótið - árlegt deildarmót
íþróttadeildar Léttis á Akureyri,
verður haldið á Hlíðarholtsvelli
ofan Akureyrar á morgun, laugar-
dag, og hefst það kl. 10. Aðgangur
er ókeypis. í frétt í Degi í gær var
sagt að mótið yrði bæði á morgun
og sunnudag, en nú er ljóst að
mótið verður aðeins á morgun,
laugardag.
Flóamarkaður í Kjarnalundi
Flóamarkaður Náttúrulækningafé-
lags Akureyrar verður í Kjarna-
lundi nk. mánudagskvöld kl. 20-
22. Á boðstólum verður mikið úr-
val af fatnaði á börn og fullorðna
ásamt ýmsum öðrum varningi.
Minjasafnið á Akureyri
opið um helgina
Minjasafnið á Akureyri er opið
daglega kl. 11-17 og eru Akureyr-
ingar, Eyfírðingar og ferðafólk
boðið velkomið. Sýningar safns-
ins hafa verið endurbættar á und-
anförnum árum og því er eflaust
eitthvað nýtt fyrir flesta að sjá.
Aðgangseyrir er kr. 250 en frítt
fyrir börn á grunnskólaaldri og
eldri borgara.
Laxdalshús er opið um helgina
á sunnudögum kl. 13-17. Þar
hangir uppi Ijósmyndasýningin
„Akureyri - svipmyndir úr sögu
bæjar“ og boðið er upp á sýningu
á myndbandinu „Gamla Akur-
eyri“. Laxdalshús er því tilvalinn
staður fyrir þá sem vilja kynna sér
sögu gömlu byggðarinnar í Fjör-
unni. Enginn aðgangseyrir er tek-
inn að Laxdalshúsi.
Á sunnudaginn kl. 13 verður
farið í gönguferð um Oddeyri.
Gengið verður frá Gránufélags-
húsunum við Strandgötu um elsta
hluta eyrarinnar. Þátttaka í göngu-
ferðum Minjasafnsins er fólki að
kostnaðarlausu.
Föstudagsdjass á Hótel KEA
í kvöld, föstudagskvöld, verður
spilaður djass á Hótel KEA frá kl.
10 til 01. Að þessu sinni sér Tríó
Gunnars Ringsted um sveifluna.
Saga-KIass á KEA
Annað kvöld, laugardagskvöld,
sér hljómsveitin Saga-Klass ásamt
Berglindi Björk og Reyni Guð-
mundssyni um fjörið á Hótel
KEA.
Sálin í Freyvangi
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns
leikur fyrir dansi í Freyvangi í
Eyjafjarðarsveit annað kvöld,
laugardagskvöld.
SSSóI í Sjallanum
og Miðgarði
Hljómsveitin SSSóI leikur fyrir
dansi í Sjallanum á Akureyri í
kvöld og annað kvöld, laugardags-
kvöld, í Miðgarði í Skagafirði.
Annað kvöld leikur fyrir dansi í
Sjallanum á Akureyri hljómsveitin
Austurland að Glettingi.
Dröfa sýnir á
Hótel Hjalteyri
Á morgun, laugardag, kl. 13 verð-
ur opnuð sýning á verkum Drafnar
Friðfinnsdóttur á Hótel Hjalteyri.
Dröfn stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskólann árið 1963
og Myndlistaskólann á Akureyri
1982-1986. Þá stundaði hún nám
við Lahti Art Institut í Finnlandi á
árunum 1987 og 1988.
Fjórar einkasýningar hefur
Dröfn haldið á Akureyri, en
einnig hefur hún í tvígang haldið
einkasýningu í Reykjavík og einu
sinni í Finnlandi. Þá hefur hún
tekið þátt í fjölda samsýninga hér
heima og erlendis.
Á sýningunni á Hótel Hjalteyri
sýnir Dröfn grafíkdúkristur sem
hafa verið unnar á þessu ári.
Dagný Sif
sýnir áCafé
Karólínu
Dagný Sif Einarsdóttir opnar
myndlistarsýningu á Café Kar-
ólínu í Listagilinu á Akureyri á
morgun, laugardag. Sýningin
stendur til 4. ágúst.
Dagný Sif Einarsdóttir nam
myndlist við Myndlistaskólann
á Akureyri og útskrifaðist það-
an vorið 1993, úr málaradeild.
Hún hefur síðan haldið tvær
einkasýningar og tekið þátt í
samsýningum. Sýninguna á
Café Karólínu kallar hún
,T;jölskyldumyndir“ og eru
verkin unnin með blandaðri
tækni á pappír.
Sýningin stendur til 4.
ágúst.
Verkið sem Sigurdís Harpa sýnir í
Glugganum er svokölluö „innsetn-
ing“, unnin úr 600 eintökum af lit-
aöri Ijösmynd.
Sigurdís Harpa
sýnir í Glugganum
Sigurdís Harpa Arnarsdóttir,
myndlistannaður, sýnir verk sín í
Glugganum í Hafnarstræti, Vöru-
húsi KEA, frá og með deginum í
dag til næsta föstudags. Þessar
vikulegu sýningar í Glugganum
eru hluti af Listasumri 95.
Sigurdís Harpa Arnarsdóttir
stundaði myndlistarnám við
Myndlistaskólann á Akureyri og
lauk þaðan námi vorið 1994. Sig-
urdís er starfandi myndlistarmaður
á Akureyri og hefur haldið tvær
einkasýningar, á Akureyri og í
Vestmannaeyjum. Verk hennar í
Glugganum er „innsetning“ unnin
úr 600 eintökum af litaðri Ijós-
mynd.
Ferðafélag
Akureyrar
með ferð í
Þingey
Á morgun, laugardaginn 14. júlí,
er á áætlun félagsins ferð í Þingey
í Skjálfandafljóti. Eyjan er þing-
staður frá fyrstu öldum íslands-
byggðar og draga Þingeyjarsýslur
báðar nöfn sín af því þinghaldi.
Minjar um það eru búðartóftir og
garðhleðslur auk örnefna eins og
Þinghóll, Þinglág og Gálgaklettur.
Ekið verður austur yfir Skjálf-
andafljótsbrú hjá Ófeigsstöðum,
framhjá bænum Vaði og þaðan
ferjað yfir fljótið á Skipapolli, síð-
an gengið um eyjuna. Aðstæður
við eyjuna og lega henna sést á
meðfylgjandi korti. Brottför er frá
skrifstofu Ferðafélagsins að
Strandgötu 23 kl. 9 í fyrramálið.
Þar er opið í dag kl. 16-19 og
hægt að skrá sig í ferðina, sími
4622720.
Á sunnudagskvöldið, 16. júlí,
er fyrirhuguð plöntuskoðunarferð
í Ólafsfjarðarmúla undir leiðsögn
Harðar Kristinssonar, grasafræð-
ings. Slíkar ferðir hafa verið
nokkur undanfarin sumur og notið
vinsælda. Skráning í ferðina verð-
ur á áðurnefndum tíma á skrif-
stofu félagsins auk þess sem fólk
getur mætt fyrir brottför sem verð-
urfrá skrifstofunni kl. 19.
KórAh :ur< eyrarl kirkji láSi ímar-
tói ílei J ikum umh elginj
Fyrsta tónleikaröð Sumartón-
leika á Norðurlandi verður um
helgina. Flytjendur á þessum
fyrstu tónleikum er Kór Akur-
eyrarkirkju undir stjórn Björns
Steinars Sólbergssonar. Ein-
söngvarar úr röðum kórfélaga
eru: Dagný Pétursdóttir, sópran,
Elma Atladóttir, sópran, Kolbrún
Jónsdóttir, sópran, Björg Þór-
hallsdóttir, alt, Sigrún A. Arn-
grímsdóttir, alt, og Bryngeir
Kristinsson, tenór.
Jón Hlöðver Áskelsson, tón-
skáld á Akureyri, sem er heið-
urstónskáld Kórs Akureyrar-
kirkju, varð fimmtugur í júní-
byrjun sl. og er fyrsta tónleika-
röð sumarsins tileinkuð þeim
Björn Stcinar Jón Hlööver
Sólbergsson. Áskelsson.
tímamótum með flutningi á
verkum sem hann hefur sérstak-
lega samið fyrir kórinn og
kirkjustarfið, auk annarra verka.
Með þessu vilja aðstandendur
Sumartónleika á Norðurlandi,
Listvinafélags Akureyrarkirkju
og Kórs Akureyrarkirkju hylla
Jón Hlöðver á viðeigandi hátt.
Auk tónlistar eftir Jón Hlöð-
ver verða á efnisskránni verk eft-
ir Alessandro Scarlatti, Hans
Leo Hassler, Felix Mendelsson-
Bartholdy, Anton Bruckner og
útsetningar á íslenskum þjóðlög-
um eftir Hafliða Hallgrímsson
og Jón Hlöðver Áskelsson.
Tónleikar Kórs Akureyrar-
kirkju verða í Dalvíkurkirkju í
kvöld kl. 21, annað kvöld, laug-
ardagskvöld, á sama tíma í
Reykjahlíðarkirkju í Mývatns-
sveit og á sunnudaginn kl. 17 í
Akureyrarkirkju.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Sumar ’95 í Mynd-
listaskólanum
Sýningin „Sumar ’95“ í Mynd-
listaskólanum á Akureyri var opn-
uð um síðustu helgi og stendur til
7. ágúst. Mikið fjölmenni var við
opnun sýningarinnar og ágæt að-
sókn hefur verið síðan.
Listamennirnir sem verk eiga á
„Sumar ’95“ eru, talið frá vinstri á
meðfylgjandi mynd: Kristinn G.
Jóhannsson, Ragnheiður Björk
Þórsdóttir, Helgi Vilberg, Rósa
Kristín Júlíusdóttir, Anna G.
Torfadóttir, Guðmundur Ármann,
og Samúel Jóhannsson.
Sýningin er opin daglega kl.
14-19 og er aðgangur ókeypis.
Borgarbíó sýnir Star Trek kynslóðir
Borgarbíó frumsýnir í kvöld æv-
intýramyndina Star Trek kyn-
slóðir, en hún er vinsælasta
geimævintýri síðari ára. Með að-
alhlutverk fara Patrick Stewart,
William Shatner, Malcom
McDowell og Whoopi Goldberg.
Stórsnjall en siðspilltur vís-
indamaður, Dr. Soran (McDo-
well), hyggst ná yfirráðum yfir
sérstæðu geimfyrirbrigði, hliði
sem kallað er Nexus, til að brúa
fjölmörg tímaskeið og hagnýta
sér það til að lifa sjálfur í sælu-
reit. Þessi áætlun hans hefur hins
vegar þær skelfilegu aukaverkan-
ir að fleiri hundruð milljónir
manna munu láta lífið þegar mis-
munandi tfma- og orkusvið rek-
ast saman. Hinir tveir frægu skip-
stjórar geimskipsins Enterprise,
James T. Kirk (Shatner) og Jean-
Luc Picard (Stewart) reyna í
sameiningu að koma f veg fyrir
þessa áætlun á 24. öldinni og
njóta þeir hjálpar tímaflutninga
við það þar sem heil öld er á
milli þeirra í aldri. Af samvinnu
þessara tveggja kynslóða skip-
stjóra dregur myndin nafn sitt.
Kvikmyndin er á engan hátt
tengd Star Trek sjónvarpsmynd-
unum né fyrri kvikmyndum
nema að persónur úr þeim koma
fyrir í myndinni.
Star Trek kynslóðir verður
sýnd kl. 21 í Borgarbíói. Á sama
tíma og einnig kl. 23 í hinum sal
Borgarbíós verður sýnd „While
you were Sleeping”. Skemmti-
myndin Snillingurinn verður síð-
an sýnd kl. 23. Á bamasýningum
á sunnudag kl. 15 verða sýndar
myndirnar Týndur í óbyggðum
og Tommi og Jenni. Ókeypis
verður á þessar sýningar.