Dagur


Dagur - 14.07.1995, Qupperneq 11

Dagur - 14.07.1995, Qupperneq 11
Verslun í eitt hundrað ár Laugardaginn 8. júlí héldu Hvammstangabúar upp á það með miklum hátíðarbrag, aö eitt hundrað ár eru liðin frá því að staðurinn varð löggildur verslun- arstaður. Dagskráin hófst klukkan 11:00 og lauk með dansleik um kvöldið. Dagskrá var við Félags- heimilið kl. 13:00 til 14:00 og kaffiveitingar í Félagsheimilinu á milli klukkan 14:00 og 16:00, en að þeim loknum var dagskrá á sama stað, þar sem rakin var í máli, söng og leik saga verslunar- innar á Hvammstanga í stórum dráttum. Dagskráin var í umsjá Leikflokksins á Hvammstanga og var því miður það eina, sem und- irritaður hafðu tök á að fylgjast með af þeim fjölda atriða, sem fram voru færð á þessum mikla fagnaðardegi. Talsverður hópur leikara tók þátt í flutningi dagskrárinnar. Hún byggðist annars vegar á lestri sögulegra þátta um verslun á Hvammstanga, en hins vegar á leiknum og sungnum atriðum, sem komu á milli lesinna þátta. Lesturinn var í höndum ýmissa úr leikarahópnum og höfðu nokkr- ir þar stærra hlutverk en aðrir. Hann fórst flytjendum vel úr hendi. Fram voru tíndir fróðleiks- molar um upphafsár ýmissa þátta verslunarsögunnar og þá menn, sem sem við sögu komu. Þeir eru MINNINÚ fjölda margir á þeim hundrað ár- um, sem liðin eru, og starfsemi hefur ljóslega verið með margs konar hætti, svo sem vænta má. Þessir þættir voru mjög upplýs- LEIKLIST HAUKUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR andi bæði fyrir gesti og heima- menn. Inn í fróóleikinn var fléttað gamanmálum, sem voru hnittin og vöktu verulega kátínu gesta. Leikin atriði voru mörg og runnu lipurlega inn í lesna þætti. Notast var viö afar lítinn sviðbún- að og nánast ekki annað en þaö; sem flytjendur báru með sér. I þessum stuttu leikþáttum var sýnt ýmislegt af atburðum, sem orðið höfðu á ýmsum stigum verslunar- sögunnar jafnt þau, sem skráð hafa verið, sem þau, sem geymst hafa í minni manna. Flest það, sem fram var sett með þessum hætti var prýðisvel flutt. Fram- sögn almennt góð og fas í góðu lagi. Víða var um skopleg atriði að ræða, sem kitluðu hláturtaugar áhorfenda. Inn í þau atriói, sem þegar hef- ur verió á minnst, var fléttað létt- um söngvum í gamanvísnastíl. Söngurinn var vel af hendi leyst- ur. Hann var fjörlegur og texta- flutningur allur greinilegur, sem skipti miklu máli, því að sögð var saga hverju sinni. Yfir söngnum var allt að því yfirvegaður „ad hoc“ bragur, sem gerði hann að- laðandi og ekta. Margir stóðu sig með prýói í þessum tónlistaratrið- um og er Ijóst, að góðar raddir til söngs er að finna á meðal þeirra, sem eru félagar í Leikflokknum á Hvammstanga. Undir sönginn var leikið á harmóníku og fór það vel. Það færist mjög í vöxt, að byggðir haldi upp á merkisdaga í sögu sinni. Það er vel. Bæði vekja þeir athygli á hlutaðeigandi byggöum og ekki síður efla minn- isdagar tilfinningu íbúanna fyrir sögu þeirra staða, sem þeir byggja. Slíkt er hverri byggð nauðsyn. Samfellan á milli nútíðar og þess, sem að baki er, er nauð- syn. Sé hún vakandi og lifandi gefur hún mönnum grunn að standa á og ekki síður vitund um stöðu í sögu þjóðarinnar, en hún er ofin úr fjölda þráóa, þar sem hver byggð hefur sitt hlutverk og sinn stað og er ómissandi. Edda Pétursdóttir Fædd 23. október 1931 - Dáin 28. maí 1995 Mig langar til þess að minnast móður minnar með nokkrum orð- um. Ekki óraði mig fyrir því að ég væri að tala við mömmu í síðasta sinn þegar ég talaði við hana á laugardag, þá var hún eins og hún átti aó sér að vera og við kvödd- umst eins og vant var. En á sunnu- dagsmorgun fengum við þau hörmulegu tíðindi að móðir mín hefði látist þá um nóttina. Það var eins og heimurinn hryndi, ég trúði þessu ekki, ég elskaði móður mína meira en oró fá lýst, vió vorum mjög samrýmd- ar, enda hafði hún svo mikið að gefa af sér, bæði handa mér og öllum sem þekktu hana. Til margra ára var hún ráðs- kona í Skjaldarvík þar sem ég vann með henni í nokkur ár og aldrei hlífði hún sér nokkum tím- ann og fékk þó svo lítið hrós fyrir svo vel unnin störf. Hún var alltaf mjög glæsileg svo að eftir var tek- ið. Hún var skapgóð og sagði stundum við mig að maður þyrfti ekki að vera eins, þó einhver gerði eitthvað á manns hlut. Maður gat leitað til hennar ef eitthvað bjátaði á en hún sjálf kvartaði aldrei þó henni liði eitthvað illa, enda var líf hennar ekki alltaf dans á rósum. Hún hélt alltaf reisn sinni, alveg sama á hverju gekk. Hún var mjög bamgóð, hvort sem það voru hennar eigin eða annarra böm. Það er sagt að tíminn lækni öll sár, en mitt grær aldrei. Hún móðir mín bjó ásamt for- eldrum sínum og bróður og ól- umst við systkinin þrjú upp hjá þeim. Hún var okkur svo góð móðir og bömunum okkar líka og hún vildi allt fyrir okkur gera. All- ir sem þekktu hana misstu mikið. Mamma, ég þakka þér fyrir þessi góðu ár sem ég fékk að eiga með þér. Bið ég góðan guð að varðveita þig, elsku mamma. Sigurlaug. Suzuki Baleno BALLNOj Fjölskyldubíll Laufsásgötu 9, Akureyri, sími 462 6300 Föstudagur 14. júlí 1995 - DAGUR - 11 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 Innlausnardagur 15. júlí 1995. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.489.363 kr. 148.936 kr. 14.894 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.325.246 kr. 662.623 kr. 132.525 kr. 13.252 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.526.316 kr. 1.305.263 kr. 130.526 kr. 13.053 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.423.894 kr. 1.284.779 kr. 128.478 kr. 12.848 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.916.074 kr. 1.183.215 kr. 118.321 kr. 11.832 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.548.418 kr. 1.109.684 kr. 110.968 kr. 11.097 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.455.053 kr. 1.091.011 kr. 109.101 kr. 10.910 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka Islands Suðurlandsbraut 24. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.