Dagur - 14.07.1995, Síða 9

Dagur - 14.07.1995, Síða 9
Föstudagur 14. júlí 1995 - DAGUR - 9 Botnfiskvinnslan rekin með 9% tapi: Verðlækkanír á afurðum og innlendar kostnaðarhækkanir helstu orsakavaldar Samtök fiskvinnslustöðva hafa reiknað út afkomu botnfisk- vinnslunnar miðað við stöðuna í byrjun þessa mánaðar. Sam- kvæmt þessum útreikningum hefur mjög hallað á vinnsluna að undanfómu og er nú áætlað tap á rekstri vinnslunnar 9%, eða 3.600 milljónir miðað við heilt ár. Það er mun lakari afkoma en sl. tvö ár, enda hefur gengi bandaríska dollarsins lækkað á undanfömum misserum úr 73 krónum í 63 og enska pundið úr 106 krónum í 99 krónur og þessi atvinnugrein þolir ekki slíkt til langframa. Helstu ástæður stóraukins halla á fiskvinnslunni má rekja til verðlækkana á afurðum sem að nokkru leyti stafa af lækkuðu gengi bandaríkjadollars og breska pundsins gagnvart krónunni. Hækkanir á gengi japanska yens- ins og þýska marksins hafa ckki vegið þetta upp fyrir fiskvinnsl- una. Þá eiga innlendar kostnaðar- hækkanir að undanförnu töluverð- an þátt í auknum hallarekstri vinnslunnar, en auk launakostnað- ar hafa aðrir innlendir kostnaðar- lióir, svo sem umbúðir og fiutn- ingskostnaður, hækkað töluvert að undanförnu. Karl Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss 01- afsfjarðar hf., segir að fiskvinnslu- húsin selji á misjafna markaði og þau hús sem framleitt hafi mest á Bandaríkjamarkað og Bretland standi sýnu verst, en önnur hús framleiði mikiö á Evrópu, t.d. Frakkland og Þýskaland komi bet- ur út. Karl Guðmundsson var spurður að því hvort einhver teikn vœru á lofti utn breytingu á afkomu fisk- vinnslunar. „Nei, það eru engin sérstök teikn á lofti, en maður bíður eftir því að gengi bandaríkjadollars verði lagfært því lækkun á dollara og pundi en hækkun á þýsku marki og japönsku yeni hefur komið sumum greinum vel en öðr- um illa. Þessi skráning virðist fara eftir alþjóðlegri spákaupmennsku og því hvað Bandaríkjaforseti og önnur fyrirmenni eru að gera í gær eða dag,“ segir Karl. - Hvað þolir fiskvinnslan lengi það að vera rekin með 9% tapi? „Hún þolir það ekki lengi því þaó er búió að hagræóa eins og Rekstraráætlun fiskvinnslunnar - tölur í milljónum króna Frysting: Söltun: Samtals: Tekjur alls: 27.151 11.481 38.633 Gjöld alls: - laun/launat.gj. 26.958 11.538 38.495 v/framlciðslu 6.445 1.638 8.083 - Hráefni 16.128 7.945 24.073 - Umbúðir 1.078 304 1.382 - Flutningskostn. 470 414 884 - Orka 457 102 559 - Viðhald 844 273 1.117 - Annar kostnaður 1.535 863 2.398 Afskriftir og fjár- magnskostn. (ársgr.) 2.868 877 3.745 Áætlaður halli - 2.675 -933 - 3.608 hægt er. Fiskvinnsluhúsin eru auð- vitað misjafnlega skuldsett og því þola þau þessa erfiðleika misjafn- lega lengi og því gætu einhver hús sem hafa fyrst og fremst framleitt á Bandaríkjamarkað stoppað innan tíóar. Taprekstur gengur ekki tíl lengdar - segir Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og stjórnarmaður í Samtök- um fiskvinnslustöðva, segir nið- urstöður Samtaka fiskvinnslu- stöðva á lakri afkomu botnfisk- vinnslunnar vera framreikning á grunni sem félagið hafi lengi verið með og er byggður á tölum frá Þjóðhagsstofnun. Einar segir að það sem hann mundi vilja að gerðist næstu daga væri að ríkisstjórnin staðfesti þær tölur sem SF hefði lagt fram og þá mundi Þjóðhagsstofnun taka þann uppreikning miðað viö stöðuna í dag. Ekki hefur reynt á það hvort Þjóóhagsstofnun samþykki eða synji útreikningi SF á stöðu botn- fiskvinnslunnar. „Mér finnst cðlilegt að ríkis- stjórnin fái svolítinn uinþóttunar- tíma til aö láta kanna ofan í kjöl- inn hvort þcssar tölur eru réttar sem SF leggur fram, en síðan vilj- um við skoða málið í ljósi kvóta- úthlutunarinnar sem nú hefur séð dagsins ljós en með henni er okk- ur sniðinn þrengsti stakkur sem veriö hefur frá upphafi kvótakerf- isins. Sú skerðing sem hún boðar í fiskveiðum mun breyta einhverjum prósentum til vióbót- ar, þ.e. auka rekstrartap fisk- vinnslunnar og það mun því hrikta í sjávarútveginum á næsta fisk- veióiári. Svona taptölur eru það stórar aö það gcngur ekki til lengdar að reka botnfiskvinnsluna á þeim forsendum. Þegar allir aö- ilar hafa skoðað málið og séð heildarstöðuna er hægt að ræðast við út frá sama grunni. Fyrr er ekki hægt að ræða um einhverjar aðgerðir. Stjóm Samtaka fiskvinnslu- stöðva hefur óskað eftir viðræðum við stjórnvöld og fá þessa stöðu á Einar Svansson. hreint og þá er hægt að átta sig á því hvort eitthvað er hægt að gera. Við viljum meö þessu vekja at- hygli stjórnvalda á því að staða fiskvinnslunar í landinu er mjög alvarleg og hefur ekki verið eins alvarleg síöan 1988, en þá var ákveðin gengisfelling þegar allt var í voða. Það er ekki hægt að lækka 10% rekstrarhalla með einhverjum kostnaðarlækkunum cins og sjáv- arútvegsráðherra hefur gefið í skyn í viðtölum. Til þess að lækka 10% halla í fiskvinnslu þarf annað hvort að lækka hráefnið um 20% eða laun um 50%. Það er því ekki inni í myndinni að það takist, hvorug leiðin er aðgengileg auk þess sem menn hafa verið að lækka kostnaðinn undanfarin ár vegna samdráttar og kvótaskerð- ingar og því hafa fiest fyrirtæki nýtt þann möguleika aó fullu,“ sagöi Einar Svansson. - Mun fiskvinnslan í auknum mœli fœrast út á sjó ef þetta Milli 60 og 70% af okkar fram- leiðslu fer á Bandaríkjamarkaó og því erum við mjög háðir gengi dollars. Vandamálið er hins vegar þaó að hrácfnió ræóur því á hvaóa markaði er framleitt, en við crum hér með tvo ískfisktogara og sam- setning afla þcirra ræður oft því á hvaóa markað afurðirnar fara. Þrátt fyrir allt er uppistaða afians sem unninn er þorskur og ýsa og þrátt fyrir gengislækkun dollars er skást að senda það sem framlcitt er úr þeim á Bandaríkjamarkað þrátt fyrir að það gefi ekki nægjanlega af sér. Þess ber að gæta að verðið á Evrópublokkinni hefur ekki mikið hækkað þrátt fyrir einhverja geng- islyftingu. Gengishækkun jap- anska yensins hefur verió einna mest og það er ánægjuleg þróun fyrir þá sem framleiða á þann markað. Þeir eru hins vegar ekki mjög margir sem hagnast á því, einna helst þcir sem framleiða úr úthafskarfa og grálúðu." - Verður einhver þrýstingur á stjórnvöld að grípa inn í þetta mál, t.d. með gengislœkkun? „Eg vona það, og eitthvaó hafa forsvarsmenn Samtaka fisk- vinnslustöðva látið að því liggja í viðtölum enda er mönnum farið að leiðast þófið og vilja fara aó sjá einhverjar aðgeröir af hálfu stjórn- valda. Menn horfa nú til þess að gott verð fáist fyrir loðnuhrogn og úthafskarfa vegna hagstæðs gengis yensins en auðvitað er ekki hægt að hagræóa genginu eftir því á hvaða markaði er verið að fram- leiða á hverjum árstíma. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóóhags- stofnunar, segir að gengi íslensku krónunnar hafi hækkað að undan- fömu en ég sé engin rök fyrir þeirri hækkun. Þaó kemur útflutn- ingsatvinnugreinunum ekki til góða en það gerir auðvitað allan innfiutning að sama skapi ódýr- ari,“ sagði Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. GG ástand helst óbreytt? „Ég get ekki ímyndað mér ann- að en að það niuni ýta undir þá þróun en ég vil ekki trúa því að þaó sé vilji stjómvalda að vinnsla í landi dragist verulega saman. Þetta er spuming um stefnu stjóm- valda í ýmsum mikilvægum mál- um sem getur snert rekstrargrund- völlinn í þessum atvinnugreinum. Mörgum finnst að einhverja hcild- arstefnu vanti í þeim. Vandinn er einnig sá að það er enginn markaður fyrir þorsk eða ýsu í yenum eða þýskum mörkum en gengi þessara gjaldmiðla er nú hátt, þ.c. viö getum ckki selt þess- ar fisktegundir til Japans eða Þýskalands. Vandinn er einnig sá að gengi ensks punds og banda- rísks dollars er mjög lágt og það hefur ekki átt sér staó í mörg ár. Við höfum yfirleitt getað bjargað okkur ef önnur myntin hefur fallið með því að selja þá afurðimar í hinni, en sú leið er ekki fær nú. Landvinnslan hcfur verið í far- arbroddi hvað varðar þróun á nýj- um pakkningum og nýjum fram- leiðsluvörum og sá árangur er í hættu ef landvinnslan hefur ekki rekstrargrundvöll. Það þurfti ekki nema 20 skip á þorskveiðar í Bar- entshafi í fyrra til þess að verð félli á Bretlandsmarkaði á sjó- frystum þorskflökum svo ljóst er aó sá markaður þolir ekki miklar sveiflur. Lausnin er því ekki sú að öll vinnslan færist út á sjó, heldur að jafnvægi verði milli land- vinnslu og sjófrystingar. Það má heldur ekki gleyma því að ískfisk- togara- og bátafiotinn sem afiar landvinnslunni hráefnis er jafn illa settur,“ sagði Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauóárkróki. GG Hótel KEA FÖSTUDAGSJASS TRÍÓ GUNNARS RINGSTED frá kl. 10-01. Laugardagskvöld Hin frábæra hljómsveit SAGA-KLASS ásamt Berglindi Björk og Reyni Guðmundssyni endurtaka stuðið frá síðustu helgi. HELGÁRTILBOÐ Einiberjagrafinn lax með piparrótarsósu Nauta- og grísamedalíur „Black & White“ Perufrauðterta Verð aðeins kr. 2.600,- Borðapantatiir i síma 462 2200 HÓTEL KEA Sími 462 2200

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.