Dagur - 19.07.1995, Page 5
Jazz á fímmtudegí
Miðvikudagur 19. júlí 1995 - DAGUR - 5
, RÚLLUR - ARKIR - HÖNNUN - MYNDAMÓTAGERÐ - FÓLÍU -
Fimmudaginn 13. júlí efndi
Klúbbur Kaffihússins Karólínu og
Listasumars 95 til jazztónleika í
Deiglunni í Grófargili á Akureyri.
Fram kom Tríóið Skipaó þeim, en
í því eru Gunnar Gunnarsson,
píanóleikari, Jón Rafnsson,
kontrabassaleikari, og Ami Ketill
Friöriksson, trommuleikari. Til
liðs við sig fengu þremenningamir
Gunnar Ringsted, gítarleikara, og
söngkonuna Ragnheiói Ólafsdótt-
ur.
Gunnar Gunnarsson er vaxandi
á sviði jazzpíanóleiks og hefur
tekiö miklum breytingum frá því
að til hans heyrðist fyrst í samleik
tríósins. Sóló hans hafa orðið til
muna líflegri, en mega enn batna
nokkuð. Flest þeirra eru allstöðluð
og byggja mikið á allhröðum leik,
sem er í formi til dæmis skala og
brotinna hljóma. Melódísk yfir-
vegun laglínu og hljómagangs
mætti vera meiri á stundum. Hraða
leiknum á þó ekki að sleppa að
fullu. Hann hefur líka sitt sæti.
Gunnari tókst víða vel í leik
sínum. Svo var til dæmis í lögun-
um Blue Monk, þar sem Gunnar
tók Iangt og fjölbreytt sóló, Sop-
histicated Lady og Ain’t Misbeha-
ving, þar sem Gunnar sýndi, að
hann hefur tök á því að yfirvega
laglínu og hljómagang á gefandi
máta og Autumn Leaves, þar sem
góð sveifla ríkti í leik Gunnars -
og reyndar hjá allri hljómsveitinni.
Jón Rafnsson er einnig vaxandi
á sínu sviði og byggir gjaman upp
skemmtilegar bassalínur. Hann má
þó gæta sín á því að staðna ekki. I
sólóleik hans gættir nokkuð staól-
aðrar uppbyggingar, sem ekki er
þekkileg til lengdar. Einnig var
bassaleikurinn nokkuó harður og
ósveiganlegur fram að hléi. Meiri
mýkt var í leiknum í síðari hluta
tónleikanna.
Jón Rafnsson átti nokkra veru-
lega góða sprctti á tónleikunum í
Deiglunni. Nefna má góð sóló
hans í lögunum Nótt í Moskvu,
Route Sixty-Six og laginu Dagur
eftir Tómas R. Einarsson.
Ami Ketill Friðriksson var tals-
verðu virkari á þessum tónleikum
en hann hefur iðulega verió í slag-
TÓNLIST
HAUKUR ACUSTSSON
SKRIFAR
verksleik sínum. Hann tók reyndar
engin „breik“ eða sóló, en litaði
hins vegar trommuleik sinn hóf-
lega og af smekkvísi. Takturinn
sjálfur brást aldrei hjá honum og
hann kann vel þá eðlu list, að veita
stuðning án þess að yfirgnæfa
nokkum tímann.
Gunnar Ringsted er lipur gítar-
leikari. Hann spinnur gjaman fal-
lega yfir hljómagang og laglíhu og
átti nokkra skemmtilega spretti á
tónleikunum í Deiglunni. Svo var
til dæmis í lögunum Blue Monk
og Dct var et lordag aften, en í
hinu síðara komast Gunnar veru-
lega á flug. í lögunum How High
the Moon, Stella by Starlight og
Autumn Leaves gerði Gunnar
einnig vel, einkum í hinum tveim
síðari, þar sem hann náði góðri
sveiflu og lagrænum spuna.
Ragnheiöur Ólafsdóttir er í
framför sem jazzsöngkona. Enn
skortir þó nokkuð á mýkt raddar-
innar og einnig fulla tilfinningu
fyrir því að sveigja og sveifla lag-
línu, einkum á texta. Skattsöngur
Ragnheiðar, en honum beitti hún í
Sumarhátíð SÁA í
Galtalækjarskógi
Sumarhátíöin „Úlfaldinn 95“
vcrður haldin í Galtalækjarskógi
helgina 21.-23. júlí nk. á vegum
SÁÁ. Þetta er í annað skipti sem
SÁÁ stendur að þessari útihátíð.
„Úlfaldinn 95“ er opin öllum
scm vilja njóta útiveru og félags-
skapar án vímuefna. Sumarhátíðin
Stjórnin spilar fyrir dansi á
föstudagskvöldiö.
nokkrum lögum, en verulegu jazz-
ískari en textasöngur hennar.
Ragnheiður náði umtalsverðum
tökum í nokkrum lögum. Nefna
má Dag eftir Tómas R. Einarsson
og Route Sixty-Six. í laginu Ain’t
Misbehaving tókst Ragnheiði
einnig vel upp, ekki síst í skatti.
Á tónleikunum var frumflutt
lag eftir Hróðmar Inga við Ijóð eft-
ir Jónas Hallgrímsson og einnig
leikið lag eftir Gunnar Ringsted,
sem hann kallar Borgarfjarðar-
bossa. Bæði lögin eru áheyrileg,
en leikur - og einkurn spuni - var
nokkuð stirðlegur og mátti greina,
að hljómsveitin var ekki að fullu
handgengin þessum verkum.
Tónleikamir voru mjög vel
sóttir og virtust gestir hafa
skemmtan af því, sem fram var
borið. Jazztónleikastarfsemi
Klúbbs Kaffihússins Karólínu og
Listasumars 95 á sér greinilega
fylgjendur marga. Væri ekki ráð
að halda starfseminni uppi aðra
tíma ársins en sumur ein?
3
H
o
o
3
o
t-
Vörumiðar hf
* ÞAR SEM LlMMIÐARNIR FÁST *
REYNSLA • GÆÐI • ÞJÓNUSTA
Sími 461 2909 - Fax 461 2908
Hamarsstígur 25, 600 Akureyri
LAGERMIÐAR (TILBOÐ.ÓDÝRT O.S.FR) - VIGTARMIÐAR
'diiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiig'
Jörð til sölu!
í haust er til sölu góö sauófjórjöró í
S.-Þingeyjarsýslu.
Jörðin er vel upp byggð, bústofn og vélar fylgja.
GóSir útivistarmöguleikar.
Uppl. hjó BúnaSarsambandi S.-Þing., sími 464 3563.
■niiininiiiiimiMiiininiiimiiiniiiiniiiiiiiiiiimininiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiinniiiinir
HRISALUNDUR
f
er haldin á svæði templara í Galta-
lækjarskógi, en þar er mjög góð
aðstaða.
Dagskrá hátíðarinnar er miðuð
við alla fjölskylduna og er sérstak-
lega mikið lagt upp úr afþreyingu
fyrir bömin. Þar á meöal má nefna
útileiki, íþróttir bama, hesta fyrir
bömin, hæfileikakeppni og fleira.
Hljómsveitin Stjómin spilar á
dansleik „Úlfaldans" á föstudags-
kvöld. Á laugardagskvöld verður
kvöldvaka þar sem Spaugstofan
og gleðitríóió Kózý skemmta. Á
dansleik á laugardagskvöld spilar
hljómsveitin Álfamir, en hana
skipa m.a. söngvaramir Pálmi
Gunnarsson og Ruth Reginalds.
Aðgangseyrir er kr. 2500 en
ókeypis fyrir 15 ára og yngri í
fylgd með fullorðnum. Svæöið
veröur opnað kl. 17 á föstudag,
21. júlí.
- fyrir þig!
Súpukjöt - 5 kg
á 1995 pk.
Bógsneiðar á grillið kr. 399 kg
Bláber 129 kr. boxið
25% afsláttur
af öllum fatnaði
aagar miðvikud.-laugard.
AFGREIÐSLUTIMI:
Mánud.-föstud. kl. 10.00-19.30
Laugard. kl. 10.00-18.00
fimmtudaginn 20. iúli